Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1994 Mikill kraftur hefur verið í opinberum samskiptum milli Kína og íslands það sem af er árinu. Ber þar hæst heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra, en þöldi annarra pólitískra, viðskiptalegra og menningarlegra sendinefnda hefur einnig þegið heimboð ýmissa aðila í Kína á þessu ári. Atburðirnir á Torgi hins himneska friðar fyrir fimm árum síðan virðast að mestu gleymdir í kapphlaupi um bita af kínversku efnahagskökunni. Kapphlaupi, sem sumir telja íslendinga hafa tapað áður en þeir hófu það. Það ku vera fallegt i Kína... 1 Kína er verið að byggja, bæta og breyta í stórum stíl. Landið er stórt og áratugum á eftir vesturlöndum á flestum sviðum tækni, viðskipta og samgangna. Kínversk stjórnvöld hafa smám saman verið að opna fyrir þátttöku erlendra aðila í kín- versku efnahagslífi, enda félitlir sjálfir. Erlendum fyrirtækjum hefur verið hleypt inn í landið og gert kleift að standa að framkvæmdum í stórum stíl. íslendingar hafa látið sig dreyma stóra drauma um fram- kvæmdir í Kína ekki síður en aðrir og kappkosta um þessar mundir að komast í kínversku hagkökuna. Skipuleg smölun Eftir að skriðdrekar krömdu kín- verska stúdenta til bana á Torgi hins himneska friðar í júní árið 1989 voru stjórnmálaleiðtogar á vesturlöndum allir sammála um að fordæma kínversk stjórnvöld fyrir skepnuskapinn. Hvert landið af öðru, þar á meðal ísland, hótaði að slíta stjórnmálasamstarfl við Kína ef ekki yrðu róttækar umbætur í mannréttindamálum og það strax. Skrúfað var fyrir allar opinberar heimsóknir til Kína á tímabili og reynt að einangra það á alþjóða- vettvangi. Kínverjar gerðu allt sem þeir gátu til að brjótast út úr þessari ein- angrun. Sendiráðum um allan heim var úthlutað ákveðnum kvóta af opinberum og hálfopinberum aðilum í viðkomandi löndum, sem þau áttu að bjóða í heimsókn til Kína. Til að fylla þennan kvóta hófu sendiráðsmenn skipulega smölun á stjórnmálamönnum, embættismönnum og menningar- vitum í hverju landi og létu rigna yflr þá heimboðunum. Þorsteinn Jónsson er að vonum ánægður með tilnefninguna og segir að hún opni sölumöguleika eriendis. Stórfyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu, sem 'komin voru með annan fótinn inn á Kínamarkað eftir langa bið, voru ekki síður ósátt við þessa nýju hindrun í vegi þeirra en Kínverjar og lágu ekki á þeirri skoðun sinni. I>að leið því ekki á löngu áður en menn gleymdu þess- um hótunum sínum, enda Kína alltof stór markaður til að hægt væri að setja svona smotterí fyrir sig til lengdar. Ifarpar rýrð á íslensk stjornvöld „Kínverjar þverbrjóta á hverjum degi flesta alþjóðasáttmála sem til eru um mannréttindi, jafnvel þá fáu sem þeir hafa skrifað undir sjálfir, segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Islands- deildar Amnesty International. „En það er nú einu sinni svo að mann- réttindamál eru oftast látin víkja fyrir viðskiptahagsmunum. Því miður vill það einnig brenna við hér á landi.“ Jóhanna segist þó ekki fordæma ferðir íslenskra ráða- manna til Kína, slíkt séu ekki vinnubrögð Amnesty. „Hins vegar er okkur mikið í mun að fólk viti við hvers konar stjórnvöld það er að semja og taki ákvarðanir sínar út frá því. Ástandið í mannréttinda- málum er slæmt í.Kína, þar er gíf- urlegur fjöldi samviskufanga í haldi, pyntingar verða stöðugt al- gengari og aftökur einnig. Mér finnst það varpa rýrð á íslensk stjórnvöld að sækjast eftir sam- skiptum við Kínverja, því þeim er fullkunnugt um þetta ástand.“ Samband ungra jafnaðarmanna hefur fordæmt heimsóknir ís- lenskra ráðamanna til Kína, hvar í flokki sem þeir hafa staðið. „Gróf mannréttindabrot eru þar ennþá daglegt brauð og virðist engin breyting til hins betra vera í vænd- um,“ segir Kjartan Emil Sigurðs- son í Sambandi ungra jafnaðar- manna. Skýjahöllin valin á stærstu kvikmyndahátíð í Evrópu sem leggur áherslu á barnamyndir „Hinn mesti happafengur“ Skýjahöllin, kvikmynd Þor- steins Jónssonar, hefur verið val- in til dagskrár á kvikmyndahátíð í Berlín sem fram fer dagana 10.-20. febrúar. Að sögn Þorsteins er þetta stærsta kvikmyndahátíð á Evrópu- svæðinu sem er með sérstaka barnadagskrá. Þetta er mjög gott tækifæri því þangað koma lang- flestir sem eru að spekúlera í að panta kvikmyndir frá Norður-Evr- ópu og með þessu er búið að velja hana í hóp úrvalsmynda ársins 1994. Tilnefningin er það nýtilkom- in að enn hafa ekki borist upplýs- ingar hingað til lands um hvaða myndir bítast við Skýjahöllina um verðlaun á hátíðinni. Eti hvernig hefur myndin gengið hérlendis? „Hún hefur ekki gengið nógu vel,“ segir Þorsteinn. „Hún hefur fengið 10 þúsund áhorfendur á átta vikum og mér fyndist nú alveg að það mætti vera meira. Ég held að það hljóti að vera einhverjir sem eiga eftir að sjá hana. Það er hrein- lega orðið svo mikið að gerast í þjóðfélaginu að maður þarf að aug- lýsa og vera miklu meira í fjölmiðl- um til að fá athygli og hljóta aðsókn því mér heyrist þeir vera ánægðir sem sjá myndina." Þorsteinn segist þurfa um 20 þúsund áhorfendur, þá sé hann á góðu róli. En er það ekki bara þetta gantla, um leið og útlendingarnir viður- kenna hlutinn,þá...? „Jú, það hefur gengið þannig undanfarin ár þannig að ég vona að þetta verði til þess að fólk fari að drífa sig. Ég held að þetta sé einnig þannig að áhorfendur telja sig hafa nægan tíma til að sjá myndina en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur haft kópíuna lengi, svo þarf hún að komast út á land. Ég á von á að hún verði á dagskrá eitthvað út janúar en þá fer að þrengjast um hana. Það sem ég hef verið að reka áróður fyrir er að ég er að gera mynd án ofbeldis og skrílsláta og láta fallega sögu halda myndinni uppi án þess að vera með neitt súkkulaði ofan á því eða belli- brögð. Og mér finnst þetta vera ákveðinn prófsteinn á það hvort áhorfendur kunni að meta þá ein- lægni.“ JBG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.