Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.12.1994, Blaðsíða 18
Sendu jóíapakkana og jólapóstinn með DHL Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfaþjónustu DHL en með hefðbundnum flugpósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. MIKILVÆCAR DACSETNINCAR Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: ► / 6. des. Til Norðurlandanna. ► / 5. des. Til Evrópu. ► 12. des. Til USA, Kanada og annarra landa. Jólapakkar Við gefum þér 2 auka vikur! Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti skiladagur er 19. des EINFALT ÞÆCILECT ODYRT Jólatilboð ódýrara en þig grunar! WORLDW/DE EXPRESS DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9 108 Reykjavík Sími 568 9822 DHL - fljótari en jólasveinninn Ritstjórar Suðurnesjablaðanna Víkurfrétta oq Beztablaðsins í stríði Páll Ketilsson „Hann er ósáttur við að hafa þurft að fara úr þessu fyrirtæki.“ Emil Páll Jónsson „Þótt ég hafi átt síðasta leik gerði ég það af illri nauðsyn." Saka hvor annan um dylgjurog skrtkast „Það sem mér finnst helst vera að brjótast um í Emil Páli er að hann er ósáttur við að hafa þurft að fara úr þessu fyrirtæki og notar núna hvert tækifæri sem hann fær til að sverta mann- orð mitt. Kannski er þetta einhver öfund í honum yfir því að mér hefur gengið vél,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Suðurnesjablaðsins Víkurfrétta en hann og fyrr- verandi samstarfsmaður hans, Emil Páll Jónsson, sem nú er ritstjóri Beztablaðsins, hafa undanfarnar vikur háð harðvítugt stríð á síðum blaða sinna. Þeir félagar hafa verið ósparir á stóru orðin í skrifúm sínum og saka hvor annan um dylgjur og skít- kast. Mjög köldu andar aug- sýnilega milli Emils og Páls sem áttu Víkurfréttir til helminga í tólf ár, eða þar til í fyrrahaust þegar slitnaði upp úr samstarfinu og Páll eignaðist blaðið að fullu. Emil Páll setti þá á fót Bezta- blaðið og koma bæði blöð út vikulega. Upphaf stríðsins er grein sem Emil Páll birti í blaði sínu 16. nóvember þar sem kemur fram hörð gagnrýni á Víkurfréttir vegn'a dráttar sem hefur orðið á skilum handbókar, sem útgáfufélag blaðsins tók að sér að vinna fyrir Keflavíkurbæ. f sama tölublaði sendir Emil Páll kollega sínum Páli ýmis önnur skeyti. f smáfrétta- dálki blaðsins vitnar hann til dæmis í „ýmsa menn“ um að þeim hafi fundist sem fréttaritari Stöðvar 2 hafi „skotið sig í löppina“ þegar hann hafi fjallað um inn- kaupaferðir fslendinga til útlanda því sá hinn sami fari sjálfur í skemmtiferðir til út- landa 3 til 4 sinnum á ári, en Páll Ketilsson og fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurnesjum eru einmitt einn og sami maðurinn. Ekki stóð á svörum í Víkurfréttum daginn eftir. Ellert Eríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Keflavíkurbæjar og núverandi bæj- arstjóri sameinaðra sveitarfélaga, er kallaður til vitnis um að hann hafi sjálfur óskað eftir því að útgáfunni yrði frestað því hann hafi ekki séð ástæðu til þess að gefa út handbók um Keffavíkurbæ þegar fyrir lá að sveitarfélagið yrði sameinað ná- grannasveitarfélögunum innan nokkurra mánaða. f ffétt blaðsins er einnig bent á að Emil Páll hafi sjálf- ur haft umsjón með gerð handbók- arinnar þar til hann hætti störfúm hjá Víkurfréttum og ætti því að vera vel kunnugt um ýmis vandamál sem hafi komið upp við vinnslu hennar. Emil lét þetta hins vegar ekki slá sig út af laginu. f næsta Beztablaði lætur hann að því liggja að ekki sé að öllu leyti rétt haft eftir bæjar- stjóra í frétt Víkurfrétta og ítrekar þá gagnrýni að ekki sé eðlilega að gerð handbókarinnar staðið. Og áfram hélt hasarinn. í Víkurfréttum daginn eftir birtist yfirlýsing frá Ell- erti bæjarstjóra þar sem fyrri ástæð- ur fyrir seinkuninni eru ítrekaðar. Einnig sendir Páll frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega fréttaflutning Beztablaðsins af handbókarmálinu og heldur því fram að hvatinn að baki skrifum Emils sé ekki áhugi hans á hags- munum bæjarins heldur megi rekja skrifin til samstarfsslita þeirra. „Emill Páll Jónsson fór út úr fyrir- tækinu, ekki að eigin ósk. Það gefur því augaleið hvers vegna dylgjur og soraskrif hafa verið allsráðandi um Víkurfréttir í Beztablaðinu að und- anförnu. f þessu máli hefur ritstjór- inn reynt að ata auri í allar áttir og með ýmsu móti eins og honum er einum er lagið,“ segir í yfirlýsing- unni. Og eins og til að undirstrika orð sín birtir Páll í sama tölublaði dóm siðanefndar Blaðamannafélags íslands yfir Emil Páli vegna greina um óskyld mál sem birtust í Bezta- blaðinu síðasta vor. Þetta virðist hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á Emil og í Beztablaðinu síðasta mið- vikudag gerir hann gys að Páli fyrir að birta fimm mánaða gamla frétt um dóm siðanefndarinnar og lætur að því liggja að hann ætli sjálfur að kæra Pál fyrir skrif um sig þar sem hann telji þau mjög alvarlegt brot á siðareglum blaðamanna. Emil lætur sér þetta hinns vegar ekki nægja því á fimmtudag birtist grein eftir hann í Suðurnesjafréttum, þriðja héraðs- blaði Suðurnesjamanna, þar sem hann sendir Páli kaldar kveðjur og sakar hann um dylgjur og ósmekk- leg skrif. Einnig segir hann að öll þau ár sem þeir voru saman með Víkurfréttir hafi Páll vart mátt vera að því að vinna vegna golfmennsku, handbolta og utanlandsferða. Þetta er nýjasta innleggið í málið en Páll segir í samtali við MORG- UNPÓSTINN að nú sé umræðan komin á það stig að hann geti ekki tekið þátt í henni lengur. „Þetta er ekki svaravert. Það hef- ur fullt af fólki talað við mig og beð- ið mig um að láta þetta eiga sig því þessi skrif hans í Suðurnesjafréttum dæmi sig sjálf.“ Og nú virðast þeir félagar loks verða orðnir sammála því Emil Páll segist einnig ætla að láta staðar numið. „Þetta er bara smáborgaraháttur í okkur báðum og ég held að við ætt- um að láta frekari umfjöllun vera. Það þroskast enginn eða græðir á svona skrifúm. Menn eiga að hafa þroska til að vera ekki með per- sónulegt níð þrátt fyrir að þeir verði fýrir gagnrýni og það á einnig við um okkur háða. Þótt ég hafi átt síð- asta leik gerði ég það af illri nauðsyn vegna þess að hann gaf til kynna að ég hefði ekki hætt sjálfviljugur á Víkurfréttum. En nú hef ég sett punkt.“ -jk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.