Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 X msir norðanmenn hafa sýnt áhuga á að kaupa dagblaðið Dag á Akureyri. Rekstur blaðsins hefur gengið erfiðlega á undanförnum ár- um en mun vera að rétta úr kútn- um. Dagur er nú rekinn með ein- hverjum hagnaði en skuldir blaðs- ins eru verulegar. KEA er stærsti hluthafinn í Degi en forsvarsmenn innan kaupfélagsins hafa lýst yfir áhuga sínum að komast frá rekstri blaðsins. Hugsanlegir kaupendur að Degi munu annars vegar vera Aco- plast/Pob hf., en fyrirtækið yfirtók Prentsmiðju Odds Björnssonar fyr- ir skömmu og er í leit að auknum verkefnum fyrir þann hluta starf- semi sinnar, og hins vegar eru at- hafnamennirnir Ragnar Sveinsson í JMJ og Pétur Biarnason í Nesti. Einhver pólitík blandast inn í sölu málgagns kaupfélagsins, en meiri framsóknarlykt er af þeim Acoplast- mönnum, og því talið líklegra að þeir hreppi hnossið... i ímaritið Heimsmynd mun loks- ins vera að líta dagsins ljós og er um þessar mundir að lulla í prentvélum Odda. For- síðuviðtalið ervið Megas eftir Davíð Þór Jónsson og viðbúið að það kompaní sé ekki pent og prútt, enda kemur það á daginn. Þar segir til dæm- is að ónefndum fréttamanni, sem þá var ennþá í náðinni hjá Stöð 2, hafi orðið mikið um þegar lag frá Megasi kom sem innihélt orðin „litlir, sæt- ir, strákar" en það segir Megas vera gæluyrði hjá gömlum hommum og hafi ekkert með aldur að gera. Meg- as segir að þessi sami fréttamaður hefði ætlað að slátra sér í beinni út- sendingu með því að láta hann sitja fyrir svörum út af þessum texta og láta heilbrigt fólk af öllum kynjum spyrja sig til bana. Megas var sem bctur fer í Tælandi. Og eins og segir í framhaldinu „Fyrir það fýrsta var þessi maður nauðgari, þannig að hann hafði ekki úr háum söðli að falla.... Hann sagðist hafa verið mikill aðdáandi minn en að þessi texti hefði opnað augu sín, núna sæi hann ekkert nema andstyggilegheit- in í öllu sem ég gerði.“... Eins og fram kemur annars staðar hér í blaðinu, er Össur Skarphéð- insson staddur í Kólumbíu um þess- ar mundir í þeim erindagjörðum að ættleiða barn. Það er þó ekki eina erindi umhverfisráð- herrans í Kól- . umbíu, því samkvæmt heimildum MORGUN- ( PÓSTSINS ætlar hann líka að . reyna að næla sér í nýtt fiðrildi til að hengja upp á vegg í ráðuneytinu, í stað þess sem Stein- grImur J. SlGFÚSSON hnuplaði frá honum á dögunum til að færa nafna sínum Hermannssyni að gjöf. Það fylgdi hins vegar eklci sögunni, hvort össur ætlaði sér að kaupa fiðrildið eða fanga það sjálfur... Zink Corporation of America kynnir í dag forkönnun sem bendir til hagkvæmni þess að reisa 100.000 tonna sinkverksmiðju við Grundartanga. Bygging hennar getur hafist innan árs og framleiðsla gæti hafist 1998. Heildarfjárfesting yrði 11 milljarðar króna og árlegt út- flutningsverðmæti 10 milljarðar. 400 manns myndu starfa við verksmiðjuna og Lands- virkjun seldi helming umframorku sína á yfir hálfan milljarð króna árlega Vijja reisa 100.000 tonna sinkverksmiðju á íslandi Helstu kostir landsins eru lágt raforkuverð og lega landsins. ^ Ameríska stórfyrirtæki Zink Cor- poration of America (Z.C.A.), ásamt fjármögnunar- og auðlinda- fyrirtækinu Allied Resource Cor- poration, hafa nú lokið forkönnun á hagkvæmni þess að reist verði verk- smiðja hérlendis til vinnslu á sinki. Fyrirtækin hafa skoðað þennan möguleika í hálft ár en forkönnunin sem kynnt verður í dag hófst í ágúst á þessu ári. Áformað er að reisa verksmiðju sem framleiðir 100.000 tonn á ári méð full- um afköstum og á fjórða hundrað starfsmenn myndu vinna í verksmiðjunni. Áætl- að er að heildarfjárfesting nemi uni n milljörðum ís- lenskra króna. Næsta skref er að hefja forhönnun á verkinu og tryggja fjármagn til verks- ins auk þess sem aðföng, markaðir og teikningar og út- færsla verksmiðjunnar verða skoðuð nánar. Sú vinna tekur 6- 8 mánuði og því gæti bygg- ing verksmiðjunnar hafist í lok næsta árs. Byggingartími er nálægt þremur árum og framleiðsla gæti því hafist á árinu 1998. Útflutnings- verðmæti á ári yrði nærri 10 millj- örðum króna. Samstarfshópurinn um byggingu verksmiðjunnar heldur fund í Gufunesi í dag klukkan 14 þar sem niðurstaða forkönnunarinnar verð- ur kynnt. Á íslandi er fimm manna sendinefnd frá Zink Corporation en fyrir henni fara Robert Sunderm- an, forstjóri fyrirtækisins og þessa verkefnis og Dr. Hainz Schimmel- bush, forstjóri Allied Resource Cor- poration. Með þeim eru Guðmund- ur Franklín Jónsson aðstoðarfor- Sinkverk s m i ð j a Heildarfjárfesting 11 milljarðar króna Framleiðslugeta 100.000 tonn Orkuþörf 400 gígavattsstundir Umframorka Landsvirkjunar 800 gígavattsstundir Fjöldi starfsmanna 400 Útflutningsverðmæti 9,6 milljarðar króna Byggingartími 3 ár Framleiðsla hafin 1998 K 0 s t i r & g all a r Ódýr raforka Enginn heimamarkaður Lega landsins Engin hráefni í landinu Gott vinnuafl Engin kol eða olía •Tilbúin höfn Takmarkaðar reglur í Þjóðfélagsástand umhverfismálum EES stjóri Burnham Securities, sem er milligöngumaður erlendu og inn- lendu aðilanna, ásamt fjármálastjór- anum Johnathan Costello og verkfræðingnum James Derby. Gert er ráð fyrir að hrávinnslan fari fram við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi en sjálf sinkbræðslan verði á Grundatanga auk sinkoxíð- verksmiðju, Gufunes kom inn í myndina í tengslum við erfiðleika Áburðarverskmiðjunnar og átti Há- kon Björnsson, forstjóri þess, þar stóran hlut að máli. gallar rir sink- Guðmundur Franklín Jónsson, aðstoðarforstjóri Burnham Secu- rities, er milligöngumaður er- lendu og innlendu aðilanna. Kostir og j Islands tyi verksmioju Forathugun fyrirtækisins sem kynnt verður í dag bendir til þess að hagkvæmt sé að reisa sinkverk- smiðju hér á landi. Helstu kostir sem landið hefur upp á að bjóða eru ódýr orka, lega landsins mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, gott og menntað vinnuafl, tilbúin höfn við Grundartanga og þjóðfélagsástand og aðgangur að EES. Ósamið er um raforkuverð en ljóst er að íslending- ar geta boðið mun ódýrari raforku en til dæmis fæst í Bandaríkjunum. Munurinn getur verið allt að þre- faldur. Lega landsins skiptir einnig miklu máli þar sem landið er í miðju Atlantshafi. Hráefni til fram- leiðslunnar er sótt til Evrópu og Bandaríkjanna og fullunnin vara fer einnig á þessi tvö markaðssvæði. Vinnuafl hér á landi er talið gott og vel menntað auk þess sem launa- kostnaður hér er viðunandi að mati hinna erlendu aðila. Þá er aðstaðan við Grundartanga og Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi mjög góð, landsvæði nægilegt og það liggur við sjó auk þess sem miklu skiptir að tilbúin höfn er þegar til staðar og þarf því ekki að reisa nýja höfn með ærnum tilkostnaði. Hægt er að samnýta ýmsa aðra að- stöðu sem þegar er fyrir hendi. Einnig telst Island til hins vestræna heims og stjórnarfarið því tiltöiulega tryggt auk þess sem miklu skiptir að við erum aðilar að evrópska efnahagssvæðinu sem tryggir tollfrjáisan að- gang að því mikilvæga markaðssvæði. Þá er Z.C.A. með einkaleyfi á hreinlegri framleiðsluaðferð sem nefn- ist Electro Thermic sem þeir telja sér til tekna. Gallar landsins vegna sinkverk- smiðju eru þeir heistir að hér er eng- inn heimamarkaður fyrir fram- leiðsluna og allt hráefni þarf að flytja til landsins. Hér fæst heldur hvorki kol né olía og reglur til þess að fylgja í umhverfismálum eru mjög af skornum skammti. Kostirnir vega þó mun þyngra en gallarnir hjá hin- um eriendu aðilum. Óvíst um raforkuverð Viðræður um raforkuverð við Landsvirkjun eru skammt á veg komnar þótt þær hafi staðið frá því í sumar. Álveg er óvíst hver niður- staðan verður en Ijóst er að Lands- virkjun fengi ekki undir hálfum milljarði króna fyrir raforkusöluna. Þorsteinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun segir að heildarorku- geta Landsvirkjunar sé um 5700 gígavattstundir og umframorka er um 800 gígavattstundir. Af um- framorkunni er reyndar seldur íjórðungur sem ótrygg orka. Sink- verksmiðjan þyrfti 4-500 gígavatt- stundir árlega eða um helming um- framorkunnar. Orkuverð frá Landsvirkjun er mjög mismunandi en meðalverð til almenningsveitna er 42,2 mills enda þurfa þær að spenna orkuna niður og dreifa henni. Stóriðjurnar fá orku mun ódýrari. Álverið í Straumsvík borgar 14,2 mills, Áburðarverk- smiðjan 14,3 mills og Járnblendið borgar nú 8,3 mills en það skýrist af Geir A. Gunniaugsson kynnir í dag jákvæða niðurstöðu forkönn- unar fyrir byggingu sinkverk- smiðju ásamt Sveini Snorrasyni, stjórnarformanni Áburðarverk- smiðjunnar, Robert Sunderman forstjóra Zink Corporation og Dr. Hainz Schimmelbush, forstjóra Allied Resource Corporation. tímabundnum afslætti vegna fjár- hagsörðugleika Járnblendisins. Ljóst þykir að Landsvirkjun vilji ekki fá minna en 20 mills fyrir raforkuna til fyrirhugaðrar verksmiðju. Ef gert væri ráð fyrir að niðurstaða raforku- viðræðnanna yrðu 20 mills og árleg notkun næmi 400 gígavattstundum væri niðurstaðan 565 milljónir króna á ári. Til samanburðar má geta þess að sambærilegar verk- smiðjur borga mun hærra verð víða um heim. Algengt raforkuverð er 60 mills í Bandaríkjunum, 80 mills í Þýskalandi og 120 mills í Japan. Stóraukin notkun á sinki Eins og áður segir er gert ráð fyrir að verksmiðjan framleiði 100.000 tonn af sinki þegar hún verður full- byggð. Eins og staðan er í dag er heildarframleiðsla heimsins á sinki um 7 milljónir tonna að meðtöldu Kína og Rússlandi sem hafa að und- anförnu fyllt markaði af miklu magni af frekar slöku sinki. Gert er ráð fyrir að þær birgðir séu á þrot- um og reiknað er með að þessi tvö lönd verði kaupendur en ekki selj- endur að sinki áður en um langt líð- ur. Ljóst er því að fyrirhuguð verk- smiðja hér á landi myndi anna vel yfir einu prósenti af heimsfram- leiðslunni. Umframframleiðsla er nokkur í heiminum en talið er áð Lögmaður Lindu Pétursdóttur Vonast eftir niðurstöðu fyrir jól „Ég er ekkert að rekal á eftir þessu. Ég vil ekkil styggja ríkissaksókn-I ara,“ sagði Gísli Gísla- son, lögfræðingurj Lindu Péturdóttur,! sem kunnugt er kærði * lögregluna fyrir meint harðræði í kjölfar handtöku hennar og Leslie Ro- bertsons á dögunum. En síðast þegar fréttist var ríkissaksóknari ekki bú- inn að gefa út ákæru, hvorki á hendur lögreglunni né Lindu, sem í kjölfar- ið var kærð af hálfu lögreglunnar. Eins og komið hefur fram vænti Gísli niðurstöðu ríkissaksóknara í síð- ustu viku. En úr því sem komið er vonast hann til að niðurstaðan liggi ljós fyrir jól svo hann geti farið að taka á framhaidi málsins. Þjóðvaki eignast athvarf Þjóðvaki er þessa dagana að koma sér fyrir í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiitekið á jarðhæð Hafnarstrætis 7 þar sem aðalstöðvar stjórnmálahreyfingarinnar verða til húsa. Jóhanna Sigurðardóttir fundaði stuttlega með nokkrum nánustu ráðgjöfum sínum á aðalstöðvunum síðdegis í gær, meðal annars þeim Svanfríði Jónasdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur og Ágústi Einarssyni. Svo sem vera bar sat leiðtoginn í öndvegi. Garðar Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar. Hagkvæmt talið að reisa 100.000 tonna sinkverk- smiðju fyrir 11 milljarða króna. Árlegt útflutningsverðmæti næmi 10 milljörðum króna og við verk- smiðjuna störfuðu nærri 400 manns. það verði fljótlega liðin tíð enda eykst notkun á sinki um 3 prósent árlega. Sink er notað í alla mögulega hluti, til dæmis alla galvaniseraða eða ryðfría hluti. Af öðrum vörum má nefna sem dæmi að sink er not- að í hluti eins og skæri, bíla, sól- áburð, plástra, rassákrem fyrir ungabörn, þorsköngla, gúmmí, kornflexi og rafhlöður. Zink Corporation of America er lang stærsti sinkframleiðandinn í Ameríku með um helmingsmark- aðshlutdeild. Bandaríkin flytja auk þess inn hundruðir þúsunda tonna af sinki árlega og er Z.C.A. mjög stórir í þeim innflutningi. Ef af byggingu verksmiðjunnar verður er því ljóst að innflutningur frá eigin verksmiðju á íslandi mun hafa for- gang hjá fyrirtækinu. Vítamínsprauta fyrir íslenskt efnahagslíf Verði 100.000 tonna sinkverk- smiðja reist hér á landi verður það feikileg vítamínsprauta inn í íslenskt efnahagslíf. Heildarfjárfesting við uppsetningu verksmiðjuna er talinn um 11 milljarðar króna og árlegt útl- flutningsverðmæti um 9,5 milljarð- ar króna. Raforkukaup af Lands- virkjun gæti numið um eða yfir hálfum milljarði króna á ári og myndi auk þess nýta helming af um- framorku fyrirtækisins. Þá munu um 400 manns starfa í verksmiðj- unni sjálfri og óbein störf eru ekki undir 1500 starfsígildum á ári. Þá má nefna að göng undir Hvalfjörð verða fysilegri kostur fyrir vikið og önnur óbein áhrif verksmiðjunnar verða mikil. Þótt Z.C.A. verði aðaleigandi verksmiðjunnar verður stofhað sér- stakt fyrirtæki um hana ef farið verður út í framkvæmdir. VlB hefur þegar verið fengið til þess að bjóða íslenskum aðilum að taka þátt í fjár- mögnun verksmiðjunnar. Áformað er að stofna fjárfestingarfyrirtækið Málmfesta hf. um hlut Islendinga og mun VlB sjái um útboð hlutabréfa. I því skyni verður haldinn kynning- arfundur með fjárfestum í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi á morgun ásamt innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Pálmi Jónasson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.