Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Stiörnuaiöf Tundur dufl Erótískar smásögur Ketill Larsen sa jákvætt og fallega og gleyrna ekki Drottni sinum. „Þeir sem œtla að orna sér við þessa lesningu á drunga- legum haustkvöldum munu trúlega komast að því að þessi bók reynist ekki sú upp- lyfting sem búast hefði mátt við. Erótíkin er annars staðar —það sama á við um bók- menntagildið.“ Páll Pálsson Vesturfarinn ★ „Niðurstaða: Mislukkuð bók þar sem stíll og persónusköp- un er sérlega ábótavant. Höf- undur hafði ágœtt efni í höndunum en afgreiðslan er langtfrá því að verafull- nœgjandi.“ Pétur Gunnarsson Efstu dagar ★ „Pétur Gunnarsson er óra- fjarrifrá sínu besta ífurðu- lega daufri og heldur leiðin- legri skáldsögu.“ Þórunn Valdimarsdóttir Höfuðskepnur - ÁSTARBRÉFAÞJÓNUSTA ★ „Þórunn er vissulega hug- myndarík, en mérfinnst hún enn eiga nokkuð langt í land með að skrifa góða skáldsögu. En vissulega erþessi bók framförfrá þeirri fyrri.“ Robert James Waller Brýrnar í Madison-sýslu ★ „Það eina merkilega við þessa bók eru vinsœldirhennar sem eru þó ekki óútskýranlegar: Robert James Waller er ekki góður rithöfundur og hreint afleitur stílisti en hann kann að púsla saman klisjum og klisjur hafa lötigum selst vel. “ Lawrence Norfolk Orðabók Lempriers 0 „Rúmlega 6oo blaðsíðna bók (með skýringum) sem ber gáfnarfari höfundar síns fag- urt vitni. En þarnafara vit og skemmtun ekki saman. Leið- indin eruþrúgandi.“ Ólafur Jóhann Ólafsson Sniglaveislan ______________0_____________ „Hvorki innihaldsríkt né eft- irminnilegt verk. Fyndni þess er misheppnuð. Það vantar skáldskapinn íþetta verk.“ „Stíll PéturSy sem oftast hefur dansað aflífi er nú furðu dauflegur. Kímnin er víða þvinguð og vandrœðaleg í setningum eins og ,yheilasellurnar voru orðnar eins og staðið spaghettí<( og„Adam var ekki lengi á lslandi(<.(< Ketill Larsen altmuligmand Jólasveinarnir Þeir eru ákaflega góðir vinir mínir en ég kynntist þeim ÍTrékyllisvík á Ströndum. Þeir skipt- ast í tvo hópa en þeir sem ég þekki eru ákaflega jákvæðir og góðir. Ég á von á að vera í miklum tengslum við þá næstu dagana. Gott í skóinn Það fer eftir smekk og vaxtarlagi hvers og eins. Það er ágætt að fá ávexti í skóinn og líka grænmeti eins og gulrót eða rófu.Jólasmákökurnar Mérfinnst hringirnir bestir. Gntt um inlin Jólaspilerí Ég spila á píanó og syng eigin lög á jólum. Trúrækni á jólum Ég fer ekki mikið í kirkju en samt er ég mjög trúaður. Guð er alls staðar og ég fer væntan- lega á samkomur hjá kristinboðsfé- lögunum og KFUM um jólin. Jólahugleiðing Að hugsa jákvætt og fallega og gleyma ekki Drottni sínum. Jólapakkinn Bók er mjög góð gjöf ef hún er vel valin. Mig langar í Fyrir opnum tjöldum eftir Brynju Ben og Erling Gíslason. Ari Gísli Bragason skáld Fastur punktur á jólum Mlðnæt- urmessa í Kristskirkju á aðfanga- dagskvöld og heitt súkkulaði með fjölskyldunni og vinum á eftir. Jólamatur Danskur hamborgar- hryggur með brúnuðum kartöflum, baunum og rauðvínssósu. Jólagjöfin handa mér Ég ætla að gefa sjálfum mér Pulp Fiction disk- inn og Bubba, af gamalli hollustu við kónginn. Jólabækurnar Krummi og Það er að koma eftir Hallgrím Helga- son. Leikhús Á annan í jólum fer ég í Þjóðleikhúsið en ég veit ekki hvaða stykki það er, senni- lega Fávitinn, það passar vel. Jólapælingin Look deep into your heart og taktu nýja árið með trukki. Gott í skóinn Ég trúi náttúrlega á jólasveininn og vona að hann gefi mér kassa af kókósbollum. Jólasiður Fara í langan og góðan göngutúr í kvöldkyrrðinni. Ari Gísli Bragason „Look deep into your heart og taktu nýja árið með trukki." Jólaplöturnar Ég var að heyra að það væri kominn geisladiskur með gömlum upptökum á söng Stefáns íslandi. Það líst Snjáð saga Pétur Gunnarsson: Efstudagar Mál og menning 1994 234 BLS. ★ Það er alllangt frá því Pétur Gunnarsson sendi síðast frá sér skáldsögu og því hefur hinnar nýju bókar hans verið beðið með til- hlökkun. Pétur hefur verið einn skemmtilegasti höfundur okkar, hóf skáldsagnaferil sinn með Punktinum margfræga, þroskasög- unni sem varð að framhaldsbókum og skrifaði síðan Hversdagshöllina þar sem hann laðaði fram töfra hversdagsleikans í verki sem mér hefur þótt nokkuð vanmetið. Nýjustu bók Péturs má skilgreina sem fjölskyldusögu. Sögutíminn er um það bil hálf öld. Sögumaður stiklar á stóru í lífi fjölskyldumeð- lima en einbeitir sér aðallega að lífshlaupi Símonar Flóka Nikulás- arsonar, barnastjörnu og prests. Ótal persónur koma við þessa sögu og kannski eru þær of margar. Það er eins og höfundi hafi ekki gefist rúm eða tími til að laða fram skýra drætti í fari þeirra. Þær eru fjarlægar og fjarrænar og þegar dauðinn hremmir þær og þær hverfa úr sögunni þá er hætt við að lesandinn láti sig það litlu varða. Mér sýnist að vænlegra hefði ver- ið að fækka persónum eða gera hlut þeirra í verkinu minni. Höfundur er einfaldlega að reyna að segja sögu of margra aðila í einu, enginn fær nógu sannfærandi vinnslu og því virðast allir verða útundan. Saga Símonar Flóka, barnastjörn- unnar sem varð prestur, býður upp á glansandi tækifæri hvað varðar persónusköpun, sálarlífslýsingar og ekki hvað síst hugmyndafræðilegar vangaveltur, en mér þykir Pétur sleppa flestum tækifærunum vegna þess að hann kafar ekki nógu djúpt, er á of yfirborðslegu sveimi í stíi sínum. Stíll Péturs, sem oftast hefur dansað af lífi er nú furðu dauflegur. Kímnin er víða þvinguð og vand- ræðaleg í setningum eins og „heila- sellurnar voru orðnar eins og staðið spaghettf og „Adam var ekki lengi á fslandi“. Mér fannst ég finna þess merki í Hversdagshöllinni og Sögunni allri að höfundur væri á leið í alvarlegra og hugmyndafræðilegra ról en í fyrri bókum sínum og mér fannst það ekki fara honum illa. Hins veg- ar finnst mér honum ekki takast vel upp í þessari bók þar sem íhuganir og vangaveltur eru skuggar af því sem best var í fyrri verkum og jafn- vel yfirborðskenndar og snjáðar: „Er maður eins og eldavél með mörgum pottum sem hver mallar sinn rétt? Maður hefur ekki hendur til að hræra í öllum þessum pottum í einu, sumir brenna við, aðrir gleymast og úldna.“ Og spurning eins og: „Hvað skyldi Guð hafa mörg ELO stig?“ þykir mér hvorki áhugaverð né snjöll. Þessi bók olli mér miklum von- brigðum og þetta er fyrsta verk Pét- urs Gunnarssonar sem ég hef ekki haft ánægju af að lesa. Ég vil þó enda á bjartsýnu nótunum því ég á ekki von á öðru en að jafn fær höf- undur og Pétur Gunnarsson í reyndinni er muni hefja sig til flugs í næstu bók. Pétur Gunnarssoti er órafjarri sínu besta í furðulega daufri og heldur leiðinlegri skáldsögu. Kolbrún Bergþórsdóttir Ólafur Skúlason „Ég var að lesa Þorvald víðförla eftir Árna Bergmann og hann hefur bersýnilega kafað mjög djúpt ofan í viðfangsefnið." Gott í skóinn Ég veit að sonardóttir mín varð alveg himinlifandi eftir að hafa fengið skemmtilega peysu á dúkkuna sína. Jólahaldið Við förum í klrkju alla jóladagana og eigum þessa hátíð sem fjölskyldurnar miðla og njóta hverrar annarar. Jólaundirbúningur Ég mæli með að fólk hagnýti sér þann undirbúning sem aðventan getur miðlað okkur. Hún er tími sem á ekki einungis að nota til hamagangs og gjafakaupa heldur til íhugunar og til að fjalla um hvað það er sem við erum að undir- búa okkur fyrir að taka á móti. (huga kristinna manna eru það ekki aðeins jóladagarnir sem slíkir, heldur jóla- gjöfin sjálf sem er Jesús Kristur frels- ari mannanna. Ólafur Skúlason biskup Jólapakkinn Ég er nú svo takmark- aður að ég kann ekki að gefa aðrar gjafir en bækur og þykir alltaf einstak- lega ánægjulegur sá harði pakki sem geymir bók. Jólabækur Ég var að lesa Þon/ald víðförla eftir Árna Berg- mann og hann hefur bersýni- lega kafað mjög djúpt ofan í við- fangsefnið og kemur umfjöllun- arefninu vel til skila.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.