Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 11
|FIMMTUD7irGUR*T'1TMHl'T9'9'5' 11 Eftir miklar vangaveltur hefur Margrét Frímannsdóttir loks ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðubandalaginu á móti Steingrími J. Sigfússyni. Innanbúðarmenn telja hana hafa í það minnsta jafn mikið fylgi innan flokksins og Steingrímur og stefnir allt í harða baráttu á milli þeirra í allt sumar. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður á Suðurlandi, staðfesti í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið sem út kom í dag að hún ætli að bjóða sig fram til formennsku í Al- þýðubandalaginu á móti Stein- grími J. Sigfússyni, núverandi vara- formanni flokksins. Steingrímur tilkynnti um sitt framboð fyrir talsvert löngu síðan en kosning- arnar fara fram hálfum mánuði fyrir landsfund Alþýðubandalags- ins, sem væntanlega verður hald- inn í lok október eða byrjun nóv- ember. Heimildarmenn blaðsins eru sammála um að slagurinn verði harður. koiuu í FORMANItfSSTOLiniN Fari svo að Margrét nái kjöri verður það í fyrsta skipti í íslands- sögunni sem kona gegnir for- mennsku í stjórnmálaflokki. Sú staðreynd kemur til með að vega þungt í baráttunni framundan, sérstaklega þegar litið er til þess að engin kona hefur setið í ríkis- stjórn fyrir Alþýðubandalagið frá upphafi. Þykir það ekki í samræmi við stefnu flokksins og þær raddir gerast stöðugt háværari sem telja nauðsynlegt að sýna fram á að jafnréttið sem hann predikar út á við sé einnig í heiðri haft innan hans. Ónefndur áhrifamaður inn- an Alþýðubandalagsins lét hafa það eftir sér að það væri „gott á Steingrím" færi svo að framboð hans strandaði á jafnréttismálun- um. „Steingrímur hefur ætíð stutt jafnréttishugsjónina ákaft í orði, en minna á borði, eins og sannað- ist þegar hann velti Svanfríði Jón- asdóttur úr varaformannsstólnum ‘89 á sama tíma og hann gegndi tvöfaldri ráðherrastöðu.“ Einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins sagði hins vegar í samtali við póstinn að krafan um konu í formannsstólinn væri ekki ný af nálinni. „Þessi krafa var líka uppi þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram ‘87 og Sigríður Stef- ánsdóttir bauð sig fram á móti honum. Þá dugðu þessi sömu rök skammt og Ólafur varð formaður Sigríður Stefánsdóttir bauð sig fram á móti Ólafi í for- mannsslagnum 1987. Hún tapaði þrátt fyrir mikinn áróður um að kominn væri timi til að kona tæki við stjórnartaumunum. „Nú virðist Ólafur og hans fólk hafa söðlað um og gert þessa sömu kvennapólitík að sinni," segir einn af þingmönnum Alþýðubanda- lagsins. Steingrímur J. Sigfússon. Tókst ekki að tala Margréti inn á að verða varafor- mannssefni sitt í komandi formannskosningum og á erfiða baráttu fyrir hönd- um. þrátt fyrir að vera ekki einu sinni á þingi eftir slæma útkomu í Reykjanesi. En nú virðist Ólafur og hans fólk hafa söðlað um og gert þessa kvennapólitík að sinni.“ MARGRÉT KANN EKKI NOG Steingrímur hefur þegar hafið kosningabaráttuna af fullum krafti og stuðningsmenn Margrétar fóru af stað með opinbera kosninga- baráttu fyrir hennar hönd í fyrra- dag, daginn áður en hún staðfesti framboð sitt í Sunnlenska frétta- blaðinu. Þeir aðiiar sem Pósturinn ræddi við voru sammála um að bæði ættu nokkuð jafna mögu- leika á sigri. „Jafnréttisáróðurinn skilar Margréti sjálfsagt miklu, en ég hallast þó að því að Steingrím- ur hafi þetta á endanum því hann hefur einfaldlega staðið sig miklu betur en hún sem þingmaður,“ segir samþingmaður hennar. „Hún hefur sinnt illa sínum verk- efnum á þingi og kann einfaldlega ekki nóg. Þrátt fyrir að henni hafi tekist að skapa sér ákveðna ímynd sem bendir til hins gagn- stæða, þá hefur hún að mínu mati hvorki þá getu né kunnáttu sem hún þarf að hafa sem flokksfor- maður.“ STEINGRÍMUR OSVIFINN Aðrir viðmælendur voru hins vegar flestir á því að Margrét kæmi til með að sigra. „Gallinn við Steingrím er sá að hann er einfald- lega óvinsæll, sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er fjölmennastur,“ sagði einn þeirra. „Hann hefur staðið mjög framarlega í deilum innan flokksins og oft verið mjög ósvífinn." „Steingrímur gerir sömu mistök og Gunnar Thoroddsen í forseta- kosningunum ‘68,“ segir annar. „Gunnar nuddaði sér utan í alla toppana og tryggði sér stuðning þeirra, en svo kaus alþýðan bara Kristján [Eldjárn].“ Uppruni Margr- étar er líklegur til að fylkja óbreyttum flokksmeðlimum um hana. „Ólafur var — og er ennþá — dásamaður fyrir það hvað hann er klár, en það skildi bara aldrei nokkur maður hvað hann var að segja. Margrét er mun nær því fólki sem Alþýðubandalagið á að standa fyrir en nokkur þessara þremenninga, sem almennt eru taldir mynda forystu flokksins. Hún er úr slorinu á Stokkseyri og það kemur henni örugglega vel.“ GAMLAR VÆRINGAR TAKA SIG UPP Reynt var að fá Margréti ofan af því að bjóða sig fram allt fram á síðustu stundu til að koma í veg fyrir ný átök á milli hinna tveggja arma flokksins, sem jafnan eru kenndir við þá Steingrím og Svav- ar Gestsson cmnars vegar, og Ólaf Ragnar og hans stuðningsmenn hins vegar. Samkvæmt heimildum blaðsins var rætt við Margréti síð- ast í þessari viku um að hún byði sig fram til varaformannsembætt- is í sameiginlegu framboði með Steingrími til að tryggja friðinn. Margrét sætti sig hins vegar ekki við að vera varaskeifa Steingríms, auk þess sem Ólafur Ragnar hefur hvatt hana óspart til að fara fram á móti honum, að sögn heimildar- manna blaðsins. Margrét mót- mælti þessu í samtali við blaða- mann í gærkvöldi. „Ólafur hefur hvergi komið nærri þessari ákvörðun minni og það er algjör misskilningur að ég sé „hans kona“ í pólitískum skiln- ingi,“ sagði Margrét. „Það er enda löngu liðin tíð að hægt sé að tala um tvo arma innan Alþýðubanda- lagsins og fulltrúar þeirra hafa unnið mikið og vel saman á und- anförnum árum.“ Samþingmaður hennar virðist þó ekki hafa heyrt af þessum sáttum armanna tveggja. „Það er alveg ljóst að Margrét er ekki mikill pólitískur leiðtogi og hún verður veikur formaður,“ sagði hann. „Það er því mjög mik- ilvægt fyrir hana að ekki verði lit- ið á hana sem hreint og klárt verk- færi Ólafs Ragnars og hans fólks, en það getur reynst henni býsna erfitt að sannfæra kjósendur um annað.“ GÆTI KOMIÐ AOVART Það eru ekki allir jafn sannfærð- ir um veikleika Margrétar og þing- maðurinn. „“Það hefur verið talað um það opinskátt að Ólafur ætli sér að taka við formennskunni aft- ur eftir tvö ár. Ég hef hins vegar ekki trú á því að Margrét víki sæti fyrir honum, né heldur að hún Margrét Frímannsdóttir á harma að hefna frá því Stein- grímur flæmdi mann hennar, Jón Gunnar Ottósson, frá Mó- gilsá og er talin líkleg til afreka í formannsslagnum í haust. verði jafn valdalítil og margir virð- ast telja. Ég bendi á nöfnu hennar Thatcher sem var í upphafi kjörin til formennsku í sínum flokki sem málamiðlun og bráðabirgða- lausn.“ Annar heimildarmaður PÓSTSINS bendir hins vegar á að Margrét hafði lítil áhrif innan þingflokksins í þau átta ár sem hún gegndi formennsku í honum. „Oddvitar fylkinganna sömdu fyrst sín á milli, og létu hana síðan vita. Það er spurning hvort hún hafi bein í nefinu til að breyta þessu og ná því að verða sá mála- miðlari sem hún þarf að vera ef hún nær kjöri.“ HEFNDIN ER SÆT „Margrét hafði ákveðnar hug- myndir um sjálfstæði í upphafi þingferils síns en hún færðist skyndilega mun nær Ólafi þegar Steingrímur rak manninn henn- ar,“ segir einn heimildarmaður blaðsins, og vitnar til þess þegar Steingrímur flæmdi Jón Gunnar Ottósson úr stöðu forstöðumanns Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá árið 1990, en margir telja að aldrei hafi gróið um heilt á milli þeirra Steingríms og Margrétar síðan. „Þetta er ekki eina hornið sem Margrét hefur í síðu Steingríms, það er annað klassískt hefndarmótív í gangi,“ segir annar heimildarmaður pósts- ins. „Þegar þeir Svavar, Steingrím- ur og Olafur komu sér saman um ráðherrastöðurnar ‘88 var ákveð- ið að Margrét fengi formennsku í fjárlaganefnd í sárabætur. Síðan samþykktu þeir hins vegar að skipta við kratana á formennsk- unni í fjárlaganefnd fyrir forseta Alþingis og Margrét fékk þing- flokksformennskuna í staðinn, sem auðvitað var mun rýrara embætti, svo hún á mikilla harma Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Össuri Skarphéðinssyni. Ól- afur naut dyggs stuðnings Þjóðviljans sáluga undir stjórn Össurar og Marðar Árnasonar þegar hann varð formaður flokksins 1987 og hann átti hauka í horni víða annars stað- ar, svo sem Sigdór Sigdórsson á DV. Nú er Þjóðviljinn allur, Össur orðinn krati og Mörður kominn í Þjóðvaka. að hefna. Ég held þess vegna að það sé mikill misskilningur að Ól- afur hafi hana í vasanum, því hann samþykkti þessi skipti og ég er alls ekki viss um að Margrét sé búin að fyrirgefa honum það.“ Margrét vísar þessum vanga- veltum hins vegar alfarið á bug. „Ég hef unnið mikið og náið með Steingrími á undanförnum árum og það samstarf hefur geng- ið með mestu ágætum. Jafnvel þótt Steingrímur hefði rekið manninn minn, sem hann gerði alls ekki, þá væri það býsna und- arleg ástæða fyrir því að bjóða sig fram til formennsku flokks sem starfar um allt land og hefur þús- undir félagsmanna innan sinna vébanda." SPURNING UM STÍL Þegar upp er staðið snýst bar- áttan milli Steingríms og Margrét- ar líklega fyrst og fremst um stíl. „Steingrímur er ekkert annað en Ólafur Ragnar með öfugum for- merkjum og jafnframt Svavar aft- urgenginn,“ segir einn af heimild- armönnum blaðsins. „Margrét stendur hins vegar síður fyrir miklar málefnalegar breytingar en fyrir breyttan stjórnunarstíl. Hún kemur ekki til með að stjórna af jafn mikilli hörku og óbilgirni og þeir Svavar og Ólafur gerðu, og Steingrímur kemur til með að gera ef hann nær kjöri. Margrét kemur til með að slaka á klónni og klíkurnar missa mikið af sínum völdum.“ Margrét segist sjálf leggja meiri áherslu á breytta stjórnskipan innan flokksins en áherslubreyt- ingar á málefnasviðinu. „Ég stefni fyrst og fremst að því að dreifa valdinu meira og vil að framkvæmdastjóri flokksins, þingflokksformaður og þeir sem sitja í apparötum eins og mið- stjórn og framkvæmdastjórn fái meiru ráðið en nú er, auk þess sem ég vil virkja kjördæmaráð og Alþýðubandalagsfélögin víða um land og hinn almenna flokksfélaga yfirleitt mun betur en nú er raun- in. Málefnalega séð held ég að við Steingrímur séum ekki svo ýkja fjarri hvort öðru.“ EKKI SANNFÆRÐUR „Auðvitað snýst þetta um völd, persónuleg völd og ekkert annað, á hvorn arminn sem við lítum,“ segir þingmaðurinn. „Málefnin eru ekki annað en vettvangur sem þessir menn nota til að tryggja völd fyrir sig og sína. Ég á hins vegar eftir að sjá að þessu sé öðruvísi farið með Margréti.“ -ÆÖJ PÓRIR GUÐ- MUNDS- SON, fréttamaður Stöðvar 2, sem að undan- förnu hefur dvalist í höfuðborg Evrópu- bandalagsins, Brus- sel, og flutt okkur þaðan fréttir af gangi mála, ætlar í lok sumars að láta af fréttaritarastarfi sínu. í þess stað hyggst hann flytja á klakann þar sem bíða hans fyrri störf, eða sem fréttastjóri erlendra frétta á Stöð 2. Ákveðið hef- ur verið hver hrepp- ir starfið í Brussel í hans stað, en það er Telma L. Tómasson, sem undanfarið ríf- lega eitt ár hefur flutt okkur fréttir á Bylgjunni. Telma sem á ættir sínar að rekja til Hollands og talar meðal annarra tungumála hollensku reiprennandi, en það tungumál er að hluta til talað í Brussel, tekur við starfinu á hausti komanda... n i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.