Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 12
12 4 FIM MTÚDAGÚ R'ri”M,A'nr995 Hver er þessi Samaranch sem er meðhöndlaður sem þjóðhöfðingi? Starfsemi Nor- ræna skólaset- ursins hf. hefur verið afar umdeild Og SlGURLÍN SVEIN- BJARNARDÓTTIR, fram- kvæmdastjóri þess, hefur orðið fyrir harkalegum árásum vegna starfsaðferða sinna. í póstinum á dögunum var hún sökuð um að rekstr- aráætlanir og bókan- ir hafa algjörlega brugðist, ekkert bóli á styrkjum og nýjum hluthöfum sem hún hefur margoft lofað og launagreiðslur hennar hafa farið upp í hálfa milljón á mánuði auk þess sem nánir fjölskyldu- meðlimir hafa þegið kaup hjá henni. Aðal- fundur félagsins sem verður væntanlega mikill átakafundur átti að vera haldinn 29. apríl en var frest- að til 5. maí þar sem endurskoðun reikn- inga hafði tafist. Eng- inn fundur var þó haldinn þá og enn var aðalfundi frestað og nú til 20. maí. Hluthafar lögðu fram spurningalista í 17 liðum sem pósturinn fékk engin svör við. Það verður fróðlegt að sjá hvort hluthaf- ar sætta sig við skýr- ingar Sigurlínar og stjórnarinnar þegar og ef loks tekst að halda aðalfund... Þrátt fyrir að enginn efist um að Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hafi aukið fjárhagslega veltu Ólympíuhreyfingarinnar gífur- lega, eru þeir til sem efast um að- ferðir hans. Fyrir síðustu Ólymp- íuleika kom út bók eftir tvo virta enska blaðamenn, þá Andrew Jennings og Vyv Simpson, sem hét The Lords of the Rings. Sú bók fjallaði um spillinguna sem þeir álita að Ólympíuleikarnir snúist um. Þar sé í raun hugsað um við- skipti, gjafir og mútufé, í síðasta sæti kemur Ólympíuhugsjónin. Mikil gagnrýni hefur ávallt ver- ið á Samaranch sem fær þó þjóð- höfðingjamóttökur víðast hvar eins og sannaðist hér á íslandi. Hann átti að baki 40 ára vafasam- an feril sem háttsetttur stjórn- málamaður innan fastistaríkis Francos á Spáni áður en hann tók við Ólympíunefndinni. Samar- anch komst til æðstu metorða hjá Franco, var borgarfulltrúi, fylkis- stjóri, ráðherra íþróttamála og ríkisstjóri Katalóníu. Hann varð síðar sendiherra Spánar í Sovét- ríkjunum en forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar árið 1980. ÁTTI MIKLAR JBAIUKA- IIUIUISTÆÐUR I SVISS Sem forseti hefur hann eflt þró- un viðskiptahagsmuna íþrótta- heimsins verulega með nýjum samböndum sem hann hefur stofnað til. Naut hann meðal ann- ars stuðnings Horst Dasslers, fyrr- um forseta Adidas, sem hafði gíf- urleg völd innan íþróttaheimsins. Sagan segir að Samaranch hafi tekið fáar ákvarðanir án hans. Samaranch hefur ávallt haldið því fram að hann hafi verið öflug- ur talsmaður íþróttaandans og hefur reynt að skapa sér ímynd hugsjónamannsins. Þegar bók þeirra Jennings og Simpsons kom út drógu þeir fram upplýsingar um ótrúlega varasjóði Samar- anch inni á bankareikningum í Sviss. Var talið að hann ætti þar um 60 milljónir dala. Samaranch gætir þess hins vegar að allir fái að komast að kjötkötlunum. Fara aðrir nefndar- menn ekki varhluta af fjárstyrkj- um. Fyrir Ólympíuleikana í Barc- elona reiddi Coca Cola-fyrirtækið af hendi 30 milljónir dollara í fjár- stuðning en hluti þess var sagður hafa farið beint til nefndarmanna. Alþjóða Ólympíunefndin tekur ákvarðanir um hvaða borgir hljóta útnefningu til að halda leik- ana og hverjir fá að leggja nafn sitt við þá með styrkjum og aug- lýsingum. Einnig hefur hún í hendi sér hvaða sjónvarpsstöðv- ar öðlast útsendingarétt. Á Ólympíuári er hún talin velta tveimur milljörðum dollara. GJAFIR EDA MÚTUR TIL lUEFtUDARMAIUIUA? Því er haldið fram að keppnin milli borganna snúist ekki um heiðurinn að fá að halda leikana heldur þá milljarðasamninga sem Samaranch er yfirleitt meðhöndlaður sem þjóðhöfðingi hvar móttöku með Vigdísi við komuna til íslands Samaranch í einkennisbúningi fasista með Franco, velgjörð- armanni sínum. í húfi eru. Fyrir útnefninguna um leikana á næsta ári, 1996 í Atl- anta, eyddu borgirnar fimm, sem um hana kepptu, samtals um 40 milljónum dollara í „markaðs- setningu". Sumt af því fór óum- deilanlega til að kaupa atkvæði nefndarmeðlima en ofan á það bættist gjafaflóðið mikla sem streymir til meðlima á meðan þeir eru að hugsa sig um. Hefur stundum verið haft á orði að þeir geti ekki flogið heim til sín vegna þess að yfirvigtin sé svo mikil! Þá má ekki gleyma öllum veislunum, flug í einkaflugvélum og limúsínu- ferðum. Vikublaðið Time sagði á sínum tíma frá því að þegar fulltrúum frá borginni Anchorage í Alaska mistókst að fá útnefningu fyrir vetrarólympíuleika var það vegna þess að þarlendir aðilar vildu ekki kaupa atkvæði með- lima Alþjóða Ólympíunefndarinn- ar. Nú er það svo að nefndarmeð- limir sverja þann eið við inn- göngu að starfa óháðir viðskipta- hagsmunum en nú þykir sýnt að undir handleiðslu Samaranch hafi brot á þessu orðið að reglu. Mikið hneyksli varð er upp komst að Robert Helmick, sem var vara- forseti bandarísku Ólympíu- nefndarinnar, hefði gróflega mis- notað aðstöðu sína með því að útdeila embættum og þiggja mútufé til að koma ákveðnum Þeir Samaranch og Joao Havelange, (fyrir miðri mynd) forseti FIFA, alþjóða knatt- spynusambandsins, hafa löngum átt í hörðum deilum. Havelange var kosinn 1974 og vildi ekki að knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna tæki athyglina frá heims meistarakeppninni í knattspyrnu en þetta eru tveir stærstu íþróttaviðburðir heims. Hin brasilíski milljarðamæringur vissi sem var að þá minnkaði fjárhagsstreymi til FIFA og því hefur hann barist gegn því að leikar Samaranch fengju athygli. Samaranch veitir hér Nicolae Ceausescu, fyrr- verandi Rúmeniuforseta, Óiympíuorðuna. íþróttagreinum á framfæri. Þáði hann 25 þúsund dollara til að reyna að koma keilu inn á leikana, 37.500 dollara frá sjónvarpskóng- inum Ted Turner, sem vildi fá út- sendingarréttinn og 50 þúsund dollara frá hagsmunaaðilum í golfi. Hann er annar tveggja sem orðið hafa að segja af sér á einnar aldar tímabili. SÝIUDARBARÁTTA GEGIU LYFJUM Kosning í nefndina fer fram innan hennar sjálfrar og meðlim- ir eru ekki valdir af löndum eða íþróttahreyfingum. Forseti Al- þjóða frjáísiþróttasambandsins (I.A.A.F.), ítalinn Primo Nebiolo, hlaut til að mynda ekki útnefn- ingu sem formaður Ólympíu- nefndarinnar í heimalandi sínu vegna hneykslis árið 1987 þegar hann lét færa inn rangan árangur keppenda á stórmóti. Samaranch tók hins vegar þá ákvörðun að gera hann að meðlim Alþjóðlegu nefndarinnar þrátt fyrir að hon- um hafi verið hafnað heima fyrir. „í nafni einingarinnar," sagði Samaranch. Hins vegar er raunveruleg ástæða útnefningarinnar talin vera sú að Nebiolo hafi í krafti embættis síns hótað að meina íþróttamönnum eldri en 23 ára að taka þátt í Ólympíuleikunum, sem hefði haft þær afleiðingar í för með sér að bestu íþrótta- mennirnir væru fjarri góðu gamni. Leikarnir myndu missa gildi sitt og völdum og glæsileg- um lífsstíl nefndarmeðlima væri ógnað. Þess vegna var öllum prinsippum kyngt. Auk þess að sitja undir ámæli fyrir græðgi í viðskiptum hefur Álþjóða Ólympíunefndin verið gagnrýnd fyrir að loka augunum fyrir gífurlegri lyfjanotkun meðal íþróttamanna, jafnframt því að hafa ekki beitt sér nóg í barátt- unni við þau. Margir líta á íþróttamenn sem gangandi til- raunastofur fyrir lyfjaframleið- endur og segja vandamálið gífur- legt. Robert Woy, fyrrum meðlim- ur bandarísku Ólympíunefndar- sem hann fer. Hann sést hér í MYND: MORGUNBLAÐIÐ. innar, segir það hlutverk alþjóð- legu nefndarinnar að beita sér fyrir rannsóknum á þessu sviði og birta niðurstöður úr lyfjapróf- um. Hann telur jafnframt að hún hafi ekki staðið sig sem skyldi og jafnvel gerst brotleg um að hylma yfir með ákveðnum íþróttamönnum. Síðastnefndu ásakanirnar hafði Ben Johnson einig í frammi en hann hélt því ávallt fram að honum hefði verið fórnað á meðan ekki væri hreyft við gulldrengjum eins og Carl Le- wis. Þá er ljóst að Ólympíuhreyf- ingin hafði aldrei nokkra burði til að taka á stórkostlegri lyfjamis- notkun austantjaldsríkjanna sem smám saman kemur betur og betur í ljós að var lykillinn á bak við velgengni þeirra á Ólympíu- leikunum. Málið er hins vegar að lyfja- notkun er beintengd viðskipta- heiminum og án nýrra sigra og glæsilegrar frammistöðu dregur úr spenningi leikanna, áhorfend- ur missa áhugann og peningarnir hætta að streyma inn. Telja menn að þess vegna hafi aldrei verið neinn raunverulegur áhugi á að taka á lyfjamisnotkuninni á leikunum. Samaranch hefur ávallt neitað þessu og sagt að nefndin hafi alltaf barist ötullega gegn óhóflegri lyfjanotkun. En málið er það að Samaranch hefur orðið sífellt öflugri og er heilsað eins og þjóðhöfðingja þar sem hann fer. Hann hefur gætt þess að deila út peningum þann- ig að Alþjóða Olympíunefndin greiðir orðið nefndarstarf í aðild- arlöndum. Þannig hefur honum tekist að slá á óánægju. Þá er ákaflega flókið lagalega að reyna að koma inn nýjum mönnum sem ekki eru Samaranch velþóknan- legir. í þau 29 ár sem Samaranch hefur verið meðlimur IOC hafa samtökin vaxið gífurlega. í upp- hafi sjöunda áratugarins var fjár- hagurinn í rúst. Tap varð á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 en nú er feikilegur hagnaður af ólympíuleikum. Líkiegt er að Samaranch verði frekar minnst fyrir það en vinnubrögð hans. ■ +

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.