Helgarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 19
sund MEÐ GATI MIÐJUNNI Ed Wood BIóborgin ★★★ Gallinn við Ed Wood er að það er gat inni í myndinni og inni í gatinu er söguhetjan, leikin af Johnny Depp. Maður þarf í raun- inni að reyna að geta sér til um hvort hann er bjáni, einhvers konar annarlegur snillingur — nú eða þá heilagur maður, svona eins og Broadway Danny Rose í svonefndri mynd Woody Allen. Stundum er ýjað að því að þetta sé tragísk persóna: hann býr til verstu myndir í heimi, hann klæðist kvenmannsfötum og hann deyr úr alkóhólisma. Sem leikari hefur Johnny Depp hins vegar varla karakter til að sýna þessa eða aðrar hliðar á persón- unni; hann er svosem nógu sæt- ur, með undirskálaaugu, smá hvolpafitu í andlitinu og pínulít- inn skegghýjung — en, líkt og í ýmsum fyrri myndum sínum, verður hann eins og innantómt hylki þegar hann er andspænis burðarmeiri leikurum. í þessu tilfelli Martin Landau sem leikur Beia Lugosi, sálufélaga Ed Wood, með innlifuðum grettum og handapati svo þessi falleraða hryllingsmyndastjarna fær all- nokkra reisn mitt í gráthlægilegri tilfinningasemi sinni. En kannski var heldur ekki lagt upp með þeim tilgangi að skoða sálariíf Ed Wood. Það er fremur eins og leikstjórinn, Tim Burton, hafi álitið sig vera að uppgötva kúlthetju sem er afar passleg fyr- ir tíma þegar bjánar eins og Forr- est Gump vekja ómælda aðdáun (heitir það ekki aumingjadýrk- un?) og dægurkúltúrinn er eins og sjoppa sem gnæfir upp í him- ininn, full af notuðu skrani. Kannski er hérna ákveðin þversögn: Þetta er dýr og afar natnisleg mynd um bjána sem gerði algjörar skranmyndir fyrir engan pening og tók aldrei neina senu tvisvar ef hægt var að kom- ast hjá því. Allt sem er á útjöðr- unum — fyrir utan gatið — ber vott um nær óaðfinnanlegt hand- verk. Áferðin er augnayndi: Myndin er í glæsilega tærum svarthvítum lit, Burton er ein- staklega fundvís á snjöll sjónar- horn fyrir myndavélina, tónlistin ferlega sniðug. Aukapersónurn- ar sem Wood er látinn draga upp til að leika í myndunum sínum eru forkostulegar. Verður þess þá langt að bíða að við fáum að sjá helstu verk hans — til dæmis Glen or Glenda eða Plan 9 From Outer Spacel -EGILL HELGAS0N kynnir adidas® STREETBALL ‘95 Stærsta 3 á móti 3 mót hingað til, í Laugardalnum þann 10. júní. Þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð, með karnívalívafi. Fyrir utan hina stórskemmtilegu íþrótt Streetball (götubolta) er boðið uppá mjög fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, t.d. leikrit, söngleik, dans, körfubolta á línuskautum, leiki og þrautir. Allir þátttakendur í STREETBALL fá STREETBALL í Reykjavík-bol og verðlaun eftir árangri, drengja- og stúlknalið á aldrinum 16-20 ára eiga síðan kost á að vinna sér inn ferð til Barcelona í haust. Stórtónleikar eru síðan um kvöldið eftir mót. Láttu þig ekki vanta. Skráning og upplýsingar í síma 587-5287. Bein útsending á FM FJOLNIR VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS I i STRENGUR hf. - í stöðugri sókn Stórhöföa 15, Reykjavík, sími 91 -875000 EKKERT SÉR- STÖK SUÐURBÆJARLAUG Hafnarfjarðar ★★ Suðurbæjarlaug Hafn- arfjarðar er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Það eru aðeins rúm fimm ár síðan þetta 200 milljóna króna mannvirki var tekið í notkun en erekki eins gott og mörg önnur sem byggð hafa verið á svip- uðum tíma. Sundlaugin sjálf er 25 metrar en mik- ið klórmagn sker í augun. Barnalaugin er köld og rennibrautin lítil og ein- staklega hægfara. Sól- baðsaðstaða er lítil en ágætir pottar við bakk- ann. Um starfsfólkið verð- ur seint sagt að það sé glaðlynt. Innilaugin er 100 fer- metrar að stærð, hlý og vinsæl meðal barnanna en þeir mættu taka ná- granna sína í Kópavogi til fyrirmyndar hvað leiktæki varðar. Gufubaðið er mjög gott en greiða þarf sérstaklega í það þótt fæstir geri það. Heitt vatn í gólfi þurrkunaraðstöð- unnarertil fyrirmyndar. Vel þokkaleg laug en svo sem ekkert sérstök. -pj Kópavogslaugin ★★★★ Langbesta laugin. Mjög góð 50 metra laug og frá- bær aðstaða fyrir börn. Lélegir búningsklefar. Laugardalslaugin ★★★ Stærst og mest. Fjöl- breytnin í fyrirrúmi en köld barnalaug og slöpp sundaðstaða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.