Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 11
eða ekki. Sá hinn sami lá undir grun fíkniefnalögreglunnar enda hafði hann hótað Valgeiri lífláti. Þá hafi hann farið heim til Val- geirs, hirt fílófaxið hans og rifið út allar síðurnar fram að 19. júní. „í bókinni voru upplýsing- ar sem settar voru þar til að skilja eftir slóð. Hann var mjög hræddur á þessum tíma og spurningin er bara hverjir komu þarna um nóttina og dobbluðu hann út.“ RAIUNSOKIUAR- UOGREGLAIU MED ORUGG GOGIU EN GERIR EKKERT Víðir er mjög sáttur við fram- göngu fíkniefnalögreglunnar við rannsókn málsins en mjög óánægður með RLR. „Þeir sitja bara þarna suður frá og bíða eftir upplýsingum en fíknó leit- aði að þeim og safnaði upplýs- ingum sem fylltu fleiri, fleiri möppur. Eftir að RLR tók þetta yfir hafa þeir ekkert gert. Ég hef leitað eftir vissum hlutum sem ég hef viljað fá afhenta en þeir vilja ekki hleypa mér í þetta. Ég hefði viljað sjá þá handtaka menn og úrskurða þá í gæslu- varðhald, menn sem allt bendir til þess að séu viðriðnir málið og hafa gefið misvísandi yfirlýs- ingar án þess að nokkuð sé gert. Ég hef látið þá fá gögn sem ég tel nokkuð örugg en rannsókn- arinnar vegna má ég ekki segja frá þeim. En ég held að þeir hafi ekki gert neitt í meira en hálft ár og ekkert eftir að ég lét þá fá áðurnefnd gögn. Ég er mjög óhress með þetta og þarf að fá meira í hendurnar frá þeim til þess að geta haldið sjálfur áfram. Ég verð að finna Valgeir. Ég get ekki um frjálst höfuð strokið fyrr en hann er fundinn. Ég vil finna hann svo hægt sé að jarða hann því ég er 100 pró- Víðir Valgeirsson „Þetta erbúin að vera mjög erfið bið fyrir okkur öll og í raun al- veg ömurleg bið. Erfiðast var kannski að skýra þetta fyrirsjö ára gömlum syni Val- geirs. Þetta hefur ver- ið mjög erfitt fyrir hann. Það er agalegt að missa pabba sinn." ÁR FRÁ HVARFI VALGEIRS ustu misserin. Fleiri aðilar tengjast þeim innflutningi og gengu svikabrigsl og barsmíð- ar á víxl. TEIUGSL VHD FÍKNÓ Þá er vitað að Valgeir var kunnugur fíkniefnalögreglu- manninum Guðmundi Baldurs- syni og hefur Guðmundur sagt að hann hafi raett við Valgeir stuttu áður en hann hvarf. Ekki er því útilokað að fjár- mögnunaraðilinn eða aðrir hafi óttast að Valgeir hafi ætl- að að „skvíla". Menn í undirheimunum dreifðu þeirri sögu að Björn Halldórsson yfirmaðurfíkni- efnadeildarinnar hefði drepið Valgeir sem hafði haft í hótun- um við Björn og fjölskyldu hans. EFNUM HENT OG SPÍTTI STOLIÐ Fleiri aðilar þóttu grunsam- legir og tengjast þeir flestir þessum innflutningi á einn eða annan hátt. Valgeir hafði kom- ist yfir amfetamín sem hann ætlaði að láta fjármögnunar- aðilann fá en vinur hans geymdi efnið og „henti" því að eigin sögn vegna hræðslu. Fjármögnunaraðilinn og sá sem efninu „henti" þekktust vel. Þá fékk Valgeir spítt hjá kunnum fíkniefnasala sem dæmdur hefur verið fyrir manndráp, blandaði það til helminga og skilaði aftur. Við það skapaði hann sér óvild þess manns auk kaupenda þeirra beggja. Einnig þótti grunsamlegt að hlutir úr fórum Valgeirs fund- ust hjá aðila sem lögreglan segir umsvifamikinn í spíttsölu. Fjölmargir töldu sig svikna í viðskiptum við Valgeir og því voru þekktir ofbeldismenn grunaðir um að hafa drepið hann eftir að hafa ætlað að „kenna honum lexíu". Einnig var rannsakað sérstaklega hvort erlendir fíkniefnasalar hefðu gert mann út að örkinni vegna skuldar Valgeirs ytra en ekkert kom fram sem benti sértaklega til þess. Þremur vikum eftir hvarfið röktu sporhundar slóð Valgeirs að Sundahöfn og hafnir á Reykjavíkursvæðinu voru slæddar án árangurs. Vinir og vandamenn Valgeirs leituðu til miðla sem þóttust sjá morð og var bent á svæði sem líktist Esjubergssvæðinu. Þar var líks- ins leitað og einnig i Krisuvík, Kleifarvatni og fleiri stöðum þar um kring. Sá sem helst er grunaður hafði einmitt sagt að Kleifarvatn væri besti staður- inn til að losna við lík. ■ Erfiðast að skýra sjö ára syni Valgeirs frá hvarfinu sent viss að hann er látinn. Ef þeir eru hættir ætlast ég til þess að fá gögnin sjálfur svo ég geti haldið áfram. Ég veit að umfjöllun ykkar hefur ýtt við þeim og ég vona að áframhaldandi umfjöllun verði til þess að þeir fari að vinna eins og menn.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.