Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 17
15:30 Þegar þú horfir yfir Menntaskóla- túnið áttar þú þig á að það er engin von til þess að þú finnir börnin( þín. Hvert eitt og einasta barn undir tólf ára aldri hefur ver- ið málað í framan með fánalitunum af þar til menntuðum fóstrum. Ofan á þetta leggst síðan þykk skán af kandíflos. Af fyrri reynslu veistu að þetta mun ekki nást af börnunum fyrr en eftir tvo eða þrjá daga. Það verður því ekki fyrr en mánudag, þriðjudag að þú munt þekkja aftur börnin þín. Við þessa uppgötvun fellurðu saman og byrjar að snökta undir flugþránni hans Sigur- jóns. Og situr þannig þegar tvær konur með barnavagna ganga framhjá og önnur segir: „And- skotinn að þessir menn geti beðið til kvölds með að detta í það heldur þurfi að gera það hérna fyr- ir framan börnin." Þér finnst þú þekkja tóninn frá fyrrverandi eiginkonu þinni í þessu og verður við það enn örvinglaðri. Bíddu tvær umferðir á meðan þú jafnar þig. 17TI5 Þú stend- ur við sölu- tjald kven- f é 1 a g s badminton- d e i 1 d a r Fylkis og b o r ð a r pylsu í k ö 1 d u brauði með valstómat- sósu. Loks- ins eitthvað þ j ó ð 1 e g t hugsar þú og horfir á Tóta trúð koma þeirri hugsun inn hjá úttauguðum og uppgefnum börn- um að trúðar eigi ekki að vera fyndir. Alla vega ekki á ísiandi. í útlöndum og í sjónvarpinu eru ef til vill til hellingur af fyndnum trúðum. En á ís- landi er bara einn trúður og hann er Tóti. Þú leggst í vangaveltur um sögu þjóðarinnar, sjálfs- mynd hennar og sjálfsvirðingu. Hvers konar þjóð er það sem heldur upp á afmæli sitt með Tóta trúð sem aðalnúmer ár eftir ár? Allt í einu byrjar þér að þykja vænt um Tóta, sérð hann sem þjóðarsálina holdi klædda og getur ekki stilit þig um að ganga til hans og faðma hann þar sem fer með sitt þunglyndislega atriði frammi fyrir gáttuðum börnunum. Og þegar þú gengur í burtu heyrir þú börnin hlæja. Atriðið með mann- inum sem kom utan úr buskanum og faðmaði trúðinn var það fyndnasta hingað til. Aukakast fyrir það. 19TI5 Á Ingólfstorgi grípur þig sú tilfinning að aðrir megi eiga jafnvondan dag og þú og vísar m i ð a l d r a frönsku pari sem er að leita að Kaffi Reykja- vík eitthvert langt vestur í bæ. Svona gera menn náttúrlega ekki og færðu þig aftur um þijá reiti. 11:15 Til að drepa tímann röltirðu yfir í Dómkirkj- una til að hlýða á hátíðar- messu. Læðist inn svo að Dav- íð sjái þig ekki og hreiðrar um þig á aftasta bekk. Þú sérð að Diddú á að syngja, hugsar þér gott til glóðarinnar en sofnar út frá þeim hugsun- um. Hrekkur upp klukkutíma síðar í tómri kirkju og bíður þar af leiðandi í þrjár umferðir. 14:55 Þegar þú þvælist yfir á Ingólfstorg er þjóðdansafé- lagið nýbúið að ljúka sér af og komið að suð- ur-amerískum dönsum undir stjórn Her- manns Ragnars og Hennýjar Hermanns. Þú ert orðinn hálf- örvinglaður og veist ekki fyrr en þú ert farinn að tuða upphátt um hvað sé eiginlega verið að sýna suður-ameríska dansa á sautjándanum. Og hvað eiga þessir andskotans eldgleypar og stultulið um allan bæ að fyrirstilla? Halda menn að sautjándinn sé einhver latínsk kjötkveðjuhá- tíð? Hafa íslendingar gleymt öllu því sem ís- lenskt er? Þurfa þeir að liggja flatir fyrir öllu sem lítur út fyrir að vera útlenskt? Þegar þú vaknar upp af þessu tekurðu eftir að þú hefur safnað í kringum þig hópi af jábræðrum; Gerard Le- marquies, Elíasi Davíðssyni og Tryggva Hansen. Þú finnur þig strax illa í þessum félagsskap og skilur þá eftir í hrókasamræðum um þjóðlegri hátíðarhöld með steinaspili, torfhleðslum og klassískum íslenskum leiðindum. Þrír spilarar þér á hægri hönd sitja hjá eina umferð en þú mátt halda áfram. 18:05 Bærinn er að tæmast af börnum. Aðeins ein og ein fjölskylda sem þú mætir á Tjarnargötunni. En þegar þú gengur fyrir hornið á Ráðhúsinu sérð þú gamlan kunningja, manninn á bjúkkan- um að útskýra skemmdirnar á bílnum fyrir eld- gleypi. Þú neyðist til að húka á hominu í tvær umferðir þar til hann hefur farið nákvæmlega of- an í málið fyrir fjölskyldu austan úr sveitum, pylsusala og einum þingmanni. Gott ef þér sýnd- ist þingmaðurinn ekki lofa honum að beita sér í málinu. Þá loks fór hann heim til að pakka bjúkk- anum inn fyrir næstu fimm árin og þú gast hald- ið áfram niður í bæ. 12:15 Þú ert að verða of seinn að sækja börnin og reynir að rifja upp hvar þú skildir bílinn eftir í gærkvöldi. Finnur hann eftir nokkra leit á bak við Kaffi Reykjavík og rýkur á stað upp í Hlíðar. Á Miklubrautinni beygirðu inn í skrautakstur Fornbílaklúbbsins og sniglast með henni á rúm- lega fimm kílómetra hraða. Þegar þú finnur taugaáfall af óþolinmæði vera að hellast yfir þig gefur þú í, beygir út úr röðinni en tekur með þér annað afturljósið á Buick 56-módelinu. Öll bíla- lestin snarstoppar eins og hún hafi orðið fyrir sameiginlegu áfalli. Maðurinn á bjúkkanum get- ur ekki varist gráti og spyr í sífellu: „Veistu hvað ég var lengi að gera hann upp þennan? Veistu hvað ég þurfti að leita lengi að original aftur- ljósi? Veistu hver átti þennan bíl? Veistu að ég hef ekki tekið hann út úr skúrnum í fimm ár til að spara hann?“ Þú segir samviskusamlega nei á eftir hverri spurningu en gefst svo upp og keyrir í burtu. í baksýnisspeglinum sérðu manninn hvar hann stendur óhuggandi og horfir á brotna afturljósið og þú sérð ekki betur en mennirnir þrír sem standa hjá honum séu líka grátandi. Þú skammast þín og ferð aftur um einn reit. 14:30 í Bankastræti færð þú að vita að tapaðir og fundnir einstakling- ar geti leitað eftir hjálp í Smjör- húsinu á Lækjartorgi. Þú þangað. Önug lögreglukona spyr þig að hverjum þú sért að leita og þegar þú segist sjálfur vera týndur og þurfir að láta kalla nafnið þitt upp svo börnin þín geti náð í þig, snýr hún upp á sig og segist ekki geta eytt tíma sína í miðaldra karlmenn. Þú verðir bara sjálfur að finna þín börn. Og bætir við: „Auk þess get ég varla ímyndað mér að þú viljir gera börnunum þínum það að heyra föður sinn auglýstan tapaðan og fundinn á sjálfan sautjánda júní.“ Þú hrekst út ráðalaus um framhaldið. bíddu eina umferð. 14:00 Þar sem þú situr á Shanghæ tekur þú eftir gömlum skólafé- laga við annað borð og færir þig yfir til hans. Hann er ekki í góðu skapi. Hann þolir ekki sautjánda júní. Ekki frekar en hann þolir ekki Þorláksmessu og aðra daga sem fá fólkið úr Breiðholtinu til að koma niður í bæ. Sjálfur býr hann við Laugaveginn og vill helst fá að hafa hann út af fyrir sig þessa daga eins og alla aðra daga árs- ins. Eftir byrjunina á þessum degi þá sekkur þú smátt og smátt niður í þunglyndið til hans, ert helst á því að gefa þessum sautj- ánda frí en manst þá eftir börnunum þínum og drífur þig af stað. Þú færð prik og eitt aukakast fyrir það. t t 13:40 Þegar þú ert kominn að Frakkastígnum heyrir þú að skrúð- gangan er beint fyrir neðan þig á Laugaveg- inum og þú tekur strik- ið niður eftir. Þetta er fjölmenn ganga og þú reynir að hoppa upp til að sjá betur yfir til að koma auga á kon- una og börnin. En meðan þú ert að hoppa þetta rekst maður utan í þig, þú missir jafnvægið, reynir að bera fyrir þig hendurnar en ekki vill betur til en þú grípur um legg á manni á stuitum sem missir jafnvægið og steypist inn um glugga á annarri hæð í húsinu á móti. Þú ferð í panik og reynir að dyljast í fjöldanum en nokkrir stultu-menn sem eru stumra yfir félaga sín- um koma auga á þig, hrópa „þarna er hann“ og taka til við að skeiða á eftir þér. Þér líst ekki allskostar á að glíma við fimm metra menn og tekur á rás niður Laugaveginn, rekst utan í manninn með symbalana í Lúðrasveit verkalýðsins og það verður ekki til að vekja á þér minni athygli. Enn eru stultumennirnir á eftir þér og þér líður eins og stráknum með tröllskessurnar stóru og stórstígu á eftir þér en enga búkollu. Sem betur fer eiga stultumennirnir í erfiðleikum með að fóta sig í mannþröng og þegar nokkuð hefur dregið á milli ykkar stekkurðu inn á Shanghæ, finnur dýpsta og myrkvaðasta borðið lengst inn í sal og pantar þér bjór og súpu. Fyrir utan gluggann sérð þú stultumennina labba fram og til baka í leit að þér eins og vélmennin í Innrásinni frá Mars. Þeir komast hins vegar ekki inn um dyrnar og þú ert óhultur á Shanghæ í tvær umferðir. 13:20 Fornbílaklúbburinn hefur tafið þig og það er engin kona og engin börn í Hlíðunum. Af ótta við að rekast aftur á manninn á bjúkkan- um ekur þú Kringlumýrarbraut- ina og Skipholtið niður á Hlemm og felur bílinn bak við Hampiðju- húsið. Við þetta tefst þú um eina umferð og sérð á eftir skrúð- göngunni framhjá Trygginga- stofnun og manninn á bjúkkanum að beygja inn Laugaveginn frá Rauðarárstíg. Þú sérð þann kost vænstan að hlaupa niður Grettis- götuna í veg fyrir skrúðgönguna. Aðsóknin á sveita- böll sum- arsins er farin að taka á sig nokkra mynd. Um síðustu helgi hélt SSSól sitt fyrsta sveitaball í Ýdölum í Aðaldal þar sem yfir þúsund ung- menni mættu. Sólar- menn hafa sjálfsagt gert ráð fyrir góðri aðsókn enda hafa þeir eftir áralanga reynslu náð að spotta út hvar þeir eru vinsælastir, en sem kunnugt er ætl- ar Sólin aðeins að taka sveitaböll á fá- einum stöðum í sum- ar. GCD hefur einnig farið nokkuð vel af stað þó ekki hafi allt- af verið yfirfullt hjá þeim á öllum sveita- böllum. Til að mynda gekk GCD frá- leitt eins vel í Ýdöl- um um síðustu helgi og Sólinni helgina á eftir. En það er bæði gömul saga og ný að ekki eru ailar hljóm- sveitir jafnvinsælar í öllum hornum lands- ins. Sem dæmi af þessum toga er Hreðavatnsskáli enn í eigu Milljónamær- inganna sem ár eftir ár hafa troðfyllt skál- ann, þar á meðal fyr- ir tveimur helgum síðan. Og hyggjast þeir gera slíkt hið sama á þjóðhátíðar- daginn...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.