Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 .. .tónlist _ The Cardigans, tvennum tónleik- w um þessarar sænsku eöalgrúppu frá Jönköping; fyrst á Hótel fslandi í kvöld og í Sjallanum á Akureýri annaö kvöld. Til aö fullkomna tónleikana ætl- ar krúsídúllan Emiliana Torrini aö syngja fáein lög af plötunni sinni. Von- andi ná The Cardigans aö ryöja veginn fyrir komu hertogans granna Davids Bowie hingaö til lands. f Tómasi R. og Óiafíu Hrönn á Ca- w fé Óperu um helgina. Tommi og Lolla eru bráöskemmtilegt par og veröa á bar sem er aö ná sér upp úr öldudalnum. — Skemmtun Borgardætra á Sögu; w Andrea, Berglind og Ellen ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Frankie boy Hótels Sögu, Ragnari Bjamasyni. Frábær skemmtun en matinn mætti krydda meira. _ Bítiasýningunni og Bítlavinafé- w laginu á Hótel íslandi á laugar- dagskvöld. Bítlavinafélagiö ef jafnlíf- legt og fyrir tíu árum, en þaö er oröiö spurning hvort þaö mætti fá einhvern ungan til þess aö leika Björgvin Hall- dórsson! ...fynr augaö • Jóni Bergmann Kjartanssym w sem opnar sýningu í Gallerí Greip á laugardag. Án þess að það komi málinu viö svipar Jóni mjög til knatt- spyrnukappans Ruuds Gullit. Mest um vert er þó að þessi ungi myndlistar- maöur opnar sína fyrstu einkasýningu á íslandi. — Gulimolum Sambíóanna. Þaö w hljómar vel þegar stórveldi sem Sambíóin tekur sig til og sýnir myndir á borö viö Bréfberann og Svíniö með tilhlýðilegri viöhöfn. Opnunarmynd há- tíöarinnar í kvöld er ítalska Óskarstil- nefningamyndin Bréfberinn. ^ Lokasamkvæmi Borghiidar w Önnu Jónsdóttur myndlistar- manns á laugardagsmorguninn frá tíu til tólf á Mokka, en þar hefur að und- anförnu staöiö sýning hennar, Galtóm- ur rammi. Borghildur, sem tekið hefur upp þann skemmtilega siö aö halda .lokanir" í stað „opnana", hefur und- anfarna daga málaö eftir pöntunum fólks, líkt og þeir Komar og Melamid. Útkomuna veröur hægt aö sjá á laug- ardaginn. ^ Öldu Sigurðardóttur, Hiyni Hailssyni og Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem á laugardag opna myndlistarsýningu í Nýlistasafn- inu. Öm Karlsson er gestalistamaöur í setustofu. ^ Forboðinni ást sem frurrisýnd wveröur í Regnboganum á föstudag. Leikstjóri myndarinnar er Alfonso Arau, sá sami og leikstýröi Kryddlegn- um hjörtum. ^Hrósið... fær Böðvar Braga- son lögreglustjóri fyrir aö taka loksins á sig rögg og láta sína menn hreinsa til I dópgrenjum borgarinnar. Fíkni- efnaneytendur og salar hafa safnast saman í vissum hús- um hér og þar í borg- inni og þar hefur ótæpt verið verslað meö fíkniefni auk þess sem neysla fer þar fram. Nú hefur Böövar látiö hreinsa sum af þessum grenjum hvaö eftir annað og árangurinn farinn að koma í Ijós. Sölu- menn dauöans eru orðnir mun varari um sig en áður og þora ekki að stunda iöju sína jafnopinskátt og áö- ur. Þótt vitaskuld þurfi að leggja meg- ináherslu á forvarnir og koma í veg fyr- ir innflutning fíkniefna er líka nauösyn- legt aö stugga hressilega viö neytend- um og smásölum, sem oftar en ekki er sami hópurinn. Salarnir svífast einskis til aö lokka ungmenni til aö prófa þau efni sem þeir hafa upp á aö bjóöa og eru jafnvel tilbúnir aö gefa fyrstu skammtana til aö koma krökk- unum á bragöiö. Til aö auövelda ung- um neytendum neysluna hafa ákveðin hús veriö höfö opin allan sólarhringinn fyrir þá sem vilja koma þangaö til að dópa. Slíkur rekstur er aö sjálfsögðu ekki stundaður af neinni hugsjón og ástæöulaust aö láta hann viögangast. Eftir að löggan gerði áhlaupiö uppi á Höföa um daginn hefur veriö óvenju- dauflegt í herbúöum fíkniefnasala og kvarta þeir sáran undan ofsóknum lögreglunnar. Nú þarf bara aö hamra járniö meöan það er heitt og halda áfram hreinsunarstarfinu. Dómstólar mættu gjarnan leggja sitt af mörkum meö því aö hraöa meðferð mála þar sem sala fíkniefna og innflutningur kemur viö sögu. Þaö dugar engin lin- kind. Áfram meö fjöriö, Böövar... í i8Mp t1 'v’v.v'jú ' i m Ul ~ J t ra E </> E •a c s „Hálfbilað fólk“ á sjöundu árshátíð Sköllóttu trommunnar... Hinn árlegi listviðburður Sköllóttu trommunnar verður haldinn í vellystingum praktugiega í sjöunda sinn á veitingastaðnum 22 í kvöld, fimmtudagskvöld. Athæfið hefst stundvíslega klukkan 22:22 og kostar gesti og gang- andi 300-kall. Aðalhvatamaður þessarar listahátíðar er klarin- ettuleikarinn Guðjón Rúdolf Guðmundsson, en hann er einnig kunnur sem trúbador- inn Guðjón Bakviðtjöldin. Vita- skuld þarf ekki að spyrja að framsækni tónlistar- og gern- ingafólksins sem þarna treður upp, enda sjálfgefið og sjálf- svarað. Framarlega í fylkingu Sköllóttu trommunnar eru nefnilega: GG Gunn, Bogga, Tryggvi Hansen & Seiðband- ið, Séra ísleifur & Englabörn- in, INRI, Súkkat, Infemo 5, Kíkóti & vindmyllumar, Kjöt- tromma Einars Melax og Þorra, Róska og auk þess hinn rússneski ástmögur íslands: Dimitrii. Tilvist Sköllóttu trommunnar hefur fram til þessa ekki farið hátt í íslensku menningarlífi og meðlimir hennar margir kosið að halda sig að mestu neðanjarðar... „Auk listarinnar, listarinnar, listarinnar verður neysla þessa hálfbilaða fólks á fljót- andi næringu í fyrirrúmi. Þetta eru sumpartinn skrautlegar samkomur,“ viðurkenndi Þorri Jóhannsson sköllóttingur í ör- stuttu samtali við Helgar- póstinn í gær, um leið og með- fylgjandi mynd var smellt af. Möguleikhúsið framsýnir í kvöld, í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur, nýtt ís- lenskt leikverk; Ekki svona, eftir þá Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Tónlist skipar stóran sess, en til að semja hana var fenginn Björn Jörundur Friðbjörnsson, sem jafnframt fer með stórt hlutverk í sýningunni. Leikritið, sem er fremur létt, fjallar öðrum þræði um sjálfsvíg ung- menna. Aðrir í stórum hlutverkum era Jóhann G. Jóhannsson (Hárið, Súp- erstar), Alda Arnardóttir og Bjarni Ingvarsson. TVTikótínistar horfa meö hryll- ÁM ingi til þess ef stjórnarfrum- varp um tóbaksvarnir veröur samþykkt óbreytt. Þar er gert ráð fyrir aö árin 1996 til 2000 skuli verð á tóbaki hækka um aö minnsta kosti 5-10% árlega umfram almennt vöruverð. Þetta þýðir um 70% hækkun á fjórum árum. Sumir álíta aö þetta muni neyöa fjölmarga til að hætta tóbaksbrúkun en aörir telja auðsýnt að hækkunin leiöi til stóraukins smygls á tóbaki tii landsins og þá ekki síst á bréf- vindlingum... Eftir aö Guðrún Pétursdótt- ir tók af skariö og tilkynnti að hún gæfi kost á sér í emb- ætti forseta íslands hefur ekki mikiö boriö á henni. Þaö kann þó aö breytast á allra næstu dögum, því í undirbúningi hjá henni og stuðningsliöi hennar er öflug kynningarherferö. HP hefur heimildir fyrir því aö Guö- rún ætli í þeim efnum ekki aö ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kaupa hvorki meira né minna en kálf í Mogg- anum. Meðal efnis í þessu aukablaði veröur viötal við Guö- rúnu Pétursdóttur sem Kolbrún Bergþórsdóttir, blaöamaöur Alþýðublaðsins, hefur veriö ráö- in til þess aö taka... Inýju fréttabréfi Kvennalistans er meðal annars aö finna merk tíðindi frá Norðurlands- anga vestri og segir þar orörétt: „Hér hefur veriö, fyrir utan kuld- ann í desember, einmuna blíöa. Kyrrt og fallegt veöur dag eftir dag...“ t er kominn hljómdiskurinn Bláir eru dalir þínir meö níu tónverkum eftir hiö kunna tónskáld Skúla Halldórsson. Titillagiö er sótt í samnefnt Ijóö Hannesar Péturssonar skálds, en á diskinum eru einnig tvö önnur lög viö Ijóö Hannesar. Meöal sögulegra hljómsveitar- verka á þessum nýja diski má nefna Pourquoi pas? sem sam- iö er viö samnefnt Ijóö Vil- hjálms frá Skáholti. Þá þykir mikill fengur í Sinfóníu nr. 1, Heimurinn okkar, sem hljóðrit- uö var 1985 en hefur ekki veriö gefin út áöur. Einvalalið söngv- ara kemur fram á diski Skúla: Kristinn Hallsson. ÁstaThor- steinsson, Magnús Jónsson og Sigriður Gröndal. Skúli Hall- dórsson annast sjálfur undirleik í öllum sönglögunum en Sinfón- íuhljómsveit ísiands leikur hljómsveitarverkin undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jean-Pi- erre Jacquillat. Allar upptök- urnar voru gerðar af tækni- mönnum Ríkisútvarpsins á rúm- lega tveggja áratuga tímabili... Fríður hópur sem tekur þátt í sýningunni á Laugarvatni. Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni frumsýna leikrit Matthildinga á laugardagskvöld Davíð Oddsson ætlar að mæta að verður iíf og fjör í „Gamlasal“ á Laugarvatni á laugardagskvöldið þegar nem- endur menntaskólans þar frumsýna leikritið Ég vil auðga mitt land eftir Þórð Breiðfjörð. Bak við það höfundarnafn leynast þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra, Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleik- stjóri og Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöfundur. Þeir þre- menningar ætla allir að mæta á frumsýninguna ásamt Atla Heimi Sveinssyni, sem samdi tónlistina við verkið. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Leikritið var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1974, en þá voru höfundar þegar orðnir þjóðkunnir menn fyrir „Útvarp Matthildi" sem var Spaugstofa þess tíma. Leikendur á Laugar- vatni eru 22 og jafnmargir nemendur vinna að sviðsmynd og búningum auk þess sem sex manna hljómsveit sér um flutning tónlistar. Leikritið verður sýnt á fleiri stöðum á Suðurlandi og í Reykjavík 3. mars.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.