Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 31 ofurkonur Hún á þrjá milljarða Líkamsræktarmyndbönd 25 ára gamla ofurmódelsins Claudiu Schiffer rjúka út eins og heitar lummur um þessar mundir. Ásamt fyrirsætustörfum undanfarin átta ár og stöku kvikmyndahlutverkum (til dæmis í Richie Rich með Macaul- ey Caulkin) gera myndböndin það að verkum, aö tæplega hálfur millj- arður króna rúllar í vasa hennar ár- lega. Samtals er hún þannig metin á þrjá milljarða. Nýverið hóf Claudia siöan rekstur kaffihúsakeöjunnar Fashion Café meö kollegum sínum, Naomi Campbell og Elle Macp- herson, og hún lifir ótrúlega bein- línulegu lífi: „Að sjálfsögöu reyndi ég að smakka áfengi þegar ég var yngri. En mér féll ekki við þaö — áfengi er svo biturt á bragðiö og mér líkar best viö sæta hluti. Og þegar ég var sextán langaöi mig til að reykja því ég hélt það svo ofsal- ega töff og svalt. En reykingar áttu heldur ekki við mig. Öll vímuefni snúast um að láta neytendur þeirra tapa hömlum og missa stjórn á sjálfum sér, en ég vil hafa allt og alla undir fullkominni stjórn — allt- af.“ Claudia er vel menntuð og af traustum þýðverskum millistéttar- uppruna. Kunnugir segja hana lang- an veg frá þvi að vera gáfumanns- lega þrátt fyrir allan auðinn, en hún er klár og sniðug og hefur útsjónar- semi stjórnmálamanna og biss- nessgúrúa til að bera. Hvað sem því líður er rétt aö hafa ummæli tiskujöfursins .leans Paul Gaultier í huga þegar hugsað er til fraukunn- ar: „Claudia Schiffer hefur ekki per- sónuleika." Var þessi kona með sí- gilda útlitiö ekki smeyk við að detta úr móö þegar grannvöxnu anorexíu- módelin komu til sögunnar? „Nei, ég vinn ennþá meö fremstu hönn- uðum veraldar," segir hún ogglott- ir. Sem betur fer er hún víst hætt með þessu krípi, David Copperfi- eld... [karlmennskupróf Kvenréttindafrömuðir hafa á síðustu árum gert harða hríð að sönnum karlmönnum og reynt að kæfa eðli þeirra með því að troða upp á þá ímynd hins mjúka og skilningsríka manns. En hingað og ekki einu skrefi lengra! Eiríkur Bergmann Einarsson og Helgarpósturinn segja þvert nei við bindindismennsku og klósettskálaþvotti. Að þessu sinni þreyta mann- -dómspróf þeir Bragi Ólafsson Ijóðmeistari og Andrés Magnússon yfimethaus. Nethaus leggur skáld að velli 1. Hefurðu stefnt lífi þínu í verulega hættu? 2. Líður þér vel á óbyggðaflakki; einsamall og fjarri mannabyggðum? 3. Hefurðu haft stærri mann undir í átökum? 4. Áttu það til að missa minnið tímabundið vegna stífrar áfengisneyslu? 5. Hveijum eftirtalinna vildirðu helst sofa hjá: OJ Simpson, Mússólíní eða Agli Skallagrímssyni? 6. Hefur hetjuskapur þinn komið í veg fyrir slys? 7. Hefurðu átt samskipti við portkonur? 8. Ertu fastagestur á einhveiju öldurhúsinu? 9. Þurrkarðu klósettsetuna eftir að þú hefur kastað af þér vatni? 10. Hefurðu átt í ástarsambandi við tvær konur í einu? Karlmenni HP: Gísli Marteinn Baldursson, Bjarni Frostason, Ólafur Þ. Haröarson, Hallgrímur Helgason, Steinn Ármann Magnússon og Andrés Magnússon. AM Já. Þegar ég gerði þau mistök að reyna að komast á Uxa í sumar. Fyrst lenti ég í gísiingu hjá tollgæsl- unni á Keflavíkurfiugvelli, þar sem ég var lagður í pant ásamt krítarkorti umboðsmanns hijómsveitar- innar Prodigy. Ég keyrði svo aftur austur á 200 kíló- metra hraða, en lögreglan í Reykjavík sá til þess að ég fór ekki lengra. (1) AM Nei. Mér finnst öll sveit ógeðsleg. Mér líður þó vel einum á flakki um Internetið. (0) AM Já. Það gerðist margoft þegar ég var dyravörður á mínum ágæta bar, Kaffibarnum. Þeir voru þó vel- flestir drukknir þannig að ég átti auðvelt með að snúa þá niður. Síðan hræddi ég þá einfaldlega þar til þeir fóru að gráta. (1) AM Nei. Því miður man ég alltaf allt. Margir vina minna kvarta undan þessum slæmu eiginieikum mín- um. (0) AM Agli Skallagrímssyni. Honum er svo tregt tungu at hræra. (1) AM Já. Eitt sinn hringdi ég úr GSM-símanum mínum á lögregluna þegar mikiil árekstur varð fyrir augunum á mér. Þetta er svona tækni-hetjumennska. (1/2) AM Já, ég hef átt samskipti við hórur. Ég lenti á skemmtilegu fylliríi með Grasa vini mínum úti í Kaup- mannahöfn og hann gafst ekki upp fyrr en hann var kominn með tvær rússneskar í tog. Til allrar ham- ingju hafði eg geymt peninga í vasanum til að eiga fyr- ir leigubíl. Ég hef séð Grasa eftir þetta og honum virð- ist ekki hafa orðið meint af. (0) AM Já, að sjálfsögðu á mínum eigin bar, Kaffibarnum. (1/2) AM Nei, það er engin ástæða til. Ef maður er hittinn þá þarf þess ekki. (1) AM Já, það var alveg skelfilegt. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki komist upp með það, en mér leið eins og skíthæl. Ég lofaði sjálfum mér að gera það aldrei aft- ur. (1) Andrés lagði Braga með 6 stigum gegn 5 1/2. Báðir hafa þeir haft fleiri en eina konu í takinu, halda báðir til á Kaffibarnum og skirrast við að leggja sig í hættu við að bjarga öðrum. BÓ Já. En þó ekki af mínum eigin völdum, heldur ann- arra. Nokkrum sinnum hef ég orðið fyrir öðrum bílum í umferðinni. en það var ekki af ásettu ráði. (1/2) BÓ Mig grunar að svo gæti orðið ef ég væri einhvern tímann iangt fjarri mannabyggðum. Ég er þó mjög hræddur við að lenda í víðáttufælniskasti. (1/2) BÓ Ekki líkamlegum átökum. (0) BÓ Sem betur fer hefur minnið stundum verið glopp- ótt daginn eftir. Ég hef þó aldrei lent í neinum vand- ræðum vegna þess. (1) BÓ Mússólíní, þar sem hann hangir öfugur á bensín- stöðinni. (1) BÓ Ég hef ekki komið í veg fyrir slys hjá öðrum, en hins vegar framið miklar hetjudáðir með það fyrir augum að bjarga eigin skinrii. Til dæmis þegar ég fékk á leiðinni milli Melbourne og BÓ Ég hef átt samsklpti við portkonu úti á landi, en við vorum alkiædd á meðan. (0) BÓ Já. Ég forðast þó að ferðast of langt frá heimili mínu, þannig að ég er fastagestur á Kaffi List og Kaffi- barnum. (1) BÓ Já. Það geri ég alltaf. (0) BÓ Já. Ég verð að viðurkenna það, en eins skringilega og það kann að hljóma þá var það með einni og háifri konu. (1) Herferð heilbrigðs lífernis gegn áfengi og tóbaki að er til marks um hnignun norrænnar hugsunar, að í dag er ekki hvatt til vímuefna- notkunar heldur latt. Rúmum þúsund árum áður en Ingi- björg Pálmadóttir leit dagsins ljós ríkti stórmennið Hákon góði yfir vestnorrænum mönn- um. Setti hann í lög að allir skyldu eiga mælis öl, en gjalda fé ella“. Á þessari gullöld norrænna manna voru menn ekki sektað- ir fyrir fyllerí heldur edrerí, en í dag ráða menn lítilla sanda og lítilla sæva landi og þjóð. Nor- rænir víkingar ráðast ekki leng- ur til meginlands Evrópu að drepa karlmenn, nauðga kon- um og ræna kúm. Nei, nú ráð- ast þeir gegn sinni eigin þjóð og með sama víkingslega mis- kunnarleysinu er allt það sem skemmtilegt getur talist drepið niður undir yfirskini heilbrigðs lífs. Heilbrigt líf? Hvaða mann- leysur hafa það sem markmið í þessari ferð að lifa heilbrígðu lífi? Markmiðið hlýtur að vera gott líf og er misskilningurinn líklegast þannig tii kominn að margir telja heilbrigt líf ávísun á gott líf. En það er einmitt mergurinn málsins: um það er ekkert hægt að fullyrða. Á meðan einn leitar að þæg- indum getur annar leitað sér að þjáningu og báðir talið það vísustu leiðina til góðs lífs. Það getur ekki talist annað en eðlilegt hjá heilbrigðu fólki að krydda líf sitt með einhverj- um löstum, hvort sem það eru reykingar, kaffi- eða áfengis- drykkja. En ráðamenn þjóðar- innar skilja þetta ekki og selja áfengi og tóbak með stjarn- fræðilegri álagningu. Nú síðast berserkjaðist Ingi- björg Pálmadóttir fram á Al- þingi og lagði til að þeir sem létu sjá sig með sígarettu í tón- listarmyndböndum yrðu sekt- aðir fyrir ruddaskapinn! Af því að henni finnst vont að reykja þá vill hún með ofbeldisaðgerð- um þröngva öðru fólki til að reykja ekki held- ur. Ef henni finnst gott að fá sér konfektmola eftir matinn má búast við að hún vilji þröngva öðru fólki til að gera slíkt hið sama. Þannig mættu Rósin- kranz og aðrir töffarar rokksins og rólsins ekki lengur sjást með sígarettu í myndbönd- um sínum en gjarnan sjást gæða sér á kon- fektmola við kertaljós í rauðu leðursófasetti. Það má kannski segja að fulllangt hafi verið gengið hjá Há- koni góða að skylda menn til að brugga, rétt eins og það er full- langt gengið nú í dag að banna mönnum að brugga. Bil beggja væri líklega eðlilegast. En ráðamenn þjóð- arinnar eru ekki á sama máli. Þeir fara hverja herferðina á fætur annarri gegn sinni eigin þjóð í þágu heilbrigðs lífernis. Fríbruggarar eru handteknir, ölinu rænt og mannorði þeirra nauðgað. Þessar herferðir gegn áfengi og tóbaki hafa að sjálfsögðu víða áhrif. Þannig sést tóbak ekki í opinberum veisl- um og áfengi er sjaldan á boðstólum. Meira að segja við opnun mynd- listarsýninga er æ oftar eitrað fyrir manni með berjasaft eða gosi, og þykir mér myndlistar- menn þar ofmeta stór- lega aðdráttarafl verka sinna. Því miður er langt um liðið síðan Hákon góði x réð ríkjum. Þá var hvert § tilefni til fagnaðar — “ hvort sem það voru mót- | tökur eða jarðarfarir — •f notað til að örva góða H skapið með hverskyns vímugjöfum. I dag getur maður hins vegar fátt annað — umkringdur reyklausu, áfengislausu og gleðilausu fólki í sam- tímaveislum - - en dreypt á gosglundrinu og hugs- að með tregafullum ekkasogum til þess snill- ings norrænnar hugsunar sem Hákon góði var. Höfundur er stakur gleðimaður og leitar þessa dagana að góðtemplarastúku við sitt hæfi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.