Alþýðublaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 9
þessari grein innanhúss. Islandsmetiö i þristökki var tvibætt, þvi fyrst stökk Karl Stefánsson 14. :t 1 m. og bætti gainla met sitt, en Friörik l»ór Óskarsson ÍR svaraöi strax meö stökki sem mældist 14.4(1 m. og nytt met. Valbjörn Porláksson lætur það ekki á sig fá þótt árunum fjölgi, þvi hann er enn vel sprækur og ungu mennirnir standast honum ekki snúning. Ilann vann þrjár greinar, stangarstökk, langstökk og 50 m. grindarhlaup. Geri aðrir liS ára gamlir betur. Enn sem fyrr var Guðmundur Hermannsson i sérflokki i kúluvarpinu og sigraöi meö yfirburðum. Elías Sveinsson vann Jón Þ. ólafsson i hástökki, en Jón Þ. Ólafsson i hástökki, en Jón er æfingalaus aö mcstu, en vippaði sér samt léttilega yfir l. 90 m. Agúst Asgeirsson vann lang- hlaupin, 600 og 1000 in. af öryggi, en ungur læknastúdent llögni óskarsson veitti honum harða keppni i 1000 metrunum. Athygli vakti, að tveir bræður 10 og 11 ára gamlir, Magnús og Sigurður Iiaraldssynir kepplu i 1000 m. hlaupinu og sigraöi sá yngri. Þeir hlupu léttilega og virtust óbrevttir þegar þeir komu i mark. Þar eru án efa mikil efni á ferðinni. Bjarni Stefánsson KR vann 50 m. hlaupiö rétt á undan Sigurði Jónssyni HSK, en fast á hæla þeirra komu Vilhjálmur Vil- mundarson og Valbjörn Þor- láksson. t atrennulausu stökkunum sigraði Elias Sveinsson i þri- stökki, Trausti Sveinbjörnsson i langstökki og Friðrik Þór Óskarsson i langstökki en i langstökki kvenna hin efniiega Sigurlina Gisiadóttir frá Vögl- um i Skagafirði, en hún er aðeins 13 ára gömul. Ildan. Frá vinstri: Kristin Björnsdótt- ir, I.ára Sveinsdóttir og Edda Eúðviksdóttir. í FRJÁLS- UM INN- ANHÚSS Það var skemmtilegt að vera áhorfandi að Meistaramóti tslands i frjálsum iþróttum innanhúss, sem fram fór i Baldurshaga og I.augardals- höllinni um s.l. helgi, þvi keppni var skemmtileg og tvisýn i mörgum greinum. Sett voru 6 ný íslandsmet og 2 telpnamet og einhver fjöldi af persónulegum metum. Stjörnur mótsins voru tvær ungar systur, 15 og 16 ára gaml- ar, úr Armanni þær Lára og Sigrún Sveinsdætur, en þær settu sin tvö metin hvor, En óheppnasti keppandinn var án efa Hafdis Ingimarsdóttir UMSK, sem tapaði meti sinu i langstökki og varð i öðru sæti i þeirri grein, þótt hún væri án efa bezti stökkvarinn. Og það var einmitt i þeirri grein, sem spenningurinn var hvað mestur. Sigrún Sveinsdóttir stökk 5.47 i fyrstu tilraun og sctti nýtt mct, cn Hafdis gerði tvö fyrstu stökk sin ógild, þá stökk hún, stökk er mældist rúmir 5m. en síðan þrjú stökk, sem mældust 5.46, 5.45 og 5.46, en i þvi siðasta datt hún aftur fyrir sig og var það stökk hennar a.m.k. 5.60 — 5.70 m., ef það hefði ekki hent liana, auk þess sem annað ógilda stökkið var tæpir 6 metrar. Það verður gaman að sjá þær Sigrúnu og Hafdisi mætast oftar, þvi báðar eiga þær eftir að bæta sinn árangur. Þá setti Sigrún met i 50 m. hlaupi, en þar varð Lára systir hennar fyrir þvi óhappi að detta og meiða sig, en hún var sigur- stranglegust i þeirri grein. En Lára lét ekki mciðslin á iaugar- dag á sig fá og mætti tviefld til keppni á sunnudag og gerði sér litið fyrir og setti tvö met. Það fyrra i hástökki, 1.63 m. og var nærri að fara yfir 1.66 m. Seinna metið setti hún i 50 m. grinda- hlaupi i harðri kcppni við Ing- unni Einarsdóttur frá Akureyri, sem nú keppir fyrir tR. Ragnhildur Pálsdóttir UMSK vann eins og vænta mátti örugg- an sigur i 800 m. Iilaupi kvenna og setti nýtt met, enda er þetta i fyrsta skipti, sem keppt cr i SKEMMTI- LEGT MÍ GESTIRNIR B9 KVADDIR Á VIÐEIGANDI Fram og Fll sáu til þess á þriöjudagsk völdið, að HSV Hamhurg og Gottvaldo fóru af landi brott á viöcigandi liátt. Fram sigraði Gottvaldo á mjög sannfærandi hátt 22:17, og FH gerði jafntefli við HSV 19:19, eftir geysiharða baráttu. Tókst Fll að vinna upp mikiö forskot Þjóðverj- anna siöustu minúturnar, og hafði nær þvi tckist að ná sigri á siöustu stundu. Þessi góða útkoma i leikjunum ætti að veita landsliðinu góðan stuðning i fcrðinni til Spánar um næstu helgi. Bæði IISV og Gott- valdo standa framarlega i sinum iöndum uin þessar mundir, og bæði Tékkóslóvakia og Vestur- Þýzkaland cru i fremstu röð handknattleiks þjóða. Þessir sigrar veita þvi vonir um gott gengi á Spáni, og vonandi sýnir landsliðiö þar belri frammistööu en i Vikingsmótinu. Það sem skyggir einna mest á, er að geta ekki tekiö með i hópinn þá Einar Magnússon og Guðjón Magnússon, sem virðast vera i banastuöi um þcssar mundir. En það er bczt að snúa sér að leik tsiandsmeistara Fram gegn Gottvaldo, sem Fram sigraði 22:17. Framarar tóku afgerandi forystu strax i byrjun, og það var aldrei nokkur vafi á þvi hvoru megin sigurinn lenti i þessum leil.. Framarar sýndu á sér betri h'iðina, og þegar sá gállinn er á þeim eru þcir illsigrandi. Axcl og Björgvin i miklum ham, og vörn G jttvaldo réð litt við þá. 1 hinum endanum var Þorsteinn Björns- son ekki siður i ham, og varði ilveg frábærlega. Eins og áður segir var frum- kvæðið nær alltaf i höndum Framara. Munurinn var þetta eitt og tvö mörk I fyrri hálfleik, og i hálfleik var staöan orðin 11:9. Sömu yfirburðirnir héldust út seinni hálfleikinn og jukust þá frekar en hitt. Axel sendi þá hvern boltann á fætur öðrum framhjá hinum snjalla markverði Arnost, sem ekki fékk við neitt ráðið. Og á linunni var Björgvin iðinn við gegnumbrotin. Leiknum lauk verðskuldað Fram i hag. Axel, Björgvin og Þorsteinn báru af öðrum i Frainliöinu i þessum leik. Er mér til efs að þeir hafi vcriö i bctra formi en þcir cru i um þessai mundir. Þor- steinn á tvimælalaust heima i landsliðshópnuin, en hann tekur þessu öllu með jafnaöargeöi, og segist bara verða með i Munchen i suinar'. Tékkneska liðið er greinilega ekki eins sterkt og þegar það kom hér 196(1. En samkvæint sam- tölum við leikmenn liðsins og fararstjóra, er það nú á uppleiö. Bezti maður liðsins i gær var Rehák (11), mjög skcnnntilegur leikmaður. Mörk Fram: Axel 9 <lv), Björgvin 5 (lv), Andrés 3 (2v), Arnar, Stefán, Sigurbergur, Sig- urður E og Ingólfur eitt hver. Mörk Gottvalilo: Jordan 4, Rehák 3, aörir minna, Frammistaða dómarana þeirra Eysteins Guðmundssonar og Björns Kristjánssonar var með eindæmum léleg. Það cru ár og dagar siðan önnur eins mark- varzla hefur sézt hjá þessum annars góðu dómurum. —SS. íþrótta- kabarett Nokkrir kunnir listamenn og skemmtikraftar, sem allir hafa verið eða cru frjáls- iþróttamenn koma fram á KABARETT i Austurbæjarbió i kvöld. Það er Frjálsiþróttasam- band íslands, sein I tilefni 25 ára afmæli sambandsins gengst fyrir þessum lþrótta- kabarett og skem mtikraft- arnir gefa sambandinu fram- lag sitt i afmælisgjöf. Kynnir á kabarettinum er Svavar Gests, en hann var eitt sinn drengjameistari i grinda- hlaupi. Skemmtunin vcrður hin fjöl- breytilegasta, en mest ber þó á tónlistaratriðum og eftir- hermuþáttum. Fimmtudagur 9. marz 1972 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.