Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 2
,ÞETTA ER LAUSNIN' segir uppfinningar- maður loönuþróar- innar úr gúmmíi Asgeir viröir fyrir sér likaniö af iandþrónni. Sorpíldt — Plastpokar Tilboð óskast i framleiðslu á sorpgrind- um, kössum og plastpokum til notkunar við ibúðarhús o.fl. staði. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN I BORGARTCNI 7 StMI 26844 MEITILLINN í ÞORLÁKSHÖFN VILL REISA EINA SLÍKA Búiö er aö gera líkan af loðnuþrónni sem blaðið skýrði frá um daginn, að hægt væri að reisa með litlum tilkostnaði á stuttum tíma. ,,Meitillinn i Þorlákshöfn vill reisa svona þró strax ef nauð- synlegur styrkur fæst til ti Iraunarinnar", sagði Ásgeir Ásgeirsson er við ræddum við hann í gær, en Ásgeir er maðurinn á bak við þessa hugmynd. Og Ásgeir bætti því við, að margar svona þrær yrðu ábyggilega reistar fyrir næstu loðnuvertíð. Asgeir tók það fram, að likanið væri unnið út frá einum af mörgum mögulegum sem til greina komu. Botninn á þrónni er úr sterkum gúmmivefnaði, jafnvel svo sterkum að drátta- vélar geti athafnað sig þar. Sjálfur dúkurinn yfir loðnuna er úr ódýru og léttu efni, og þróar- þakinu er haldið uppi með þvi að strengja vira milli tveggja gálga eins og sést á myndinni. Þróin sjálf stendur i halia, og er opið að ofanverðu. Má hafa það opið eða lokað eftir vild. Að neðan er útbúnaður fyrir snigil eða önnur tæki til losunar. Er hægt að auðvelda losun á marg- vislegan hátt. „Égtel að heppilegasta stærð fyrir verksmiðjurnar sé þró sem tekur hráefni til 4-5 daga vinnslu”, sagði Asgeir. Og hann bætti þvi við, að það þurfi að koma til styrkur frá þvi opin- bera svo hægt verði að reisa til- raunaþró. Jakob Jakobsson fiskifræðingur hefði bent sér á, að möguleiki væri að reyna slika þró i sambandi við spær- lingsveiðar sem hefjast nú i l|| Lán Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar Samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur er hér með auglýst eftir umsóknum um lán úr Byggingarsjóði Reykjavikurborgar. Lán þessi skulu veitt einstaklingum, félögum og stofnunum til byggingar nýrra ibúða og kaupa á eldri íbúðum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Þegar um er að ræða einstakling, skal umsækjandi hafa verið búsettur í Reykja- vík s.l. 5 ár. Við úrskurð um lánshæfni er fylgt eftirfarandi reglum um stærð íbúða: Fjölsk. með 1—2 meðl., allt að 70m2 hámarksst. Fjölsk. með 3—4 meðl., allt að 95m2 hámarksst. Fjölsk. með 5—6 meðl., allt að l20m2 hámarksst. Sé um 7 manna fjölskyldu og stærri að ræða, allt að 135m2. Úthlutun láns er bundin því skilyrði, að íbúð sé fokheld. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá hús- næðisfulltrúa í Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar, Vonarstræti 4, 1. hæð, sími 25500, sem gefur allar nánari upplýsingar. Skulu umsóknir hafa borizt eigi siðar en 16. apríl, n.k. Reykjavík, 29. marz 1973. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Skipulagður þjófaflokkur þriggja hafnfirzkra stúlkna nndir stjúm afbrotamanns Vasaþjófar færast enn i aukana, og um síðustu helgi hélt skipulagður þjófaflokkur þriggja stúlkna úr Hafnarfirði undir stjórn 25 ára gamais afbrota- manns, til Grindavikur, gagngert til að stunda skipulagða vasa- þjófnaði, enda hafði flokkstjórinn það við orð um kvöldið, að hann skyldi verða rikur eftir nóttina. Var hópnum fyrst boðið heim til kunningja flokksstjórans, en að heimsókninni lokinni saknaði gestgjafinn veskis sins. Þaðan hélt hópurinn á dansleik i félags- heimilinu Festi. Gengu nú stúlkurnar um og föðmuðu karlmenn. Tóku þeir þvi misjafniega vel, en fóru þó nægi- lega úr jafnvægi til að stúlkurnar gátu óáreittar nælt i veski þeirra með þeirri hendinni, sem ekki var bundin við atlotin. Flokksstjórinn kom svo i humátt á eftir, og tók við veskjunum, en hann mun hafa átt aö skipta upp hagnaðinum að dansleik loknum. Nú fóru menn að sakna veskja sinna, enda voru þau þá farin að stifla klósett félagsheimilisins. Lögreglunni bárust kærur vegna þessa, en ekki tókst þó að hefta för hópsins um kvöldið. Daginn eftir frétti rannsóknar- lögreglan i Hafnarfirði af þessu máli, og hóf rannsókn með þeim árangri að hún hafði upp á flokk- stjóranum samdægurs og hefur hann játað. Stúlkurnar hafa einnig játað hlutdeild sina, enda ekki óvanar að þurfa að meðganga sitt hvað misjafnt, að sögn lögreglunnar. VARÐ EFTIR VESTRA Lögberg-Heimskringla skýrir frá þvi nýlega, að einn af með- limum Lúörasveitar Reykja- víkur, sem var á ferö i Kanada á siðasta sumri, hafi kunnað svo vcl við sig þar, aö hann sé nú al- fluttur þangaö. Að sögn Lögbergs, er þetta Brynjar Gunnarsson trompet- leikari í lúðrasveitinni. Hann kunni svo vel við sig i Calgarey Alta i Kanada, að hann ákvað að setjast þar að. Sviðsutbunaöurinn er reyndar bara einn sófi Þriggja manna flokkur frá finnska leikhúsinu Lilla teatern i Helsingfoss er væntanlegur hingað á sunnudaginn. Með i hópnum er einn pianisti, og svo kemur flokkurinn með sviðsút- búnað, sem reyndar er aðeins einn sófi, svo haglega gerður, að honum er skipt i þrennt i flutn- ingum, og heldur hver leikari á einum hlut. Lilla teatern þarf ekki að kynna fyrir leikhúsáhugafólki, þvi flokkurinn kom hingað á Lista- hátið og bauð upp á Umhverfis jörðina á 80 dögum. Að þessu sinni býður hann upp á einskonar kabarett, gamansöm brot úr ýmsum verkum. Flest þeirra fjalla um konur, enda ber fyrsti þátturinn heitið Djöfullinn skapaði konuna, en safnheiti yfir þættina er Kyss Sjálv. Leikhús- stjórinn Lasse Pöysti kemur ekki, en stjórnandi hópsins er kona hans Birgitta Ulfsson. Flokkurinn kemur hingað á vegum Leikfélags Reykjavikur og Norræna hússins. 0 Fimmtudagur 29. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.