Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Biaðaprent hf. ALLUR SANNLEIKURINN Eins og Alþýðublaðið reyndar benti á i for- ystugrein sinni i gær „gleyma” sjálfskipaðir formælendur landbúnaðarstefnunnar ávallt að geta um nema hálfan sannleikann, þegar þeir ræða um verðlagningu landbúnaðarafurða. Eins og allir vita er i raun og veru tvöfalt verð á þess- um afurðum. Fyrst greiða skattborgararnir 1600-1700 milljónir á ári i niðurgreiðslur. Þar við bætist svo búðarverðið. Og það er niðurgreiðslu- helmingurinn i landbúnaðarvöruverðinu sem menn eins og Ágúst Þorvaldsson og Halldór E. Sigurðsson gleyma alltaf að til sé. Ætti þó að vera tiltölulega auðvelt að muna eftir sautján hundruð milljónum — a.m.k. fyrir sjálfan fjár- málaráðherra islenzka rikisins. Þessi gleymska endurtók sig enn einu sinni nú á dögunum, þegar verðlagsmál landbúnaðarins komu til umræðu á Alþingi. Þá fullyrtu ýmsir málsvarar stjórnarflokkanna, að fáar vörur hefðu hækkað minna i verði undanfarið en landbúnaðarvörurnar, og var nefnd talan 20% i þvi sambandi. Væri svo komið — sögðu þeir visu menn — að landbúnaðarafurðir væru nú með allra-ódýrustu neyzluvörum á markaðinum. En i öllum þessum umræðum og öllum þess- um tölusamanburðum voru stjórnarsinnar ávallt aðeins að fjalla um hálfan sannleikann. Þeir voru ávallt aðeins að tala um búðarverðið — en minntust ekki á hið raunverulega verð landbúnaðarafurðanna, sem er búðarverð plús niðurgreiðsluverð. Og sá útreikningur segir nokkuð aðra sögu en að islenzkar landbúnaðar- afurðir séu ódýr neyzluvarningur, sem litið hafi hækkað. Eitt kiló af smjöri kostar i dag kr.: 474,70 og hefur hækkað úr kr.: 298,60 frá 1. nóvember 1970, eða um 59%. A sama tima og búðarverð smjörsins hefur hækkað um 26% hafa niður- greiðslurnar — sá hluti smjörverðsins, sem skattborgararnir greiða — hækkað um 126%! Eitt kg. af súpukjöti hefur hækkað úr kr. 173,90 1. nóvember 1970 i kr.: 261,94 nú, eða um 51% og er þá að sjálfsögðu miðað við hið raun- verulega verð kjötsins, en ekki aðeins „búðar- helft” þess. A sama tima og búðarverðið — sá háifi sannleikur, sem landbúnaðarráðherra man eftir — hefur hækkað um 27%, hefur gjald- ið, sem skattborgarinn greiðir i súpukjötsverð- inu — sá hálfi sannleikur, sem landbúnaðarráð- herra gleymir — hækkað um 202%! Sama kemur upp á teningnum þegar mjólkur- verðið er athugað. Heildarverð mjólkur hefur hækkað um 46% vegna þess að þó búðarverð á mjólk hafi ekki hækkað um nema 27% hefur verðgreiðsla skattborgarans — niðurgreiðslan — hækkað um 81%. Þessi verðsamanburður segir ekki bara hálf- an sannleikann, eins o£ verðsamanburður stjórnarsinna. Hannsegir sannleikann allan. Og hver getur haldið þvi fram, að heildarhækkun eins og hér hefur verið sýnd sé ekki mikil hækkun? Og hver getur haldið þvi fram, að smjör, sem nú kostar i raun tæpar 475 kr. kilóið, sé ekki dýr vara? Auðvitað nær ekki nokkurri átt, þegar gera á verðsamanburð milli ára á landbúnaðarafurð- um, að taka ekki með I dæmið nema aðra verð- helftina — búðarverðið. Hversu vitlaust það er skýrist af einföldu dæmi: Ef ákveðið væri að fella búðarverðið alveg niður og láta niður- greiðslurnar nema vöruverðinu til fulls — þ.e.a.s. að láta skattborgarana borga allan brúsann — fengi þá islenzkur almenningur land- búnaðarvörur ókeypis? Að sjálfsögðu ekki. VERKALÝÐSSTÉTTIRNAR EKKIÍTAKAMIKLAR Á ALÞINGI AÐEINS 10% ÞING- MANNA INNAN A.S.Í. Vegna níðskrifa kommúnista og framsókn- armanna í málgögnum sin- um að undanförnu um for- ystumenn verkalýðssam- takanna er ekki óeðlilegt, að almenningur spyrji þeirrar spurningar, hve margir hinna 60 alþingis- manna eru meðlimir, þ.e. félagsbundnir í verkalýðs- félagi. Eftir því sem Alþýðu- blaðið kemst næst, þá eru eftirtaldir alþingismenn jafnframt meðlimir i verkalýðsfélögum. Nöfnin eru í stafrófsröð: 1. Björn Jónsson forseti A.S.Í. Meðlimur i verkalýðsfélaginu Eining á Akureyri. Hefur setið á 17 þingum. Þingmaður Frjálslyndra og vinstri manna. Er 3. þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra. 2. Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Dags- brún i Reykjavik. Hefur setið á 15 þingum. Er 8. þm. Reykja- vikur. Þingmaður Alþýðu- bandalagsins. 3. Eggert G. Þorsteinsson með- limur Múrarafélags Reykja- vikur.— Hefur setið á 20 þing- um. Þingmaður Alþýðuflokks- ins. Er 1. landskjörinn þing- maður. 4. llannibal Valdimarsson félagi i Verkamannafélaginu Baldri á tsafirði. — Hefur setið á 28 þingum. Þingmaður Frjáls- lyndra og vinstri manna. Er 3. þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis. 5. Karvel Pálmason formaður Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvikur.— Hefur setið á 1 þingi. Þingmaður Frjáls- lyndra og vinstri manna. Er 7. landskjörinn þingmaður. 6. Pétur Sigurðsson ritari Sjó- m annafélags Reykjavikur. Hefur setið á 13 þingum. Þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Er 10. þingmaður Reykjavikur. Þannig eru, að þvi er næst verð- FISKIDEILD GARÐAHREPPS: MÚTMÆLIR BOTNVEIOAR- FÆRIIMÍ FAXAFLÚA Stjórn Fiskideildar Gerða- hrepps hefur sent sjávarútvegs- nefnd neðri deildar alþingis svo- hljóðandi mótmæli: „Fiskideild Gerðahrepps mót- mælir harðlega, ákvæðum frum- varps til laga, er nú hefur verið lagt fram á Alþingi, um að heim- ilaðar verði veiðar með dragnót og botnvörpu i Faxaflóa. Fiskideildin minnir á fyrri aðgerðir i þessa átt. Þar sem tvis- var hefur, frá þvi Faxaflói var friðaður, verið stigið það óheilla- spor, að leyfa veiðar með þessum veiðarfærum, til stórtjons fyrir byggðalögin viö Faxaflóa, sem áttu afkomu sina undir þvi, að veiða fisk úr sjó og eiga enn. Framhald á 11. siðu. ur komizt, aðeins 6 þingmenn af 60með félagsréttindi i verkalýðs- félögum innan Alþýðusambands Islands, eða aðeins 10% þing- manna. Við þessa örstuttu athugun, sem er þó opinber öllum sem vilja vita, kemur i ljós að hlutur kommúnista i þvi að koma skoð- unum og stefnu verkalýðshreyf- ingarinnar á framfæri á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar, er ekki stærri en annarra stjórn- málaflokka og hafa þvi i þeim efnum ekkert til að státa sig af umfram aðra flokka. FLOKKSSTARFID Revkvíkinaar: VIÐTALSTÍMAR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur minnir á regiuiega viðtalstima þingmanna og borgar- fuiitrúa flokksins á fimmtudögum. I dag, fimmtudaginn 29. marz, er það ritari Alþýðuflokksins, Eggert G. Þorsteinsson, alþm., sem verður til viðtals á skrifstofum Alþýðu- flokksins við Hverfisgötu kl. 5—7 e.h. Þeir, sem ekki geta komið á skrifstofurnar geta hringt í síma 1—50—20. Hafnfirðinqgr: VIÐTALSTÍMAR Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði minna bæjar- búa á viðtalstímana á fimmtudögum við bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins. I dag, fimmtudaginn 29. marz, kl. 5-7 e.h. eru það Hörður Zóphaniasson, bæjarfulltrúi og Stefán Rafn, varabæjarfulltrúi, sem verða til viðtals í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Hafnfirðingar! Notið þetta tækifæri til viðræðna við kjörna fulltrúa ykkar í bæjarmálum. Alþýðuflokksfélögin AÐALFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, ídag, fimmtudaginn 29. marzog hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frú Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi ræðir þátt kvenna í þjóðmálabaráttunni. 3. önnur mál. Félagskonur eru hvattartil að mæta vel og stundvís- lega. Stjórnin. BORGARMÁL Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík efnir til almennsfundar kl. 8.30 e.h. n.k. mánudaq á Hótel Esju. Fundarefni: Málefni Reykjavikur- borgar. Fundargestur: Björgvin Guðmunds- son, borgarfulltrúi. Öllum er heimill aðgangur. FUJ Fimmtudagur 29. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.