Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 11
Iþróttir Draumamörk í Evrópubikarnum Leikmenn spánska liðsins At- letico Madrid sóttu af örvænt- ingu, til að reyna að jafna metin i siðari leik liðsins við þýska lið- ið Bayern Munchen, þvi Þjóð- verjarnir höfðu skorað þrjú mörk. Enn þá dundu ósköpin yf- ir þá,Uli Hoeness fékk knöttinn á miðjum vellinum lék á hvern Spánverjann af fætur öðrum um 40 metra leið og sendi knöttinn siðan i markið með þrumuskoti. Glæsilegt mark og glæsilegur endir hjá Þjóðverjunum i einum skemmtilegasta úrslitaleik frá upphafi i Evrópubikarnum. 1 fyrri leik liðanna,sem lauk með jafntefli eftir framlengdan leik,höfðu Spánverjarnir haft i fullu tré við Þjóðverjana, en nú voru það Þjóðverjarnir. sem voru betri og áttu mikið meir i leiknum. Enda létu mörkin ekki á sér standa fyrsta mark leiks- ins skoraði Uli Hoeness eftir að vörn Spánverjanna hafði verið leikin sundur og saman með góðu skoti af 10 metra færi. Þá var komið að markakónginum Gerd Muller að hefna sin. en i fyrri leik liðanna hafði hann að mestu verið tekinn úr umferð og sást varla i leiknum. Hann fékk fyrirgjöf frá Kapellmanns á 57. min tók knöttinn á brjóstið lagði knöttinn fyrir sig og skoraði örugglega 2-0. Muller var aftur á ferð 10 min. siðar og lagaði stöðuna i 3-0, og eins og áður sagði þá rak Honeness endá- hnútinn á skemmtilegan leik. Báðir leikirnir voru leiknir i Brussel og i fyrri leiknum munaði hársbreidd að Spán- verjarnir sigruðu, þvi þeir höfðu yfir 1-0 þegar leikurinn var að verða búinn. Enn þá tók Georg Schwarzenbek til sinna ráða eft- ir glæsilegan einleik með knött- inn skoraði hann með sannköll- uðu þrumuskoti af 25 metra færi og við getum rétt imyndað okk- ur gleði leikmanna Bayern við markið, sem kom eins og þruma yfir Spánverjana. Myndirnar og teikningin, sem þessum línum fylgja, sýna Schwarzen- bek skora markið (stóra myndin og teikningin) og á minni myndinni fagna hann og félagar hans. Bæði liðin skoruðu sjálfsmörk og. Jrvalsliðið-York City: 1:1 1 gærkvöldi lék York City sið- asta leik sinn og léku þeir nú við úrvalslið landsliðsnefndar, ef úrvalslið skyldi kalla, en enginn Keflvikingur mætti til leiks utan Gisla Torfasonar, en hann býr i Reykjavik vegna náms. „Þeir tilkynntu ýmist forföll eða veik- indi,” sagði Jens Sumarliðason landsliðsnefndarmaðuryjg gefa þeir enga nánari skýringu”. Finnst manni það fulllangt gengið af félaginu að vilja ekki lána leikmenn sina i úrvalsleiki, þar sem leikmennirnir hafa ekki þurft að mæta á landsliðs- æfingu enn sem komið er. Bret- 'arnir byrjuðu leikinn af krafti og eftir 14 min. lá boltinn i markinu og var þar að verki Jones, markakóngur þeirra Yorkmanna, fékk hann boltann eftir aukaspyrnu og lenti skot hans i varnarleikmann og inn án þess að Siguröur Haraldsson I markinu fengi vörnum við kom- ið, en hann stóð sig vel i mark- inu i fyrri hálfleik. Það er ekki fyrr en á 27. min. aö Islensku piltarnir ná hættu- legri sókn, þá fær Asgeir Elias- son góða sendingu frá Gísla Torfasyni, leikur á hægri bak- vörö York og gefur góða send- ingu fyrir markið, en þar er enginn til að reka endahnútinn á. Skömmu siðar er Asgeir aftur á ferð, hann gefur á Matthias, sem er i góðu færi, en skot hans fer framhjá. A 39. min. fær Teit- ur boltann, þar sem hann var i góðu færi, en var of seinn og boltinn er tekinn af honum, áður en hann getur skotið. Siðasta marktækifærið I fyrri hálfleik áttu svo Englendingarnir, en Sigurður varði vel fast skot af stuttu færi. í siðari hálfleik voru svo gerðar fjðrar breytingar á liðinu, þeir Matthias, Magnús, Marteinn og Sigurður sem kom inn fyrir Þorstein skiptu við þá Olaf, Eirik sem kom inn fyrir Astráð, Rúnar og Ársæl semkom inn fyrir Diðrik, sem mun vera meiddur. Seinni hálf- leikur var svipaður þeim fyrri, þvi þaö voru Englendingarnir, sem sóttu fyrstu 30 min. og munaði þar mestu um, að Magnús haföi gætt Barry Lyons mjög vel i fyrri hálfleik og bar litiö á honum þá, en nú skapaði hann oft mikla hættu við mark íslendinganna með leikni sinni og hraða. Strax á 11. min varð Arsæll að taka á öllu til að verja gott skot York enn hann missir boltann frá sér, en hættunni er bægt frá. A 14. min er Jones i góðu færi en skot hans sleikir þverslá, stuttu síðar gjörplatar Lyons Isl. vörnina en skot hans fer yfir. Aftur er hann á ferð á 22. min, og aftur fer skot hans yfir, á þessu timabili er Asgeir hrein- lega sveltur á vinstri kanti, en hann skapaði mesta hættu i fyrri hálfleik. Á 31. min er Seal i góðu færi og aftur bjargar Ar- sæll vel, en nú snúa Islending- arnir vörn i sókn og Asgeir á góða sendingu á Rúnar, sem gefur vel fyrir markið, þar er Gisli Torfason fyrir, fer óná- kvæmt skot hans i varnarleik- mann og i markið. Eftir markiö vaknaði aðeins yfir leik liðsins, og á 36. min á Teitur gott skot, sem markvöröur York varði en hélt ekki boltanum, en það er enginn sem fylgir og hættunni er bægt frá. íslenska liðið náði ágætiskafla i fyrri hálfleik, en i þeim siðari var liðið hvorki fugl né fiskur ef frá er talinn 5 min- útna kafli. t seinni hálfleik voru miðvallaspilararnir hreinlega ekki með en þeir voru fjórir, Guðgeír, Hörður, GIsli og As- geir, en hann dvaldi langdvölum á vinstri kanti. Gerði hann margt laglegt, þegar hann fékk boltann. Bestu leikmenn islenska liðs- ins voru þeir Ásgeir, Jóhannes, Magnús, Marteinn og Gisli i fyrri hálfleik. Lið York City er skipað fljótum leikmönnum, sem oft skyldu menn okkar eft- ir, er það leitt að leikurinn skyldi ekki fara fram á Laugar- dalsvellinum. i Gerplu- í sýning I íþróttafélagið Gerpla,! IKópavogi, hefur ákveð-á ;ið, að f imleikadei ld; ;félagsins haldi nem-; ■ endasýningu í íþrótta- ■ ■ húsinu í Hafnarfirði,- Iþann 23. maí næstkom-I Jandi, en það er uppstign-Z ;ingardagur, kl. 3.30. \ íþróttir og útilíf í Kópavoginum Hinn 4. júni n.k. hefst i Kópavogisex vikna námskeið, sem nefnt hefur verið tþróttir og útilif og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-14 ára. Tómstundaráð Kópa- vogskaupstaðar stendur fyrir námskeiði þessu, sem fer fram á tveimur stöðum i bæn- um, þ.e. við Kársnesskóla i Vesturbæ og á Smára- hvammsvelli i Austurbæ. Námskeiðið fer fram alla virka daga og hefst jafnan kl. 10.00 f.h. og stendur samfleytt til kl. 15.00. Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér nesti, sem þeir snæða i hádeg- inu auk þess sem boðið verður upp á heita súpu. Ætli þessi veröi ekki dæmdur úr leik, enda þótt þetta sé frjdls aö- ferð. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.