Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 7
Skjótfenginn auður 5 þjó&ina alla: Alþingi, rikis- stjórn, stjórnmálaflokka, hags- munasamtök og siðast en ekki sist nær hvert mannsbarn i landinu, sem veltir þvi helst fyrir sér, hvernig það fái sér best borgið i kapphlaupinu við veröbólguna, eða kannski er meira um vert, sveiflur i hraða hennar. I þessu felst i senn sóun á liðandi stund og fórn fram- búðarhagsmuna. Þetta eru megin ástæðurnar til þess, að það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að ná tökum á verð- bólguþróuninni, sem hefur sett sitt mark á efnahagslifið I hálf- an fjórða áratug. Við verðum stöðugt aö freista þess að deyfa þær sveiflur, sem eru aflvaki og hreyfiafl verðbólgunnar. Ég tel vafalaust, að skilyrði til þessa fari smátt og smátt batnandi. Verðbólgan hér á landi ber að nokkru merki sérstakra ytri að- stæöna i okkar þjóðarbúskap, og að nokkru er hún niðurstaða eða tákn þess, að okkur hefur ekki tekist sem þjóð að ná föstum tökum — fullu valdi — á stjórn efnahagsmála. Reynsla okkar er um sumt sama marki brennd og margra nýfrjálsra rikja. Fullt sjálfstæði og frelsi er ekki igildi fullrar sjálf- stjórnar. A þessu sviði eins og svo mörgum öðrum gildir, að það er ekki nóg að girða, menn verða að rækta garðinn sinn. Við þurfum að leggja sérstakt kapp á að bæta hagstjórnarað- ferðir okkar, ekki sist þar sem þær beinast að skammtima- vandamálum, og hafa jafnan hugfast, að þær séu þannig valdar og gerðar, að þær geti með eðlilegum hætti tengst langtimaáformum okkar og óskum. Það mega ekki sveigja okkur af leiö. Sveigar af þvi tagi, sem geta komið I veg fyrir aukna fjöl- breytni og stöðugleika i at- vinnulifinu, geta orðið vita- hringar,- sjálfhelda einhæfs at- vinnulifs, sem gengur með rykkjum og skrykkjum. (Hins vegar þarf valið á nýjum framkvæmdum jafnan að vera erfitt en ekki auðvelt.) Kunnur sænskur hagfræðing- ur, prófessor Erik Lundberg, sem raunar kom við sögu is- lenskra efnahagsmála sem ráð- gjafi Skipulagsnefndar atvinnu- mála árið 1934 tRauðku”, sem kölluð var), lýsti einhvern tima ráðleggingum stéttarbræðra sinna — og þar með sjálfs sin — með svolitilli klausu. Hún er svona: „Spyrji maður hagfræð- ing, hvernig eigi að veiða ljón, svarar hann: „Veiddu tvö ljón og slepptu öðru”!' Hér á landi væri kannski vissara að hafa þau þrjú. Svona góðum ráðum er auðvitað erfitt að fylgja. Minningar- spjöld Hallgríms- kirkju fást i Hallgrimskirkju (Guðbrands- stofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 2-4 e.h., sfmi 17805, BI ó m a v e r s 1 u n i nn i Domus Medica, Egilsg. 3, Versl. Hall- dóru ólafsdóttur, Grettisg. 26, Versl. Björns Jónssonar, Vestur- götu 28, og Biskupsstofu, Klapp- arstig 27. Alþýðublaðið inn á hvert heimili Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í ^ EINANGRUN Rsti’ ogkæliklefa. ÍÝ(.i^ T- ‘: vW- yv ■ ' ■••-•-' ■' " " í heittaslalt a ' í,*s; i 2j HL':' .1 /MC; ->-■ li -Kt ÁRAAÚLI Á Vestmannaeyjum - Simi 290 ■ Reykjavík • Sími 8-54-66 Ný traktorsgrafa til leigu Upplýsingar I simum 85327 og 36983. Fjölverk h.f. Dómarafulltrúi Lögfræðingur óskast til afleysinga i nokkra mánuði vegna sumarleyfa við bæjarfógeta- og sýslumannsembættið i Keflavik . c LANDSVIRKJltt ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i stálturna og stög fyrir 220 kv háspennulinu milli Sigöldu og Búrfells (Sigöldulina), samtals 102 turna. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavik frá og með miðvikudeginum 17. júli, 1974 gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14:00 föstudaginn 13. septem- ber 1974. Reykjavik, 15. júli, 1974. Landsvirkjun Bæjarfógetinn i Keflavik og Grindavik Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. IP TILBOÐ Tilboð óskast i að leggja dreifikerfi I Breiðholt II, 5. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 3.000,- króna skilatrvggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. júll 1974, kl, 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJÁVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Bilferðir um Skaga- fjörð, forðir til Siglu- fjarðar og þaðan utn Ólafsfjörð, Ólafs- fjarðarmúla, Dalvik . og ÁrskögsStrönd tll Akuroyrar leiSina til Mývatnssyftitar. ARHÖFN vHÚSAVÍK REYKJi FA6URHÓLSMÝRI Sigling um ísafjarðardjúp, heimsóttar eyjarnar nafnfrægu Æðey og Vigur og ileiri ; markverðir staðir. : Ferðir: á landi til næstu héraða. ÍSAFJÖRÐURv ÞINGEYRI j PATREKSFJÖRÐUR Hér er Látrabjarg - : skammt undan og auðvelt er að ferðast til næstu fjarða. Höfuðborgín sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrir list og mennt, stjórn. verzlun _ og mannleg viðskipti. Héðan ferðast menn á Þingvöll, til Hvera- gerðis, Gullfoss og Geysis eða annað, sem hugurinn loitar. Skipulagðar kynnísferðír á landí og á sjó. Gott hótet. ■ Merkilegt ssedýrasafn. Og auövitað Qldstöðvarrtar, Höfuðstaður NorðurlandS. Kynnlsferðir um gjórvalla Eyja- fjarðarsýslu og tíl nærliggjandi byggða i Vaglaskógur og Goðafoss prýða Nýtt og glæsilegt - hótel. Þaðan erg skipulagðar ferðir og steinsnar iil Ásbyrgis, Hljóðakletta, Detti- foss, Mývatnssveitar, ÞÓRSHÖFN ^neís8'88 °9 NESKAUPSTAÐUR Áætiunarferðir bif- reíða tll nærlíggjandl fjarða. Fljótsdals- hérað, Lögurinn og Hallormsstaðaskógur Innan seilingar. VESTMANNAEYJAR Ferðir I þjóðgarðinn að Skaftafelli, Öræia- sveít og sjáið jafn- framt Breiðamerkur- sand og Jökulsárlón. Aætlunarflug Flugfélagsins tryggir fljóta, þægilega og sama hvar ferðin hefst. Sé isafirði sleppt kostar hringur- ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðríð inn kr. 6.080. Ailir venjulegir afslættir eru veittir af þessu eF bezt. fargjaldi, fyrir hjón, fjölskyldur, hópa o. s. frv. I sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í viku milli Reykja- Kynnið yður hinar tiðu ferðir, sem skipulagðar eru frá víkur og 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að flestum lendingarstöðum Flugfélagsins til nærliggjandi tengja einstaka landshluta betur saman höfum við tekið byggða og eftirsóttustu ferðamannastaða. uþp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landið með áætl- Stærri áætlun en nokkru sinni — allt.með Fokker unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 skrúfuþotum. getið þér terðast hringinn Reykjavík — isafjörður — Akur- Frekari upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof- eyri — Egilsstaðir — Homafjörður — Reykjavík. Það er urnar og skrifstofur flugfélaganna. Miðvikudagur 17. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.