Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 4
DJOFLASÆRINGAMENN Stormurinn næðir um þök Mount Hainier, út- borg bandarísku höf uðborgarinnar. Eldingar blika á nætur- himninum. Klukkan er tíu að kveldi. Barnaherbergi í fyrstu hæð einbýlishúss er uppljómað af veikri skímu kerta- Ijóss.Reykelsisilmur mengar loftið. 14 ára unglingur situr á rúmi sínu — við skulum kalla hann John Miller. Andlit hans er afskræmt og hann rekur sífellt svarbláa tunguna út úr munninum. Hvisshljóð slöngu heyrist. Prestur krýpur við rúmið og biðst fyrir. Fjórir kórbræður halda höndum og fótum ung- lingsins, svo að hann get- ur ekki bært á sér. Þrumugnýrinn. Regndropar, sem dynja á rúðunni. Tilbreytingalaus rödd prestsins: „Al- máttugur guð, f aðir vor... viltu reka frá þessari mannveru, sem er sköpuð i þinni mynd...." Hvæsið hækkar. „ ... þann djöful, sem veldur henni kvölum og þjáningum." Hvæsið verður að stunu og stunan að öskri. Slefa rennur niður kinnar barnsins. „Guð og herra sköpunarinnar, " segir Jesúítinn í miðaldra- særingu, „þú hefur þann mátt að reka Satan á brott eins og eldinguna af himninum.. varpa þeim á brott, sem hef ur sest að í þínum víngarði." Veinin þögnuðu og á bringu unglingsins birtust rauðar rákir sem gerðar af andahöndum, rákirnar urðu að stöfum og stafirnir að orðum. Blóð flæddi um rákirnar. Orðið var: Víti. Presturinn gerði krossmark. Unglingurinn veinaði hátt. Þá upphóf presturinn djöflaút- rekstur samkvæmt „Rituale Romanum" frá árinu 1614. „Lát þína voldugu hendi reka út þennan grimma djöful... reka á brott þennan ofsækjanda hins saklausa... Kristur skipar þér að hverfa, Satan!" Korr. Úr vitum Johns Miller streymir grænleitt slím. Brennisteinsfýlu leggur um herbergið. „Hverf á brott í skelfingu, Satan, sem spillir sakleysingjum! Faðir dauðans! Svikari þjóðanna! Ræningi lífs- ins! Fursti morðingj- anna! Vík á brott, skrímsli — sjálfur guð skipar þér það!" Ofsafengnar bölbænir, skammaryrði, hroðaleg skammarorð streyma af vörum unglingsins, sem talar með óeðlilega djúpri bassarödd. „Satan!" hrópar presturinn. „ Ég skipa þér og öðrum illum öndum að yfirgefa þennan líkama — strax! Strax, strax!" John Miller lyftist upp. Kórbræðurnir f jórir eiga erfitt með að halda hon- um niðri í rúminu. örfá- um sekúndum síðar fellur John máttvana niður í rúmið. Orðin á bringu hans eru horfin. Það blæðir úr engu sári og að- eins blóðblettirnir á nátt- fötum hans og í rúm- fötunum sýna, hvað komið hef ur fyrir. Það er ró i svip unga mannsins. „Hann er útrekinn..." John heyrir hvíslið. Bros leikur um varir hans. Hann lokar augun- um, andar rólega, sef ur... Þegar John Miller vaknar næsta morgun er hann eins og hver annar unglingur. Hann man ekkert eftir því óskýran- lega, sem gerst hefur í lífi hans undanfarnar vikur — um það, þegar hann var „haldinn illum anda". 18. apríl 1949: Jesúítapresturinn William Bodern hefur með leyf i erkibiskupsins í Saint Louis rekið út illan anda af drengnum John Miller eftir ævafornum kenningum „Rituale Romanum" frá árinu 1614, sem Páll páfi f immti samdi og er í f ullu gildi enn innan kaþólsku kirkjunnar. Jesúítapresturinn Eugene B. Gallagher, dósent við guðfræðideild háskólans í Georgetown, Washington, D.C., hefur bókað og skrásett allt um John Miller — pilt, sem haldinn var illum anda á tuttugustu öldinni. Djöfullinn gekk laus í Bandaríkjunum og braust bókstaflega út úr víti og það er mikilvægt að þekkja hann í upphafi. 15. janúar 1949 eru John Miller, móðir hans og amma ein heima. Klukk- an er sjö að kvöldi og þau heyra öll þrjú klórhljóð. Það heldur áfram til miðnættis. „Rottur," segir móðirin. „Öhugsandi," segir amman. Næsta dag kemur meindýraeyðirinn, en hann finnur engar rottur, engar mýs, ekkert. Næsta kvöld endur- tekur sagan sig. í þetta skipti heyrist f ótatak eins og hjá heilli hersveit. Konurnar verða báðar hræddar. Þær fara inn í barnaherbergið, sem John sefur í. Þar inni er klórið og það fer hrol'ur um þær, þegar þær koma inn í herbergið. Samt er skrúfað frá hitanum og allir gluggar lokaðir. Kynlegt... Næsta dag gerast undarlegir atburðir. Illur andi rekinn út á Norður-ltaliu. Don Alessi barðist við djöfulinn með vigðu vatn og náðar- meðölum, en djöfullinn hafði tekið sér bólfestu i lik- ama unglingsins Leonardo. Siðan særði hann hann samkvæmt orðum i „Rituale Romanum”. Þannig læknaði hann Leonardo af illum anda. Illur andi hverfur oftast út um munn fórnarlambsins. Þegar hann yfirgaf Leonardo veinaði maðurinn af kvölum. Fjölskyldan fer í heim- sókn til ættingja í ná- grannaborg. Á leiðinni lyftist teppi í baksætinu eins og af andahöndum. Þegar þau koma á áf angastað ætlar faðirinn aðtaka kveikjulykilinn úr bílnum, en kemst að því, að hann er undir sætinu. Samt var bíllinn í gangi... Átta dögum síðar kem- ur móðirinað rúmi sofandi barnsins og sér f urðusýn. Fótagaflinn lyftist hægt... 10,20, 30 senti- metra.... í bága við þyngdarlögmálið svífur rúmið um herbergið. Þegar móðirin snertir það sígur það hægt niður á gólfið. Viku seinna myndast úbrot á húð barnsins, á kviði,bringu, baki og enni. Þessi útbrot verða að stöfum, sem mynda orð. Einu sinni sést greinilegt djöfulsmerki á mjöðm- inni, en á meðan engist John af kvölum stynj- andi í rúmi sínu.... Kápa flýgur úr fata- skápnum...... biblía á náttborði unglingsins er tætt sundur af ósýnileg- um höndum... mjólkur- flaska dettur að ástæðu- lausu af borðinu.... Foreldrarnir leita ráða hjá heimilislækninum. Hann skoðar John og finnur engin merki um veikindi. Það er leitað til geðlæknis. Hann lætur taka heilalínurit, en heilastarfsemi unglings- ins reynist eðlileg. For- eldrarnir leita til anda- trúarmanna, en fá heldur enga skýringu þar. 9. mars, 1949: Foreldr- arnir fara eftir ráðlegg- ingu kunningja síns og þó að þeir séu mótmælenda- trúar leita þeir til jesúíta- prestsins William Bowd- ern, dósetns við háskól- ann í Saint Louis. Presturinn talaði við unglinginn í viðurvist nokkra nemenda sinna og þá kemur það furðulega fyrir, að John fer að tala tungum og hann talar mál, sem hann kann ekk- ert í: grísku, herbresku og latínu. Hann svarar spurningum, sem faðir- inn leggur fyrir hann á þessum málum. Þegar presturinn kem- ur með vígða vatnið hefst rúmið aftur á loft og John byrjar að bölsótast. Fjórir kórbræður beita öllum kröftum sínum til að halda honum kyrrum f rúminu. Loks tekst hon- um að slíta sig lausan og með of urmannlegum kröftum brýtur hann nef- ið á einum stúdentinum.. Presturinn er í engum vafa lengur. John er haldinn af illum anda eins og því er lýst í hinu forna „Rituale Roman- um" frá 17. öld. Bowdern prestur talar við biskupinn og hann veitir honum heimild til að reka andann út af 0 Sunnudagur. 20. október. 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.