Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 5
DJÖFLASÆRINGAMENN Með biskupsleyfi stríddi séra Rodewyk við sjö djöfla í líkama Mögdu hjúkrunarkonu. Læknar töldu konuna móðursjúka. drengnum — leyfi til að reka út djöfulinn. Þessi miðaldaraðferð hrífur. Illi andinn víkur úr lífi drengsins eftir nokkrar vikur og hverf ur að eilífu. í dag býr John Miller í nágrenni við Washington. Hann er kvæntur maður, á þrjú hraust börn, er orðinn 39 ára og man ekk- ert um erfiðasta skeið ævi sinnar — um þá tíð, þegar hann var haldinn illum anda.... John Miller hefur ekki hugmynd um það, að með þeim illa anda, sem hann var haldinn hófst mikil vakning djöf ladýrkunar um Bandaríkin og Evrópu. Djöfull miðald- anna reis upp á ný— í nú- tíma búningi. Hann fékk hjálp frá metsölubókum og hryllingsmyndum. Og þannig varð það, sem Jesúítapresturinn Eugene B. Gallagher kynntist sögunni um John Miller og þann illa anda, sem var rekinn frá hon- um. Gallagher er dósent við guðfræðideild háskól- ans í Georgetown og hann hélt fyrirlestur um sær- ingar gegn illum anda og tók þar fyrir dæmið um John Millertil að sýna, að menn geta verið haldnir djöflinum á tuttugustu öldinni. Meðal áheyrenda var stúdent, sem heitir Willi- am Blatty. Hann fylgdist með af athygli og gerði umf angsmiklar rann- sóknir á þessu sviði síðar. Leið Williams Blattys lá til Kaliforníu. Hann settist að í Beverly Hills sem er útborg Los Angeles, en þar búa kvik- myndaleikarar og auð- kýfingar. Hann skrifaði kvikmyndahandrit og bækur. Dag nokkurn — tuttugu árum eftir, að djöfullinn var útrekinn frá John Miller — skrif- aði hann sögu, sem varð metsölubók „Djöflasær- ingarmaðurinn". Rúmlega níu milljónir eintaka seldust á næstu tveim árum og bókin hef- ur verið þýdd á 18 tungu- mál. William Blatty breytti sögunni um John Miller óverulega. Úr f jórtán ára freng gerði hann tólf ára itúlku, sem hann kallaði Regan MacNeil og móð- jrina gerði hann að aekktri kvikmynda- jtjcrnu. Vettvangurinn er linn sami: einbýlishús í lA/ashington nálægt náskólanum í George- lown. Atburðarásin er sam- Kvæmt bestu Hollywood- uppskrift: Látnir menn lifa. „Illi andinn", sem Regan MacNeil er haldin af hrindir leikstjóra niður stigann og myrðir hann. Prestur fær hjartaslag meðan hann er að særa andann á brott. Jesúíta- prestur býður djöflinum að taka sér aðsetur í líkama hans með því skilyrði, að hann yfirgefi stúlkuna. Djöfullinn gengur að skilmálanum. Presturinn hendir sér út um glugga. • Sem betur fer er prestur við hendina og hinn deyjandi maður fær aflausn og síðustu náðarmeðölin: Satan fær af lausn. Stúlkan er laus við illan anda — allt er gott þá endirinn er góður. Það var gerð kvikmynd eftir bókinni og sú mynd virðist ætla að verða vinsæl. Fyrstu sex vik- urnar, sem hún var sýnd, komu 1350 milljónir í kassann. Menn standa f biðröðum fyrir utan kvik- myndahúsin í Bandaríkj- unum tii að fá að sjá þessa mynd. Á svo til hverri sýningu gerist það sama: Áhorfendur kasta upp eða falla í yfirlið. Karlmennirnir þola ekki að sjá tólf ára stúlkubarn fullnægja sjálfri sér með krossi fyrir framan móður sfna — og að lokum snýr djöfullinn líka stúlkunni í heilan hring, svo að andlitið veit að bakinu... „Enginn getur séð þessa mynd án þess að bíða varanlegt tjón á sálu sinni," segir hinn þekkti geðlæknir dr. Lous Schlan við River Edge sjúkrahúsið í Forest Hill. „Myndin er hættuleg öllum þeim, sem hafa litla sjálfsstjórn," segir félagi hans dr. Wladimir Piskacek. Og taugalæknirinn dr. Robert Vito segir: „Ég trúi því ekki sjálfur, að menn geti verið haldnir illum anda, en ég get þó ekki þrætt algjörlega fyrir það." Það hljómar ankannan- lega, en er þó staðreynd, að djöfull miðaldanna sækir fram, meðan menn sigra heiminn, stíga fæti á tunglið og senda eld- flaugar til Mars og Júpiters. Djöfullinn, sem var notaður til að hræða börn og haf ður að háði og spotti í gamanblöðum lætur nú skína í ásjónu sína. Og menn óttast hann. Mótmælendapresturinn Willem Cornelis van Dam, sem fæddist 1926 og var í sjö ár sálusorgari hoilenska flughersins segir í bók sinni „Djöf lar og hinir djöfulóðu", sem gefin var út 1970: „Það eru mikil mistök Vestur- Evrópumanna að afneita djöflinum og árum hans." „Því þannig sigrar djöfullinn evrópskar sálir," segir van Dam. „Ef engir djöflar eru til getur enginn verið djöf ul- óður." Núfima sálfræðingar og geðlæknar reyna að reka út illa anda með raf- magnshöggum og gúmmíklefum, en það tókst mönnum 1614 með særingum. Van Dam ef ast ekki eitt andartak um að skrattinn sé til. Líka nú. Og bók metsöluhöf undarins Williams Blatty sýnir okkur aðeins eina mynd hans. Það eru mörg dæmi um, að menn hafi verið haldnir illum anda og þýski jesúítapresturinn Adolf Rodewyk, sem fæddist 1894 i Köln, hefur gefið út bók (1966) um „Djöfulóða menn nú á tímum". I þessari bók lýsir Rodewyk baráttu sinni við sjö djöfla eða ára, sem höfðu unga hjúkrunarkonu á valdi sinu. 1941 er þrítug kona ráðin sem hjúkrunarkona á sjúkrahús. Hún er brún- eygð, brúnhærð, í meðal- lagi hávaxin og skapgóð. Hún á lítinn son og eigin- maðurinn er hermaður. Bæði læknar og sjúklingar kunna mjög vel við hana. Um þetta leyti er séra Rodewyk sjúkra- húsprestur. Hann kynnist konunni, sem við munum nefna „Mögdu" og kann mjög vel við hana. Svo breytist hún. „Hún, sem áður hafði verið svo blíð og elskuleg er nú orðin frek og dreissug og talar með fyrirlitningu um trúarbrögð." Fyrst heldur hann, að þetta sé leikaraskapur. Svo taugaveiklun. Síðan sálræn truflun. Og að lokum „konan er haldin illum anda." Hann fer með djöfla- særinguna í tilraunaskyni og Magda bregst ofsalega við. Hún veinar, þegar hann dreypir á hana vígðu vatni og hún talar latínu við prestinn í tíu mínútur. „Ég talaði frönsku við hana næstu tíu mín- úturnar til að vera viss í minni sök og áhrifin voru hin sömu." Magda gat talað bæði hebresku og grísku. Séra Rodewyk gerði skyldu sína. Hann ræddi við erkibiskupinn, Franz Rudolf Bornewasser. Biskupinn skipaði séra Rodewyk að reka hinn illa anda út. Þetta var gert skriflega 10. desember 1941. Samkvæmt fyrir- mælum í „Rituale Romanum' byrjaði presturinn að berjast við djöfulinn í líkama Mögdu og af munni hennar komu orð skrattans. Fyrst kom ári, sem kallaði sig Kain. Hann hélt eftirfarandi fram: „Konan er haldin djöfl- inum vegna þess að móðuramma hennar seldi hana skrattanum, þegar hún var lítil." Milli prests og djöfuls áttu eftirfarandi sam- ræður sér stað: Presturinn: „Hvenær hverfur þú úr líkama hennar?" Djöfullinn: „Aldrei.. aldrei... aldrei!" Presturinn: „Þú verður. Ég hef vald til að reka þig út." Djöfullinn: „Þú getur aldrei rekið mig út." Presturinn: „Ekki sem maður en í nafni Jesú Krists og hinnar heilögu kirkju." Djöfullinn (ergilegur): „Það veit ég vel! Vesölu svín. Hver hef ur heimilað ykkur það? En, ég hverf ekki!" Presturinn: „Þú veist fullvel, að þú verður að fara. Hvenær ferðu?" Djöfullinn: „Það kem- ur þér ekkert við". Presturinn (ákafur): „Þú verður að segja mér, hvenær þú hverfur!" (dreypir á hana vigðu vatni). Djöfullinn (grátandi): „Burt með þitt vígða vatn. Ég segi þér það ekki". Presturinn: „Hve- nær?" Hann leggur náð- armeðölin á líkama Mögdu. Djöfullinn: „Kemurðu nú líka með þetta...! Bannsettur sértu, ég skal þá fara". Presturinn: „Ég vil vita hvenær!" Djöfullinn: Eftir fjór- tán daga". Presturinn: Nákvæm- lega!" Djöfullinn: „Meira segi ég ekki". Og fleiri orðum var ekki eytt að þessu, því að árinn Kain hætti að tala. Nokkrum dögum síðar lét hann aftur heyra til sín. Þá sagðist hann ekki vera eini árinn, sem hefði hlaupið í Mögdu hjúkrunarkonu. Þrír aðr- ir árar höf ðu tekið sér bú- setu í líkama hennar. Júdas, Heródes og Barra- bas, en Júdas var erkiár- inn. Hann tilkynnti, að hann myndi yfirgefa lík- Sunnudagur. 20. október. 1974 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.