Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 2
Lausar stöður Stöður fjögurra fulltrúa við embætti rikis- skattstjóra, ranrisóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 1. janú- ar nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsókn- ardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 20. desember nk. Reykjavik, 18. nóvember 1975. Skattrannsóknarstjóri. Söluskattur í Kópavogi Söluskattur 3. ársfjórðungs 1975 er fallinn i gjalddaga. Lögtak er úrskurðað vegna vangreidds söluskatts og fer það fram eft- ir 8 daga frábirtingu úrskurðar þessa. Jafnframt verður atvinnurekstur þeirra, sem skulda söluskatt þennan eða eldri stöðvaður án frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn i Kópavogi. 13. leikvika — leikir 15. nóv. 1975 1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 374.500.- nr. 9819 (Reykjavik) 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 6.100.- 53 2465 9623 35411 36268+ 36675+ 37407 + 282 2516 9989 35817 + 36522 + 36679+ 33786F 100« 4276 9819 35826 + 36571 36770+ 1707 + 9319 11039 35826+ 36589 36893 + NAFNLAUS F : 10 vikna seöill Kærufrestur er til 8. des. kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 13. leikviku verða póstlagðir eftir 9. desember. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Gctrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — R EYKJAVÍK y , ^ Alþýðublaðið . Blaðburðarfólk v ^ óskast til að bera blaðið út i eftirtaldar götur Reykjavík: Reynimelur Laugarásvegur Grenimelur Norðurbrún Hagamelur Austurbrún Melhagi Iirafnista Múlahverfi Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samrið og vináttu við andlát og útför BJARNA G. FRIÐRIKSSONAR, frá SUÐUREYRI, Súgandafirði. Sérstakar þakkir færum við öllum Súgfirðingum fyrir þeirra hlýhug. Sigurborg S. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Athyglisverð ummæli Björns Það hefur oft verið viðkvæði i- haldsstjórnarinnar og ihaldsblað- anna, þegar rætt hefur verið um efnahagsvanda Islendinga, að hann væri að verulegu leyti verkalýðs- hreyfingunni að kenna vegna óbil- girni hennar og kröfuhörku. Auðvit- að vita jafnvel ihaldsmennirnir sjálfir, að þetta er ekki rétt. Verka- lýðshreyfingin hefur hvorki verið ó- bilgjörn né kröfuhörð. Hún hefur þvert á móti verið mjög hófsöm i kröfugerðum og margsinnis boðið rikisstjórninni samvinnu, þótt þvi boði hafi ávallt verið hafnað af stjórnvöldum. Sú fullyrðing, að launþegar hafi sýnt mikla þolinmæði i efnahags- erfiðleikunum að undanförnu er studd óhrekjandi rökum. í viðtali við Alþýðublaðið i gær greindi Björn Jónsson, forseti ASl, frá þvi hver kjararýrnunin hafi orðið. Björn tók m.a. dæmi af 6. taxta Dagsbrúnar. Hann benti á, að væri kaupmáttur launa skv. þessum taxta metinn 100 hinn 1. des. 1973, þá hefði hann verið kominn i 110 hinn 1. marz 1974 en 1. nóvember s.l. verið kominn niður i aðeins 85. Þessar tölur sýna, hve gifurleg kaupmáttarrýrnun hefur orðið á kaupi laglaunafólks i land- inu. Að halda þvi fram, augliti til auglitis við þessar staðreyndir, að óbilgirni og kröfuharka launafólks eigi sökina á þvi, hvernig komið er i islenzkum efnahagsmálum, eru falsanir af grófasta tagi. Og hvað er hæft i ásökunum i- haldsmanna um, að verkalýðs- hreyfingin sýni ekki ábyrgð og skilning á þeim vandamálum, sem við er að etja? Hvað er hæft i þeim fullyrðingum, að þrýstihópur launa- fólks, eins og ihaldsöflin kalla verkalýðshreyfinguna, vilji reisa ó- sanngjarnar launakröfur, þar sem ekkert tillit sé tekið til ástandsins i efnahagsmálum þjóðarinnar? Al- þýðublaðið vitnar aftur til orða for- seta Alþýðusambands íslands, er hann viðhafði i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær. Björn Jónsson sagði: ,,Það er mitt álit og þorra mið- stjórnarmanna, að mál séu vaxin þannig núna, þegar verðbólgan er um eða yfir 50% á ársgrundvelli, að útilokað sé með öllu að efna til kapp- hlaups við verðbólguskriðuna. Hversu sterk, sem verkalýðshreyf- ingin væri, hefði hún aldrei við þeirri ófreskju, sem verðbólga und- angenginna mánaða er.” Um stefnuna i kjaramálunum sagði Björn Jónsson við sama tæki- færi: „Vandi launafólks verður ekki að minu viti leystur með kauphækkun- um einum saman, sem sjálfsagt yrðu horfnar um sama leyti og stað- ið væri upp frá samningaborðinu, heldur miklu fremur með þvi, að gangráður verðbólgunnar yrði stöðvaður. Það er mitt álit, að kjaramálin séu nú óleysanleg með hefðbundnum aðferðum. Nú verður að beita aðferðum stjórnmálalegs eðlis, ef árangur á að nást.” Þessi orð Björns Jónssonar bera þess vitni, að verkalýðshreyfingin hefur fullan skilning á eðli vandans. Hún vill að sjálfsögðu tryggja hag umbjóðenda sinna, eins og henni ber skylda til þess að gera, en hún vill ekki gera það með tilgangslausri kröfupólitik, heldur með þeim hætti, að verðbólgan verði stöðvuð svo tryggja megi kaupmátt þeirra launa, sem um semst. Þannig tala ekki ábyrgðarlausir menn. Leiðir til þess að tryggja þetta eru til. 1 hinni athyglisverðu stjórn- málaályktun 36. þings Alþýðu- flokksins er bent á nokkrar þeirra — leið til heildarlausnar, sem fullnægt getur þeim markmiðum, sem Björn Jónsson ræðir um. BL0ÐIN SEGJA hafa komið til sögu, ýmiss konar fjármálastofnanir hafa fengið mikil völd, og þannig mætti lengi telja. Hin raunverulega vald- skipting hefur orðið miklu meiri en áður. Að sumu leyti er hér um aukið lýðræði að ræöa, en að öðru leyti ekki. Af þessu hefur leitt, að vald Alþingis hefur raunverulega minnkað. Þingmenn geta ekki lengur stjórnazt af þvi einu, hvað réttast er að gera, heldur verða þeir einnig að hafa hliðsjón af þvi, hvað mögulegt er að gera. Hér gildir i vaxandi mæli hið forn- kveðna, konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Timinn Þingmenn og þrýstihópar Að vissu marki má segja, að aukin gagnrýni, sem nú beinist að islenzkum þingmönnum, sé af ekki ólikum rótum runnin. Ekki sizt er þó um það að ræða, að meira sé krafizt af þinginu en sanngjarnt er, þegar tekið er tillit til allra þjóðfélagslegra ástæðna. bótt þinginu séu veitt mikil völd samkvæmt stjórnarskránni, er það ekki lengur þannig i reynd. Siðan stjórnarskráin var sett, hafa orðið miklar breytingar i þjóðfélaginu. Oflug stéttasamtök Þér finnið viðskipta- og athafnalíf þjóðarinnar í Alþýðublaðinu Ritstjórnar- |alÞýðuj Augfýsinga- síminn 81866 |fjffilTll síminn 14906 Alþýðublaðiö Miðvikudagur 19. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.