Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 8
HORNIV - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Síðumúla 11, Reykjavík Erfitt að komast á ball og hættuástand við útidyrnar Hringt var til Hornsins i gær- morgun. Lesandi blaðsins (kona) óskaði eftir þvi að sagt væri frá hættulegum inngangi veitinga- hússins Óðal við Austurvöll. Hún sagði að um helgar væri oft mikil stappa af fólki i þessum litlu tröppum upp að innganginum þegar fólk væri að reyna að komi- ast inn, en dyraverðir hefðu það gjarnan fyrir sið að láta fólk biða langtimum saman úti fyrir, og velja svo inn eftir þvi sem þeir þekktu fólkið. Þarna væri þvi oft á tiðum mikill ruðningur að dyr- unum þvi allir vildu komast i kallfæri við dyravörð þá sjaldan einhver reyndi að troðast út úr húsinu. Hættan er, að hennar sögn, helzt fólgin i þvi, að dyrnar opn- ast út, og þá hefur það stundum hent að dyraverðir ryðja upp úti- dyrunum til að geta opnað þær móti stöðugum þrýstingi þeirra sem úti biða — fólk dettur aftur fyrir sig niður tröppurnar. Oft hefur legið við slysum af þessum sökum og margir hafa skemmt ballfötin sin i fallinu. Sé þetta rétt er það að sjálf- sögðu i verkahring öryggiseftir- litsins og eldvarnareftirlitsins að sjá til þess að gerðar séu þær breytingar á inngangi veitinga- hússins að þessi hætta sé ekki fyrir hendi, og ennfremur að gestum hússins sé tryggður ör- uggur útgangur ef eitthvað hendir innandyra. Eldvarnareftirlitið hefur geng- ið skörulega fram i þvi undanfar- in ár að krefjst breytinga i þessa átt á skemmtistöðum, ekki hvað sizt eftir að Glaumbær brann forðum daga. Þá má i leiðinni benda á að slys með þessum hætti hafa iðulega hent við Þórskaffi, og væri rétt að benda viðkomandi eftirliti á þessa tvo staði. 1 framhaldi af þessari ábend- ingu lesandans er það ihugunar- efni hvort ekki mætti á laugar- dagskvöldum, þegar flestir vilja fara út að skemmta sér og allir skemmtistaðir troðfyllast, létta álaginu af þeim stöðum sem fyrir eru og hafa til dæmis almennan dansleik i iþróttahöllinni þessi kvöld. Það gæti verið góður aukaskild- ingur til iþróttahreyfingarinnar sem alltaf er i fjárþröng og gæti kannske að einhverju leyti verið unnið i sjálfboðastarfi. Ennfrem- ur myndi það henta vel þvi fólki á aldrinum 18 ára og eldri, sem erf- iðast á með að komast inn á al- menna veitingastaði á laugar- dagskvöldum. Þetta hafa stúdentar og menntaskólanemar gert um hver áramót og lukkazt sæmilega. Lögreglan má opna augun! Hvernig væri að taka lögregl- una i Reykjavik á námskeið i þvi að hafa augun opin fyrir þvi sem er að gerast i umferðinni? spyr ökuþór sem hringdi i Horn- ið. ,,Ég hef oft vcitt þvi athy gli að þegar einhvers staðar hefur myndast umferðarhnútur og lögreglan á þar leið um, þá er engu likara en hún hugsi heizt um það að komast sjálf ieiðar sinnar,” heldur hann áfram. Þetta er einkum áberandi á Laugaveginum um háannatim- ann. Þá er það iika athyglisvert, að þegar lögreglubilar koma á slysstað eða eru að stöðva bil fyrir eitt eða annað umferðar- lagabrot, þá brjóta þeir sjálfir iögin með þvi að skilja bila sina eftir á akreinum eða á ská og skjön fyrir framan eða aftan bil fórnarlambsins. Eftir höfðinu dansa limirnir, og meðan lögreglan virðist ekki hafa frumkvæði i sér á götum úti til að leysa umferðarvanda- mál á eigin spýtur, hvernig get- ur hún ætiazttil þess að almenn- ingur fari að lögum. Það cr ekki nóg að óskar óla- son komi út af sinni skrifstofu og stjórni umferðinni af röggsemi þegar mikið liggur við.Hans for- dæmi er gott og það þyrftu fleiri yfirmenn lögreglunnar að vera á ferðinni og sjálfir að taka til höndum eins og Óskar, þvi það veitir lögregluinönnum aðhald og glæðir kannski hjá þeim á- hugann á að vera drifandi og röggsamir. Með kveðju, ökuþór.” Ómaklega vegið að Guðmundi Óhress skrifar: Vart get ég annað sagt en að illilega finnst mér að Sighvatur Björgvinsson og ymsir Morgun- blaðsmenn hafa hlaupið á sig með þvi að kasta skit að Guðmundi Kjærnested, fyrrverandi for- manni Farmanna- og fiski- mannasambands íslands fyrir ummæli hans á þinginu. Guðmundur talaði þarna sem forseti stéttarsamtaka sjómanna og þeir gerðu orð hans að sinum. Þótt svo hefði ekki verið, þá er ekkert i islenzkum lögum, sem bannar starfsmönnum gæzlunnar að hafa sinar skoðanir á hlutum frekar en öðrum opinberum starfsmönnum, svo framarlega sem þeir ekki brjóta lög um sinar starfsskyldur, og það hefur eng- inn haldið þvi fram að það hafi Guðmundur Kjærnested fyrrver- andi forseti gert. Vona ég svo að ritstjóri Alþýðu- blaðsins sem telur sig fulltrúa vestfirzkra sjómanna og annarra Vestfirðinga, sjái sóma sinn i þvi að birta þessa athugasemd i blaði sinu. Forðist frekju í umferðinni - það sparar margt tjónið FRAMHALDSSAGAN m--------- Bridge öryggiö fyrir öllu! Alltaf er bezt að búast við hinu versta er boðorð, sem margir spilarar spila eftir. Hérna er spil, sem sýnir, að þetta getur verið full nauðsyn, jafnvel þó menn séu ekki svartsýnismenn! ♦ AG9 A 10 4 ♦ A D G 9 + 964 + K D 10 7 6 4 VK 9 ♦ 10 5 + K 7 2 Norður, sem var gjafarinn, sagði 1 grand og Suður sagði 4 spaða, sem var lokasögnin. Vestur spilaði út spaðaþristi, sem tekinn var á ás i blindum, og nú tók sagnhafi sér tima til að athuga sinn gang. Ef Vestur ætti tigulkóng og ekki að tala um, ef Austur ætti laufaásinn, væri yfirslagur á borðinu, en væri þetta nú öfugt, vandaðist málið. Það sakaði þó ekki að reyna að krækja i yfirslag þrátt fyrir það að laufaásinn lægi i Vestri og tigulkóngur i Austri. Sagnhafi spilaði nú út hjarta- fjarka úr blindi, smátt frá Austri, og sagnhafi sv.inaði hjartaniu. Vestur fékk á gosann og sló út gigli. Sagnhafi tók á ás og spilaði sér inn á hjartakóng, smátromp út, sem tekið var á niuna og siðan hjartaás, sem hann kastaði tigultiu i. Næsta útspil var tiguldrottning og kæmi kóngurinn ekki frá Austri ætlaði hann að fleygja laufi i. En Austur stakk upp kóngnum, svo sagnhafi tromp- aði hátt, spilaði smáspaða á gosann i borði og lét svo smá- lauf i báða fritigla blinds. Þann- ig unnust 5 spaðar. Eins og sést, er laufalegan veiki hlekkurinn i spilinu. Það hefðum við fengið að sjá, ef sagnhafi hefði reynt að svina tiguldrottningu i útspili Vesturs. UH UU SKAHIGfllPIR KGRNELÍUS JONSSON SKÚLAVOROUSTIG 8 BANKASTRÆ Tl 6 *»"»1H*>H8-186C.O —Hræðið mig ekki, hvislaði hún. — Ég held, að það sé óhugsandi. Hún hlýtur að vita, að það er skaðlegt fyrir barnið. —Þetta er aðeins grunur. Hve lengi hafið þið Sigrid verið vinkonur? —í tvö ár, viðurkenndi hún hikandi. — Viðerum eiginlega ekki bara vinkonur, við erum skyldar, þó að við hefðum ekki vitað það fyrr. Þér vitið vist, að Sigrid erfði frænku sina? —Ég hef heyrt það, sagði hann og leit spyrjandi á hana. —Þessi frænka átti frænku...ömmu mina. Dálitið flókið, þvi að eiginlega erum við ekkert skyldar, en við hittumst, þegar erfðaskráin var lesin, þvi að ég erfði lika smávegis. —Það virðist heldur litið eftir af arfinum þeim, hrökk út úr honum. Hann iðraðist strax orða sinna, en það var um seinan. Hún hrukkaði ennið. —Það er leitt að þurfa að segja þð, en Oluf hefur ekkert vit á peningum. Samt er ekki hægt að ásaka hann fyrir neitt, þvi að hann hefur komið öllu á réttan kjöl aftur. En Sigrid varð hrædd. Þér hafið ekki talað við Sigrid eftir að þér skoruðuð á hana að sækja um skilnað. Þetta er allt svo flókið, dr. Jordan. Ég veit ekki fremur en þér, hvað heldur Sigrid hjá Oluf. Þaö hefði verið mun betra fyrir hana að skilja. En nú bendir allt til þess, að barnið tengi þau saman. Jan braut heilann um það, hvað mikið hann gæti leyft sér að segja. Hvernig samband var milli Olufs og Ilonu Reiff? Jan þekkti Oluf of vel til að vita ekki, hvernig fagrar konur verkuðu á hann. —Oluf vill skilnað, sagði hann. Hún starði undrandi á hann. —Hvernig vitið þér það? spurði hún spennt. —Hann sagði mér það sjálfur. Ég verð að viðurkenna, að þá kom mér á óvart. Helvitis fiflið, hugsaði hún og átti við Oluf Brock. Hvers vegna heldur hann ekki kjafti? Hann eyðileggur allt. Það er ekki hægt að lita af honum. —Ég er hrædd um að hvorugt þeirra viti, hvað þau vilja, sagði hún. — En heilsa Sigrids er mikilvægust. Hún treysti okkur báðum, dr. Jordan og við ættum þvi að starfa sam- an. Þér elskuðuð Sigrid. Afsakið, að ég blanda mér i einkamál yðar, en mér finnst, að við ættum að tala opin- skátt. Hvaða máli skiptir Sigrid yður nú? Hann hafði aldrei litið af henni. Hann áttaði sig ekki á henni. Hún hafði slikt vald á sér og virtist svo velviljuuð, að hann fór að efast um að fyrsta skoðun sin á henni hefði verið rétt. —Ég kenni i brjósti um Sigrid, ekkert annað. Hún er ekkert lik stúlkunni, sem ég elskaði einu sinni. Það er ekkert eftir af þvi, sem einu sinni var. En sem læknir vil ég auðvitað lækna hana. Það varð löng þögn meðan hún reyndi að jafna sig. Oluf hafði skjátlazt rækilega. Þau gátu ekki reiknað með dr. Jordan. —Verður unnt að bjarga barninu? spurði hún rám. Hann yppti öxlum. — Við gerum það,sem viðgetum. —En ef hún eignast nú aftur aumingja? Þessi harðneskjulegu orð sönnuðu honum, að álitið, sem hann hafði fengið á þessari konu við fyrstu kynni, voru rétt. Hún gerði sér upp allar tilfinningarnar i garð Sigrids. — Geðflækja á meðgöngutimanum getur haft áhrif á barnið,sagðihann, — En það er ekkert að gera nema biða og sjá til. Sem stendur skiptir meira máli að vita, hvort Sigrid hefur tekið eiturlyf. Og þá er það spurningin um það, hver hefur útvegað henni þau. Það fór um Ilonu. Ef litla askjan fyndist nú hjá Sigrid og innihaldið yrði efnagreint? Hvað ef Sigrid kjaftaði frá? — Þetta er voðalegt, stundi hún loks upp. — Ég vona, að yður skjátlist. Hvað ætlið þér að gera, Jan? Hún leitbiðjandi á hann og augnaráðið lofaði svo miklu, að honum varð heitt og kalt til skiptist, en honum tókst að hugsa rökrétt. — Auðvitað geri ég allt sem i minu valdi stendur til að bjarga Sigrid, svaraði hann. — Það er skylda min. — Ég skal hjálpa yður, sagði hún titrandi röddu og i þetta skipti var hún ekki að leika. Hún var skelfingu lostin. Hún var i mikilli hættu, nema henni tækist að koma sökinni á Oluf. — Þetta hefur fengið mikið á mig, hvislaði hún. — Þér skiljið vonandi að ég verð að fá að vera ein núna. En eitt verð ég að segja yður. Ég vonaði af öllu hjarta, að hún hefði höndlað hamingjuna, þegar ég frétti, að þér ættuð að annast hana. Nú veit ég ekki lengur hverju, ég á að trúa. Hverju gat hann svarað? Aðvörunarröddin innra með honum lét æ meira til sin heyra. — Ég skal aka yður til hótelsins, sagði hann. — Við eig- um vist eftir að hittast seinna. Þetta var aðeins staðreynd, en ekki ósk um frekari kynni. Dr. Holl og kona hans gátu sjaldan farið út saman, en i kvöld tókst það. S) JS u 0) > <D CD (/) fO * co fO CQ £ D 71 +- '<D v- fO c LU uj AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN Alþýðublaðið Miðvikudagur T9. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.