Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar o Er samfylking komin á laggirnar? Síðastliðinn þriðjudag birtu Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn ítar- legar fréttir og frásagnir af flokksþingi Alþýðuflokksins og f lokksráðsf undi Alþýðubanda- lagsins, er fram fóru um síðustu helgi. Það væri að sjálfsögðu ekki fréttnæmtef ekki hefði vilj- að svo óvenjulega til, að þeir hlutar st jórnmá laályktana beggja flokkanna, sem f jalla um nærtækustu og mikilvægustu verkefnin á sviði kjaramála og stjórnmáia, eru furðu keimlíkir, fjalla að mestu um sömu verk- efni, eru í nær jafnmörgum liðum og raunar er einn þeirra (um lífeyrissjóðamálin) skráður nær sömu orðum á báðum stöð- um. Er þvi ekki að furða þótt að manni setji nokkra undrun í fyrstu, en síðan taki maður að hugleiða í fullri alvöru hvort ver- iðgeti, að báðir þessir kaf lar eigi sér sama upphaf, báðir séu af sömu rótum runnir. Hvert getur þá það upphafsskjal verið, hver eða hverjir eru hugsanlega höf- undar þess og hvar skyldi það hafa verið samið? Eins og óður segir voru framangreind- ar samkomur flokkanna tveggja haldnar um siðustu helgi. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir i viðtali viö Alþýðublaðið ofangreindan dag (sl. þriðjudag), að á kjaramálaráöstefnu ASl hinn 2. desember nk. muni „naer eingöngu verða fjallað um kjaramál. A þeirri ráö- stefnu verður væntanlega gengið frá meg- inkröfum verkalýöshreyfingarinnar og stefnan ákveðin i komandi samningavið- ræðum. Þessí mál eru að sjálfsögðu að komast á athugunarstig... A fundi mið- stjórnarinnar á fimmtudag lagði ég og framkvæmdastjóri ASt fram fyrstu hug- myndir um kjarna hugsanlegrar álykt- unar um kjaramálin.” Þessar upplýsing- ar eru vitaskuld afar fróðlegar og gætu gefið til kynna, aö einhver tengsl væru milli „fyrstu hugmynda” Björns Jónsson- ar og Snorra Jónssonar, framkvæmda- stjóra ASI/ annars vegar, og framan- greindra ályktana Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins um slðustu helgi hins vegar. Má i þvi sambandi leiða hugann aö tvennu öðru, sem sýnist rökstyðja þaö. Það er löngu kunnugt, að sunnudaginn 11. október sl. flutti Björn Jónsson ræöu á kjördæmisþingi Alþýðuflokksins i Reykjavik, sem Alþýðublaðið réttilega nefndi „stefnumótandi”. I henni gaf hann til kynna aö væri rikisstjórnin til viðræðu þar um myndi hann telja hyggilegast, að boginn i samningaviðræðum launþega- samtakanna á næstunni yröi ekki spennt- ur svo hátt, aö hann yrði þjóðarbúskapn- um ofviða — enda kæmu þá jafnframt til margs konar mikilvægar félagslegar, fjármálalegar og efnahagslegar ráöstaf- anir af hálfu rikisvaldsins. Nefndi Björn einar 10—12 ráðstafanir á þessum sviðum, er hann taldi nauðsynlegt að gera, ætti samkomulag að geta tekizt. Samkvæmt minnisseðlum mfnum frá þessu þingi verður ekki annað séð, en hann hafi i þeirri ræðu nefnt velflestar þær ráðstaf- anir, sem framangreind þing Alþýöu- flokksins og Alþýðubandalagsins setja á oddinn i ofangreindum ályktunum slnum um síðustu helgi. 1 framhaldi af þvi má hugleiða, hvort hugsanlegt sé, aö þær hafi einnig verið uppistaðan i þeim „fyrstu hugmyndum”, sem Björn og Snorri Jóns- son lögðu fram á miðstjórnarfundi ASl sl. fimmtudag. Ekki er óliklegt að svo hafi verið. 1 lokin má benda á eftirtektarverða frétt af flokksþingi Alþýöuflokksins, sem birtist i Alþýðublaðinu sl. miðvikudag. Þar segir frá ræðu Gylfa Þ. Gislasonar á þessa leið m.a.: „Hann benti á, að for- ystumenn launþega vildu vanda sérstak- lega til kröfugerða sinna og stefna að rót- um verðbólguvandans fremur en að hugsa fyrst og fremst um krónutöluhækk- un. Um þetta hefði stjórn ASt leitaö sam- starfs við stjórnarandstööuflokkana. Óformlegar viðræöur hafi fariö fram og viss samstaöa náöst um stefnumótun I kjarasamningum. ... Auk samnings- ákvæöa þyrftu einnig aö koma til stjórn- málaráöstafanir. 1 Ijósi þess bæri aö skoöa fyrirliggjandi drög aö stjórnmála- ályktun...” Þegar allt þetta hefur verið rakið, viröist sem megindrættir myndarinnar séu orðnir mjög skýrir og varla eða ekki fari milli mála hvernig málin hafa þróazt. Sterkar likur benda óneitanlega til þess, að höfundar „upphafsskjalsins” séu þeir Björn Jónsson og Snorri Jónsson, er hafi samið það i „samstarfi við stjórnarand- stöðuflokkana”, „óformlegar viöræður hafa farið fram og viss samstaða náðst um stefnumótun i kjarasamningum”. „Upphafsskjalið” hafi siðan „borizt” inn á þing Alþýöuflokksins og Alþýðubanda- lagsins og oröið grundvöllur að þeim ályktunum, sem gerðar eru að umtalsefni i upphafi þessa greinarkorns og eru svo furðulega likar. Kemur það raunar ekki heldur á óvart þegar höfð eru i huga orð Björns Jónssonar á framangreindu kjör- dæmisþingi, um aö „óhjákvæmilegt væri aö leita eftir samstarfi við Alþýöubanda- lagiö heilshugar og af fyllstu einlægni. Hann lagði jafnframt áherzlu á, að full- komin eining yröi i verkalýðssamtökun- um”, segir á minnisseðlum minum. Eftir- tektarvert er, að með þessum hætti virðist sem komin sé á laggirnar samfylking stjórnarandstöðuflokkanna (sennilega allra þriggja) og verkalýöshreyfingarinn- ar um „stefnumótun” i kjarasamning- um”, en það getur i rauninni talizt stór- pólitisk frétt, sem hugsanlega gæti haft önnur og meiri áhrif en nú er fyrirsjáan- legt. En hvaö sem um það er, margt er i deiglu þjóðmálanna um þessar mundir og verður fróölegt að sjá hvernig úr rætist. Rvik. 19. nóv. 1975. % Dagsími til kl. 20: 81866 • • f rettaþraðunnn K s ^ s ^ Margir kærðir vegna „heimilis- leysi” Arlega eru nokkur hundruð manns kærðir og sektaðir fyrir að tilkynna ekki aðsetursskipti. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar hafa það sem af eru þessu ári um 250 manns verið kærðir af þessum sökum. Sektir eru þó ekki háar fyrir þetta brot eða 5-800 krónur. Yfir- leitt tekst að hafa uppá fólki sem flytur án þess að tilkynna nýtt heimilisfang, en húsráðendur eru skyldir til að tilkynna um það fólk sem búsett er i húsum þeirra. Þaö eru þó dæmi þess að fólk hafi guf- að gersamlega upp um lengri eöa skemmri tima og þá jafnvel bor- izt fréttir af þvi erlendis eftir langan tima. Frestur til að vera á réttu heimilisfangi næsta ár rennur út 1. des. n.k. Kvennakór á plötu Kvennakór Suðurnesja er nú að gefa út sina fyrstu plötu og eru 12 lög á plötunni, bæði innlend og er- lend. Söngstjóri er Herberg H. Agústsson, einsöngvari Elisabet Erlingsdóttir og undirleikarl Ragnheiður Skúladóttir. Formaðurkórsins er Margrét Friðriksdóttir og hafa konurnar sungiö viða um land og auk þess komið fram I sjónvarpi. Inndjúpsáætlun langt fram úr áætlun „Tilgangur „Inndjúpsáætlun- arinnar”, er sá að koma i veg fyr- ir að þessar sveitir fari i eyði. Þeir 48 bændur sem eiga i hlut, hafa haft það litlar tekjur, að þaö kemur að þvi að þeir þurfa að flýja heimkynni sin,” sagöi Árni Jónsson landsnámsstjóri I viðtali viö Alþýðublaðið fyrir skömmu. Þessi svokallaða „Inndjúpsáætl- un” nær yfir Snæfjallahrepp, Nauteyrarhrepp, Reykjafjarðar- hrepp og ögurhrepp. Arið 1973 var skipuö nefnd á vegum Land- náms rikisins, þar sem ástand mála i þessum hreppum var rannsakað, og var niðurstaða hennar lögð fyrir Alþingi, þar sem áætlunin var siðan sam- þykkt. Uttekt á heildarkostnaði á- ætlunarinnar var um 100 milljón- ir, en útséð er um það, að sá kostnaður munfara langt fram úr áætlun. Inndjúpsáætlunin miöar aöþviað auka bústofn bændanna, byggja fleiri útihús og rækta land. Til þessara framkvæmda fengu bændur viðbótarlán viöhin venju- legu sem bændur fá til útihúsa- bygginga, sem eru 60% af heild- arkostnaði þeirra. Fá bændurnir allt aö 85% lán til bygginganna, plús 55% lán til byggingar áburö- arkjallara. Til viðbótar þessara 55%, fá þeir 20% styrk. Er það þvi ljóst að þessi lán eru með ein- dæmum hagstæð, þegar tillit er tekið til hins langa greiöslutima, sem mun vera um 15til 20 ár. Með þeim veröbólguhraða sem nú er, eru lán þessi hreinar gjafir. Þess- ir hreppar eru mjólkurlausir eins og er, en á si"ðasta ári voru byggð 13 fjárhús, en aðeins eitt fjós. Sagöi Arni landnámsstjóri að nóg væri af fjósum, en hörgull væri á fjárhúsum. Á fyrsta framkvæmdaári á- ætlunarinnar sem er fimm ára, var kostnaöurinn rúmar 40 milljónir, en fyrstu 3 árin munu verða kostnaöarsömust. I fyrra tókst að ljúka tilskildum áfanga, en i ár, sem er nokkurskonar hlöðuár áætlunarinnar, hafa framkvæmdirnar veriö i lág- marki. Stafar það af seinkun á út- borgun lána. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa Inndjúpsáætlun, og finnst mörgum sem þetta sé mjög ó- timabærar aðgerðir, meðan á- standiö i fjármálum þjóðarinnar er ekki betra en raun ber vitni. Er hætta á þvi að þessi fjárútlát eigi eftir að verða meiri en nokkurn getur órað fyrir, þegar fram liða stundir. Ein slysa- gildran enn „Þegar fólk veröur að ganga á götunni við hliðina á gangstett- inni, sem hefur verið I viðgerð i óratima, er verið að bjóða hættunni heim á grófan máta,” sagöi maður nokkur, sem hringdi i Alþýöublaðið fyrir nokkru. Sagði hann að við homið á Njarðargötu og Þórsgötu hefðu staöiö nokkurs stéttinni sem gerðu það að verk- um, að gatan væri nú eina leiðin fyrir vegfarendur og væri það mesta mildi að ekki hafi oröið stórslys úr. A þessum glæfrastað, er blindhorn, sem varasamt er fyrir eldra fólk semekki hefur fulla sjón, að ferðast um eins og ástatt er. Að lokum sagði maður- inn, sem var kominn á eldri ár, að til þess að auka á þessa slysa- gildru, væri engin gangbraut i grenndinni, þannig að réttast væri að gera þessa götu að göngu- götu, meðan ekkert er að gert. Hyggjast betla á götum úti „Islenzkir námsmenn erlendis leyfa sér engan munað i sinum lifsvenjum. Það er t.d. borðuð i mesta lagi ein máltið á dag, ef máltið skal kalla og það að hafa brauð og ost á borðum kallast al gjör lúxus,” sagði Gréta Hall- grimsson leiklistarnemi, en Gréta er ein af þeim fjölmörgu is- lenzku námsmönnum sem stunda nám erlendis en hafa orðið að hverfa heim sökumfjárskorts, sem stafar þá helzt af seinagangi við greiðslu námslána og einnig skertu raungildi námslánanna. Gréta stundar leiklistarnám i London, en kom til landsins um miðjan nóvembermánuð vegna peningaleysis, og hafði þá Al- þýðublaðið samband við hana og innti hana frétta af Islenzkum námsmönnum i Bretlandi. „Greiðsla námslána átti að fara fram á timabilinu frá 15.-30. september, en þegar ég kem heim nú um miöjan nóvember þá höfðu engir peningar sézt ytra.Fólk lifir á lánum sem það fær ýmist hjá vinum og kunningjum sem eru bjargálna, eða námsmenn leita hreinlega á náðir brezkra banka og fá bankalán til mismunandi langs tima. Astandið er orðiö það slæmt aö þegar ég hvarf heim vegna fjármagnsleysis þá töluðu námsmenn ytra um það i fúlustu alvöru að fara út á götuna með húfu i hendi og betla.” Þá sagði Gréta hlálegt til þess að vita að um leið og raungildi námslána væri skert um 50% þá tefðust greiðslur verulega. Ekk- ert tillit væri tekið til geysilegrar hækkunar framfærslukostnaðar og væri raunverulega illmælanleg sú skerðing sem orðið hefði á námslánunum nú i haust. Að lokum sagði Gréta Hall- grimsson: Það er hætt við þvi að mikill fjöldi námsmanna erlendis snúi heim og hverfi frá námi fljót- lega, ef ekkert verður að gert. Þeir námsmenn sem eiga að fjár- hagslega sterka bakhjarla, heima fyrir, yrðu þá einir eftir. Sem sagt langskólanám þar með orðið fárra fjársterkra forréttindi.” 25 ára afmæli 25. aðalfundur Dýraverndunar- félags Hafnarfjarðar var haldinn fyrir skömmu. Jón Sigurðsson sem hefur setið i stjórn félagsins frá stofnun þess, eða i 25 ár, var kjörinn heiðursféiagi og er hann sá þriðji sem hlotnast sá heiður. Félagar i Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar eru um 100 og gengu á aðalfundinum 9 félagar i það. Forseti félagsins var endur- kjörinn Þórður Þórðarson, en hann hefur verið i forsæti þess i 23 ár og 2 fyrstu árin var hann um- sjónarmaður félagsins. A fundinum var rakin saga fé- lagsins og kom þar fram að all- verulegur og góður árangur hefur náðst um bætta og mannúðlegri meðferö dýra á félagssvæðinu á starfstímabilinu. Ný ferðaskrifstofa Laugardaginn 22. nóvember 1975 var stofnað i Reykjavik hlutafélag til starfrækslu feröa- skrifstofu undir nafninu SAM- VINNUFERÐIR. Aðalhluthafar i ferðaskrifstof- unni eru Samband isl. sam- vinnufélaga, Samvinnutrygging- ar g/t og Oliufélagið h/f, en hluta- fé félagsins er samtals kr. 15 milljónir. Kaupfélögum, félags- mönnum þeirra og félagasamtök- um verður gefinn kostur á að gerast aðilar að ferðaskrifstof- unni. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Erlendur Einarsson. formaður, Valur Arnþórsson. varaformaður og meðstjórnendurAxel Gislason Hjalti Pálsson, Hallgrimur Sigurösson og Sigurður Þórhalls- son. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Böðvar Valgeirsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins i Hamborg. Til Péturs 1 upphafi fundar 36. þings Al- þýðuflokksins — aukaþings — var samþykkt sam- hljóða að senda starfsfólki Land- helgisgæzlunnar r'r' f adi simskeyti: „Starfsfólk Landhelgisgæzl- unnar c/o Pétur Sigurðsson, forstjórl 36. þing Alþýðuflokksins sendir ykkur öllum kveðjur og óskar ykkur gæfu og gengis við hin vandasömu störf, er nú leggjast á herðar ykkar við að gæta 200 milna fiskveiðilögsögunnar. I dag hafa Islendingar einir lagalegan rétt til fiskveiða á þessu svæði, og svo á þaö að vera um alla framtið. ögrun erlendra stórvelda getur þó gert hlutverk ykkar erfitt og hættulegt, en ís- lendingar munu standa allir sem einn að baki ykkur, þar til Sam- einuðu þjóðirnar staðfesta rétt okkar og endanlegu markmiði landhelgismálsins verður náð í reynd. Alþýðuflokkurinn.” Alþýðublaðid © Þriðjudagur 25. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.