Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Háskólamenntun Rétt um daginn fengum viö aö heyra það, að framtiðarspár, sem gerðar voru 1968 um liklega tölu háskólamenntaðra tslendinga 1975 og 1980 hefðu sprengt af sér allar gjarðir. Tölurnar, sem þá þóttu sennilegar hefðu reynzt mikils til of lág- ar. 1 fljótu bragði virðist hér vera um að ræða merkilega þróun, sem ætti að sýna, að enn brennur eldur fróðleiks- fýsnar glatt i brjóstum landsmanna og bráðum förum viðað verða sjálfbjarga i þessum efnum. Haldið þið að þaö sé ekki munur, aö þurfa ekki lengur að skælast út fyrir landsteinana, til þess að fá há- skólastimpilinn? t annan stað hlýtur það að sýna gjör- hygli landsmanna um æðri menntun og mat þeirra og kröfur til starfshæfni fólks i framtiðinni, að bráðum dugir okkur ekki lengur að setja sjúkraþjálf- ara eða hjúkrunarkonur til starfa, nema viðkomandi hafi háskólapróf. Hér er ó- grunsamlega gengið að verki, eins og siður er okkar, þegar við tökum okkur til. Enginn skyldi taka orð min svo, að hér sé verið að amast við aukinni menntun, fjarri þvi. Hitt hlýtur að vera okkur öllum nokkurt rannsóknarefni hvernig stimpillinn svarar til inntaks kunnáttunnar. Eins og stendur höfum viö tveim há- skólum á að skipa. Kennaraháskólanum annarsvegar og hinsvegar Háskóla Is- lands. Með hliðsjón af mannfæð okkar, veröur ekki betur séð en viö séum vel birg aðþessu leyti. Ef við hinsvegar ber- um saman þann tima sem fer til há- skólanáms hjá okkur og timann, sem aðrar þjóðir eyða i hið sama, kemur glöggt I ljós, að þar sem aðrir krefjast nokkurra ára náms, afgreiöum viö heila skittið á 1 1/2 til 2 árum, i mörgum til- fellum. Auövitaö höfum viö alltaf vitað, að við erum. ekkert hversdagsfólk, þeg- ar til lærdóms tekur, en samt væri sennilega ekki úr vegi að stanza um hrið og athuga sinn gang við þennan saman- burð. Þetta er auðvitað ekki einfalt mál, þvi að vitanlega þarf misjafnan tima til að öölast háskólakunnáttu eftir þvi hver greinin er bæði hér og erlendis. Það er einnig kunnugt, að við ýmsa erlenda há- skóla tiðkaöist um hriö, gerir máske enn, allmikil hraðsuöa á doktorsprófum, svo eitthvað sé nefnt. Þar i hópi munu hafa verið ýmsir þýzkir og bandariskir skólar. Svo hefur löngum virzt, að há- Hraðsuða - moðsuða skólar á Noröurlöndum og i Bretlandi væru sýnu vandfýsnari um sin doktors- efni. Þetta getur varla byggzt á þvi, að annarskonar námsfólk hafi i þá valizt en hina fyrrnefndu svona almennt, þótt undantekningar séu ætiö I þessum efn- um sem öðrum. En þótt sleppt sé frekari umræöum um doktora, stendur hitt þó eftir, að þaö virðist stigast verulega greiðar gegnum Háskólann hér en aðra háskóla. A það er að llta, að til getur komiö farsælli grunnmenntun hér en i öðrum löndum. Þaö er aldrei að vita. En meö hliðsjón af hinni geysiöru fjölgun stúdenta á siöari árum og eins þeirri staðreynd, að si- hækkandi er tala þeirra stúdenta, sem Eftir Odd A. Sigurjónsson útskrifast með III. einkunn, er óliklegt að I þvi sé að finna ráðningu þessarar gátu. Þá er eftir að ihuga, hvort kröf- urnar hér séu sambærilegar við kröfur frænda okkar. A liðnu sumri var gefið út fréttabréf á vegum islenzkra háskólakennara, sem danskur lektor hafði samið. Óliklegt er aö þeim hefði fundist ómaksins vert að láta það á þrykk út ganga ef þar væri farið með staðlausa stafi. Það væri meiri strákskapur en hæfilegt gæti tal- izt. Hér skal aðeins bent á, að hann segir Dani kref jast sex ára náms i þjóðfélags- fræðum, en hér á landi sé látið sitja við 2-4 ára nám! Ennfremur bendir hann á, að við höfum rika þörf fyrir félagsráð- gjafa. Sú staðhæfing skal látin liggja hér milli hluta, en hann bætir þvi við, að sér sé ekki kunnugt um neitt menntastig fyrir félagsráðgjafa á Islandi, þrátt fyr- ir það aö félagsráðgjáiar^þúrfi viðtæká þekkingu og sérnám i lögum og stjórn- arháttum þess lands, sem þeir eigi að starfa I! Hér virðist vera allmikiö skarð fyrir skildi, en auðvitað getum við glaðzt af þvi aö eiga bráðum von á há- skólamenntuöum sjúkraþjálfurum og hjúkrunarkonum. Með hliðsjón af ný- samþykktum fræðslulögum, þurfum við vist ekki að örvænta um, að við höfum ekki ráð með að snara út I hvelli nokkr- um tugum félagsráðgjafa og sálfræð- inga, sem eiga að leika eftirminnileg hlutverk I þeirri synfóníu. Moðsuða er þekkt fyrirbæri áður i þessu eldsneytis- snauða landi. Raggi rólegi Fjalla-Fúsi Bíoin IASKÓLABÍO simi 22i4o Lögreglumaöur 373 Bandarisk sakamálamynd I/ litum. Leikstjóri: Howard W. Koch. Aöalhlutverk: Itobert nuvall, Verna Bloom, Henry Parrow. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja bjd Slml 1154j: Ævintýri Meistara Jacobs Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd meö ensku tali og islenskum texta. Mynd þessi hefur allsstaöar fariö svo- kallaöa sigurför og var sýnd meö metaösókn bæöi I Evrópu og Bandarikjunum sumariö 1974. Aöalhlutverk: Luois Dc Funes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBIÓ Simi 16444 bandarisk litmynd um afrek og ævintýri spæjaradrottning- arinnar Sheba Baby sem leik- in er af Pam (Coffy) Grier. tSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. AUBARASBfð Simi 32075 Einvígið mikla Ný kúrekamynd I litum meö ISLENZKUM TEXTA. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Karatebræðurnir selja, eða vanhagar um - og svarar vart kostnaðí að auglýsa? Sýnd kl. 11 STJðRNUBÍÓ Slmi 18936 Emmanuelle Slmi 31183 Hengjum þá alla Hang'em High ENCINN ER ILLA SÉDUR, SEM GEHGUR MED I ENDURSKINS HERKI Heimsfræg ný frönsk kvik- mynd i Iitum gerö eftir skáld- sögu meö sama nafni eftir Einmanuelle Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaöar sýnd meö metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viöa. Aöalhlutverk: Sylvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green. Enskt tal. tSLENZKUR TEXTL Stranglega bönnuö innan 16 ára. Nafn;skirteini. Sýnd kl. 6, 8 og 10. MiÖasalan opin frá kl. 5. jög spennandi, bandarisk kvikmynd meö Clint East- wood i aöaihlutverki. Þessi kvikmynd var 4. dollara- myndin meö Clint Eastwood. Leikstjóri: Ted Post. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9,15. bá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁÁUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. 9 Alþýðublaðiö Þriðjudagur 25. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.