Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 9
inrcttir „Trukkur” KR-inga vildi hnefaleika í lokin Maður skyldi ætla að hnefa- leikar væru bannaðir i körfu- knattleik, en eftir að hafa séð hinn hörkuspennandi leik KR og Armanns i 1. deildarkeppn- inni i körfuknattleik i gær- kvöldi, þá horfir málið öðru- visi við. t>egar aðeins um 6 sekúndur voru til leiksloka, og útséð að Armann myndi bera sigur úr býtum rauk banda- riski blökkumaðurinn i KR „Trukkurinn” á landa sinn, Jimmy Rogers, i Armanni og hrinti honum á bakið. Var þetta gróft brot, en hinn skap- mikli negri lét ekki þar við sitja. Hann setti sig i hnefa- leikastellingar sem heims- meistarinn Muhammad Ali hefði getað verið stoltur af. Tók hann nokkur létt spor fyr- irframan Rogers og fór að punda á landa sinn nokkrum hægri og vinstri handar „húkkum”, sem flest misstu marks i fyrstu. Allt i einu, bæði hinum fjölmörgu áhorf- endum ogkeppendum sjálfum til mikillar skelfingar reiddi hann hina löngu hægri hönd til höggs og greiddi Rogers þungt og mikið högg, sem nægði til þess að Rogers féll i gólfið. Á hnefaleikamáli væri þetta högg sennilega kallað „technical knock out”. Ekki lét Trukkurinn, sem nú mætti kalla Foreman, þar við sitja, heldur byrjaði að berja á þeim, sem gengu á milli og virtist sama úr hvaða félagi maðurinn var. Loks tókst þó KR-ingum aðhemja risann og gekk hann sneyptur inn i bún- ingsklefa. Þetta var leiðindaatvik og settiljótan svip á annars mjög skemmtilegan og spennandi leik liðanna, sem Armann vann 85:81. 1 byrjun gætti mikils taugaóstyrks hjá báð- um liðum. KR hafði betur i upphafi, Armann jafnaði fljót- lega og var oftast yfir fram að leikhléi, en þá var staðan 41:37, þeim í vil. Strax eftir hlé jöfnuðu KR-ingar og tóku for- ystuna. Hún var þó aldrei mikil — mest 7 s tig 77:70. Und- ir lokin byrjuðu leikmenn að hverfa af leikvelli vegna 5 villna. Fyrst Björn Magnús- son og siðan Birgir örn Birgis báðir úr Ármanni og siðan aðaluppbyggjari KR-inga Kol- beinn Pálsson. Þegar Kol- beinn yfirgaf sviðið kom mikil upplausn i lið KR-inga, enda hafði hann verið aðalmaður KR-inga ásamt „Trukknum”. Árm. jöfnuðu og komust yfir 81:80. Trukkurinn jafnaði fyrir KR 81:81. Þegar aðeins 38 sekúndur voru til leiksloka, gerði Jón Sigurðsson góða körfu eftir hraðaupphlaup. Skömmu eftir það kom atvik- ið.sem segir að framan. Björn Christinssen gerði svo tvö sið- ustu stig Ármenninga úr vita- köstum á lokasekúndunum. Leikurinn i heild var mjög skemmtilegur og spennandi, og reyndi á taugar margrar á- hangenda félaganna, og gekk jafnvel svo langt að sumir þorðu varla að horfa á loka- minúturnar. Jimmy Rogers var stiga- hæstur Armenninga með 37 stig. Hann var án efa langbezti maður leiksins og er mun skemmtilegra að sjá hann i körfuknattleik heldur en landa hans i KR, sem eftir þetta at- vik ætti að segja skilið við körfuknattleik og snúa sér að annarri iþróttagrein, sem þvi miður er bönnuð á íslandi. Kolbeinn Pálsson og „Trukk- urinn” voru beztu menn KR-inga. „Trukkurinn” var stigahæstur með 26 stig. Hinir fjölmörgu áhorfendur, sem komu i Laugardalshöllina i gærkvöldi — sennilega aldrei fleiri i körfuknattleik á Islandi — skemmtu sér konungléga. Atvik það, sem skeði i lokin, og svo vel hefur verið lýst hér að framan er óumdeilanlega eitt það grófasta, sem sést hefur á islenzkum iþróttavelli. Nú er það spurningin, getum við körfuknattleiksins vegna látið atvik, eins og þetta, ó- refsað? Spurningin er þvi sú, hvort að Curtis fái að leika aft- urmeð KR á lslandi,eða hvort það eigi að sleppa honum með áminningu. Hár meðalaldur leikmanna Júgóslavneska landsliðið, sem kemuridag,er skipað 16 leikmönnum, sem allir eru margreyndir landsliðsmenn. Það sem maður tekur mest eftir við upplýsingar þlr, sem blaðamönnum voru veittar á blaðamannafundi hjá HSl i gærdag, er hversu hár meðalaldur leikmanna er. Hann er allt að þvi 6 árum hærri en hjá okkar leikmönnum. Eins var það með norska landsliðið og v-þýzka handknattleiksliðið Gummersbach. Það hlýtur óneitanlega að vekja spurningu hjá okkur, hvernig á þessu standi. En þetta er staðreynd. Við missum allt of oftgóða leikmenn i blóma keppnisferils sins. Hvers vegna? Vegna þess, að leikmenn okkar haf-hvorki ráð né tima til þess að eyða jafn miklum tima og krafist er af öðrum þjóð- um. Við verðum að fara að greiða laun til handknattleiksmanna, ef viðunandi árangur á að nást. En nóg um það. Þeir 16 leikmenn, sem koma hingað frá Júgóslaviu eru þessir: Leikmaður H. Horvat aldur landsleikir 29 ára 174 mörk félag. 459 Partizan. R. Pavicevic 24 ára 44 95 Crvenka. B. Pokrajac 28 ára 159 458 Pancevo. 'Z. Radjenovic 23 ára 41 91 Banja Luka. M. Pribanic 29 ára 124 272 Partizan. Z. Serdarusic 25 ára 36 69 Partizan. M. Karlaic 29 ára 107 149 Banja Luka. Z. Nim, markm. 25 ára 28 Partizan. A. Arslangic, m 31 ára 105 Banja Luka. R. Krivokapic 21árs 27 121 Ljubljana, N. Popvic 28 ára 100 224 Banja Luka. V. Bojovic 23 ára 27 121 ZRK Celje. Z. Miljak 25 ára 94 227 M.Zagreb. P. Fejzula 24 ára 21 —r 19 C.Z. Belgrad. Z. Aorko, m 25 ára 57 M.Zagreb. P, Timko 27 ára 16 26 X. Zavidovici. Alls hafa Júgóslavarnir leikið 293 landsleiki, unnið 182, gert jafntefli 27 sinnum og tapað 84. Mörk eru 5.405 gegn 4.490 þeim i hag. Hún var kosin íþrótta- maður ársins í Kópavogi 1 gærdag var hin unga skákkona Guðlaug Þorsteinsdóttir kjörin iþróttamaður ársins i Kópavogi. Það er Rotary-klúbburinn i Kópavogi, sem stendur fyrir þessu kjöri, og er þetta i annað sinn sein saintökin veita þennan titil. í fyrra hlaut frjálsiþróttamaðurinn Karl West Fredriksen þennan titil. Guðlaug hlaut mjög fallega styttu til varð- veizlu i eitt ár. Guðlaug er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir árangur sinn á sviði skáklistarinnar. Skemmst er að minnast hins glæsilega sig- urs hennar á Norðurlandamóti kvenna i skák, seni fram fór i Sande- fjord i Noregi, dagana 1. til 10. ágúst siðastliðinn. A myndinni scst Guð laug með styttuna. ,A haugnum er haninn frakkastur... Munu stóryrði júgóslavneska þjálfarans rætast á morgun? Á morgun kl. 20.30 leika Islendingar fyrri lands- leik sinn gegn Júgóslöv- um í undankeppni Olympíuleikanna í hand- knattleik í Laugardals- höllinni. Mikið hefur ver- ið rætt og ritað um mögu- leika okkar manna gegn þessu einu fræknasta landsliði heims, og sýnist sitt hverjum. Engin laun- ung er þó á því að mis- munur á undirbúningi liðanna fyrir þennan leik er geysilegur, enda er handknattleiksmálum okkar þannig háttað í dag að við eigum ekki mögu- leika á að veita landsliðs- mönnum okkar þá að- stöðu, sem Júgóslavarnir fá, nema Handknattleiks- samband íslands verði einhvern tíman svo fjár- sterkt að geta greitt landsliðsmönnum okkar laun fyrir þátttöku sína í landsliðsæfingum. Engin ástæða er þó að óttast að við getum ekki veitt þessu fræga liði einhverja keppni. Reynslan hefur sýnt að það höfum við gert, i það minnsta hér i Laugardalshöllinni fyrir framan islenzka áhorfendur, sem hafa ósjaldan lagt hand- knattleiksmönnum okkar lið i baráttu við þekkt nöfn. 1 siðustu tveimur landsleikjum þjóðanna hér heima i febrúar siðastliðn- um, gerðum við jafntefli i fyrri leiknum 20:20, en töpuðum þeim seinni með tveim mörkum 19:17. Þessar tölur sýna að við getum og verðum að sýna okkar beztu hliðar til þess að eiga möguleika, og það eigum við að geta gert með samstöðu allra, sem á iþróttinni hafa áhuga, með hvatningu og baráttu bæði innan leikvallar og utan. Haft hefur verið eftir júgó- slavneska þjálfaran n i þýzku blaði ekki alls fyrir löngu, að Júgóslavarnir ætli sér að sigra islenzka liðið með 10 til 20 marka mun. Varast skal þó auð- vitað að taka slik orð bókstaf- lega, þvi „á haugnum er haninn frakkastur”, og gæti þetta þvi alveg eins verið glimuskjálfti þessa þekkta þjálfara, fyrir leikinn á morgun, enda hefur hann íyllstu ástæðu til þess, þó Miklar vonir verða bundnar við Ólaf H. Jónsson á morgun svo að Júgóslavarnir séu óneit- anlega sigurstranglegri. En á morgun kl. 20.30. fáum við að sjá hvernig viöureignin fer. Hversu góðan undirbúning landslið okkar hefur fengið. er of seint að ræða, en ef illa tekst er það skylda allra handknatt- leiksunnenda að þeir veiti hand- knattleikslandsliði okkar þann stuðning, sem þarf til þess að upphefja þessa skemmtilegu iþrótt, sem svo lengi hefur verið stolt landans út á við. til vegs og virðingar sem skjótast. Lands- liðið, sem leikur á morgun hefur ekki endanlega verið valið. en þeir 14 leikmenn, sem tóku þátt i æfingarförinni til Danmerkur og Ólafur Einarsson, DonzdorJ eru i vali þeirra 12 leikmanna, sem endanlega leika leikinn. Þeir eru: Ólafur Benediktsson. Val. Guðjón Erlendsson. Fram. Ólafur H. Jónsson. Dankersen, Axel Axelsson. Dankersen. Arni Indriðason. Gróttu. Stefán Gunnarsson. Val. Gunnar Einarsson, Göppingen. Jón Karlsson. Val. Ingimar Har- aldsson, Haukum, Björgvin Björgvinsson Viking. Viggó Sigurðsson Viking, Páll Björg- vinsson, Viking. Ólafur Einars- son. Donzdorf, Sigurbergur Sigsteinsson. Fram og Friðrik FriðrikssonjÞrótti. AAiövikudagur 17. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.