Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 3
bíaðfö1" Laugardagur 3. júlí 1976 FRÉTTIR 3 Thor Vilhjálmsson um launasjóð rithöfunda: LAUNA BER ÞÁ, SEM GAGNVIRKASTIR ERU Hinn 9. júnl var staöfest i menntamálaráöuneytinu reglu- gerö um launasjóö rithöfunda. Samkvæmt henni skipar menntamáiaráöherra f stjórn launasjóðs rithöfunda til þriggja ára I senn þrjá menn ut- an Rithöfundasambands islands tilnefnda af stjórn þess og skal sjóöstjórn annast líthlut- un úr Iaunasjóði rithöfunda. Eftirtaldir menn hafa verið skipaöir I stjórn sjóösins: Bjarni Vilhjálmsson, þjóö- skjala vöröur, dr. Guörún P. Helgadóttir, skólastjóri og Vé- steinn ólason, lektor. Arlegum tekjum sjóðsins skal variö til aö greiöa Islenzk- um rithöfundum starfslaun samkvæmt 26. launaflokki opin- berra starfsmanna (byrjunar- þrepi). Rétt til greiðslu úr sjóönum hafa islenzkir rithöf- undar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiöa úr sjóðn- um fyrir þýöingar á islensku. Starfslaun eru veitt eftir um- sóknum, skemmsttil tveggja og lengst til ni'u mánaöa i senn. Höfundar eiga rétt á þvl aö sækja um starfslaun árlega. Höfundur sem sækir um og hlýt- ur starfslaun i þrjá mánuöi eöa lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuöu starfi meöan hann nýtur starfslauna. „Kannski ætti aö llta svo á aö stétt rithöfunda á Islandi sé sýndur mikill heiður meö þess- ari reglugerð sem gerir ráö fyrir þvi aö þeir geti komist svo langt að hljóta nýliöalaun kenn- ara, hvort sem þeir hafa unnið lengur eöa skemur’ sagöi Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, er blaöamaöur innti hann álits á reglugerö þessari. „Þaö er alltént reginmunur frá þvi sem verið hefur, þar sem starfandi rithöfundar áttu engar tekjur tryggöar heföu þeir bókmennta- störf fyrir aöaliðju. Þetta ætti aö geta oröiö lyfti- stöng fyrir bókmenntirnar sé leitast við aö nota þetta fé til aö launa þá rithöfunda sem eru virkastir. Þá á ég ekki fyrst og fremst viö þá, san láta flestar bækur fra sér fara án tillits til gæöa. Það er ástæðulaust að hampa rithöfundum sem sanna hæfileikaleysi sitt i bók eftir bók svo óyggjandi megi kalla. Þaö er enginn mælikvaröi á ágæti aö einhver bókin seljist mikið. Þaö er óþarfiað launa úr rikissjóöi reyfara og afþrey- ingarbókmenntir, sem eru fyrst og fremst til þess að myröa tim- ann og sjúga sáiina úr fólki, þó sumir segi aö þjóöin sækist eftir sllku og halli að hjarta sér. Ég ætla ekki aö fara að þrasa um það, hvort slikt sé satt eöa ósatt, en sllkar bækur þarf ekki aö styrkja né launa af almanna fé né kaupa úr annarri vinnu svo hann geti helgaö sig tómleik- anum. Ef þær seljast svona mikiö eins og sumir meina, þá þarf varla rikissjóöur aö efla það framtak. Hitt er annað aö list er nauösyn, skáldskapur og bókmenntir, einni þjóö hvort sem fleiri telja sig njóta eöa færri. Þaö má kalla auma þjóö sem á sér enga list. Þeir sem helga sig skáldskap og annarri list þurfa vinnu- aöstööu. Ég vona aö þessi launasjóður geti komið aö gagni fyrir bókmenntirnar, fyrir höf- undana,svoþeirmegiduga þjóö sinnisem bezt. En til þess verö- ur vitanlega aö gera greinar- mun á föndri og skáldskap. Ég efast ekki um að ýmsir þeirra sem hingaö til hafa krafist þess aö fá jafnan skerf viðbótarritlauna, sem svo voru kölluð, viö þá sem ekki gegna öörum störfum en viö bók- menntir, en sjálfir hafa fullt kaup fyrir aöra vinnu, og stund- um ærnar tekjur þeir séu ýmsír óánægðir vegna þeirrar kröfu, að launþegar úr nýstofnuðum Góð afkoma hjá Norð- lenzkri tryggingu Aðalfundur Norölenzkrar tryggingar h.f. var haidinn að Hótel Varðborg laugardaginn 26. júnl sl. Formaður stjórnarinnar Valdemar .Baldvinsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Friörik Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, las upp og skýröi reikninga fé- lagsins fyrir slöastliöiö ár, sem var fjórða reikningsár félagsins. Þar kom fram, aö mikil aukn- ing varö á árinu bæði á iögjöldum og tjónum, en eftir að búið var aö leggja verulegar upphæðir I iö- gjalda- og bótasjóð og áhættusjóö var hagnaður á rekstrarreikningi kr. 508.000.- hefur því verið góður hagnaður á rekstrinum sl. 2 ár. Hluthafar Norðlenzkrar trygg- ingar h.f. eru 206. Innborgað hlutafé er kr. 20.000.000.- Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Valdemar Baldvins- son, formaður, Aöalsteinn Jósepsson, Geir G. Zoega jr., Hreinn Pálsson og Pétur Breiö- fjörð. Varamenn Bergur Lárus- son og Ottar Ellingsen. Fram- kvæmdastjóri Norölenzkrar tryggingar h.f. er Friðrik Þor- valdsson. Sigurður sendiherra á ný Hinn 1. júli afhenti Sigurður Bjarnason Elisabetu 2. drottn- ingu Breta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Bret- landi, en eins og kunnugt er var komiö á stjórnmálasam- bandi við Breta strax eftir að samið hafði verið i fiskveiöi- deilunni. sjóöi sinni ekki öðrum störfum og eru ófúsir að láta af embætt- um sinum, ef eru, og fórna þeirri aðstöðu sem þeir hafa. Það er mikiö framfaraskref, að minni hyggju, að gera þessa kröfu. Þá er hægt aö einbeita sér aö þvi aö launa þeim sem þegarsinna ekki öðrum störfum og leysa aðra frá brauöstriti, sem hafa þrá og verðskuldan, hæfileika sem ætla má að beri ávöxt viö bætta aðstöðu. Ég vil að ungum mönnum séu gefin tækifæri til að sýna hvað I þeim býr, annars vegar, og hinsvegar aö megináherzla sé lögö á það aö launa þeim, sem hafa þegar sannaö meö verkum sinum að þeir séu launa veröír og setjandi á. Einnig ætti aö keppa aö þvl hverju sinni, aö launa þeim sem eru gagnvirk- astir hverju sinni. Ellilaun og sjúkrastyrkir ættu að koma úr öðrum sjóðum. Þetta á eingöngu aö vera til aö launa fyrir starf. Launasjóöur rithöfunda er skref i rétta átt, þó ég heföi kosið hann meö öörum hætti”. Kröfuganga unglinga l |/ ÁnniiAAÍ saman við Digranesskóla og um I fllJLIdvU&E kl. 13.30 lögðu þau af stað með r O verkfæri sfn og kröfuspjöld á Unglingar þeir/ sem lofti. Gengið var niður allan fengið hafa vinnu á veg- D.igr®n,esveg og sem íeið liggur um Kópavogsbæjar í ^ þar sem cnmar h=.f= woriA bælarskrifstofur Kópavogs eru sumar hafa verið til húsa. Hópurinn beiö siðan Óánægðir með launakjör fyrir utan á meðan fulltrúar sin og vinnuaðstöðu. í gær unglinganna gengu inn i húsið létu þau til skarar skríða, °g. afheotu forráðamönnum lögau niður vinnu og föru ^™f““a8rT?rÆj.ry(i, krotugóngu, málum sin- Völdum á þriðjudag, en ekki um til áréttingar. taldi lögreglan sig vissa um Að sögn lögreglunnar i Kópa- bvert unglingarnir hygðust vogi fór allt vel og friösamlega halda verkfalli sinu áfram þar fram. Unglingarnir söfnuöust th sá úrskuröur fæst. Fjórar nýjar bækur frá Máli og Menningu A fimmtudaginn komu út fjór- frægur fyrir Þ*r margvlslegu ar nýar bækur hjá Máli og nyjungar sem Will var óragur menningu. Er hér um að ræða w'*a*™t* lskólu sinul?1-1 eina endurútgáfu og þrjár arl bók skyrir hann frá skóla frumútgáfur sinum, kenningu og fer inn á þá Fyrir um tuttugu árum komu annmarka sem þeim nýjungum út hjá forlaginu Sálmurinn og UXI . . , ,. blómið eftir Þórberg Þórðarson. _.Þrlbfabbkin er efflr tstencting> Þessi bindi hafa verið ófáanleg Sigurö Hjartarson og nefmst nú hin siöari ár. Nú hefur Mál og VÞæff.!r ,,ur„sP?u Rú/nönsku menning gefið út þessi ritverk Ameriku . Bókin er byggð á meistarans I einu bindi. útvarpserindum sem Sigurður Hinar þrjár bækurnar sem út bbif 1 vefPr' Þb hefur hann bætt komu nú hjá forlaginu eru allar vlb Þab efnl m,a- tvelm þáttum. pappirskiljur Þá eru 1 búkinm myndir og tofl- Fyrst er Jarðneskar eigur, ur> svo hún sé sem aðgengileg- saga auðs og stétta. Er hér um ust fy.rir lesandann. að ræða aðgengilega bók fyrir f v'ötali sem við áttum við almenning um hagfræði. 1 henni Þröst Ólafsson kom fram að er sögulega hagfræöi séð frá með þessum bókum eru þær Marxistiskum sjónarhóli. orönar 17 bækurnar i bóka- önnur bókin nefnist flokknum Papplrskiljur Máls og „Sommerhill” og er eftir merk- menningar. Sagði Þröstur að an enskan skólastjóra Will, sem kiljurnar hefðu selst þokkalega, rak sinn eigin skóla allt til svona hægt og bitandi. Hinsveg- dauðadags, en hann andaðist ar væru þær verölagðar þaö lágt fyrirfáum árum. Skóli hans var ab Þær skltuöu ekki hagnaði. —jeg -AV. 0GÆFUMAÐUR L0KAÐUR INNI í FJÖGUR AR Alþýðublaðinu hefur borizt eftirfarandi frá sýslumannsembættinu í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu: ,,l sakadómi Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu var þann 29. júní 1976 kveðinn upp dómur í máli, sem höfðað var af hálf u ákæruvaldsins gegn Sigurgeiri Einari Karls- syni, fyrir að hafa orðið manni að bana með hníf- stungum, aðfaranótt 14. maí 1976, i verbúð í Ólaf s- vík. Atvik málsins eru þau, að á- kæröi og maður þessi sátu viö áfengisdrykkju i herbergi á- kærða i verbúöunum. Þegar á leiö uröu ýfingar meö þeim út af sparisjóðsbók, sem ákæröi átti. Leiddu þær til átaka milli mannanna, sem lyktaöi svo, að ákærði brá hnifi, og veitti and- stæðingi sinum það alvarlega áverka, aö hann lézt þar á staönum. Af hálfu ákæröa er þvi haldið fram, að hann hafi unnið verknað þennan i neyöarvörn. Niöurstaöa dómsins er sú, aö á- kærði hafi farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og var honum dæmd refsing sam- kvæmt 211. gr. almennra hegn- ingarlaga. Með tilliti til neyðar- varnarsjónarmiða var refsing ákærða ákveðin fjögurra ára fangelsi. Akæröi hefur setiö i gæzluvarðhaldi síöan rannsókn málsins hófst, og kemur gæzlu- varðhaldstimi hans, með fullri dagatölu, til frádráttar dæmdri refsingu. Þá var ákærði og dæmdur til greiðslu alls sakar- kostnaðar.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.