Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 5
sar Laugardagur 13. ágúst 1977 5 Frank Churc, leihtogi demókrata f öldungadeild Bandarlkjaþings, heimsótti Kúbu f siöustu viku. Hann er þriðji bandarfski þing- maöurinn, sem gengur á vit félaga Castros á þessu ári. Gefiö hefur veriö i skyn af hálfu rikisstjórna Bandarikjanna og Kúbu aö sambúö landauna sé nú smám saman að skána, og er þá mikil breyting á orðin frá þvi i kalda striðinu, er Kúba var nærri þvi oröin sú litla þúfa sem velti af stað gjöreyðingarstyrjöld milli Bandarikjanna og Sovétríkjanna. 1 vikunni náöust.samningar milli rikisstjórna Bandarikjanna og Panama i gömlu deilumáli rikjanna, yfirráðum yfir Panamaskuröinum og landræmunni meöfram honum. Ariö 1903 geröu rikin meö sér samkomulag sem veitti Bandaríkjamönnum rétt til yfirráða yfir skuröinum og mjóu belti báöu meginn viö hann. Samningur þessi átti aö gilda allt til ársins 2000. A siðustu árum hafa Panamabúar lagt á þaö rika áherzlu aðsamningur þessi veröi numinn úrgildi. t þvi skyni hafa samningaviöræður milli fulltrúa rikjanna staðiö um langt árabil og er nú lokiö. Ekki er fullkunnugt um innihald samningsins enn, en hann mun gera ráð fyrir aö á næstu árum veröi Panama afhentur skuröurinn i áföngum og einnig sættist Bandarikjastjórn á að greiöa skaöabætur fyrir þá töf sem oröiö hefur á afhendingu skuröarins ^ -------------------------------------------------------------------------------------------- Allt bendir nú til þess að 11. flokksþing kinverska kommúnista- flokksins, séhafið eöa sé um þaö bil aö hefjast. Kinverjar eru ekki vanir aö tilkynna neitt um þessa hluti fyrr en þeir eru um garö gengnir. En vitaö er aö undanfarið hafa mikil fundahöld átt sér staðum allt Kina.og þykirþað jafnan fyrirboöi flokksþinganna. Um allan heim biöa menn nú spenntir eftir niöurstöðum þingsins. Þykjast jafnvel ýmsir sjá þess merki að hinn nýupphafni Teng Hsiao-Ping muni skjóta nýja formanninum Hua Kuo-Feng ref fyrir rass i baráttunni um völdin.. t tilefni 25 ára krýningarafmælis sins hefur Elisabet Englandsdrottning lagt land undir fót til aö sjá þegna sina viöa um heim og lofa þeim að sjá sig. 1 þessu skyni hefur hún farið til Astralíu, Nýja-Sjálands, Kanada og um Bretlandseyjar. Siöasti liðurinn i ferðalagi hennar var heimsókn til Norð- ur-lrlands. be ssi heimsókn þykir liðsmönnum irska lýðveldishersins hrein ögrun við sig og höfðu i hót- unum um að gtra heimsókn Elisabetar hina eftirminnilegustu. Drottningin kom til Belfast 10. ágúst og um leiö hófust miklar óeirðir þar, sprengjur sprungu og bensinsprengjum var varpað. Talsverð átök virtust einnig i uppsiglingu i Londonderry i gærdag. Mörgum þykir sem heimsókn drottningarinnar tii Norður-lrlands hafi verið með öllu óþörf og geri litið annað en að kynda undir ófriöarbálinu þar. Þar eð drottningin var töluvert mikið á ferli i heimsókn sinni til Norður Irlands þótti ekki annað við hæfi en að gæta hennar vel fyrir hermdarverkamönnum og hvorki meira né minna en 30.000 manna herlið sá um að halda hlifiskildy yfir hennar hátign.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.