Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 12.05.1969, Blaðsíða 16
hengt upp kirfilega í sumarbú- staönum, en hitt varð eftir heima í Reykjavík. Ættu menn því vel að minnast þessa í sum ar, að leggja ekki upp í báts- feröir nema með björgunarvesti meö sér, og klæddir þeim. Þingvallavatni irnir tveir þar í sumarbústað og hjónin sömuleiðis. Má kalla það mestu mildi að svo vel skyldi til takast hjá drengjunum, en logn var og tókst þeim þar af leiðandi merkilega vel að kom ast áfram á bát sínum áralaus- um, en með lélegar spýtur í stað ára. Einnig má það teljast afrek að halda hjónunum uppi meðvit undarlitlum þar til hjálpin barst. Þess skal að lokum getiö að hjónin höfðu ekki klæðzt björg unarvestum sínum, annað var Afrek 13 og 16 ára Reykvlkinga á litlum áralausum bát - Héldu hjónum, sem voru nær meðvitundarlaus, uppi þar til hjálp barst ■ Tveir ungir bræður unnu mikið afrek við björg- un á öldruðum hjónum á Þingvallavatni skömmu fyrir kl. 11 á laugardagskvöldið. Bræðurnir eru 13 og 16 ára Reykvíkingar, Karl og Hafsteinn Heið- arssynir, Álfheimum 38. Reru þeir á litlum báti og notuðu spýtur fyrir árar til hjónanna, sem höfðu hvolft litlum bát, sem eiginmaðurinn reri. „Við höfðum verið að ræða við hjónin skömmu áður“, sagði Hafsteinn, yngri bróðirinn í gær kvöidi, „og skömmu síðar sá- um við hvað gerðist. Við vissum af bátnum og reyndum að hraða okkur á staðinn þar sem hjónin héldu sér í bátinn. Var þetta um 50—60 metra frá landi og hafði bátnum hvolft í krappri beygju, e. maðurinn réri og konan sat í stafni." Ekki gátu þeir bræðurnir náð hjónunum upp í bátskektuna sína, en reyndu eftir megni að halda þeim uppi. Eftir eilífðar- tíma að þeim fannst, en munu líklega hafa verið 5 mínútur, kom stærri bátur og bjargaði þeim hjónum upp í. Var konan þá mjög dösuð og maðurinn reyndar líka, en hann hresstist brátt. Var kallað á sjúkrabíl frá Selfossi um talstöð, og flutti hann konuna á sjúkrahúsið þar. Er hún úr lífshættu, en sannar lega munaoi mjóu að illa færi. Maðurinn var og fluttur á sjúkrahúsið, en hann fór á und an í einkabíl. Slys þetta geröist í svoköll- uðu Miðfellslandi og voru dreng Hetjur eru ekki alltaf háar í loftinu, en vinna góö afrek samt. Bræðurnir Karl (t. v.) og Hafsteinn gátu verið ánægðir meö sjálfa sig aö heimili sfnu í Álfheimum I gær. >^7 Eddie ræður ekki aðeins niöurlögum bófa og bófaflokka, því kvenfólkið „fellur“ fyrir honum unnvörpum. EDDIE í VÍSI Framhaldsmyndasagan hefst i dag I - • Harðir hnefar á Iofti, ýmist krepptir utan um hnúajám, morðkuta. skammbyssur eða þá eitthvað þaðan af verra, eins og vélbyssur og ananaskokkteila en ekkert hrífur á Eddie Constántine. „Mamrna gamla, hún frú Constantine varaði alltaf dreng inn sinn við þessu,“ segir Eddie, þegar hann er kominn í klandur — algerlega á valdi forhertra glæpamanna. „sem jafnvel kobraslanga mundi víkja úr vegi fyrir“, svo notuö sé lýsing hans. í dag og framvegis geta les- endur fylgzt með ævintýrum Eddies í viðureign hans viö pen- ingafalsara. mannræningja, eit- urlyfjasala og annan forhertan óþjóðalýð undirheimanna, á bls. 12. Með Lugerbyssunni sinni, brosinu sínu breiða, júdótökum og kænsku, sem ávallt sér við slægð glæpamannanna, sigrar Eddie allar þrautir — þótt ó- neitanlega fari hann stundum tæpt eins og teiknaranum, Santiago Vallvé, tekst svo vel að sýna með penna sínum. Símaskráin í lok júlí Undirbúningur að útgáfu nýju símaskrárinnar er nú langt ainn Búið er að setja mikinn 'iluta þessarar miklu bókar, en þó er mikil vinna eftir við leiðrétting- er )g síðan kemur nrentun og bók- band. Um þrjú þúsund nýir símnotend- ur eru í skránni, en alls munu um fimmtíu þúsund nöfn skráð fyrir sima. Línur eru þó miklu fleiri, eða töluvert á annað hundrað þúsund. Upplag símaskrárinnar er gífur- legt, um 70 þúsund eintök. Til samanburðar má benda á, að helztu metsölubækur hér seljast í um og yfir 5000 eintaka upplagi. Þeir komu aftur með bikarinn Islendingar unnu Skota i bridge — Skotarnir buðu okkur bara að hætta, þegar átta spil voru eftir. Þá vorum við komnir með 125 EBL stig yfir, sagði Ragnar Þorsteinsson, fararstjóri ís- lenzku bridgesveitanna, sem háðu Iandsleik vlð Skotland fyr- ir helgi. Skæruverkföll og verkfallsréttur Viðræður Wilsons forsætisráð-<®- Þannig komu íslendingamir aft- ur heim með Fí-bikarinn, sem þeir hrepptu í fyrra og nú aftur í ár. „Spilin voru öll sýnd á tjaldi og var spilað í 8-spiIa lotum. Viö unn- um allar loturnar nema tvær,“ sagði Ragnar. „Þeir gerðu mjög góðan róm að frammistöðu íslendinganna, og i einni lotunni, þar sem komu fyrir óskaplejg skiptingarspil, höfðu þeir orð á þvf, að ítölsku heimsmeistar- arnir hefðu ekki gert betur. — Konurnar spiluðu tvo leiki, 32ja spila hvom, og töpuðu fyrri leiknum með 31 stigi, en þá spiluöu þær við kvennasveit, sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Osló, og voru þær óheppnar. í seinni leikn- um var munurinn lítill, aðeins tvö stig, en skozku konumar unnu alls með 33 stiga mun.“ Skrifum þjófnaðinn á kostnað lögreglu — segja eigendur Club 7 herra Bretlands og verkalýðsleiö- toga hefjast í dag. Fjallað verður um tillögur stjórn- arinnar til breytinga á vinnulöggjöf- inni, en verkalýðsleiðtogar vilja einkum fá niður felld ákvæðin um .viðurlög, ef stofnað er til skæru- verkfalla. Afstaða Wilsons var aö halda til streitu áformunum, þar til fvrir skemmstu, að hann féllst á að breyta þeim, ef fram kæmu frá leiðtogum verkalýösins aörar fram- kvæmanlegar tillögur, sem sama til ganga væri náð með. Seinast í gærkvöldi a-ndmæltu enn tveir kunnir verkalýðsleiðtog- ar tillögunum. Annar þeirra kvað það alrangt, að deilan væri á nokkurn hátt tengd forustunni í verkalýðnum, — hún væri um verkfallsréttinn — hann og annað ekki. — Við vildum fara inn og loka gluggunum, segja eigendur nætur- i klúbbsins í Nóatúni, Club 7, — Iögreglan vildi ekki Ieyfa okkur það. Úr næturklúbbnum var stolið um helgina niagnara og plötuspil- ara og helzt útlit fyrir, að þjófur- inn eöa þjófarnir hafi farið inn um opna glugga. Eitthvað hefur lögreglan slakað á varðgæzlunni, fyrst þjófar kom- ust i næturklúbbinn, en eigendur vilja skrifa þjófnaðinn á reikning lögreglunnar, því hún hafi ekki viljað leyfa þeim að ganga betur frá húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.