Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 6
Vesturlandsvegurinn hættulegastur Athuganir Vegagerðarinnar hafa sýnt að Vesturlandsvegumn milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur er hættulegastur, hvað varðar slys á hverja milljón ekinna kílómetra. Næstur í röðinni er Suðurlandsvegur og þá Reykjanesbraut. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Jóhann Sigurjónsson komst vel að orði í viðtali nýlega um þessi máleíhi á þá leið að Mosfellsbær væri að sjáifsögðu ekki í neinni keppni við önnur bæjarfélög um breikkun Vesturlandsvegar, en hins vegar ef ætti að forgangsraða væri augljóst að Vesturlandsvegur hefði forgang. Reyknesingar hafa alla samúð Mosfellinga og nágranna vegna hinna hörmulegu umferðarslysa á Reykjanesbrautinni undanfarið og kemur slíkt öllum landsmönnum við. Hins vegar höfum við hér upplifað slíkar hönnungar og eina færa leiðin til úrbóta þangað til framkvæmdir heijast er aukin löggæsla á þessum hættulegustu vegarköfium landsins. Þingvallasveit Þingvallasveitin er prestlaus og kirkjumál em í vinnslu. í Mjóanesi í Þingvallasveit sást refur nýlega og var reynt að ná honum. Jóhann Jónsson bóndi fór ásamt tveimur sonum sínum á skautum, þeim Trausta og Oddi með byssu á eftir refnum út á Þingvallavatn í átt að Hagavík. Refúrinn ílúði yfír þvert Þingvallavatnið undan hersingunni á skautunum og lagðist á leiðinni niður í dældir og hröngl á ísnum, villti þar með um fyrir aftökusveitinni, sem sneri heim í Mjóanes lafmóð. Á sama tima fór Jóhanna Guðmundsdóttir í Króki út á Þingvallavatn frá Hagavík á skautum og elti fallega bleikju þangað til bleikjan stakk af undir ísnum. Lögð hafa verið net undir ís frá Mjóanesi og fengist 12-13 bleikjur eitt til tvö pund eftir tvær til þrjár nætur, sagði Jóhann Jónsson í Mjóanesi í viðtali við blaðið nú í janúar. Kjalarnesið Óvenju vindasamt var í nóvember og desember, búskapur gengið vel víðast hvar. Viðbyggingu Klébergsskóla miðar vel áfram. Nokkrir bílar hafa oltið í hvassviðri, en lítið um meiðsl á fólki. Kjósin Algjörlega hefur verið snjólaust í Kjósinni, en frost mikið í jörðu eftir langann frostakafla. Engin meiriháttar óhöpp hafa verið i héraðinu, fé er allt á húsi að jafnaði, nema nokkrar útigangskindur sem ganga enn lausar. Eitthvað hefur verið veitt undir ís í Meðalfellsvatni, en ekki kunnugt um aflabrögð. Þrettándagleði og brenna var við Félagsgarð í Kjós og fór vel fram, að sögn Magnúsar Sæmundssonar, Eyjum í Kjós. Hotta- kjúklipéur Undarlegt árferði KoppaValdi er hlessa á tíðarfarinu, botnar hvorki upp né niður. Björgunarsveitin Kyndill hefur lítið að gera um þessar mundir, enda enginn snjór, engin óhöpp, ekkert gos og enginn jarðskjálfti. Lífíð heldur áfram sinn vanagang, Vesturlandsvegurinn þegir, slysalaus yftr eitt undarlegasta veðurfar sem ísland hefur fengið um margar aldir. Kötturinn Púli í Teigahverfinu hefúr átt annasamar nætur niðri í gili, mýsnar hafa það huggulegt í þessari góðu veðráttu og hafa enga ástæðu til að kíkja upp í kattarkjaft. Hins vegar mun bleikjunni sem hefur náð að hreiðra um sig í Varmánni ekki líða vel, þegar áin þomar um miðju næsta sumars. Teigagilið hefur marga leyndardóma. Lækurinn sem rennur niður gilið hefur þá eiginleika, að hann dregur að sér ála. Herberg Kristjánsson, hitaveitustjóri varð þess var fyrir nokkmm ámm. Það iðaði allt, þegar grafan fór að grafa upp lækinn. Allt þetta gæti horfið, ef ekki kemur góður vetur. Við þurfúm mikinn snjó í landið, Esjan þarf að fyllast af snjó, mýsnar þurfa að koma upp fyrir Púla og ár og lækir verða að hafa vatn næsta sumar. Annars kemur enginn urriði, engin bleikja og enginn lax upp í læki og ár landsins. Leggjumst á bæn og biðjum um harðan snjóavetur. Vegmerking hf. Grænumýri 5, Mosfellsbæ s: 566 7259 Fax: 566 7456 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.