Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 12
Brot úr sögu bæjar Fjórar orsakir þéttbýlismyndunar Orsakir eða ástæður myndunar bæja á íslandi voru af ýmsum toga en skipta má kaupstöðum í að minnsta kosti íjóra flokka eftir því hvernig þeir urðu til. Fyrst skal nefna hina geysimiklu þéttbýlis- myndun sem átti sér stað í Reykjavík. Undirstöður höfuðborgarinnar eru margvís- legar en það sem mestu skipti að hún varð svo stór sem raun ber vitni er að stjómkerfí landsins var sett þar niður, nánast öll inn- og útflutningsverslun landsins fluttist þangað í byrjun 20. aldar og blómlegar landbúnaðar- sveitir eru ekki of langt undan. I öðru lagi má nefna bæi sem til urðu fyrir og um miðja 19. öld vegna eflingar sjávarútvegs og mikilvægs hlutverks þeirra sem þjónustu- miðstöðvar stórra sveita eða heilla landshluta. I þessum flokki eru t.d. Akureyri, Isafjörður og Seyðisfjörður. í þriðja flokknum em bæir og þorp sem urðu til fyrir og um 1900 nánast eingöngu vegna nálægðar við gjöful fiskimið og tilkomu saltfiskverkunar. Þar má nefna bæi eins og Olafsvík, Bolungarvík, OlafsQörð og Grindavík. Loks má nefna kaupstaði og kauptún sem til urðu sem þjónustumiðstöðvar sveitanna í kring og vegna úrvinnslu landbúnaðarafurða. Flestir bæir i þessum flokki em yngri en aðrir bæir í landinu. Þar má nefna Búðardal, Egilsstaði, Selfoss - og Mosfellsbæ. Tóvinnuverkstæði við Álafoss og ylrækt Þótt kalla megi Mosfellsbæ einn af ungu bæjunum sem byggst hafa seinustu áratugina kringum höfuðborgina er saga upphaflegu þéttbýliskjarnanna samt orðin nokkuð gömul og merkileg. Hún er þó fáum kunn nema ef til vill elstu frumbýlingunum því saga Mosfellsbæjar er enn óskráð. Þess vegna vantar nokkuð á að heildarmyndin sé fullkomlega skýr en samt sem áður má auðveldlega greina helstu orsakir myndunar þéttbýlis í sveitinni sem kalla má hina almennu þætti. Þeir em að minnsta kosti ljórir. Mosfellshreppur var stór og íbúar margir á 19. öld miðað við aðra hreppa í landinu. Árið 1889 vom hreppsbúar 403 og bjuggu á dreifðum bændabýlum frá rótum Mosfellsheiðar niður að Elliðaám. Það fýrsta sem varð til þess að raska aldalangri kyrrstöðu samfélagsins var að árið 1896 setti Björn Þorláksson smiður og bóndi upp tóvélaverkstæði við Álafoss í Varmá. Einnig byggði hann íbúðarhús sem nú er hluti elsta hússins þar á staðnum. Verkstæðið dafnaði og varð að alhliða ullarverksmiðju og seinna klæðaverksmiðju. Til varð lítið verksmiðjuhverfi þar sem starfsfólkið bjó. Þar var sundlaug og merkilegur íþróttaskóli sem Sigurjón Pétursson starfrækti um skeið. Á tveimur fýrstu áratugum 20. aldar fækkaði íbúum í Mosfellshreppi og árið 1920 vom þeir 268. Fjómm ámm seinna var tekið í notkun fyrsta upphitaða gróðurhús landsins á Suður-Reykjum og í kjölfarið byrjuðu hreppsbúar að nýta jarðhita til að rækta græn- meti og blóm í landi Suður-Reykja, Reykjahlíðar og víðar. Byggðahverfí urðu til með tímanum vegna þessarar framleiðslu og íbúum í hreppnum fór aftur að fjölga, vom t.d. 373 árið 1930. Á sama tíma minnkaði hreppurinn að flatamiáli þvi að minnsta kosti þrívegis var land tekið frá honum með lögum og bætt við höfúðborgina, 1923, 1929 og 1943. Þar var um að ræða Elliðaámar, Ártún, Árbæ, Gufunes, Keldur, Korpúlfsstaði og fleiri jarðir. Hernám og Reykjalundur Á ámm seinni heimsstyrjaldar vom nokkur þúsund hermenn í Mosfellssveit og byggðir voru braggar fyrir þá frá Lágafelli að Helgafelli, upp að Suður-Reykjum og að Hafravatni. Heimamenn voru þá um 500 þannig að hermenn vom margfalt fleiri. Hemámið hafði mikil og jákvæð áhrif á atvinnulífið í hreppnum og í landi Suður- Reykja, nálægt Amsterdamhver, var byggt hersjúkrahús sem kallað var Reykjalundur. Eftir stríð tóku Islendingar við sjúkrahúsinu og SIBS reisti þar endurhæfíngarstöð. Komu braggamir þá að góðum notum meðan verið var að byggja reisulegri og vandaðri liús. Þessi rekstur á Reykjalundi hafði mikil áhrif á byggðarþróunina því fjöldi fólks fékk þar vinnu. Það síðasta sem hér verður tilgreint sem hafði afgerandi áhrif á fjölgun fólks í Mosfellsbæ var eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Þá fluttist fjölmargir Vestmanneyingar í bæinn, eða sveitina sem þá var, og á örfáum ámm fjölgaði ibúum um helming. Sést það vel á því að árið 1970 vom þeir 986 en 1744 fimm ámm seinna. Árið 1987 fékk sveitarfélagið kaupstaðarréttindi og nú búa 6.246 manns í bænum. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur. Bær verður til Bæir hér á landi eiga sér fæstir langa sögu. ísland var dreifbýlisland allt frá landnámi fram á síðari hluta 19. aldar. Þá hófust ' miklar þjóðfélags- breytingar sem einkenndust fýrst og fremst af flutningi fólks úr sveitum landsins í þorp við sjávarsíðuna og auknu mikilvægi sjávarútvegs. Þessi ár mörkuðu þannig mikil tímamót í íslandssögunni, endalok gamla dreifbýlis- og landbúnaðarþjóðfélagsins og upphaf nútíma þjóðskipulags, byggt á þéttbýli, sjávarútvegi, iðnaði, verslun og nú siðast líftækni og tölvutækni. Flestir bæir á íslandi eiga rætur í þessu breytingarskeiði á mótum 19. og 20. aldar. o H VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SIMI 566-8300 Óskum þjónustustöðinni í íMosfeC(s6œ innikga tií Ciamingju með viðurCenninguna Auglýsing um starfsleyfistillögu í samræmi við 7. gr. reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, nr. 785/1999, liggja frammi til kynningar starfsleyfistillögur fyrir eftirfarandi fyrirtæki. Tillögumar liggja frammi í afgreiðslu bæjarskrifstofú Mosfellsbæjar, Þverholti 2, jarðhæð, frá 22. janúar - 20. febrúar 2001. Fvrirtæki Gildistími starfslevfis Grísaból ehf, Hamri 3 ár Þjónustustöð Essó, Bjarkarholti. Tímabundið starfsleyfi. 1 ár Þjónustustöð Olis, Langatanga 3 ár Vegmerking ehf. 3 ár Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, fyrir 21. febrúar 2001. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Fljót og góð þjónusta mikið úrvai af ve trardekkjum Langatanga 1a » - Sími í ©

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.