Vísir - 01.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 01.08.1970, Blaðsíða 5
VISIR . Laugardagur I. águst 1970. „Þurr46 verzlun- armannahelgi á útisamkomum ■^/■erzlunarmannahelgin hefur ,,þornað“ á hinum síðari árum. Otisamkomur hennar hér f,T^r á tímum voru einhverjar hin- ar ,blautustu“ skemmtanir þióð- a’-i-nar, vegna óhóflegrar áfengis- drykkju. Svo rammt kvað að drykkju, skapnum, að velflestir höfðu orðiö andstvggð á, og fór svo að lokum, aö menn þoldu ekki mátið. Fjölg- aði æ þeim aðilum, sem að útisam- l^omunum stóöu, er lýstu því yfir. að á viðkomandi svæðum væri öll áfengismeöferö stranglega bönnuð. Nú er svo komið, að hvert ein- asta meiri háttar mannamót um verzlunarmannahelgina er bindind- ismót, þar sem öllu áfengi er út- sk”fað, og gestum tilkynnt með fyrirvara, að hverjum þeim áfeng- isdropa, sem inn á svæðin berist verði hellt niður með lögregluvaidi. Þetta hefur þegar fengið nokk- urra ára reynslu og þykir hafa orð- ið mikili munur til hins betra. Ekki hefur vínútskúfunin neitt dregið úr aðsókn manna á þessar skemmtanir og þessi ströngu viður- lög, sem hafa líklega aldrei verið jafnrækilega auglýst eins og f ár, virðast heldur ekki ætla að verka í þá átt. Að minnsta kosti virtist þegar síödegis í gær mega finna svipaðan vöxt færast í umferðina á þjóðvegunum og venjuiega hefur veriö á föstudögum fyrir verzlun- armannahelgar hinna fyrri ára. Eins og sést á stuttum samtölum, sem hér fara á eftir: og glaðasólskin,“ sagði Sigurður Blöndal, skógarvörður í Hallorms- staðaskógi, þegar blaöið náði tali af honum síðdegis í gær. Siguröur spáði því, að veður yrði þar svipað f dag, heiðskírt með hægri aust- lægri átt. ,,í Atlavík er slangur af venju- legu ferðafólki, en við búumst ekki við helgargestum fyrr en á morg- un (laugardag). Þannig hefur það venjulega verið síðustu árin. Hingað streymir þá fólk úr öll- um fjörðum, t. d. frá Vopnafirði og einnig hefur borið mikið á Horn- firöingum, sem taka sér allir ein- mitt um þetta leyti 2ja vikna frí.“ Samkoman hefst kl. 4 f dag með keppni í frjálsum íþróttum, en dans að verður bæði kvöldin. Húsafellsskógur Mikill hluti umferðarinnar frá Reykjavík og nágrenni í gær lá til Húsafellsskógar. þar sem mest hef- ur verið fjölmennið um verzlunar- mannahelgina, 15—20 þús. manns í fyrra. „Það er drjúgt, sem siæðzt hefur hingað í dag, en sennilega færist ekki þungi í þetta fyrr en með kvö.ldinu,“ sagði Kristleifur bóndi Þorsteinsson á Húsafélli. „Þó'fe'1 nú þegar búið að slá upp þó nokkr- um tjöldum." Þar var glampandi sólskin, hlýtt og stóð vindur af sunnan. Skemmti dagskrá mótsins í Húsafeili er ein- hver sú fjölbrevttasta, og hefur hennar verið getið fyrr í blaðinu. Atlavík „Þaö skipti um veður í morgun, og nú er indælis veður, heiðskírt Vaglaskógur ,,Hér var 14 stiga hiti, sól og blíóa — alveg ijómandi veóur — í LEIGAN s.f. Vinnuvélar til leigu Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar Litlar Steypuhrœrivélar Múrharniar m. borum oy fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmogn, benzín ) j arðvegsþjöppur Rafsuðutœki HDFDATUNI 44- - SÍMI 23400 ! HALLTEX LOFTPLÖTUR 40x40 cm l/z:‘ þykkar. Ný gerð, hagstætt verð. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. Hallveigarstíg 10. Símar 24455'—24459 Skátar gera ráð fyrir fjölda heimsókna foreldra á landsmótið að Hreðavatni, þar sem ungmenni víðsvegar af landinu (reyndar víða úr heimi) hafa dvalið í vikutíma. Þar er sérstaklega afmarkað svæði fyrir fjölskyldutjaldbúðir. dag,“ sagði ísleifur Sumarliðason, skógarvörður í Vaglaskógi, seint í gær. „Það er fátt um manninn hérna ennþá, enda venjulega ekki fyrr en um kvöldiö og á laugardags- morgun, sem fólkið fer að streyma að. Hér byrjar heldur ekki skemmt unin fyrr en á laugardagskvöld." Dansað verður bæði kvöldin í Vaglaskógi, á tveimur stöðum. í öðru tilfellinu verður innidansieik- ur í samkomuhúsinu Brúarlundi. — Aðalskemmtunin fer fram á sunnu dag. Laugarvatn Fólk byrjaði að tínast að Laug- arvatnj strax á fimmtudagskvöld, en stöðugur straumur umferðar var þangaö í allan gærdag og töluverð tjaldborg risin upp síðdegis í gær, þegar blaðið frétti síðast til. „Hér geröi dembu um kl. 2, en ki. 4 stytti upp og er nú bezta veöur og útlit gott,“ sagði símstöðv arstjórinn á Laugarvatni, Anna Böðvarsdóttir, í gær í símtali við Vísi. Búizt er við mikilli aðsókn gesta að Laugarvatni, bæði úr sýslunni og víðar frá, vegna afmælishátíðar héraðssambandsins Skarphéöins. Dansað verður í kvöld á tveim dans pöilum, en báða dagana verða flutt skemmtiatriði, auk þess sem keppt veröur í ýmsum íþróttagreinum báða dagana. Reykjavík og nágrenni Þótt heita megi, að allir fari á ferð og flakk, sem einhvern að- gang hafa að farartækj verða eigi að síður margir Reykvíkingar, sem munu halda sér nærri bæjarmörk- unum. Þeim er þó ekki ómöguleg útivist fyrir það. í næsta nágrenni hafa þeir Saltvík og enn nær er Árbær, þar sem sérstök skemmtidagskrá; fer fram fyrir börn og barnafólk á tímanum frá kl. 13—18 á sunnu- dag. Sjálfsagt munu og margir fara í • vitjunarferö í Sædýrasafnið, en þar hefur einmitt bætzt við enn ein skepnan — nefnilega apinn Níels, , sem vafalaust ‘ á eftir að verða ■ drjúgt til vina meðal heimsækjandi barna. Þá má ekki gleýma Heiömörk. Eflaust heimsækja margir þann fagra stað svo framarlega sem veð- ur Verður gott. Sama má segja um Viðev, sem Reykvíkingar hafa allt í einu „uppgötvað". Kor»/«<v 11 Þl HVCKtif SEH * Siglulirðí. FY&S TA Í^JÓÐí-AS-A FLiTí VA X íytAMÐI i ^ip ITlífÓ, ríOffíLDll AVAILi. I ÍPpV, } tÍTio nrr, Mb ÞíSÍK uHblR. j SAWA HAITfJ $ 'Aíwi (|Sj í., STURl-A ■ h T^MM&fl, N) HCJÖM- h ^ 'St/Æ/r/flJ , /97oA s*70pp, r Gt/MflMí? m f /J£SS~Im -— SYAi/AC&rrrx JcrM/tZ Ék

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.