Vísir - 01.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 01.08.1970, Blaðsíða 8
 VISIR Otgefanli: Reykjaprent nf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjóífsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 tínur) Askriftargjald kr 165.00 ö mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. '■"Iililli >■ 11 Fararheill Ekki er spáð nógu góðu veðri um vérzlunarmanna- helgina. Þó má búast við, að sú venja vérði í heiðri höfð, að menn flykkist úr þéttbýlinu út á landsbyggð- ina. Lengi hefur verið litið á þessa helgi sem hápunkt hvers sumars á íslandi. Og í þetta sinn virðist veð- urútlitið ekki geta hindrað, að svo verði. Og það getur líka breytzt til batnaðar á skömmum tíma. Þannig getur óstöðuglynd’ veðurfarsins á íslandi veríð kost- ur, — þegar menn eru að bíða eftir betra veðri. Umferðin á þjóðvegunum verður væntanlega þung. Lögreglan og félag bifreiðaeigenda hafa mikinn við- búnað til að mæta þeim vandamálum, sem upp kunna að koma. Vegaþjónusta verður í öllum landshlutum og mörg bílaverkstæði verða opin til skyndivið- gerða. í þessari þjónustu felst mikið öryggi fyrir ferðamenn. Alltaf er verið að hvetja ökumenn til að fara var- lega á þjóðyegunum. Það er því líklega að bera í bakkafullan lækinn að taka hér undir þá hvatningu. Þó er rétt að minna á, hve auðvelt er að eyðileggja fyrir sér þessa góðu helgi, ef menn eru óvarkárir og verða fyrir óhöppum á bílum sínum. Það er því hagsmunamál hvers og eins að sýna tillitssemi og þolinmæði í hinni þungu umferð um þessa helgi. Um nógar útisamkomur er að velja i þetta sinn. Á Vesturlandi er það Húsafellshátíðin og skátamótið við Hreðavatn. Á Suðurlandi er það afmælishátíðin að Laugarvatni og mótið í Galtalækjarskógi. Á Norð- urlandi er það Vaglaskógur og á Austurlandi Atla- vík. Því hefur verið spáð, að um 35 þúsund manns muni sækja þessar meiri háttar hátíðir. Á hátíðasvæðunum verða menn að gæta þess vel að garma vcl um og skilja hvergi eftir rusl né óprýða náttúruna á annan b.vt. Hún er mikilvægari og við- kvæmari en stoiugóifið heima. Menn eiga því að setja sér þá lágmarkskröfu að ganga betur um náttúr- una en stofugólfið. Þetta er sérstaklega mikilvægt a mótunum, þar sem fjölmenni er saman komið, en gildir að sjálfsögðu um alla staði á landinu. Ekki mega menn heldur spilla gíeði annarra með drykkjulátum og leiðinlegri framkomu. Á sínum tíma höfðu þessar helgar heldur slæmt orð á sér. Sem betur fer hefur það breytzt mjög á síðustu árum, síðan hátíðahöld fóru að aukast um verzlunarmanna- helgina. Þessi helgi ætti einnig að geta tekizt vel að því leyti. Skipuleggjendur löggæzlu, bílaþjónustu og hátíða hafa unnið mikið og gott undirbúningsstarf fyrir bessa verzlunarmannahelgí Að öUu samanlögðu virð- ist lítið skorta á, að helgin geti orðið sem flestum hinn ánægjulegasti hvfldartími. i.l V1SIR . Laugardagor 1. ágúst 1970. ER BREZKA SAMVELDIÐ FEIGT? Brezka stjórnin hefur komizt í mikil vandræði vegna þeirrar ráðagerð- ar að selja vopn til Suð- ur-Afríku. Svertingjarík in I Afríku og mörg Önn- ur brezk samveldislönd hafa tekið þessu illa. Þau telja, að með vopna- sölu séu Bretar að styðja við bakið á hinni hötuðu ríkisstjórn Suð- ur-Afríku og efla að- skilnaðarstefnu hennar. Brezka stjórnin heldur því hins vegar fram, að henni sé í rauninni nauð ugur einn kostur. Sovét- ríkin séu að verða ein- ráð á Indlandshafi, og Bretar verði að styrkja sjóher Suður-Afríku í þágu vestrænna þjóða. Rússar einvaldir á Ind- landshafi eftir þrjú ár Brezki utanríkisráðherrann Sir Alec Douglas-Home þykist hafa fært haldgóð rök fyrir brevttri stefnu Breta i málum Suöur-Afríku, Hann bendir á aö fyrir aðeins þremur árum mátti heita, að brezkj sjóherinn væri einn um hituna á Indlandshafi, Nú stefni þróunin í þá átt, að innan þriggja ára verði sjóher Sovétríkjanna orðinn einn á þeim slóðum. Mikilvægir flutningar eigi sér stað um Indlandshaif, sjóleiðina suöur af Afríku. Vestræn ríki hafi tryggt að Rússar geti ekki sett þeim stólinn fyrir dyrnar á Atlantshafi. Hins vegar yröi ekki hægt að þoja, aö Sovétríkin fengju aðstöðu til að loka sjó- laiðinni sunnan Afríku fyrir skip um vestrænna þióöa. Þar sem Súezskurður er nánast í trölla- höndum vegna deilu Egypta og ísraélsmanna, þá sé að sjálf- sögðu ekki tre.vstandi á þá flutn ingaleið og auk þess eflast Rúss ar i Mið-Austurlöndum. Olíu- flutnmgarnir suður fyrir Afrfku séu lífsnauðsynlegir vestrænum rikjurn. Reynslan frá Kúbudeilunni Menn kynnu aó segja, aö yfir burðir Rússa á Indlandshafi yrðu ekki „svo bölvaöir" i sjálfu sér. Ef Sovétríkin hindr- uðu skip á þeirri leið, mætti telja afl stríð heföi brotizt út. sem næði til annarta heims- hluta. Hins vegar má benda á hversu itfsnsuðsynlegt það vai fyrir Bandaríkin í Kúbudeilunni forðum daga að bandaríski sjó herinn gat lokað siglingaleiðinni til Kúbu fyrir Rússum, ef hann vildi. Bandaríski sjó- og flugher inn hóf belnlínis eftirlit með rússneskum skipum á þeirri leifl. Rannsakað var nákvæm- lega hvem farm skipin fluttu og þannig tryggt. afl Rússar fluttu á brott hinar langdrægu eld- flaugar, sem þelr höfðu komið fyrir f ríki Castros. Af slíktim dæmum má ráða, að yfirburð ir eins herveldis á ákveðinni sjó leið eru mjög mikilvægir. Yrðú ekki notuð gegn uppreisnarmönnum Brezka stjórnin vill hindra ein okun Rússa á Indlandshafi meö því að styrkja sjóher Suður- Afríku. 1 yfirlýsingum brezku ... og jafnvel Trudeau í Kan- ada lætur ófriðlega. Illlllllllll fl® Umsjón: Haukur Helgason stjórnarinnar er skýrt tekiö t'ram. að tæknilega fullkomin vopn handa sjóher S-Afríku gætu aldrei veriö notuð f bar- áttu stjómar þess lands gegn uppreisnarmönnum innanlands. Nokkuð krælir á uppreisn svertingja gegn ríkisstjóm Suð- ur-Afríku og gæti hún færzt i vöxt. Mikill meirihlutj lands- manna eru svertingjar, en ríkis stjórn hvítra manna fylgir svo- nefndri aðskilnaðarstefnu, apar- theid, sem i rauninni á afl tryggja ofurvöld hvftra manna i landinu. Afríkumenn, sem nú hafa mötmælt áætlun brezku stjómarinnar, líta á sérhveiu Nyerere, forseti Tansaníu, hótar að segja ríki sitt úr samveldi við Breta. stuðning við stjóm S-Afríku sem beina móögun við sig og ógn- un. Brezki utanríkisráðherrann segist ekkert illt vilja svert-. ingjum, en þeir hafi ekki hlust ■ að á rök sín. Suður-Afríkumenn hatfa held- . ur ekki verið í teljandi vandræð um með vopnakaup víöa um heim, þegar um ræöir hin „venjulegu vopn", sem notuð eru og yröu í baráttu við upp- reisnarmenn. Frakkar selja þeim meðal annars vopn. Samband 28 ríkja Þetta mál hefur hins vegar eins og við mátti búast, stofn- að brezka samveldinu í hættu. Brezka samveldið er samband brezka „móðurríkisins*1 og 27 fyrrverandi landssvæða þeirra víða um heim. Brezka stjórnin ■ leitaði þegar í upphafi til þess ara ríkja og spurðj um „álit þeirra“ á fyrirhugaöri vopna- sölu til Suður-Afríku. Svörin bárust fljótt frá svert ; ingjaríkjunum 1 Afríku. Tansan ' ía. Úganda og Zambía mótmæltu > og hótuðu úrsögn úr samveld-' inu ef ráðagerðinnl yrði hrund , ið i framkvæmd. Jafnframt bár-, ust hörð mótmæli frá Indlandi og Kanada. Kenya hefur hins- vegar tvistigið og virðist engan vilja móðga. Bjóða Rússum flotastöðvar? Hin fyrirhugaða „samvinna Breta og Suður-Afríkumanna“ í vömum á sjó á sér formælend- ur fáa í samveldinu. Meö þeirri áætlun eru Bretar að hverfa frá stefnu Wilsons, fyrrum for- sætisráðherra, sem stöðvaði vopnasendingar til Afríku árið 1964, þá stefnubreytingu skilja hlutlausu samveldisríkin ekki. Bretar spyrja sig því nú, áður en þeir stíga skrefið til fulls, hvað óánægðu ríkin muni gera, þegar á hólminn kemur. Margir telja, að jafnvel Nyerere forseti Tansaníu muni ekki ganga út samveldinu, heldurmuni Tansa- nía og nokkur önnur ríki slíta stjómmálasambandi við Bret- land um skeið. Það skref er „dip lómatiskara" og auðvelt yröiað hefja aftur stjórnmálasamband seinna svo að lítið bæri á. Menn telja, að þessi ríki geti ekki af neinu viti sett viðskipta bann á Breta, til dæmis sé kop arinn frá Zambíu seldur með þeim hætti á heimsmarkaöi, að ekkj verði unnt að hindra Breta í að kaupa hann eins og aðrir. Hins vegar óttast menn, að Af- ríkuríkin kynnu i bræði sinni að bjóða Rússum flotastöövar og víkja með þvi frá stefnu Sambands Afríkurikia. að erlend ríki hafi ekki stöðvar á afriskrí grand. Það er því í mörg horn að lfta við ákvöröun brezku stjómarinnar. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.