Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 4
V1SIR . Fimmtudagur 13. ágúsf 1970. Fram fékk óskabyrjun í Vestmannaeyjum og vann 2-0 Umsjón: Hallur Simonarson FRAM íékk sannarlega óskabyrjun í 1. deildar- ieiknum í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi og eftir að- eins tvær mínútur hafnaði knötturinn í marki heima- manna, þegar hinn eldfljóti , Einar Árnason fékk góða fyrirgjöf utan af kanti, og spyrnti strax á markið og knötturinn fór af Páli Pálmasyni og inn. Og eftir að Fram skoraði annað mark um miðjan hálfleik- inn má segja, að úrslit hafi verið ráðin — þótt svo munur á liðunum hafi ekki verið ýkjamikill. EINSTAKT! Þetta var fjórði heimaleikur Vestmannaeyinga í deildinni í sum- ar — og annar tapleikur þeirra þar, og eftir þessi úrslit eru möguleikar þeirra að hljóta íslandsmeistaratit- ilinn í ár næstum úr sögunni, en Reykjavíkurmeistarar Fram styrktu stöðu sína og eru nú aðeins tveim- ur stigum á eftlr efsta liðinu Akra- nesi — en þó er sá galli á, að Fram hefur tapað öllum stigunum sex gegn efstu liðunum, gegn Akra- nesi á Melavelli, og báðum leikj- unum gegn Keflvíkingum, og það er ávallt haettulegast að tapa stig- um til aðalmótherjanna. En snúum okkur að leiknum í gærkvöldi. Eftir mark Einars náði Fram ágætum leikkafla og knött- urinn var að mestu á vallarhelm- ingi heimamanna, þar til á 15. mín., MALLORCAFERÐ FYRIR AÐEINS 10 KRÓNUR Ve áá keppandi er hlýtur hæstu spilatölu í Bowling (Á Regulation-spili) meðan keppni stendur yfir hreppir: ® Ferð til Mallorca með Sunnu og gistingu á fyrsta flokks hóteli og máltíðir. t " sí $ Veiztu nema þú náir hæstu spilatölunni strax í dag? TÓMSTUNDAHÖLLIN á horm Nóatúns og Laugavegar Ferðir um næstu helgi. Á föstudagskvöld: 1. Landmannalaugar — Eldgjá - Veiðivötn. 2. Kjölur — Kerlingarfjöll.' 3. Karlsdráttur — Fróðárdalir. Á laugardag: Þórsmörk. Á sunnudagsmorgun kl. 9.30: Marardalur — Dyravegur. Ferðafélag íslands Símar 19533 og 11798. að Eyjamenn náðu sínu fyrsta hættulega upphlaupi, en Þorbergur Atlason varði vel spyrnu frá Sig- mari Pálssyni. En síðan urðu leik- menn Fram hættulegir aftur og á 22. mín. tókst Sigurbergi Sigsteins- syni að skora annað mark Fram. Elftir markið drógu leikmenn Fram sig heldur í vöm, en þótt Eyjamenn sæktu meira, þaö sem eftir var hálfleiksins var sjaldan ógnun í sókn þeirra. í síöari hálfleiknum náöu Eyja- menn hættulegu upphlaupi strax í byrjun — og Örn Óskarsson komst inn fyrir — Þorbergur hljóp á móti honum, og Örn lyfti knettinum yfir hann — en einnig yfir markið. Nokkru síðar tókst Fram að skora — en markiö var dæmt af vegna rangstöðu — og um miðjan hálf- leikinn áttu Eyjamenn nokkifr hættuleg skot á mark Fram. en Þorbergur stóð sig ágætlega í mark- inu og varði alltaf — hann bætti þarna upp slakan leik sinn á móti Keflavík nýlega. Eyjamenn voru meira í sókn nær allan hálfleikinn, en tókst aldrei að finna leiðina i markið. Veður var hiö fegursta, þegar leik urinn fór fram og áhorfendur vom margir — en vöHurinn var hins vegar erfiður og þungur vegna rigningar undanfariö og allt fram til kl. þrjú keppnisdaginn. Elmar Geirsson lék nú aftur með Fram — fyrsti leikur hans síðan hann meiddist í landsleiknum við Dani í sumar — og var bezti maður liðsins, en einnig var Ásgeir Elías- son ágætur. Hjá Eyjamönnum var Einar Friöþjófsson beztur, Öm var duglegur, og Sævar og Sigmar áttu góða spretti. Dómar.i var Valur Benediktsstm og sleppti hann allt of mörgum augljósum brotum. KR-Valur í kvöld Keppnin i 1. deild heldur á- fram í kvöld og mætast þá gömlu keppinautamir KR og Valur á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 19.30. Mögu- leikar KR-inga til að hljóta ís- landsmeistaratitilinn í ár eru nú orðnir mjög litlir, þar sem þeir eru nú þremur stigum á eftir Akumesingum, en staðan er þó ekki verri en það, að KR-ingar eiga eftir að leika við öll efstu liðin í deildinni á Laugardals- velli, og með sigri í þeim leikj- um gæti margt breytzt. En til þess að halda spennunni þurfa þeir auðvitað fyrst að vinna Val 1 kvöld. í fyrri leik liðanna sigraöi KR með eina markinu, sem skoraö var í leiknum — úr vítaspymu, og KR var heppið að hljóta bæði sfigin í þeirri viðureign. Fyrir Valsmenn er leikurinn mjög þýðingarmikill — eins og reynd- ar allir leikir Valsmanna, sem etftir eru í mótinu — því þeir era í neðsta sæti í deildinni,1 og, ef þetta gamla, góða félag ætlar að verjast falli niður í 2. deild, verða nú að fara fást stig, en Valur hefur tapað síöustu fimm leikjum sínum í deildinni. *lL FERÐAFÓLK! Bjóðum yður 1. fl. gistingu og greiðasölu í vistlegum húsakynnum á sanngjömu veröi. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 96-12600 Everton-leikmennirnir byrjuðu keppnif *:mabilið vel, þegar þeir unnu Chelsea í hinum árlega leik deilda- og bikarmeistara. Fyrsta mark Everton í þeim leik skoraði hinn ungi, ljóshærði Alan Whittle, einn efnilegasti leikmaður liðsins nú, m eð hörkuskoti efst í markhornið, og á myndinni sjáum við knöttinn fara í netið fram hjá enska landsliðsmanninum Peter Bonetti í Chelsea-mark- inu. Fallegt mark það, og í næsta mánuði fáum við að sjá hina snjöllu leikmenn Evertcm leika við Keflvlkinga á Laugardalsvellinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.