Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 13
13 V1S IR . Fimmtudagur 13. ágúst 1970. Fjölskyldan og „Berbrj ósta“-tí zk- an í algleymingi Þær, sem ekki vilja ganga berbrjósta eða brjóstahaldalausar undir blússunni, ættu að verða hrifnar af bolunum, sem nú ryðja sér mjög til rúms. Skálarnar eru óstoppaðar, en gefa þó svolítinn stuðning. Námskeið í lopapeysu- prjóni að hefjast JJeynsia síðustu ára hefir sýnt fram á að mikil framtíð er i sölu og útflutningi á fslenzk- um lopapeysum. Langflestar þær konur, sem prjóna slíkar lopapeysur, eru rosknar og þvi ákvað Kvenfélagasamband ís- lands að efna til námskeiða í lopapeysuprjóni konum að kostnaðarlausu. Fyrsta nám- skeiöið stendur nú yfir að Hallveigarstöðum, dagana 10.— 14. águst og geta þær konur sem áhuga hafa á þessu haft samband við skrifstofu Kven- félagasambandsins. Það er Ála- foss h.f. sem greiðir laun benn- arans og ferðir nemenda tdl og frá Reykjavfk. Kennslutíminn er frá 9.30 til 12.00 og frá 14.00 til 17.00 daglega. Prjónar og efni verður selt á vinnustað á niöur- settu verði. Áiafoss h.t býðst til að kaupa aliar peysur sem standast gæðamat. sérstakir skuggar til að undirstrika form brjóstanna Cumir vildu halda því fram, þegar maxitízkan var aö komast í hápunkt, að hún myndi draga nokkuð úr kyn- þokka kvenfólksins, sem henni klæddist. En nú hafa tízkukóng- amir sýnt fram á annað. Maxi- kjólamir eiga nefnilega að vera fráhnepptir niður undir mitti, a.tn.k. meðan hlýtt er í veðri. Og að sjálfsögöu er ekki gengið í brjóstahöldum undir frekar en verið hefur í vor. Hins vegar fylgir dálítiH böggull skarnm- rifi. Fæstar konur em fyllilega ánægðar rneð brjóst sín. Erlend- is er meira að segja fariö að framieiða gervibrjó&t, setn eru svo eðiileg, að hægt á að vera að festa þau utan yfir sín eigin og á þá ekki að sjást hvort þau eru ekta eða ekki. Fyrir þær sem finnst þær hafa of flatan barm, en kjósa þó ekki að líma yfir hann gervibrjóst, er til eitt ráð. Það er að nota kinnaskugga til að púðra á milli brjóstanna. Þetta verður að sjálfsögðu að vera mjög lítið, en brjóstin virð- ast stærri og bringan fallegri, af gripið er til þessa ráðs. Kjól- amir eða blússumar eiga svo að vera opin út á geirvörtur, en heldur ekki lengra. Harriet Hubbard Ayer snyrtivörufyrir- tækið er meira að segja farið að framleiða sérstaka skugga til þess arna, en hann nefnist Ayers Tint Compact nr. 2 og er rauð- brúnn að Iit, mjög svipaður kinnaskugga. í leiðbeiningum segir, að skuggann eigi að nota til að „teikna lauslega útlínu brjóstanna“ og þannig undir- strika form þeirra. Líklega verð- ur þó þess nokkuð að bíða að þessir skuggar komj hingað á markaðinn, þvi að enn þá er „berbrjósta“ tízkan lítið farin aö iáta á sér kræla hér. Eftirréttur Það er ekki nauösynlegt að flysja eplin, sem eru notuð í þennan rétt, en betra er að taka kjamann úr þeim. Síðan eru epl in sneidd niöur í þunna báta og raðað í velsmurt ofnfast fat eins og tígulsteinum er komið fyrir á þaki. Ofurlitlum sykri stráö yfir og ofurlítið smjörlíki sett þar ofan á, síðan er sett mikið af flysjuðum og niðurskomum möndlum, sem fást tilbúnar í pokum í verzlunum, yfir. Rétt- urinn er látinn vera í 10—15 rhinútur í 225 gráöu heitum ofni, eftir því hversu þétt epla- bátunum hefur verið raðaö Möndlumar eiga að taka ofurlít- inn lit. Meö réttinum á að hafa fskaldan en ekki þeyttan rjóma — fyrir þá sem vilja og eru ekki hræddir við hitaeiningamar. Hneppt frá að framan niður undir mitti, en aðeins lítill hluti brjóstanna sjáanlegur, segja tízkukóngarnir. „Matur er mannsins megin" segir málshátturinn, og um helgar gerum við okkur oft glaðan dag með því að hafa fínni mat en aðra daga vikunn- ar' Oft samanstendur þessi ffni matur af brösuðum steikum og öðru þungmeltu fæði og þvf er gott að hafa léttan eftirrétt. — Ekki sakar að fljótlegt sé að búa hann til. Epli f fati er auðveldur eftir- réttur, sem er dálítið öðruvfsi en allir tilbúnu búðingamir, sem er algengt að hafa hér um helg- ar os bvf einnio tilbrevtne f. „Það er erfitt fyrir konu. AHt | annað fyrir yður. Vitiö þér hvað ég er að fara, monsjör Elie? Ég komst að þessu fyrir þrem dög- , um, þegar ég var að taka til í her berginu hans.“ / „Monsjör Michel hefur kom- izt í tæri við slæmt kvenfólk!" .• sagði hún. „Þér getið sjálfur séð.“ Og án þess að biða eftir nokkr um viðbrögðum af hans hálfu, ; snaraðist hún inn í herbergið og kom út aftur með nokkrar ljós- myndir. Þær vom ekki innramm '• aðar. Þær höfðu verið teknar með sömu vé-1 og myndirnar af hús- kn. „Aldrei hefði ég trúað því að nokkur kvenmaður léti taka myndir af sér þannig!" , Myndimar vora sex talsins, ! fjórar af annarri konunni, tvær I myrtdir af hinni. Þær voru alls- naktar, liggjandi f rekkju á sum um myndunum, standandi úti við glugga á öðrum. Það mátti sjá að þær höfðu verið teknar í tveim mismunandi herbergjuni, bæði herbergin voru ' búin mjög hversdagslegum hús- gögnum, eins og herbergi, sem maður getur tekið á leigu stund og stund. Birtan var léleg og myndimar óskýrar. Önnur konan, sú yngri og fall egri, kunni þvf bersýnilega ekki sem bezt að láta taka myndir af sér nakinni en hin sem var með viðlíka mikil brjóst og ungfrú Lóla, setti sig í klúrar stellingar fyrir framan ljósmyndavélina. „Munduð þér hafa trúað slíku á hann? Ég skil ekki hvemig hann hefur getað komizt f kynni við slfkt kvenfólk, nýkominn hingað og kann ekki stakt orð í frönskunni. Það sem ég hef þó mestar áhyggjur af, er það að hann verði sér úti um einhvem hræðilegan sjúkdóm, ef þessu heldur áfram.“ 1 munni hennar vora þessi orð einhvem veginn viðlfka gróf og dökki þríhymingurinn á kooun- um á myndunum. „Kannski ætti ég að skrifa móð ur hans. Hún sýnir mér svo mik- ið traust, en ég óttast bara að það mundi valda henni svo þung- um áhyggjum." „Það máttu alls ekki“, sagði hann, og sá eftir því um leið og orðin hratu af vöram hans. „Haldið þér kannski að ég ætti að tala við hann? Ég er viss um að hann hefur ekki minnstu hug- mynd um f hvíHka hættu hann stofnar sér. Ég býst við að þér viljið ekki taka það að yður, er það?“ „Þetta er mál sem kemur mér ekki við.“ „Hann er yngri en þér ....** „Aöeins tveim áram.“ 17 „Hann er mun yngri að þroska. | Eins og þér sjáið, þá hefur hann ekki snefil af lífsreyrtslu. Slíkar ! kvensniftir sækjast eingðngu eft- j ir peningum. Þær eyðileggja | heilsu hans gersamlega. Ég hafði I strax áhyggjur af honum, þegar hann sagðist hafa hitt nokkra rúmenska kunningja sína héma, þvf að ef það væra heiðarlegir, ungir menn, væri ekki heldur neitt því til fyrirstöðu að hann byði þeim hingað heim.“ Áhyggjur hennar voru sannar lega ekkj nein uppgerð. „Hugleiðið þetta nú samt, mon- 1 sjör Elie. Gerið mér þennan J greiða. Ég er ekki £ vafa um að j hann mundi hlusta á yöur. Hann j ber virðingu fyrir yður. Ég verð j að fara upp á loft og ræsta her- bergin. Þér gerið mér þann greiða að taka á móti mjólkinni, eins og þér eruð vanur, ekki satt?“ Hún skildi ljósmyndimar eftir á borðinu, og þegar hún kom aft ur eftir þeim til að setja þær á sinn staö, tók Elie, sem hafði ver iö að skoða þær, spor aftur á bak í skyndi. Hafði hún veitt þvf athygli? Þegar hann skoðaði þær áður fann hann blóðið stíga sér til höfuðs, og þegar húsmóðirin minntist á hina hræðilegu sjúk- dóma, hafði hann litið undan svo i að hún tæki ekki eftir hvað hon- j um varð undariega við. Hann hafði sjálfur sýkzt af sliíkri veiki eftir aö hann kom hingað, það var fyrir tveim ár- um, og hann hafði átt í vandræð. um með að stunda sjálían sig án þess að frú Lange fengi nokkurn. grun. Og nú hafði hitzt svo á, aö- stúlkan, sem hann hafði smitazt- af, var svo merkilega Ifk þeirri brjóstamiklu á myndunum, að. honum datt f hug að það væri ein og sama manneskjan. Það var ekki heldur neitt sem mælti f mót að svo gæti verið. Báðar voru klunnalega klúrar og eggj- andi. 1 hverfinu heima i Vilna, þar sem piltar og stúlkur tóku til við kynmök á unga aldri, hafðihann aldrei haft nein afskipti af kven- kyninu. Ekki heldur þegar hann var í Bonn. Honum hafði aldrei komið neitt þess háttar I hug þá. Það var hér I Liége, sem það átti sér stað — í fyrsta og eina skiptið á ævi hans, enn sem kom ið var. Það gerðist eitthvert kvöldið að hann villtist í borg- inni og kom i götu, þar sem meira og minna fáklæddar konur stóðu úti í hverjum húsgluggaog gáfu vegfarendum merki. Suma- stóðu I húsadyrum og gengu i veg fyrir þá og ávörpuðu þá klúram oröum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.