Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 2
„Allt í lagi Gaston“ Richard Burton keypti sér und- ir lok ágústmánaðar s.l. bíl einn af Cadillac gerð og kostaði dýr- gripur sá £7000. Um daginn lenti bíll þessi I svo höröum árekstri, að líkur eru á að ekki þýöi að reyna að gera við hann. Cadillac þessi var hvítur að lit og hafði honum aðeins verið ekið 430 míLur er óhappið varö. >að var í Margate, London sem óhappið varð. Bílstjóri Burtons, Gaston Sanz ók bílnum með tveim mönnum í. í morgunsárið ók Gaston fremur greitt og menn imir tveir sátu I aftursæti og gerðu sér gott af veitingum þeim sem bar bílsins hafði upp á að bjóða. Allt í einu ók Gaston á skilti sem á stóð „Innakstur bannaður" — skiltið fór auðvitað um koll og sama gerði bíllinn því að hann hentist af skiltinu og á næsta vegg — hvar hann „bruddi sína síðustu svefntöflu“ eins og Burt- on á að hafa komizt að orði. JNei, nei“, sagði Burton við fréttamenn, „ég rak etoká Gaston, honum hefur verið fyrirgefið". Mennimir sem í bílnum voru hlutu smávægilegar skrámur og Gaston Sanz hruflaðist á nefi. ■ ■ t» 0** >f Tekur ekki við ávísunum Karl nokkur Wameck, þýzkur hjúkrunarmaður sem starfar við sjúkrahús í Kent, Eoglandi er í vanda staddur. Fyrst er hann kom aö sjúkra- húsinu var hann aðeins lausráð- inn og fékk borgaö vikulega. Síð- an var hann tekinn á mánaðar- kaup og þá vildi rekstrarstjóri sjúkrahússins borga honum meö ávfsun eins og öðrum föstum starfsmönnum sjúkrahússins. En, nei! Karl neitaði að taka við ávísun — sagðist hafa fyrirlitn- ingu á þannig pappírssneplum og þeim væri enda sjaldnast að treysta. Fyrirtæki sem borguöu starfsmönnum sínum með papp- írssnepli og nokkrum blekslett- um. Rekstrarstjórinn virðist á- starfsmönnum sínum. Það var fyrir 3 mánuðum sem Karl geröi þessa grein fyrir skoðunum sín- um. Rekstaarstjórinn virðist á- móta þverhaus og Karl, þvf að hann breytir ekki út af reglunni og segir það víðsfjarri sér að fara að þjónka undir þvílíka dynti í einum Þjóðverja. Annað hvort fái Karl kaupávísun eða ekkert. Og Karl vill heldur ekk- ert. Hann hefur unnið kauplaust f 3 mánuði og rétt getað dregið fram lífið í sjálfum sér og fjöl- skyLdunni meö því aö ganga á það sparifé sem hann átti, en það var hreinasta óvera. Og nú verð- ur Karl að herða sultarólina. Hann vonast reyndar til að fá greitt bráðum í peningum, því verkalýðsfélag hans hefur tekið málið til athugunar og segist Karl vongóöur úr þvf þannig er komið. • Simon Spies vill biarga NB! Á mánudaginn skýrðum við frá þvi að NB!, danska frétta- tímaritió væri komið á kúpuna og myndi ekki halda áfram að koma út nema einhver hlypi und ir bagga og hjálpaöi til með fjár magn. Palle Fogtdal, útgefandi blaðsins, benti blaðamönnum NB! á, að Simon Spies, sá er allra manna rfkastur hefur orðið af ferðaskrifstofurekstri, væri hugs anlegur útgefandi. Blaðamenn munu hafa' tekið dræmt í þá hugmynd Fogtdals, en er Simon Spies las í morgim- blöðunum um jarðarför NB! varð hann óöur og uppvægur meö að athuga möguleika á að fjármagna blaðiö. Hann hringdi i Palle Fogtdal og þeir ræddu lengi saman um erfiðleikana sem aö NB! steöja og að lokum sagði Spies að það yrði sér ekki dýrara en að opna nýja ferðamannaleiö aö leggja fram nægilegt fé til að halda NB! uppi. ....blaðið ekki nógu gott“ Og hvað er það sem fær ferða skrifstofumann til að leggja fram fé í fréttatímarit? — spuröu blaðamenn hann. „Jú, það á einfaldlega að vera til vikurit eins og NB! — og ef ekki fást nægilega margir kaup endur hér heima í Danmörku, verður að selja blaðið erlendis líka. Það verður að dreifa blað- inu út um alla Skandinavíu." En upplag blaðsins minnkar nú frá þvi sem það var í vor. — „Það getur aðeins stafaö af því að blaðið er ekki nógu gott“, sagðj þá Spies, „og nú ætla ég að ræða við fulltrúa ritstjórnar blaðsins og athuga hvort starfs- menn þess kæra sig um aö ég fjármagni það. Ég mun meöal annars spyrja þá hvort viö eigum ekki nægilega hæfileikaríkt fólk hér heima til að halda blaðinu samkeppnisfæru við Der Spiegel, Time og Newsweek. Það er nauð synlegt aö það fólk sem hefur nægilega menntun til að bera til að lesa þessi síðasttöldu blöð, geti einnig fengið fróðleiksfýsn sinni fullnægt með því að lesa NB!“ Simon Spies er sennilega sér- kennilegasti maðurinn sem upp eina línu í NB! Aðeins leggja fram 3 milljónir í byrjun til að blaðið geti komið út.“ hefur komið i viðskiptalífinu á Norðurlöndum um langa hríð. Hann gengur eins og hippi tii fara .Heldur um sig hirð af stúlk um sem kallast ýmist einkaritar- ar hans eða hjúkrunarkonur. — Hann byrjaði sinn viðskiptaferil á engu — veðsetfci í upphafi hring inn sinn, segir hann sjálfur, en nú er hann að verða einhver auö ugasti maður Norðurlanda. Um daginn fór hann i ferðalag um Jótland og fylgdi honum þá flokkur fréttamanna eins og æv- inlega, en ekki voru þeir síður forvitnir eftir að fréttist um hugs anleg afskipti hans af NB! Meðal þeirra spuminga sem hann svaraði á ferðinni voru t.d.: Hve mikið græðiö þér á hverjum feröamanni sem þér sendið út í heim? „Ég græði svona 11 danskar krónur — en svo hef ég líka aukatekjur 'af tryggingum og þ.h. Hvernig mynduð þér haga rekstri járnbrautanna ef þér yrð uð aðalforstjóri DSB? „Og mundi lækka fargjöldin og gera járnbrautir aö góðum samgöngutækjum“. Hve mikið borgið þér í skatta? „Ég og fyrirtækin sem ég á: Liðlega 10.000 (danskar) á dag“. Hváð er á bak við skeggið? Hver er þessi laglegi maður? — Jú, þaö er mynd af honum annars staðar hér á síöunni — nefnilega Simon Spies. Myndin er tekin fyrir 5 eða 6 árum. Spies veit fátt ánægjulegra en að tala við blaðamenn — það er enda orðinn viðburöur að líta I danskt dagblað og sjá þar ekkert um Spies. Hann er þekktur fyrir blaða- mannafundina sem hann heldur, því hann svarar öllum spuming- um hispurslaust og vill reyndar hafa þær sem fáránlegastar, „fólk ið vill nefnilega gjaman frétta sem mest af þessum „undarlega manni"“, sagði hann eitt sinn, og ef „ég tek við útgerðinni á NB! þá mun það eitt verða fciil að ".w v.v • ■ •• SHg.r/wv' • 0 : : : I S IsP *' M • „Það eru svo sem til afmannigamlar myndir“. Eitt ógnarstórt egg leggur þarna upp í langa ferð. Þessi úthafs- reisa eggsins verður þó að líkindum ekki skráð á spjöld sögunn- ar, en eggi þessu var hrundið á flot á Kanaríeyjum. — Það var svissneskur listamaður, sem eggið gerði, og er það 10 fet að lengd, gert úr plastfroðu og þakið með ^’pappír. — Banki einn f Sviss lagði £5000 í listaverkið og nú eru 3 mánuöir liðnir frá því það lagði upp frá Kanaríeyjum út á Atlantshafið. Ekkert hefur til þess spurzt síðan. Sem betur fer þá er enginn maður um borð. hleypa sölunni upp, því allir vilja lesa blaðið sem „undarlegi mað- urinn" gefur út.“ Jens Otto Krag formaður danskra sósíaldemókrata varö óður og uppvægur er hann frétti af þvi að Spies myndi kannski kaupa NB! og benti hann Spies á að það „væri bráönauðsynlegt að auka lesendafjölda NB! ef það ættj að ramba áfram, „og þaö yrði þvi aðeins gert að blaöiö hætti að „endurspegla borgara- legu pressuna" og tæki svolítið mið af krötum. „Sósíaldemókrata flokkurinn er tilbúinn að styðja blaðið í slíkri viðleitni“, sagði Jens Ottó. Spies ku ekki hafa ginið við þessu. Hann yppir bara öxlum og glottir viö ljósmyndurum blað- anna. Hverja 3 hluti tækjuð þér með yöur, Spies, ef sietja ættj yð- ur niður á eyðieyju? „Mína góðu samvizku, kassa af viskíi — og blaðið sem sa um aö þessi fundur yrði haldinn." Hvernig er hægt aö kyssa svona skeggjúða eins og yður? Maður klórar honum bara á bakinu og blæs í eyrun á honum". Hefur aldrei kviknað i skegg- inu á yður, þegar þér fáið yður eld i sígarettu? „Nei — vér mennirnir erum eiginlega anzi hentuglega hann- aðir af náttúrunnar hendi.“ Sofið þér með skeggið undir eða ofan á sænginni? „Nei, heyrið þér nú — svona má ekki spyrja, því nú hef ég ekki hugmynd um hvernig ég á að sofa í nótt!“ Á hvaða íþrótt leggið þér helzt stund? „Bing-bing-pong“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.