Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 16
ÞriOjudagur 10 milljónir manna lósu r um Island >að má gera ráð fyrir að uin i 10 milljónir Bandaríkjamanna ( I hafi lesið um ísland fyrsta I suflnudaginn í október. Þá birt- ist íslandsgrein í útbreiddasta | I dagblaði Bandaríkjanna, sem gef ( | ið er út á sunnudögum f rúm- lega 3,1 milljón eintaka. Blaðið er Daily News. Grein I in fjallar um íslandsferð grein ( | arhöfundar á vegum Laftleiða. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem 1 Loftleiðir stuðla að Isilandsikynn j ingu í erlendum blöðum, en í i | þétta sinn má gera ráð fyrir að óvenju m'argir hafi lesið um ís-1 ' land, ef reiknað er með að þrír | ' menn lesi hvert einta-k af fyrr , I nefndu blaði. — SB t~ m m ii> m vr ar m~ m~ m m m Jeppinn hefur ekki komið í leitirnar Taunusinn fannst á bilastæði i borginni Willys-jeppinn, sem hvarf frá Dunhaga 3 fyrir einum mánuði og tíu dögum betur, hefur enn ekki komið í leitimar, þrátt fyrir mikla leit og eftirgrennslan. Taunus-bifreiðin, sem stolið var í síðustu viku fannst hins vegar á bflastasði í einu úthverfi borgar- innar sl. laugardag og hafði þá stað ið mest allan tímann, sem hennar var leitað. Húsráðendur i næsta ná greflni við bílastæðið veittu henni enga sérstaika athygli fyrr. Fyrst við erum á annað borð farin að minnast á bflastuildi þessa aftur, sakar ekki að láta lýsinguna á jéppanum fylgja. Hann er sem sé atf Willys-gerð, árgerð 1966. Ber einkennisstafina G-985, er blá- grænn að lit og með svarta blæju. — ÞJM Hraðheimsókn rúmenskra ráðamanna i gærdag: Ceausescu staldraði við í klukkutíma á Bessastöðum 0 Opinber heimsókn forseta Rúmeníu til landsins var sannarlega eftir „amerískum hraða“ eins og ráðgert hafði ver ið. Lent var á upphaf- Iega ráðgerðum tíma, og flogið í vesturátt til Am- eríku á ráðgerðum tíma. Ceausescu forseti, Man- escu utanríkisráðherra og Popescu, einn fram- kvæmdastjóri miðstjórn ar Kommúnistaflokks Rúmeníu, höfðu afgreitt stytztu opinberu heim- sóknina til íslands til þessa. Bílalestin frá Keflavíkurflug- velli kom til Bessastaða undir lsriðsögn mótorhjóladeildar iög- reglunnfar, og var ekið með full um ljósum, enda þótt ratljóst væri kl. hálf fjögur í gærdag. Nokkru áður höfðu ráöherrar, ambassadorar og sendimenn er- lendra ríkja og nokkrir gestir aðrir komið að forsetabústaðn- um á Besáastööum í bílum sín- um. Strekkingur af suðaustri heils aði á hlaðinu á Bessastöðum, en rúmensku gestimir höfðu kvatt heimalandið í 17 stiga hita og blíðviðri. Á Bessastöðum var aðeins liðlega klukkustuncfar viðdvöl að þessu sinni. Þjóðhöfðingjarn- ir fluttu ræður í upphafi smá- hófs, sem þarna fór fram og mæltu fyrir vináttu þessara fjarlægu þjóöa. Kvaöst forseti Rúmeníu vonast til að geth tek- ið á móti forseta íslands 1 heimalandi sínu áður en langt um liði. Áður hefur utanríkis- ráðherra fariö i opinbera heim- sókn til Rúmeníu. Frá Bessastöðum hélt bíla- runan um kl. hálf fimm, og var ekið á um 100 kílómetra hraða undir lögregluvernd til flugvall- ar. Þar beiö farkostur forsetans tilbúinn og var þegar haldið af stað, en i ánnarri flugvél, einnig Ilyushin 18 skrúfuþotu af röss- neskri gerð, héldu blaðamenn i sömu átt, til New York þar sem forsetinn ávarpar Allsherj- arþing S. Þ. — JBP Rúmeníuforseti heilsar Asgeiri Ásgeirssyni, fyrrverandi forseta íslands, í gær. íslenzki kynningar- hópurinn stöðugt í sjónvarpi Forsetar Rúmeníu og Islands yfirgefa forsetasetrið. Ferðinni var heitið til fiugvallar, þar sem skrúfuþota Ceausescus beið hans. Heimild til virkjunar Lagarfoss Lagarfossvirkjun gæti orðið hagkvæm og timabær til innsetningar árið 1973 Hópur íslendinga, sem nú er staddur á ferðalagi um Bandarikin á vegum útflutnings fyrirtækisins Hildu hf. og Ice- landic Import í New York í samvinnu við Álafoss hefur vak iö mikla athygli og komið marg oft fram í sjónvarpi þar vestra. Björgvin ÓlafSson, forstjóri Hildu, sem kom heim um helg- ina, sagði f viðtali við Vísi, að þessi landkynningar og vöru- kynningarstarfsemi þeirra hefði vakið jafnvel meiri athygli, en þeir hefðu þorað að vona. Ferðin hófst 28. september og stendur fram í fyrstu vikuna í arstúlkurnar Pálína Jónmunds- Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp um virkjun Lagarfoss á Fljótsdalshéraði til raforku- vinnslu í allt að 8000 hestafla orkuveri. Skuli ríkisstjórninni vera heimilt að fela Rafmagns- veitum ríkisins að virkja foss- inn og leggja þaðan aðalorku- veitu að Egilsstaðakauptúni til tengingar þar við veitukerfi Grímsárvirkjunar. Ríkisstjórninni skuli í . þyí sam- •baridi Hieinfflt fað táka .eða' áby.rgj,- ast lán al'lt að 180 mililjónum króna. Rafmagnsveitur rfkisins hafa að undanförnu unnið að framhaldsat- hugunum • á fjárhagslegri hag- kvæmni Lagarfossvirkjunar á grundvelli nýendurskoðaðra kostn- aðaráætlan'a um virkjun 1 áföng- um. Niðurstöður eru þær, að svo sem nú horfir um orkunotkun á Austurlandi, geti Lagarfossvirkj- un orðið hagkvæm og væntan- lega tímabær til irinsetningar árið 1973 eða jafnvel í árslok 1972. Lagt er til, að aflað verði laga- heimi'ldar fyrir fuillri stærð Lagar- fossvirkjunar og undirbúningi 1. stigs virkjunarinnar verði haldið á- fram af fullum krafti. FJnnig verði stefnt að útboði í tæka tíð fyrir hagkvæman innsetningartíma. Frumvarp ríkisstjómarinnar er lagt fram í framhaldi þessara at- hugana, til þess að unnt sé að hefj- ast handa um virkjunarframkvæmd ir við Lagarfosis. —HH nóvember. Alls staðar þar sem hópurinn hefur farið hefur hann vakiö mikla athygli. Þannig hafa fjölmiðlar léð honum mikiö rúm, ríkisstjórar, þing- menn, borgarstjórar, innkaupa- stjórar, blaðamenn og aðrir því um Iíkir hafa þekkzt boð hóps- ins um að komh i móttökur, og telur Björgvin, að fjármunir þeir, sem varið hefur verið til þessarar kynningarstarfsemi muni fyllilegla skila sér á einn eða annan hátt. Þetta er raunar lallt saman verk Thomas Holton, forstjóra Icelandic Import, segir Björg- vin. Hann hefur nú starfað að þessum málum í 8 ár og hefur náð gífurlega miklum árangri og samböndum þar vestda. Auk Björgvins og Thomas Holt hafa verið í feröinni Pét- ur Pétursson, forstjóri Álafoss, kona hans Hrefna Guðmunds- dóttir, sem sýnt hefur skaut- búninginn, kona Björgvins Hall- dóra Sigurjónsdóttir, sem hefur batóað íslenzkar pönnukökur og fleira íslenzkt bakkelsi, sýning- dóttir, Helga Möller, Ragnheið- ur Pétursdóttir og Erla Norð- fjörð, Georg Ólafsson við- skiptafræðingur og Sigrún Stefánsdóttir, sem hefur sýnt spuna á rokk. —- Hópurinn hefur meó sér kynstur af vörum og ýmsum hlutum héðan, sem hann kynnir á sýningum, en auk þess hefur hann kvikmynd- ir og litmyndir, sem fjölmiðlar fá aðgang að. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.