Vísir - 27.10.1970, Síða 2

Vísir - 27.10.1970, Síða 2
Mengun sjávar ógnvaldur — á borð við kiarnorkustrið Mengun sjávar og andrúmslofts er nú alls staðar á dagskrá 1 hin um menntaða heimi. í Bandaríkj unum er nú æ harðar lagt að yfirvöldum að aðhafast eitthvaö BARDOT og læknastúdentinn 1967 sagði Brigitte Bardot að aldrei framar skyldi hún tylla sínum fögru tám á spánska grund. Helztu orsök sagði hún vera hinn brennandi hita í Alm- eriu. Hitann í nefndu héraði sagði hún einni;» eiga sök á erjum l>elm er wpphófust milli hennar og fyrrverandi eiginmanns henn ar Gunthers Sachs, og leiddi sá- skæruhernaður þeirra í milli til skilnaöar. Nú ©r BB komin aftur til Spán ar — og i fylgd með nýjum vini sínum, einhverjum unglingi, sem var læknastúdent til skamms tíma, en hefur tekiö sér frí frá námi til aö geta helgað sig betur helzta áhugamáli sinu: Bardot. Reyndar er leikkonan ekki á Spáni til þess eins að gamna sér með stúdentinum. Hún er þangað komin til að leika í kvikmynd. þeirrl númer 44 á lista hennar, og heitir myndin „Le Boulevard du Rhone“. Milli kvikmyndataka hvfl ist hún í félagsskap sfns nýja vinar. áöur en mannnkvnið eitrar svo umhverfi sitt, að ólíft veröi á þessum hnetti. Einn þeirra sem hvað skellegg ast berjast fyrir náttúruvernd á Bandaríkjaþingi, er Gaylord Nel- son, þingmaöur. Gaylord skrifaði um daginn stutta grein í vikurit eitt og kemur sú grein hér á eft- ir, nokkuð stytt. „Mengun sjávar er ört að verða eins alvarleg ógnun mann- kyni og hættum á kjarnorku- styrjöld. Eyðilegging sjávarins — mið- anna — er ógnvekjandi, og jafn framt hneykslanleg saga sem margir neita með öllu að trúa að óreyndu. Út undan ströndum New York og New Jersey hefur mengunin vaxið svo ört síðan 1967, aö til hennar má rekja sérkennilegan viðurstyggilegan sjúkdóm í fiski á þessum slóðum. Sú veiki er ein faldlega rotnunarveiki. Dauöan fisk með sporð og aðra ugga dottna af, rekur upp hvarvetna. Baðstrendur, og strendur yfir- leitt, hafa verið eyðilagðar með olíuúrgangi og tjöru og þannig er fólk hindrað í að njóta sjálf- sagðra og ókeypis dásemda nátt- úrunnar. Olíu skýtur upp víðsfjarri „heimkynnum" sínum. Vísinda- menn sem nýlega strengdu net yfir Sargassoflóa slæddu upp tveggja þumlunga þykka olíu- og tjöruklumpa. Iðnfyrirtæki dæla úr sér olíuúr gangi sem nemur 2 billjónum lítra á ári. Thor Heyerdahl varð var viö oiiu úti á miðjum Atlants- álum og þar var sjórinn svo skítugur aö áhafnarmenn hans gátu ekki einu sinni hugsað sér að nota hann til að skola af mat ardiskum sínum, er þeir sigldu yfir hafiö á Ra II. 1 fyrra drápust sjávarfuglar milljónum saman aif óþekktum or sökum. ! maga þessara fugla fundust efni sem notuð eru við að búa ti'’ málningu og plast- vörur. Menn dæla daglega út I hafið úrgangsefnum sem verka sem eit ur á allt líf f svo miklum mæli að manni liggur við ógleði af tilhugsuninni. Höfum okkar hefur verið breytt í forarvilpur, sjúk- dómsstíur. Borgaryfirvöld nota sjóinn sem sorphauga. Margir vísindamenn eru þeirrar skoöunar, að eftir 25—50 ár veröi fiskveiðum í höfunum gjör- samlega hætt vegna þess dauða- vökva sem sjórinn er að verða öllu lífi. Og það er ekki aðeins sjávarlífiö, fiskigöngurnar, sem eru f hættu. Þú og fjölskylda þín eru einnig í hættu stödd,, þvi innan skamms verða áhrif meng- unarinnar á saltvatn (og fersk- vatn) orðin margfalt meiri. Eftir þvf sem tölur, sem rann- sóknamefnd á vegum Bandaríkja stjórnar opinberaöi, að afstaðinni rannsókn (og sú rannsókn er þegar nokkurra ára gömul) skola skolpleiðslur og fljót er úrgangi er veitt út f 8,3 billjónum gall- ona af úrgangi frá borgum á hverjum degi. Áreiðanlega er hægt að marg- falda þessa tölu nokkrum sinn- um til að fá út tölu dagsins í dag. Og mesti skítmokarinn er auðvit að New York . . . .“ Síöan gerði Nelson, þingmaður grein fyrir tillögu er hann flutti á Bandaríkjaþingi, en í henni lagði hann til, aö bannað yrði með lögum að veita úrgangi í sjó, ár eða vötn án sérstaks leyf is frá innanríkisráðuneytinu. Og þvf aðeins mætti ráðuneytið veita slífct leyfi, aö vfsindamenn full- vissuöu yfirvöld um að slfk ráð stöfun gæti ekki mengað út frá sér. 1000 doilara sekt fái hver sá, sem virði ekki þessi lög. Setja lög sem banna iðnfyrintækj um og öðrum sem dæla ollu, reyk eða öðmm úrgangi út f höf in, að halda því áfram eftir 1975. „Og ef tillaga þessi verður ekki samþykkt", segir þingmaðurinn, „þá útiloka Amerífcanar sína sfð- ustti undankomuleið. a móti stjúpmóður sinni Ungi læknirinn sem á mynd- inni sést beygja sig yfir þá fögm Sophiu Loren er ekki nema tvítug ur að aldri (þ.e. leikarinn) og heit ir raunverulega Alex Ponti. Hann er stjúpsonur Sophiu, sonur Carln Ponti og fyrstu konu hans. Hann er þ'arna að leika í sinni fyrstu kvikmynd, „Eiginkona prestsins“, en aðalhlutverk • í þeirri . mynd leikur stjúpmóðir hans og Marcello Mastroianni. Alex Ponti er annars ekki orð inn atvinnuleikari ennþá, ef hann verður það nokkum túnla .Hann fékk bara vinnu f sumar hjá karli föður sínum viö þessa kvikmynd. Strákurinn er nefnilega stúdent og nemur viö Yale háskóTa í Bandaríkjunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.