Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 27.10.1970, Blaðsíða 16
VISIR pnojuaagur z/v oKiODer iy /u. Hætt komnir á fleka úti á Elliðavogi Tveir 12 ára drengir voru hætt komnir í gaer, þegar þeir hættu sér á heimasmíðuðum tunnufleka út á EHiðavog. Reru þeir út á voginn, en þegar út á sundið kom, hvessi á þá og fengu þeir ekki ráðið við flekann, sém rak frá landi. Til þeirra sást úr landi og var lögreglunni gert viðvart. Fór hún á bát efltir drengjunum og var flöki þeirra dreginn að landi, en þar lagði lögreglan hald á flleikann. — GP og með hníf - Tveir piltar úr Kópavogi réðust á blaðburð- ardrenginn og hugðust ræna hann — Drengur- inn er úr lifshættu Tfu ára blaðburðardrengur Vísis í Keflavík varð fyrir árás tveggja 9 ára gamalla drengja úr Kópavogi, sem stungu hann hnífi í kviðinn, svo að iðrin lágu úti — þeg- ar hann varð ekki við kröfu þeirra um að láta þá hafa peninga. Drengurinn, Hjörtur Krist- mundsson — sonur hjónanna Kristmundar Sverrissonar- og Sigríðar Hjartardóttur, — komst til föður síns, sem beið hans í bíl við gatnamót Hafnar- götu og Tjarnargötu. — Hafði drengurinn blaupið með tvö blöð í hús. Faðirinn hljóp á lögreglustöð- ina rétt hjá og gerði viðvart, en drengurinn var fluttur í ofboöi á sjúkrahúsið í Keflavík og það an á Borgarspítalann í Reykja- vík. en þar gerðu læknar á hon um skurðaðgerð. Var mjög af honum dregið, þegar til Reykja víkur kom, enda haifði hnífurinn gengið djúpt og skaddað lifur og maga. Að lokinni aðgerð á Borg arsjúkrahúsinu í nótt var hann þó talinn úr lífshættu. Lögreglan í Keflavík hafði uppi á drengjunum tveim, sem verknaðinn frömdu. Fundust þeir á biðstöð áætlunarblsins kl. 22.20 í gærkvöldi og biðu hans til þess að komast til Kópavogs, heim til sín. Aðrir blaöburðar- drengir i Keflavík höföu leitt lögregluna á sporið, með því að gefa lýsingu á tveim drengjum, sem höfðu reynt að ógna þeim með vasahnífum til þess að af- hsnda sér peninga. Drengimir tveir höfðu flækzt til Keflavfkur meö áæ'tlunarbif- reið um kl. 1.30 í gær, en ann- ar þeirra átti reyndar að vera í skóla til kl. 2. Voru báðir með vasahnífa. Þá hafði vantað pen- inga fyrir fari með rútunni aftur til baka. Lögreglan í Kópavogi og full trúi barnaverndamefndar sóttu drengina tvo til Kefilavíkur í gaer kvöidi, og eru þeir nú í umsjá yfirva'lda Kópavogs. —GP Hafna bil- skúrsverzlun i íbúðarhverfi á Akureyri • Við Hafnarbíó er þessa dagana múgur og margmenni, strax og miðasalan opnar. Við hin bíóin hefur umferðin aukizt veru- lega að undanförnu, enda ljóma bíóstjórar af ánægju, þetta minnir á gamla daga, áður en sjónvarpið kom til sögunnar. BÍÓFERÐIR AFTUR í TÍZKU? ÞaB virðist vera í tízku um þessar mundir að bregða sér í bíó. Bíóstjórar bera sig vel um þessar mundir. Vísir hringdi í 3 þéirra í morgun. „Jú, þetta er alveg áreiðbnlega bezta myndin sem við höfum sýnt um langan tíma, hvað aðsókn snert ir — má segja að uppselt sé á hverja sýningu“, sagði Jón Ragn- larsson, forstjóri Hafnarbíós, en þar ér hú sýnd sænska kynfræðslu- myndin, „Táknmál ástarinnar". Hafnarbíó brá á það ráð að sýna myndina fjórum sinnum á dag, hafa eina auk'asýningu klukkan 11 á kvöldin. Virðist margur kunna vel við að geta skotizt inn i nátt- myrkrinu, enda þá hægt að slá 2 flugur í einu höggi: Horfa á sjón- varpiö og far'a svo í bíó á eftir. Og borgarbúar virðast ætla að afsanna þá kenningu, að þeim sé ekki bjóöandi nem'a 3. flokks kvik- myndir hvað gæði snertir. Tónabíó hefur undanfarnar vikur sýnt „Stúdentinn" eða „The Graduate" og hefur aðsókn verið fádæma góð „Stúdentinn" er mynd sem er verð launuö í bak og fyrir og hlaut Ósk'arsverðlaun fyrir góða leik- stjórn — héit Guömundur Jónas- son framkvæmdastjóri Tónabíós að aðsókn hefði ekki fyrr á þessu ári verið eins góð og að þessari mynd. „Það datt nú alveg niður aðsókn að „Grænhúfunum" hjá mér eftir 'aö Vietnamhreyfingin fór aö blása sig út í blöðunum um þessa mynd“, sagði Árni Kristjánsson, forstjóri Austurbæjarbíós, „það var góð að- sókn, fullt hús þarna í nokkra daga, en nú fer ég að hætta að sýría þessa mynd. Ætli ég hætti ekki sýningum eftir tvo daga“. Ámi kvað það vafalaust að að- sókn hefði hraðminnkað að „Græn- húfunum" vegna neikvæðrar um- s'agnar Þráins Bertelssonar, kvik- myndagagnrýnanda Vísis um mynd ina. — GG Sjá einnig bls. 6. Á fundi bæjarráös Akureyrar, sem haldinn var nýlega, var sam þykkt að neita beiðni, sem fram hafði komið um að fá að breyta bílskúr að Espilundi 2 á Akur- eyri í nýlenduvöruverzlun. Lagði bæjarstjóri fram þessa tfl- lögu, sem var samþykkt: „Bæjar- ráö getur ekki leyft verzlunarrekst- ur innan svæðis, sem eingöngu er ætlað til íbúðar, enda er um að ræða breytingu á samþykktum bygg ingaski'lmálum og ekki gert ráð fyrir þeirri umferð, sem af verzlun stafar, í skipulagi hverfisins. Hins vegar felur bæjarráð skipu- lagsnefnd að kanna sérstaklega, hvort verzlunaraðstaða 1 hverfun- um vestan Mýrarvegar megi teljast nægilega góð samkvæmt skipulagi, og gerfe tillögur um breytingar og úrbætur, sé ástæða til þess.“ Þetta mál var síðar tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar. Var fyrri hluti tillögu bæjarstjóra samþykktur með 7 atkvæðum gegn 3 en seinni hluti til'lögunnar samþykktur sam- hljóða. — SB Stal hárkollunni frá konu á balli Kona ein varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dög umnn, — hún missti hárkollu sína af sér á dansleik, sá þegar einn dansherrann tók hana af gólfinu, en hélt áfram danslist sinni og hugðist endurheimta eign sína að loknum dansinum. „Hann sá mig, vinkaði og brosti“, sagði konan, sem kvaðst halda að dansfélagi mannsins, sem hún kvað hafa' verið dökkhærðan á að gizka 32—35 ára, hafi efruiig séð hvað um var að vera. En rauðbrúna hárkollan kom ekki fram að dansi loknum, og maðurinn fannst ekki, né dam- í an hans. Margsinnis var aug- ’ lýst eftir gripnum, án árangurs, ) enginn gaf sig' fram. ) Konan kvaðst liafa séð mann- i inn stinga hárkollunni inn á / sig, en kvaðst hafa verið þess I fullviss að hann mundi skila ^ henni strax eftir dansinn, sem t ekkert aðilanna gat hugsað sér ? að hætta þá á stundinni. „Ég 1 var auðvitað alveg hræðileg út- ^ lits þegar hárkollan var horfin“. L Nú vonast konan til að mað- ? urinn skili hárkollunni til lög- 1 reglunnar. — JBP ^ NORÐFIRÐINGAR REISA IÐURSUÐUVERKSMIÐJU Tilbúin til starfrækslu upp úr áramótum Við teljum, að niðurlagning sé j það, sem koma skal, í okkar sjávarútvegi, en einnig veitir nið urlagningarverksmiðja mörgu fólki atvinnu yfir vetrarmánuð- ina. Það er þó fyrst og fremst vegna atvinnuspursmálsins, sem við erum að koma okkur upp niðursuðuverksmiðju núna, sagði Óiafur Gunnarsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað í viðtali við Vísi í morgu>’. Síldárvinnslan hf. er um þessar ndir að koma fyrir vélum til niðurlagningar á sjólaxi (ufsa), gaffalbitum, kavíar, hrognum o. s. frv. og á hún hð vera tilbúin seinnipartinn í janúar. Að því er Ólafur sagöi mun verksmiðjan kosta um 10 milljónir króna, en hún getur framleitt um 10.000 dós ir á dag. — Um 40 manns munu f^ vinnu í verksmiðjunni, en Ólaf- yr segist vera ánægður meö þ'að ef tekst að halda verksmiðjunni í í stað. — Okkur hefur ekki tekizt aö koma í veg fyrir atvinnuleysi yfir háveturinn og erum við þvl að leitast við að setja í það ght, sem síldin skildi eftir, sagði Ólafur. Ekkert hefur enn verið ákveðið með sölu á framlei'ðslunni, en Síld- arvinnslan hefur leitað fyrir sér víða með sölu. Okkur er þó ljóst að ger'a verður mikið átak í sölu- málum og skapa verður miklu sterkara samstarf meðal niðursuðu- verksmiðjanna, s'agði Ólafur. Flest- ar verksmiðjumar em aðeins starf- ræktár hluta úr árinu, aðrar standa algjörlega aðgerðalausar. Þessu þarf að breyta, sagði Ólafur. Fyrr verður ástand þessara mála ekki gott. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.