Vísir - 31.10.1970, Síða 9

Vísir - 31.10.1970, Síða 9
VISIR . Laugardagur 31. október 1970. tesrn: Finnst yður, að stöðva eigi framkvæmdir við Laxárvirkjun? Frímann Einarsson: — Þetta er nú flóknara mál en það, að maður geti lagt á það dóm úti á torgum. En mfn skoðun er annars sú, að bændurnir eigi að fá fuiMar bætur fyrir það tjón, sem þeir telja sig hafa af virkjuninni. Svo er það nú anzi hart, ef satt er, að ráðast í virkj unarframkvæmdimar að þeim óspurðum. Ef svo er finnst mér eíklki annað hægt en að stöðva framikvæmdimar. Magnús Pétursson, millirikja- dómari (í knattspymu): — Land ið er svo sem fagurt og frítt, en blessað rafmagnið hefur nú svo sem h'ka sitt til að bera. Og ef þörf krefur, finnst mér ekki ann að hægt en að halda áfram, þó það verði á kostnaö landslags- ins. Þorsteinn H. Ólafsson, trésmiö- ur: — Ég teik ekki afstöðu til þessa máls, þar sem ég er ekki nógu kunnugur staðháttum þar sem hlutimir eru aö gerast. Þaö hefði verið annað mál, hefði þetta veriö hér fyrir sunnan eða þá einhvens staðar fyrir vestan þar sem ég er betur kunnugur. Steindór Benediktsson, starfsm. hjá útvarpinu: — Öll sanngimi finnst mér mæla meö þvi, að virkjunum verði hætt þar til bændurnir hafa komizt að samn ingum, sem þeir gera sig á- nægöa með. Tryggvi Jónsson, matreiðslu- maður: — Já, alveg skilyrðis- lausL þegiar í stað. Sem kunnugt er af fréttum blaöa af Laxármálinu svo nefnda hafa stjórnvöld fallið frá fyrir- hugaðri Gljúfurversvirkjun að verulegu leyti. Hefur iðnaðar- ráðuneytið aðeins heimilað að reistur verið fyrsti áfangi af fimm. Þar með em vatnaflutningar þeit úr Kráká, sem svo mjög hituðu bændum og fleiri í hamsi úr sögunni. Einvörðungu er gef ið leyfi til að byggja stöðvarhús og vatnsgöng fyrir 7 megavatta virkjun. Einnig kemur til mála að gera neðri hluta þeirrar stíflu, se>n upphaflega átti að gera — þannig að vatnsborðs- hækkun kemur aðeins til með að verða 21 metri í stað 45. Sáttaviðræður hafa nú staöið síðan í vor og eru það Jóhann Skaptason sýslumaður á Húsa- vík og Ófeigur Eiríksson sýslu- maöur og bæjarfógeti á Akur- eyri sem leita eftir sættum milli stjórnar Laxárvirkjunar og 9 í* Bændur safnast með tæki sín að stíflunni sáluðu i Miðkvísl. Andartaki eftir að myndin var tekin, flæddi vatnið þama fram. Iðnaðarráðuneytið segir nei og bændur ganga frá sáttaborði fulltrúa landeigendafélagsins við Laxá og Mývatn. Sáttaviöræður hafa fram til þesisa farið fram ýmist á Húsa vfk eða á Akureyri, en nú er svo komið, að bændur tefja sig ekki eiga erindi lengur að sátta borðinu, þar eð iðnaðarráðu- neytið neitar að verða við kröifu þeirra um að ailar framkvæmdir við 1. áfanga virkjunarinnar verði stöðvaðar, a.m.k. á meðan á sáttaumleitunum standi. Hafa farið bréf miilii deiluað- ila, þ. e. Pélags landeigenda og ráðuneytisins vegna þessa atrið is oig er greinilegt, að það er algjört grundvallaratriði sem að ila greinir á um. .. f járhagslegt glap- ræði, yfirtroðsla og síjórnarsérárbrot“ Bændur lfta svo á, að þær framkvæmdir sem nú eru í gangi við Laxá, sé ekki hægt að þoia meðan á viðræðum standi og segja: „1. Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Laxárvirkj- unar á sáttafundi með deiluaðiil um í gær (28. okt.) eru þær virkjunarframkvæmdir, sem nú er unnið að, 1. áfangi Gljúfur- versvirkjunar óbreyttur og véla kaup miðuð við 57 m háa stíflu. 2. Þaö er því furðuleg fullyrð ing iðnaðarráðherra, að Gijúfur versvirkjun sé úr sögunni, og enn óskiljanlegri eru þau vinnu brögð ráðuneytisins að skipa sáttanefnd í málinu, en hafna jafnframt þeim tilmæium að stöðva verkið, sem deilt er um, á meðan að sáttaumleitanir fara fram. 3. Við teljum Gljúfurversvirkj un fjárhagslegt glapræði yfir- troðslu og stjórnarskrárbrot. Sáttatilboð hafa ekki á raun hæfan hátt komið til móts við Þingeyinga á meðan fullri undir byggingu Gljúfurversvirkjunar er fram haldið. Meðan svo fer fram telur stjóm landeigenda- félagsins ekki grundvöltl til sátta í deilunni en Iftur svo á að sáttaviðræöur séu sóun á almannafé og tímaeyðsla fyrir bændur en gefi virkjunaraðil anum vinnufrið. Það er þvi al- gjörlega á ábyrgð iðnaðarráðu- neytisins hvað gerast kann í þessu máli eftirleiðis“. Brðf þetta er dagsett 29. okt. 1970 og undirritað af 5 stjórnar mönnum Félags landeigenda við Mývatn og Laxá. Engin 57 m stífla leyfð Vegna þessa síðasta bréfshef ur svo iðnaöarráðuneytið lýst yfir að framkvæmdir við Gljúf- urversvirkjun verði ekki stöðv- aðar. í löngu bréfi frá ráðu- neytinu, sent landeigendafélag- inu, Stéttarsambandi bænda, Búnaðarfélaginu o.fl. segir m.a.: „Þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta í forsendum að beiðni yðar varðandi stöövun framkvæmda við 1. áfanga Gljúf urversvirkjunar i Laxá, þykir ráðuneytinu rétt að rekja I stór um dráttum sögu málsins, þann ig að yður mætti vera málefnið fyiiilega ljóst. Með bréfi dags 15. sept. 1969 sendir Laxárvirkjunarstjóm skýrsiu og áætlun um Gljúfur- versvirkjtm sem þá var ráð- gerð sem hér segir: I „1. áfangi. Bygging stöðvarhúss og vatns vega og fyrri aflvél 24 MW að stærð. Aflgeta í þessum áfanga er um 7 MW....“ Síðan teiur ráðuneytið upp í bréfinu alla þá áfanga sem fyrirhugaðir voru, en nú hefur verið faliið frá þ.e. 3., 4., og einnig var ráðgert að framkvæma sem 5. áfanga Suð urárveitu, en það var einmitt sú framkvæmd sem yrði fólgin í því að veita um 16 rúmmetrum af vatni á sekúndu úr Suðurá í Kráká, sem rennur í Laxá ...“ Knútur Otterstedt, rafveitu- stjóri á Akureyri stjómar- formaður Laxárvirkjunar. Hermóður Guðmundsson, helzti málsvari bænda. Þá bendir ráðuneytið bændum á, að það ekki sé um óbreytta Gljúfurversvirkjun að ræða, þar eð aðeins 1. áfangi verði leyfð ur og: „1. Framkvæmdir þær sem nú eru hafnar í Laxá eru fuililikomlega innan marka heim ildar ráðuneytisins og heimild ar i lögum. 2. Það heifúr formiega verið fal'lið frá áformum um Suður- árveitu og gefin yfirlýsing um að hástffia (um 50 m) verði ekki ieyfð f Laxárdal." Fundur í Reykjavík í nóvember Síðan víkur ráðuneytið frekar að bréfi landeigenda og gerir ýmsar athugasemdir við: „í þriðja tölulið bréfs yðar segiö þér: „Laxárvirkjunarstjóm hef- ur hafið framkvæmdir við orku ver eftir óbreyttri Gljúfurvers- virkjun". Hér er aigjörlega rangt með farið. Óbreytt Gljúfur versvirkjun er eins og fram er tekið hér að framan stórvirkjun í Laxá í fimrn áföngum, þar með talin Suðurárveita. Þetta hlýtur yður að vera fuillkomlega ljóst og þess vegna er það furðulegt að háttvirtar stjómir f jafnvirðu legum samtökum skuli leyfa sér að fara með slfkar fullyrðingar og það því fremur, þegar höfð er í huga lokasetningin f bréfi yðar....“ Á fimmtuda-ginn var sendi ráðuneytið siðan frá sér frétta- tilkynningu í hverri segir m.a. að ráðuneytið hirði ekki um að þrátta um þessi mál á opinberum vettvangi. Hins vegar faillist það ekki á þá skoðun landeigenda aði í einlægum tilraunum til sátta í miklum velferðarmálum sé fólgin sóun á aimannafé og tfma. Þess vegna hafi ráðuneyt ið boðaö deiluaöila tii fundar í Rvik um miðjan næsta mánuð. —GG ííWlJi'VIJSSI ******* * ■" • •. ..■(■■‘ð&miltit? Og þarna er stíflan farin veg alirar veraldar — dínamít Laxárvirkjunar kom þar bændum að notum. ' •I+'-SV’WVviíMJNJ”......wí<x<• >

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.