Vísir - 03.04.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 03.04.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Laugardagur 3. apríl 1971. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen Spflið í dag er úr tvimennings keppni, sem haldin var nýlega. Er það gatt dæmi um það, að kapp er bezt með forsjá. Staðan var aHlir á hættu og suður gaf. 4 iJ-5-3-2 4 D-5 4 K-6-2 4 D-G-10-7 4 K-D-G-9-6 4 10 4 10-8-4 V 9-7-6-3-2 4 8-4 4 G-9-7-3 4 9-6-2 4 8-5-4 4 Á-7-4 4 Á-K-G 4 Á-D-10-5 4 Á-K-3 Sagnir voru stuttar en laggóðar: Suður Noröur 24 24 3G 6G Vestur spilaði náttúrlega út spaðakóng, suður drap á ásinn, tók þrisvar hjarta og fjórum sinnum lauf. Siðan réðst hann á tigulinn O'g tók þrjá hæstu, en þegar vestur var ekki með í þriðja sinn, var spi'l ið einn niður. „Það er ekki gott að vita, hvort maður á að svína eða taka beint“, sagði suður, „og jafnvel þótt ég hefði gefið fyrsta slaginn, þá var engin kastþröng fyrir hendi.“ „Rétt er það“, rumdi í norðri, „en aflir sem geta talið upp í 13, hefðu unnið þetta spil með því að gefa fyrsta spaðann.“ Næsta spaðaútspil upplýsir fimm litinn hjá vestri og þegar suður hefur tekið laufa og hjartaslagina, þá er upplýst að vestur á í hæsta lagi tvo tágla og svíningin fyrir tígulgosann er sönnuð. Að tveimur umiferðum loknum í hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavfkur er staðan nú þessi: 1. Sveit Guðmundar Péturssonar 155 stig 2. Sveit Hjalta Elíassonar 138 st. 3. Sveit Reimars Sigurðssonar 118 4. Sveit Harðar Blöndal 117 st. 5. Sveit Ríkarðs Steinbergssonar 116 stig. Úrslitaumferðin verður spiluð miðvikudaginn 14. apríl i Domus Medioa kl. 20. Blaðaskákiin TA—TR Svart: Taflfélas Reykjavíkur Leifur Jósteinsson Bjöm Þorsteinssoo ABCDEFGH Hvítt Taflfélag Akureyrar Gunnlaugur Guðmundsson Sveinbjöm Sigurðsson 30. leikur svarts: Bxg4. 21. Ieikur hvíts: Bxe3. T Tm síðustu helgi fór fram ný- stárlegt skákmót hér í Reykjavík. Voru tefldar fimm umferðir eftir Monrad-kerfj og mótinu lokið á þrem dögum. Utanbæjarmenn settu svip á keppnina. og í tveim efstu sæt- um voru Húnvetningar, Jónas Halldórsson og Jón Torfason. Unnu þeir báðir fjórar fyrstu skákimar og gerðu jafntefli sín á milli í síðustu umferð. 1 3. sæti varð Björn Þorsteins- son með 4 vinninga, en hann tapaði óvænt í 1. umferð fyrir Atla Benediktssyni frá Akur- eyri. Á skákmót; Kópavogs 1971 varð Jónas Þorvaldsson efstur með 8 y2 v. af 9. Jónas gerði jafntefli í 1. umferð við Jón Pálsson en vann síðan það sem eftir var. í 2. sæti varð Jón Pálsson með 8 v„ en Jón Þ. Jónsson varð 3. með 6V2 v. Jón Pálsson sigraði á hrað- skákmóti Kópavogs með 14 v. af 18. Sigurður Herlufsen varð í öðru sæti með 13 y2 v. og Guðmundur Ágústsson í 3ja sæti með 13 v. Hér kemur skák frá mótinu. Hvítt: Þór Valtýsson Svart: Jón Pálsson. Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2 c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 c5 6. d5 0-0 7. Be3 a6 8. h3 b5! (Svartur gefur peð fyrir mót- spi'l. Að öðrum kosti hefði hvít- ur getað leikið Dd2 og teflt til sóknar á kóngsvæng.) 9. cxb axb 10. e5 (Ef 10. Bxb Rxe 11. RxR Da5f 12. Rc3 BxRf 13. bxB DxB og staðan er tvásýn.) 10. ... Rfd7 U. exd. (Hvítur græðir ekki á 11. e6 Re5 12. exff Hxf.) 11. ... exd 12. Bxb Da5 13. Rge2 Db4 14. Dd2 Re5 15 a3? (Of hægfara. Betra var 15. 0-0 og ef 15. ... Bxh 16. f4 Bd7 17. fxR BxB 18. RxB DxR 19. Rc3 og hvítur hefur góða möguleika.) 15. .. Rc4! 16. BxR (Skárra var 16. axD HxHf 17. Dcl RxB 18. fxR HxDf 19. RxH cxb þó svartur hafi betri stöðu.) 16. .. DxB 17. 0-0 Rd7 18. f4 Ba6 19. f5 Hfe8 20. Hael Dd3 21. DxD BxD 22. Bf4 Re5 (Svartur kærir sig ekki um skiptamun'nn eftir 22 .. Bxc3 23. RxB BxH 24. HxB Re5 25. f6 og hvítur getur þraukað lengur.) 23. fxg hxg 24. Bcl Rc4 25. Hf3? (Tapar manni, en taflið var einnig tapað eftir 25. TJt2 Bd4.) 25. . .. Bxc3 26. bxB BxR 27. Hf2 Bd3 28. Hedl Be4 og hvít- ur gafst upp. Jóhann Sigurjónsson. Hvernig verður virkjun til? — Kvikmynd um Búrfellsvirkjun sýnd Líklega munu margir hafa gaman af að sjá hvernig virkj- un verður til, — en Ásgeir Long tók fallega litmynd af því hvemig Búrfellsvirkjun varð til, fylgdi þróuninnj þar til virkjunin var vígð opinberlega. Var myndin frumsýnd á dög- unum og síðan sýnd ýmsutn viðskiptavinum Landsvirkjunar. Líklega munu þeir fjölmörgu, sem störfuðu við virkjunarfram kvæmdirnar. hafa gaman af aö sjá myndina, Sýning er kl. 5 í Gamla bíói. Róbert Amfinns- son, leikari, er þulur myndar- innar, en tónlistina gerði Magnús Blöndal Jóhannsson. Útvegsmenn harma samstöðuleysið Eftirfarand; samþykkt var gerð á fundi stjómar Landssam bands fsl. útvegsmanna 1. apríl 1971, með 15 atkv gegn 1: „Stjórn LÍÚ fagnar þeim áhuga, sem fram hefur komið hjá þjóðinni um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Jafnframt harmar hún, að ekki hefur tekizt samstaða á alþingi um væntanlegar aðgerðir í málinu, þótt fyrir liggi. að allir aðilar virðast keppa að líkum mark- miðum. Stjórn LÍU telur, að leita eigi eftir samkomulagi við aðr ar þjóðir um útfærslu fiskveiði lögsögunnar og bíða beri með einhliða aðgerðir, þar til séð verður, hvort samkomulag tekst eða ekki á fyrirhugaðri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hver réttur þjóða skuli vera til víðáttu fiskveiði iögsögu. Þegar að útfærslu fiskveiði lögsögunnar kemur, má hún ekki ná skemur, að áliti stjórn ar LÍÚ en að 400 metra dýptar línu, sem mun í framkvæmd leiða til 60 til 70 mílna fisk- veiðilögsögu við Vesturiand og um 50 mílna annars staðar við landið. Jafnframt hvetur stjórn LÍÚ til þess, að svo fljótt sem hægt er, verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til verndar ungfiski fyrir öllum veiðum á land- grunnssvæðinu, þar sem viður kennt er aö helztu uppeldis- stöðvar ungfisks séu.“ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til almenns félagsfundar að Hótel Sögu, Átthagasal, mánudaginn 5. apríl kl. 20.30. Fundarefni: KJARAMÁL Kjarasamningar B.S.R.B. og V.R. Breytingar á kjarasamningi V.R. Frummælendur Haraldur Steinþórsson, kennari, Magnús L. Sveinsson varaformaður V.R., Elís Adolphsson sölu- maður. Að framsöguerindum loknum fara fram hring- borðsumræður. Umræðum stjórnar Guðmundur H. Garðarsson formaður V.R.. — V.R. félagar eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRNIN RITSTJÓRN LAUGAVEGI 178 SÍMI 1-16-60 SSBVll VISIR Bótagreiðsiur almannatrygginganna í Reykjavík Vegna páskahátíðarinnar hefjast greiðslur ellilífeyris mánudaginri 5. apríl. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS "i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.