Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 7
VÍSIB . Laugardagur 24. apríl 1971. 7 cTWenningarmál ONNUR SINFON- ÍUHLJÓMSVEIT 'p'kkert lát er á sýningum þeim er Norræna húsiö stendur fyrir. Nýjasta framlag þeirra er finnsk ljósmyndasýn- ing, sem nú stendur í anddyri hússins. Ég hef áður benf á hve ó- heppilegur sýningarstaður and- dyrið er en vonandi er aö úr rætist með annað húsnæði til sýningarhalds hið fyrsta. Sýning þessi kemur frá Ljós- ruyndasafni Finnlands, en það er stofnun sem við íslendingar gætum tekið til fyrirmyndar og þyrftum að koma okkur upp sem allra fyrst Það eru einkum tvær gerðir Ijósmynda á umræddri sýn- ingu. Þjóðlífsiý^ingar og list- rænt teknar og unnar myndir, en viða fer . þetta allt saman eins og í myndum Seppo Saves 101—10S, sem sameina list og frásögn á snilldarlegan hátt. Mynd Matti Saanio nr. 95. veiðiirienn aö leggja net, er einnig prýðileg með sterka byggingu og markvissa frásögn. Myndir Reijo Porkka, 74—S0. eru meðhöndlaðar í framköllun á mjög listrænan hátt pg sýna hvað möguleikarnir eru miklir á þessu sviði. og lítill munur á hvort listamaður hefur Ijós- myndavél og framköllunarað- stöðu eða t.d. pensil, léreft og liti' tij túlkunar. Listræn taka og úrvinnsla Aimo Vuokoia. 132- 136, á trjám og fleiru, er einn- ig athyglisverð. og svona mætti lengi telja. þvi höfundar mynd- anna eru yfir 20. Þótt þarna séu nokkur verk sem lítið hafa til síns ágætis, er sýning.sem þessi mikill fengur fvrjr okkur og lofsverð kynn ing á þessum þætti finnskrar menningar. Leikur að línum nefnist þessi mynd Hafsteins Auslmanns, eitt af þr.játíu málverkum á sýningu hans í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Því miður sneri myndin öfugt þegar hún birtist með umsögn Hiings Jóhannessonar um sýmr?guni» í hlaðinu á miðvikudag. — Sýning liafsteins verður opin til sunnudagskvölds, kiukkan 2—10 daglega. Þriðjungur mynda á sýningunni hefur selzt. FINNSK FÆRNI Hringur Jóhannesson skrifar um myndiist: Og þar með var Hka hlutverk hennar orðið ennþá veglegra: engu óblindu auga verður litið á tónlistarlíf okkar án þess að sjá þörfina fyrir vettvang, þar sem nýtir hljóðfæraleikarar (sem þó stunda önnur störf en tónlist) geta fengið að beízla músíkhvöt sína. Lúðrasveitirnar hafa hingað til verið öflugur hvati þessa málefnis, en þar fá strengjaleikarar ekki inni, sem kunnugt er. Ckyggnumst að gamni í funda- geröa.bók hljómsveitarinn- ar: J bráðum tuttugu ár hefur verið að dafna hér í bæn- um lítil sinfóníuhijómsveit við hliðipa á stóru hljómsveitinni. Reyndar byrjaði þessi litla hljómsveit feril sinn sem strengjasveit, en hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg, svo að nú hafa henni bætzt blásturshljóðfæraleikarar. Hljómsveit Tónlistarskólans var stofnuð 1942 og hét raunar fyrst í stað Nemendahljómsveit Tónlistarskólans. En ekki leið á löngu áður en ýmsir góðir á- hugamenn í tönlist gáfu sig fram og tóku sæti í hljómsveit- inni. Þess vegna nafnbreytingin. „Stofnfundur, sunnudaginn 1. nóv. 1942. Frumkvöðull og aðalhvata- maður að stofnun þessarar hljómsveitar er Björn Ólafsson, fiðluleikari. Sunnudaginn 1. nóvember kl. 2 síðdegis kallaðj hann saman tii fundar í Hljómskáianum nemendur þá, er verða sfcyldu fyrstu starfskraftar og stofn- endur hijómsveitarinnar. Lýsti hann þar yfir stofnun sveitar- innar, sem hann kvað gerða í samráði við og með samþykki skólaráðs og kennara skólans. Meðal annars fórust honum orð á þá leið, að tilgangur sveit- EFTIR Gunnar Bj'órnsson ■.■~4------ fi, i, i„i,iii.... ■) , ar þessarar væri að æfa nem- endur f samspiij og einieik með undirleik hljómsveitar; eigi sfzt kvað hann sveit þessa hafa ómetanlega þýðingu sem undir búningur undir þátttöku nem- enda \ starfi Hljómsveitar Reykjavíkur. Bjöm kvaðst lengi hafa haft í huga stofnun slíkrar sveitar innan vébanda skólans, en vegna fæðar strokhljóðfæra- nemenda ekkj fundizt tfmabært að ráðast í það fyrr en nú. Kvað hann sveit þessa, sem fyrst um sinn samanstæði aðeins af strokhljóðfæraleikurum, mundu Einleikarar og stjórnandi Hljómsveitar Tónlistarskólans á tónleikum Tónlistarfélagsins. verða fastan lið í starfsemi skólans í framtíöinni. Fyrstu nemendur, sem léku í Hljómsveit Tónlistarskólans voru: Snorri Þorvaldsson, Jón Sen, Sigurður Gestsson, Ingi Gröndal, Einar Vigfússon, Þór- haliur Þorláksson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Guðmunds- son. Guömundur Fínnbjarnar- son, Þorsteinn Halldórsson, Einar B. Waage, Friðgeir Gunn- arsson, Pétur Urbancic, Rut Urbancic og Valborg Þorvalds- dóttir.“ Tj’kki veröur annaö sagt, en að hljómsveitin hafi staðið vel við þau fyrirheit, sem gefin voru f upphafi. Oft hefur starfið verið blómlegt, en þó lfklégá aidrei eins og nú hin síðustu ár. Það vekur athygli. aö í fundar- gerðinni ræðir um fæð strengja- hljóðfæranemenda við skólann. en stuttu sl'ðar segir, að hljóm- sveitin verði fyrst um sinn ein- göngu skipuð strengjaleikurum. Auðvitaö hefur staðrevndin verið sú, svo sem raunar enn, að langfiestir nemendur hafa stundaö nám í píanóleik. Fyrst i stað hefur enguni blásurum verið til að dreifa, Það er ekki fyrr en nú fyrir skömmu að skriður kemst á hiásaradeild skólans. Og þá vaknar sú spurning, hver sé verkaskipting lúðrasveitanna (og þá kannski heizt barnalúðrasveitanna) og Tónlistarskólans sín í milií. A báðum stöðum er unnið blöm- íegt starf. En er ekki þörf á samstarfi einhvers konar? Mér virðist augljós handvömm bjá báðum aðilum, að Ijómsveit Tónlistarskólans þurfi að vera án góðra blásara langtímunum saman. T augardaginn 3. apríl gekkst J Tónlistarféiagið fyrir þriðju tónieikum sínum handa styrktar félögum á árinu 1971. Hljóm- sveit Tónlistarskólans lék undir stjórn Björns Ölafssonar, konsertmeistara og yfirkennara strengjadeildar skólans. Mörg undanfarin vor hefur tónleiba- liald hljómsveitarinnar verið fastur liður í starfi skólans, og eru þeir tónleikar ætíð hinir gleöilegustu. Á efnisskránni að þessu sinni var Konsert í C- dúr handa tveimur flyglum og hijónisveif og léku einleik þau Snorrj S. Birgisson og Kolbrún Öskarsdóttir. Þá lék Auður Ingvadóttir fyrsta þáttinn f Sellókonsert í D-dúr eftir Flaydn og loks lék Unnur Maria Ingólfsdóttir fyrsta þátt fíðlu- konsertsins í D-dúr eftir Brahms. Allir voru þessir nem- endur sjálfum sér, skóla sinurn og kennurum til sóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.