Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 6
o Miðvikudagur 28. aprfl 1971. ,y Guðfinna D. Ólafsdóttir, s’óngkennari: Söngur og tónlistar- kennsla í íslenzkum skólum Cöng og tónlistarkennslu er ætluð ^ ein kennslustund á viku á skyildunámsstigi. Markmið kennsl- unnar er að þjáHfa söng og glæða áhuga á tónlist. Kennslan bvggist á mörgum þáttum, raddþjálfun, heymarþjálfun, hljóðfallsþjálfun og tónverkakynningu ásamt ágripi af tónlistarsögu. Ég vil nú með nokkr um orðum gera grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Söngur viröist ekki vera mikiö atriði í uppeldi bama í heimahús- um, ef marka má kunnáttu þeirra flestra, er þau hefja nám í barna- skólum. Fiest kunna þau þó fáein lög, kannski fjögur til fimm barna- lög, sem þau syngja á óheppilegu tónsviði, þ.e. alitof djúpu fyrir grönn raddbönd þeirra. Þess má lfka geta að í söngiðkun á bama- heimilum og í fjölmiðlum (sjón- varpi) viröist yfirleitt ekki vera tekið tiflit til legu bamsraddarinn- ar. Böm, sem koma af bama- og dagheimilum, kunna oft fleiri lög og vísur en önnur böm, og geri ég ekki l'ítiö úr því. En raddbeiting þeirra er, meö undantekningum þó, afar óeölileg. Raddþjálfunin fyrstu árin fer því að mestu leyti í að laða fram frjálsan og óþvingaðan tón 1 réttri tónhæð og kenna fallegan framburð á íslenzkri tungu. Smám saman er tónsviðið svo aukið í um það bil eina og hálfa áttund. Hið svokaHaða lagleysi er mjög sjaldgæft, lagvilla er algeng, en alls ekki ólæknandi. Heymarþjálfun in er lækning hennar. Unnið er út frá ltítilli þríund, kallþríund, sem flestir kannast við. Það tónbil ráða ftest böm við og nota mikið óaf- vitandi. Dæmi um það er hróp blaðsölubama „Vísir“ eða þegar þau kalla hvert á annað „Viltu vera með mér?“ Þessum tónum og öðr- um, sem mynda síðar tónstiga, em gefin nöifn, hin svonefndu söng- heiti: do-re-mí-fa-so-la-tí-do. Þessi söngheiti eru nokkurs konar staf róf söngsins og era byggð á alda- gamaMi hefð. Söngheitunum fylgja handamerki, tákn í mismunandi hæð, sem börnin læra að syngja eftir. Einnig reynir kennarinn að opna eyru bamanna fyrir ýmsum hljóð- un. í umhverfinu til þess að auka eftiriekt þeirra og kenna þeim aö hlusta á tónlist af athygli. Öll böm hafa mikla þörf fvrir aö hreyfa sig eftir hljóðfalli, og söng kennari reynir að þroska rythmisk ai hreyfingar og fjarlægöar- og stærðarskyn bamanna í söngtím- um. Það er gert með hreyfileikjum og ásláttarhljóðfæram. í upphafi fær hópur bama að hreyfa sig á af- mörkuöu svæði eftir trommusilætti. Þau eiga að nota allt svæöið, án þess að rekast hvert á annað, þó aö hvert fari sína leið. Þau eiga að hlýða kalli trommunnar, fylgja hraða hennar og stanza, þegar hún stanzar og svo framvegis. — Þessir leikir eru svo smám saman þyngdir, þar til bömin geta klappað og leikið eftir hljóðfaiii og e.t.v. gert tvennt f einu sungið eitt hijóö- fall og klappað (leikiði annað. Jafn framt era þeim kennd nótnagildin. Þá er komiö að tónverkakynning unni, sem fyrst og fremst er fólgin i kennslu íslenzkra sönglaga og kynningu á höfundum þeirra. Leit- azt er við að kenna sönglög við kvæði úr skólaljóöunum og auö- velda bömum þannig kvæðalærdóm inn. Islenzk þjóðlög era kennd og einkenni þeirra skýrð. Þá er bömun um leyft að hlusta á tónlist eftir höfuðsniilinga tóniistarsögunnar, hljóðfæri kynnt, og sagt frá þróun tónlistar frá upphafi og gildi henn ar. Dæmi era líka um, að söngkenn arar hafa samvinnu við aðra kenn ara t.d. f landafræðikennslu og kynni þjóölega tónlist þeirra landa sem fjallað er um í landafræðinni hverju sinni. Ef litið er á þetta námsefni er auðséð, að ein kennslustund í viku er mjög naumur tími. Árangurinn er því ekki sem skyldi. Nemendur hafa ekki öðlazt fullt vald yfir nein um þætti námsefnisins, og þar af leiðandi geta þeir ekki notaö það sér tii gagns og gleði. Freistast kenn arar því gjama ti-1 þess að leggja meiri áherzlu á eitt atriði en önn- ur, og held ég, að söngurinn sjálf ur veröi oftast fyrir valinu. Al'lir sjá í hendi sér, að lítið þýðir að kenna nótnalestur og nota hann svo ekk- ert. Kórstarfi og öðra frjálsu tón- listarstarfi era víöa ætlaðar tvær kennslustundir á viku, jafnvel í mjög stórum skóium. Kórstarf er mikil lyftistöng fyrir sönglíf skól- anna. En tíminn, sem til þess er ætlaður er svo natimur, að aðeins er hægt að sinna litlum hluta um- sækjenda. Tími til frjálsrar tónlist- ariðkunar í skólum ætti að vera miklu rýmri f það ein kennslustund á árgang í þúsund nemenda barna skóium. Þrátt fvrir þetta heifur áhugi á söng og tónlist aukizt mikið imdan farið, og söngstofur era yfirleitt miklu betur búnar kennslutækjum en fyrir nokkrum árum. Námsbæk ur fá nemendur samt engar endur gjaldslaust, nema tvö hefti skóla- söngva, sem engin nóta er prentuð í. Þær bækur koma lika að gagni sem skólaljóð fyrir yngri nemend- ur. Söngkennarar hafa með sér nokkra samvinnu og hafa mörg und anfarin ár fengið hingað færa er- lenda tónlistaruppalendur til þess að halda námskeið. Þau hafa blás ið nýju lffi í kennsluna og er von- andi, að það hafi með tfmanum góö áhrif á allt söng- og tónlistarlíf f landinu. Nemendasambandsmót Verzlunarskóla íslands í 1971 \ ». '■ ( j. verður haldið að Hótel Sögu, föstudaginn 30. < apríl og hefst með borðhaldi klukkan 19.30 í Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Haga- mel 4, miðvikudag 28. og fimmtudag 29. apríl. N.S.V.f. Verkamenn óskast Nokkrir verkamenn óskast strax. — Uppl. í síma 10490 milli kl. 14 og 17. NELAVÖLLUR í kvöld kl. 20 leika Jr Víkingur — Armunn MÓTANEFND VÍSIR . Tímabært að taka hávaðann fyrir Jonni skrifar: „Þegar ég las fréttina í Vísi um hávaöann á skemmtistöðum og f veitingahúsum, vaknaði hjá mér von um, að svo kynni að fara að reglugerðir yröu settar, sem takmarka mundu hávaðann á þessum stöðum. — Það er ekki komandj inn á þessa staði flesta fyrir þessum óþol- andi hávaða. Mér finnst það vera vonum seinna, að athygli heilbrigðis- yfirvalda beinist aö þessu. En er það ekki a'.veg kostu- legur skratti að það skuli þurfa til reglugerðir, bönn og strangt eftirlit til þess aö kippa svona löguðu í lag hjá aðilum, sem eiga einmitt allt sitt undir þvf, að fólki finnist gott til þeirra að koma? Hvergi hef ég rekizt á það á feröum mínum eriendis, að maður væri flæmdur burt vegna hávaða hljómsveitarinn- ar á staðnum — ekki svona á almennum veitinga- eða skemmtistöðum. Það þarf ekki að æra hvem gest, til þess að hann finni hjá sér löngun til að dansa. Mér er alveg óskiljanlegt, hvers vegna framkvæmdastjór- ar húsanna koma ekki auga á þaö sjálfir, að það yrði vinsælt, ef úr þessu yrði dregiö.“ Um olíuna á fsafirði Hávarður skrifan „Fólk hér á ísafirði hefur nokkrar áhyggjur af brezka togaranum, sem strandaði hérna í gær (skrifað 22. apríl) — eða öllu heldur óttast það olítrna um borð. Menn sjá fram á ófagrar afleiðingar, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til þess að fjarlægja hana úr skip- inu. Lýsingar á svipuðum slysiun erlendis hefur maður heyrt og eru þær flestar ljótar. Þarf þvi varla að útmála fyrir fólki, hvað £ húfi er. En mér segir svo hugur um þetta, að í þessu tilviki verði ekkert að gert, nema blaðrað og blaðrað vun hættuna og nauð- syn snöggra viðbragöa, og menn haldi aö sér höndum, þar til allt verður um seinan. Það er að minnsta kosti reynslan hingað til, aö allir séu uppfullir af alls kyns ágætishugmyndum um, hvað til bragðs skuli taka, en um leið búast þeir allir við þvi, aö einhver annar verði til þess að hrinda þvl í framkvæmd. Ég vona — að vísu mjög veik von — að einhver gefj sér tíma til þess aö hætta skrafi og ráðagerðum og snúj sér að því að láta hendur standa fram úr ermum. En mig uggir að annaö veröi uppi á teningn- um.“ 1 frétt í Vís! i gær var frá því skýrt, að fuglar væru famir að drepast i isafjarðardjúpi i olíunni, sem berst frá togaran- um, en vegna erfiðleika við að komast að olíutönkunum í skip inu hafði, þegar siðast fréttist f gær, ekkert verið átt við að ná olíunni úr þvL Þögn er sama og samþykld Fimm bama faðir í Álfheim- um skrifan „Það var ykkur Vísis-mönn- um líkt að verða fyrstir til að taka fermingarveizlurnar til umræðu — eitt af aöaláhyggju- málum okkar heimilisfeðranna, sem fttli þörf er á að draga fram í ljósið til umræðna og úræöa. Einhverjum er þetta kannski grín, en það er alveg spauglaust að þurfa að snara út þrjú eða fjögur ár í röð þrjátíu, fjörutíu eða fimmttu þúsundum króna vegna fenminga — eingöngu vegna þess að foreldrar ann- arra barna, sem lifa í miklum munaði, ráða ferðinni. Hvoragur prestanna, sem þið töluðuð við, treysti sér til þess að hafa skoðun á þessu atriði — og það út af fyrir sig segir sína sögu um klerkastéttina í dag, og getur kannski varpað ein- hverju ljósi á áhugaleysi manna fyrir kirkjunni og trúnni, þeg- ar þessi eru leiöarljósin. Manni finnst liggja beinast við, að prestar séu á móti svona miklu tilstandi, sem fyrir löngu fór út í slíkar öfgar, að það algerlega skyggir á ferming- ingarathöfnina sjálfa — sem varla nokkur maður veitir eftir- tekt í allri önn feimingardags- iws. Ég hélt, að þeim værj ’.jós hættan á því, ef svona þróast áfram, að feður hreinlega slepptu fermingunni efnahagsins vegna. En þögnin hefur lengi skoðazt sem samþykki, og með því að halda að sér höndum leggja prestarnir blessun sína á þetta, og á meðan verður ekki við ööra að búast en þetta þróist áfram til hins verra. Það flýtur allt með straumnum beint að feigðarósi sýnist mér.“ | HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Orðsending til leigjenda matjurtagarða í Reykjavík Síðasti greiðsludagur fyrir matjurtagarða er 30. apríl. Eftir þann tíma verður ógreiddum garðlöndum úthlutað að nýju. Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.