Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 5
'nilldamwrkvarzla Sigurðar agssonar færði Val sigur! Hermann Gunnarsson skorar eina mark Vals í leiknum í gær- kvöldi. (Ljósmyndari Vísis BB). Sigurður Dagsson. - snilldarmarkvarzla. Valsmenn geta þakkað það Sigurði Dagssyni að þeir fóru með sigur af hólmi í sjöunda leik Reykjavíkur- mótsins á Melavellinum í gærkvöldi. Hermann Gunn arsson skoraði eitt mark fyrir Val í leiknum og það nægði, því sama var hvað Víkingar reyndu Sigurð — hann varði allt sem á Vals markið kom. Slík snilldarmarkvarzla hefur ekki sézt lengi hjá íslenzkum mark verði og ekki frá því, þegar Sig- Áttundi sigur Ar- í 1. deildí senals Lundúnafélagiö Arsenal hlaut í gærkvöldi sinn áttunda meist aratitil í ensku knattspyrnunni og hefur því unnið oftar, en nokkurt annað félag. Næst. eru Everton, Liverpool og Manch. Utd. meö sjö sigra hvert félag í 1. deild. Arsenal var stofnað 1886 og nefndist fyrst Royal Arsenal. Þaö var gert að at- vinnumannaliði 1891 og þá var Woolwich sett fyrir framan Arsenal í stað Royal. Það heiti hafði félagið til 1914 og síðan hefur það aðeins nefnzt Arse- nal, hvað útleggst vopnabúr á íslenzku. Arsenal hóf þátttöku í deilda keppninni 1893 og lék fyrst í 2. deild, en 1904 vann liðiö sig upp í 1. deild, en féll svo aftur niður 1913. En 1919 vann Arsenal sig á ný upp í 1. deild Og hefur leikið þar síðan — eða langlengst allra liða. Árin milli 1930 og 1940 var félag- ið hið þekktasta í heimi og í sérflokki enskra liða. Fyrsti meistaratitillinn vannst 1931 — og s'iöan þrjú ár í röö 1933, 1934 og 1935. Enn vannst titill- inn 1938. síðan 1948, 1953 og nú 1971. Arsenal hefur þrívegis sigrað í ensku bikarkeppninni 1930, 1936 og 1950. Einn íslend ingur hefur leikiö í aðalliði Arse nal, Albert Guðmundsson, sem vann sæti í liðinu 1946 á kostn að skozka landsliðsmannsins Jim Logie. Þá æfði Ríkharður Jönsson með Arsenal um tíma, og lék í aðalliðinu í vináttu- og æfingaleikjum. í einum slíkum meiddist hann mjög alvarlega, en vann bug á þeim meiðslum með fádæma dugnaði. hsím. urður næstum upp á sitt eindæmi færðj Val íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum eftir hörku keppni og attkaleik við Keflv’tk- inga. Það var vissulega glæsileg sjón, að sjá Sigurð svífa upp í markhornin eða niður að stöng i gærkvöldi og verja allt, sem á markið kom með undraverðum glæsibrag. Suddaveður Veður var heldur leiðinlegt, þeg ar leikurinn var háður, suddarign ing og hvasst og stóð vindurinn á nyrðra markið. Víkingar léku und an vindinum í fyrri hálfleik og sóttu þá mjög framan aif_ en án árangurs. Mikill hraðj var í leikn um, en knattspyrna ekki alltaf góð að sama skapi — og harka oft allsráóandi. Undir lokin sóttu Valsmenn aðeins í sig veðriö, en ekki komst þó Víkingsmarkið í mikla hættu. í siðarj hálfleik bjuggust áhorf- endur við, að Valsmenn — með aðstoð vindsins — mundu yfir- taka spilið. En það var öðru nær. Víkingar gerðu nokkrar stöðubreyt ingar hjá sér, sem höfðu góð áhrif — einkum þó að láta Eirik Þor steinsson leika sem innherja, og voru mun meira í sókn en Válurí Og þá var hlutur Siguröar V Vals- markinu frábær. Það byrjaði á 14. mín. þegar Sigfús Guðmundsson varði vel aukaspyrnu Jóhannesar Edwalds- sonar — bezta manns Vals af úti- spilurum — í horn, fékk knöttinn eftir hana, og spyrntj fram, Eftir skemmtilegan leik sóknarmanna Víkings stóð Hafliði einn með knött inn á markteignum og spyrnti fast neðst í markhornið og þangað kast aði Sigurður sér með leifturhraða, greip knöttinn og hélt honum. Enn sóttu Víkingar og á 22. mín. fengu þeir aukaspyrnu, sem Guð- geir Leifsson tók og þrumuskot hans stefndi neðst í markhornið út við stöng neðst — en það var sama og áður — Sigurður varði. Og knettinum var spyrnt fram — Hermann sem varla hafði sézt í leiknum náði honum, lék á varnar leikmann Víkings og siðan mark- vörð og renndi knettinum í mark ið. Það reyndist sigurmark eins og svo oft áður hjá Hermanni. En hlutverki Siguröar í Valsmark inu var enn ekki lokið — og hann fékk mikið klapp á 30. mín. þegar hann bætti ÖU s’in fyrri afrek í leiknum. Hafliði átti þá hörkuskot efst í markhornið og alveg út við stöng, en Sigurður sveif eins og tígrisdýr upp í hornið og tókst á síðustu stundu að snerta knöttinn með fingurgómunum og slá hann yfir þverslá. Öneitanlega glæsileg sjón. Valsliðið var ekkj beint sannfær andi í þessum leik og Halldór Ein arsson sýndi oft háskalegan leik í vörn liðsins, þar var leikið af miklu meiri krafti en viti, enda var hann áminntur af ágætum dóm ara leiksihs, Óla Olseii. Valsvörn in opnaöist stundum illa á miöj- unni og það verður höfuðverkur liðsins, ef það ætlar að ná árangri í sumar. Framlinumennirnir eru nettir eins og Hermann, Ingi Björn og Þörir, en vinna ekki að sama skapj vel nema Þórir. Víkingsliðið var yfirleitt skarpara í leiknum, leikmenn fljótarj á knöttinn og baráttuviljinn mikill — en í þess um leik mættu þeir hindrun, sem þeim tókst ekki að yfirstíga og svo hefði farið fyrir fleirum. —hsím Leeds enn nr. tvö Síðan Leeds vann aftur sæti í 1. deild hefur árangur liðsins verið frábær, þótt meistaratitill inn hafi aðeins unnizt einu sinni — 1969. Fjórum sinnum hefur Leeds oröið í öðru sæti og árangurinn er þannig í töl- um nr. 2-2-4-4-1-2- og nú enn nr. 2. Fyrsta áriö 1965 varð Leeds nr. tvö með 61 stig. eða sömu stigatölu og meistararnir Manch. Utd., en miklu verra markahlutfall eða 83—52 gegn 89—39 hjá United. Keppnin þá var ekkert í líkingu við það, sem nú var, því Manch. Utd. var búið að sigra, þegar liðið átti einn leik eftir og það tapaði honum fyrir Aston Villa 2—1. Chelsea varð í þriðja sæti meö 56 stig. Vorið 1966 varð Leeds aftur í 2. sæti — nú sigraði Liver pool, hlaut 61 st. Leeds 56 og Burnley 55. Árið eftir 1967 sigr aði Manch. Utd., hlaut 60 stig, Nottm. Forest 56, Totten- ham 56 og Leeds varð í fjórða sæti með 55 st. Næsta ár bit- ust Manchester-Iiðin um meist aratitilinn og sigraði City á geysihörðum lokaspretti — svip uðum og hjá Arsenal nú — hlaut 58 stig. United hlaut 56, en hlaut nokkra sárabót með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í mai 1968. Liver- pool varö í þriðja sætj með 55 stig og Leeds í fjórða með 53. Og vorið 1969 varð Leeds loks meistari f fyrsta sinn og setti nýtt stigamet í 1. deild — 67 stig — bætti met Arsenal og Tottenham um eitt stig. Liver pool varð í öðru sæti með 61 stig, Everton hlaut 57 og Arse- nal 56. í fyrravor sigraði Ever- ton, hlaut 66 stig, Leeds var nr. 2 með 57 stig og Chelsea í þriðja sæti meö 55 stig. Og nú sigraði Arsenal með 65 stig um, Leeds íllaut 64 og enn eitt annað sæti, og ekki er enn vitað um þriðja sætið nú. Þótt árangur Leeds sé frábær á þessu tímabili, og kannski óheppni, að liðið hefur ekki sigrað nema einu sinni, er þó til enn furðulegra dæmi um næstum eilift annað sæti. Fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina varð Manch Utd. þrisvar nr. 2 í röð — 1947, 1948 og 1949, en 1950 í 4. sæti og svo kom enn annað sætj 1951 áður en meistaratitillinn vannst loks 1952. Þá fékk undirritaður sam úð með Manch. Utd., sem hef ur haldizt síðan. —hs'im Frá Barnaskólum Hafnarfjarðar Innritun 7 ára barna (fædd 1964) fer fram ískólunum miðvikudaginn 5. maí kl. 4—5 síðdegis. Hverfiskipting verður við innritun þessi: 1. Lækjarskóli: Hvaleyrarholt, Suðurgata, milli Sel- vogsgötu og Lækjargötu og svæðið vestan Lækjar að og með Linnetsstíg og Smyrlahrauni og Álfa- skeið, upp að nr. 70. 2. Víðistaðaskóli: Frá Linnetsstíg og Smyrlahrauni og Álfaskeiði 70 og þar fyrir vestan og norðan. 3. Öldutúnsskóli: Öll börn fyrir sunnan Læk, nema þau, sem fara í Lækjarskóla. Innritun 6 ára barna: Ákveðið er að hafa deildir í skólunum fyrir 6 ára börn (fædd 1965) næsta vetur. —■ Þau börn á að innrita miðvikudaginn 12. maí kl. 4—5 síðdegis. Hverfaskipting er sú sama og hjá 7 ára börnum. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.