Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 6
6 V í SIR. Þriðjudagur 4. mal 1971, Árlega veita Samvinnutrygg- ingar „silfurbíl“ sem viöurkenn- ingu fyrir framlag til aukins umferöaröryggis. og nú síöast var þessi viöurkenning veitt Baldvin; Þ. Kristjánssyni, fé- lagsmálafulltrúa. „Silfurbíl“ þennan, sem er frumsmíð á hverju ári, hefur Valur Fannar gullsmiður gert, en fyrri handhafar bilsins eru þeir Sigurjón Sigurösson, lög- reglustjór; og Lýöur Jónsson, fyrrv. yfirvegaverkstjóri, og var haft samráö við þá um úthlut- unina, svo sem ráð er fyrir gert í reglugerð bílsins. Færeyskir túristar til íslands? Nú er eftir að sjá, hver ár- angur verður af íslandskynn- ingu, sem Ferðaskrifstofa rfk- isins og Flugfélag íslands efndu til 1 Færeyjum fyrr i þessum mánuði. Kynning þessj fór fram í Þórshöfn og K'akksvík og hlaut góöar undirtektir meðal almenn- ings og svo í blöðum. Flugfélag íslands mun halda uppi tveimur áætlunarferöum í viku milli Færeyja og Islands í sumar, svo að hægt veröur um vik fyrir þá, sem fýsir að skreppa á miili. Sprengimálið enn í rannsókn Rannsókn stendur enn yfir í máli piltanna fjögurra, sem við- riðnir voru þjófnað sprengiefn- is úr áhaldahúsi Kópavogs. Beð- ið er niðurstöðu geörannsóknar eins piltanna, sem situr í gæzlu- varðhaldi og ennfremur er ekki að fullu lokið rannsókn ýmissa afbrota, sem sami piltun er grunaður um að hafa framið. Ákvörðun um má'shöföun á hendur piltunum verður ekki tekin, fyrr en þessum þáttum rannsóknarinnar er lokið. Tveir góðir og merkir hjá Norræna húsinu Tveir góðir og merkir fyrir- lesarár sækja Norræna húsið heim þessa dagana Dr. Thor Heyerdal, sem hefur hlotiö heimsfrægö, m. a. fyrir ferðina með Kon-Tiki og Ra og Ra II heldur fyrirlestur í Háskólabíói i dag. Verður þar eflaust þröng á þingi, enda er Heyerdal nefnd- ur samhliða mönnum eins og Fridtjóf Nansen, Sverdrup. Ro- ald Amundsen og Helge Ingstad. Hinn gesturinn, Erlendur Patursson, ritstjóri og lögþings- maður frá Færeyjum, heldur hér tvo fyrirlestra. Sá fyrri „Fær- eyjar — hvert stefnir í efna- hagsmálum?" verður haldinn 6. mal, en hinn seinni, „Færeyj- ar — hvert steíHÍr I stiórnruál- um?“ 9. ma'x, báðir í Norræna húsinu. ÍNGJALDUR TÓMASSON: SENDUM BÍLINN 37346 jfjað er spor í rétta átt, þegar nokkur hluti þjóðarinnar við urkennir nauðsyn þess, að hefta uppblástur landsins og breyta auðnunum í gras og kjarrlendi. En það er lífca alveg víst, að það cluga ekki fögur orð og fundarsam- þykktir. Hver einstaklingur og fé- lög, sem sjá nauðsyn þessa máls, verða að berjast fyrir því, og ..heimta starf án biðar“. Rannsókn ír hafa sýnt og sannað svo ekki verður um villzt, að það þarf 100— 200 milljónir króna til þess að rækta beit handa 200—300 þús. ærgildum sem nú eru látin darka á uppblástursvæðunum á sumrin, bæði sunnan- og noröanlands. — Það er sannarlega þungbær sann- leikur, að til skulj vera í landinu bændur — jafnvel heil héruð, sem að því er virðist án minnsta kinn- roða, ofsetja á uppblásturssvæðin mann fram af manni og ár eftir ár. Hvernig stendur á þvf, að þessi ómennska gegn gróðri landsins er ekki látin varða við lög? Hér verð- ur stjóm ríkisins að grípa í taum- ana án tafar. Nýlega voru samþykkt á alþingi af öllum flokkum lög um fjáröfl- unarhappdrætti til þess að leggja veg yfir Skeiðarársand. Það er gleöilegt þá sjaldan það gerist, að allir flokkar koma sér saman um að hrinda í framkvæmd stórum nauðsynjamálum. Þó held ég að engum heilvita manni ættj að dylj- ast að stöðvun uppblásturs og upp græðsla landsins hefði átt að ganga fyrir fiestu öðru, þar má alls eng- an tíma missa. Ég hefi oft skrifaö greinar þar sem bent hefir veriö á stofnun þjóðar- eða landgræðslu- happdrættis til þess að stöðva uppblásturinn og „græða sárin foldar", sem okkur ber tvímæla- laust skylda til. I þessum greinum hefi ég bent á, að með þessari fjár- öflunaraðferð gefst öllum lands- mönnum kostur á að sýna í verki, hver hugur fylgir máli gagnvart Iandgræðslunni. En því miður hafa þessar tillögur mínar verið þagöar kirfilega í hel. Ég býst yarla við að ríkissjóður verði fær um að leggja fram á næstu árum fjármagn sem nægir til landgræöslunnar, með öllu því fjárbruðlj til vafasamra huta sem nú virðist vera í tfzku. Það væri líka skemmtilegra að öll þjóðin legð; þar hönd á plóg með ríkis- sjóði með því að styðja happdrætt- iö eftir getu og áhuga. Ef til vill opnast bráðlega augu áhugamanna um landgræöslu, og ráðamanna þjóðarinnar fyrir land- græðsluhappdrætti, sem því bezta — ef ekki einasta ráði til að koma landgræðslumálunum fljótt og far- sællega í höfn. Það er þjóðar- hneyksli að láta hinn hörkuduglega og stórframsýna landgræðslumann Pál Sveinsson og alla hans ágætu samstarfsmenn stríða við fjár- magnsskort. Ég vil enn einu sinni skora á þjóðina og forustumenn hennar að láta slfkt ekki viðgangast lengur. Fjáröflunaraöferð hefi ég marg sinnis bent á, sem reynast mun hagkvæm og fljótvirk. ■ Of mikil linkind íbúi í Safamýri hringdi: „Það er hrollvekjandi að lesa f blöðunum fréttir um hina og þessa einstaklinga, sem sýnt hafa af sér í verkum alls konar ónáttúru, eins og að leita á böm, gægjast á glugga og elta ungl- ' ingsstúlkur, sem eru einar á ferli á síðkvöldum. Oft og tíð- um fremja þessir menn ýmis voöaverk, knúðir áfram af ó- náttúru sinni. En þegar lögreglunni er bent á þá og hún kemur höndum yfir þá, lætur hún þá lausa jafn- haröan. Flytur þá kannski til ■ „Ég mundi segja: Bolfiskur!“ Ingjaldur Tómasson skrifan „Það er furðulegt, að til skuli vera vel menntað íslenzkt fólk í hæstu stöðum þjóðfélagsins, sem aö því er virðist án minnstu blygðunar skirrist ekki viö að óviröa okkar „ástkæra ylhýra mál“ með þvi að nota — sér- staklega í töluðu máli — slett ur úr erlendum málum, og líka yfirgengilega Ijót nýyrði. Enska orðtakið, ég mundi segja (I wou-ld say), er nú eitt- hvert mesta uppáhaldssnobbyrði hjá alitof mörgu íslenzku menntafólki. Sorglegast er þó, þegar æðstu yfirmenn mennta- mála og þjóðarinnar skirrast ekki við að saurga íslenzkuna með þessari ensku slettu. Fjöl- mörg íslenzk orð má nota þess í stað. Svo sem: Ég segi, ég vil segja, ég gæti sagt o.fl. Svo er þaö bolfiskurinn. — Það væri fróðlegt að fá upplýst hvaða málfræöiiegir skemmdar- verkamenn hafa klínt þessu ljóta blúryrði á okkar ágæta þorskfisk. Það iiggur við, að það sé bæði hlægilegt og grátlegt í senn. þegar fjölmiölar tilkynna um magn boifisks, sem veiðzt hefur. Það er auðheyrt, að þessir blessaðir fréttamenn vita ekki, að það er alls enginn bolfiskur til í sjónum, þess vegna alls ekki veiöaniegur. Bolfiskur er nefnilega aöeins hausaður og slægður þorskfisk- ur! Ég vil hér með skora á alla fjölmiðla og þjóðina að senda hið nauðaljóta og snarvitlausa bolfisknafn út á sextugt dýpi, en nota í staðinn hið eina rétta orð, þorskur — eða þegar um fleiri tegundir er að ræða, þorsk- fiskar.“ :b heimila sinna, og síöan nær þetta ekki lengra. Auðvitað er manni ljóst, að þessar sálir eru á einhvem hátt sjúkar og afbrigðilegar. Fáir eru svo harðbrjósta, aö þeir viWu ebki helzt, að þeim væri líkmtð einhvem veginn. Ein hitt finnst mér ískyggiiegt kæruleysi, aö láta þessa menn fara frjálsa ferða sinna og vera eftirlitslausa, þegar ljóst er, hver hætta getur stafað af sum- um þeirra. Skdeggari eru menn, þegar um er að ræöa borgara, sem sýkjast af berklum. Þá eru þeir lokaðir inni á hælum hálfa ævi sína eða aila. Og ef eittlhvert sauðmeinlaust grey fær þá flugu í höfuöið að hann sé jámbraut- arlest, þá er hann líka settur inn á hæli. En við þessum viðsjárverðu gripum er ekki hróflað. Ekki fyrr en slys hefur hilotizt af þeim“. ■ Gatnahreinsun og garðhirða Þ. S. skrifan Fyrir nokkm fónnn við hjön- in niður í bæinn í góða veðr- inu, lögðum bflnum okkar í gott stæði og gengum á milli verzlunarglugganna í Austur- stræti. Þá veittum við því at- hygli, að á gangstéttunum gætti mikils ryks og óbrifnaðar, sem virðist hafa safnazt í rifur og sprungur. Skýtur þarna nokkuð skökku vlð til dæmis umhverfið við Tjömina, þar sem auösýnilega hefur verið hreinsað og þrifið vandlega til. Mér finnst, að ekki megi draga það neitt að þrffa þessi óhrein- indi af gangstéttunum, spúla þær og sópa líkt og gert er annars staðar. Við megum senn vænta þess að fólk leggi hingað leið sína frá næstu nágranna- löndum, þar sem víðast hvar gætir meiri snyrtimennsku, held ur en við höfum tamið okkur. Það yrði ofckur til hnjóðs, að láta þessi óþrif blasa við þeim. I leiðinni get ég ekki setið á mér að gagnrýna skrúðgaröa- hald borgarinnar, því að mér finnast þeir vera allt of seinir til, þegar sumrar snemma eins og núna. í fyrrasumar var ekki byrjað að planta blómum fyrr en um miðjan júnf, en sumarið var þá Ifka óvenjuseint á ferð- inni. Það breytir engu um það, að það þarf ekki að vera algild regla, að byrja ekki að planta blómum fyrr en um miðjan júní. Það mætti hafa tiltæka blóm- lauka, sem planta mætti núna á þessum tíma til að Iffga upp á umhverfið f stað þess að hafa garðana svona grámyglulega langt fram á sumar". HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 RÁNYRKJA LANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.