Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1971, Blaðsíða 2
Rokk söngleikurinn, „Jesús Kristur, súperstjama“ er mjög móðgandi fyrir Gyðinga þar sem Gyðingum er í leiknum fullkom- lega kennt um krossfestíngu Krists, segir Marc Tannenbaum, rabbíi og forsvarsmaður samtaka bandarískra Gyðinga. „Höfundar söngleiksins hafa skrifaði handrit, þar sem í eru hetjur og þorparar, og Gyðingarn ir eru þorpararnir", segir Tannen- baum, „Og samtök bandarískra Gyðinga ætla sér ekki að sitja iðjulaus hjá og láta slíka móðgun viðgangast". Segir Tannenbaum að Gyðinga samtökin hafi rannsakað söng- leikinn mjög gaumgæfilega og s'ið an komizt að þeirri niðurstöðu, að hann sé stórt skref aftur á bak í sambúð hinna tveggja trúar- bragða, gyðingdóms og kristinn- ar trúar. Aöstandendur „Súperstar" segja að þeir hafi aldrei ætlað leiknum að verða neins konar söguskýr- ing á Nýja testamentinu, og þess -vegna sé það rangt að taka leikinn svo alvarlega sem Gyðinga samtökin gera.. Marc Tannenbaum. ykkur lítinn haus! Þeir eru að boða hausttizkuna i hárgreiöslu kvenfólksins. Raun- ar skilst mannl að hvaöa greiösla sem er sé í tízku — a. m. k. hvaöa sídd sem er. Robert nokkur Garreau frá Par is hefur að undanfömu veriö aö greiða dönskum konum i Kaup- mannahöfn, og vill sá helzt iáta háriö falla sem frjáisast um fagra hálsa og hnakka, en segir jafn- framt, aö lítil andlit séu í tízku. Og þá er vist að snúa sér aö því að tálga utan af höfuöbein- unum. Ef hann Robert Garreau vill endilega sjá konur með Iitla kolia, þá verður hann aö fá sitt. Allir Þeir sem kvænast ungir... SKILJA OFT- AR EN ELLA gleyma frétt- unum Meira en helmingur sjónvarps- áhorfenda steingleymir fréttunum, sem þeir horfa og hlusta á í fréttatímum sjónvarpsstöðva, ef marka má könnun, sem samband amerískra sjónvarpsstöðva hefur látiö gera. Könnun þessi var framkvæmd meö 2000 símtölum á tveimur vik- um, og var niðurstaðan sú, að 51 prósent aðspurðra fullorðinna karla eða kvenna, svöruðu því til, að þau myndu ekki eitt einasta atriði af þvi sem fréttirnar hefðu fjallað um um leið og fréttatfm- inn væri liðinn. í Bandaríkjunum hefur verið gerð sérstök könn- un, mjög ítarleg, á hve vel hjónabönd manna endist miðað við aldur við gift ingu, litarhátt, stöðu og annað slíkt er máli þykir skipta. — Kemur í ljós, að ef fólk gengur mjög ungt í hjónaband eru helmingi meiri líkur á en ella að upp úr hjónaband inu slitni. Það var „The Cencus Bureau" I Washington sem könnunina gerði, og samkvæmt skýrslum, sem gefnar hafa verið út um málið, þá skilja 28 prósent karla, sem kvænzt hafa áður en þeir urðu 22 ára við konur sínar áður en hjónabandið hefur haldið í 20 ár. Hafi karlarnir hins vegar verið eldri en 22 ára þegar þeir kvænt- ust, eru ekki nema 13 prósent líkur á að þeir hlaupist í burtu frá konum sínum. Tölurnar eru næstum hliðstæð- ar fyrir kvenkynið. Þær sem gift- ust innan 20 ára aldurs, skildu í 27 prósent tilfella, en aðeins 14 prósent skildu af þeim sem gift- •ust eldri en tvítugar. Meðal þess sem könnunin leiddi" í ijós var eftirfarandi: 1) Tala hjónaskilnaða er heldur hærri hjá svertingjum en hvítingj um. Svartir menn, sem kvæntust undir 22 ára aldri, skildu við kon- ur sVnar í 46 prósentum tilvika, áður en hjónabandið náði að verða 20 ára gamalt. Svartar konur sem giftzt höfðu yngri en 20 ára, skildu við menn sína f 47 prósent um tilfella áður en hjónabandið hafði staðið í 20 ár. 2) Giftingarmöguleikar hvftrar konu eru mestir, þegar hún er 22 —24 ára aö aldri. Á þessum aldri giftast 26 af hverjum 100 ein- hleypum konum árlega. Er þær hafa náð 24 ára aldri, minnka giftingarmöguleikar þeirra veru- lega. Svartar konur hafa svipaða möguleika og hvítar, en þær virð ast vera „markaðshæfar" lengur, eða frá 20 til 29 ára. 3) Fyrstu tvö árin lítur út fyrir að barn auki möguleika á skfln- aði — —og er þá átt við, að hugsanlegt sé að konan hafí átt bamiö áður en að hjónabandi kom, og geti barnið þannig orðið efni miskiíðar. 4) Karlmenn, sem vinna sér inn minna en 8000 dollara á ári (um 700.000 ísl. kr.) skilja helm- ingi oftar við konur sínar en þeir sem meiri tekjur hafa. 5) Fráskildir karlmenn kvæn- ast miklu oftar aftur en fráskild- ar konur gera. 17 af hverjum 100 fráskildum karlmönnum kvæntust aftur innan fimm áre frá sfiriinaði, en 13 af hverjum 100 koinen. 1 könnuninni kom fram, að 15 prósent aðspurðra karlmanna höfðu lent í hjónaskilnaði og 17 prósent kvennanna;- Þegar svertingjar áttu í hlut voru tölurnar 28 prósent fyrir karl menn og 31 prósent fyrir konur. Um 12 prósent karlmanna höfðu kvænzt tvisvar og 14 prósent kvennanna höfðu tvisvar gifzt. Um eitt prósent af hvoru kvni hafðj þrisvar gengið í hjónaband.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.