Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 10
Núverandi aðalstjórn KSt ásamt varamönnum. Talið frá vinstri, efri röð: Gisli H. Guðlaugsson, GIsli Jónsson, Hreggviður Jónsson, Hörður Felixson, ritari, Jens Sumarliðason og Haraidur Snorrason. Fremri röö: Friðjón B. Friöjónsson, gjaldkeri, Helgi Danlelsson, fundaritari, Albert Guðmundsson, formaður og Jón Magnússon varaformaöur. (Ljósmynd BB) Af mœlísár KSÍ 'v maí i Turku. Fulltrúar íslands veröa Albert Guðmundsson og Hörður Felixson. stórt í sniðum Það verður mikið um að vera á knattspyrnusviðinu á afmælisári KSÍ — fjöl- margir landsleikir m.a. við Dani hér heima. Jón Magnússon, varaformaður sambandsins, skýrði blaða- mönnum frá þvi helzta og fer það hér á eftir. íslandsmótið innanhússknattspyrnu Islandsmótið i innanhúss- knattspyrnu kvenna og karla verður háð um næstkomandi páska og taka alls þátt i mótinu 27 lið, 18 karlalið og 9. kvennalið. Islandsmeistari i kvennaflokki 1971 er I.A., en i karlaflokki Knattspyrnufélgiö Valur i Reyk- javik. Heimsmeistarakeppnin 1972 Islenzka landsliðið tekur þátt i undankeppni Heimsmeistara- keppninnar 1974 og i riðli með Norðmönnum, Belgiu og Hollandi. Samið hefur verið um leikina við Belgiu og Holland. Leikið verður i Belgiu 18. og 22. mai n k., og i Hollandi 22. og 29. ágúst 1973. Ekki hefur enn verið endanlega gengið frá samningum við Noreg. Norðurlandaráðstefnan 1972 Knattspyrnuráöstefna Norður landa verður háð i Turku i Finn- landi 28. til 31. mai næstkomandi og hefst með þvi að fulltrúar hennar horfa á landsleikinn Finn- land/Noregur, sem fram fer 28. Skólamót KSí og KRR 1972 Skólamót KSI og KRR er orðinn fastur og árlegur viðburður siðan 1969, og átendur yfir um þessar mundir. Alls taka 14 skólar þátt i mótinu, en sigurvegari frá i fyrra er Kennaraskóli Islands. Alþjóðlegt mót unglinga í júlí 1972 Unglinganefnd KSl gengst fyrir alþjóðlegu móti fyrir unglinga', sem fram fer hér á landi 10. til 15. júli n.k. Þátttakendur i mótinu verða þrjú lið frá Skotlandi og þrjú islenzk lið. Skozku liðin eru Ueltic Youth Club, Cowal Youth Club og Morton Youth, en islenzku liðin eru Faxaflóaliðið og tvö úrvalslið. Landsleikur við Dani 3. júlí n.k. Landsleikur verður háður við Dani 3. júli n.k. og fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum i Reykjavik. Frétzt hefur að þetta sé einn þeirra leikja, sem Danir munu stilla fram atvinnu- mönnum sinum i. Henning Enoksen til íslands I samvinnu viö Knattspyrnu- dómarasambandið, Knattspyrnu- þjálfarafélag tslands hefur tekizt að semja viö danska knatt- spyrnuþjálfarann Henning Enoksen, um að koma hingað i sumar og halda hér námskeiö. Verða námskeiðin haldin hér i Reykjavikogútálandi. -hsim. Ötult starí unnið á yegum Knattspyrnusambands íslands -sem verður 25 ára á sunnudag, stofnað 26. marz 1947 Knattspyrnusamband is- lands verður 25 ára næstkom- andi sunnudag, en það er langstærsta sérsambandið hér á landi. Stjórn KSi boðaði biaðamenn á sinn fund á mið- vikudag og þar skýrði for- maðurinn, Albert Guðmunds- son, frá stofnun KSi og starfi sambandsins. Opið hús verður í Sigtúni afmælisdaginn og mun KSÍ þá heiðra nokkra menn, sem mikið starf hafa innt af hendi fyrir ísienzka knatt- spyrnu. Knattspyrnusamband Islands var stofnaö aö tilhlutan Knattspyrnuráðs Reykjavikur áriö 1947 og var ástæðan fyrst og fremst aukin samskipti við út- lönd og þar með nauðsyn þess, aö einhv.er aðili hér á landi, kæmi fram fyrir hönd allra knatt- spyrnumanna á tslandi, en fram til þess tima höfðu viðskipti knattspyrnu- aðila hér á landi við útlönd farið fram fyrir milligöngu Iþróttasambands Is- lands. KRR fékk þegar i stað góðar undir- tektir sérráða og iþróttabandalaga úti á landi og árangurinn varð, að stjórn ISI boðaði til stofnfundar KSI, sem haldinn var 26. marz, 1947 og stjórnaði þáverandi formaður ISI Benedikt G. Waage fundinum. Óskirhöfðu borizt til ISI frá eftirtöldum aðilum, að stofnað yrði sérsamband knattspyrnumanna og teljast þvi stofnendur KSI: Iþróttabandalag Reykjavikur Iþróttabandalag Hafnarfjarðar Iþróttabandalag Akraness lþróttabandalag Akureyrar Iþróttabandalag Vestmannaeyja tþróttabandalag Siglufjarðar Iþróttabandalag tsafjarðar I dág eru allir aðilar innan ISI, sem knattspyrnu iðka, jafnframt aðilar að KSI. I stjórn KSl eiga sæti 7 menn, en ekki er hægt að segja að umrót hafi verið Björgvin Schram óskar Aibert Guðmyndssyni tii hamingju, þegar hinn sfðarnefndi var kjörinn formaöur KSt 1968. Björgvin lét þá af formennsku eftir 14 ár sem formaöur KSl og 20 ára setu I stjórn samtakanna. Gott Islandsmet A úrtökumóti i Laugardalslauginni i gærkvöldi setti Guðjón Guðmundsson gott tslandsmet i 100 m bringusundi, synti á 1:11.1 min., en eldra met hans — sett nýlega — var 1:12.0. Sigurður Ólafsson jafnaöi tslandsmetið i 200 m skriðsundi, synti á 2:07.8 min og Finnur Garðarsson synti 100 m skrið- sundá56.3sek. mikil i stjórn sambandsins, og gott dæmi þar um er að á þeim 25 árum, sem Knattspyrnusambandið hefur starfað, hafa 5 menn gegnt starfi for- manns: Agnar Kl. Jónsson 1947-1948 Jón Sigurðsson 1948-1952 Sigurjón Jónsson 1952-1954 Björgvin Schram 1954-1968 Albert Guðmundsson frá 1968 Af þeim, sem starfaö hafa í stjórn sambandsins eru fjórir látnir Jón Sigurðsson, fyrrv. slökkviliðsstjóri, Pétur Sigurösson, fyrrv. Háskóla- ritari, Guðmundur Sveinbjörnsson, Akranesi og Ragnar Lárusson Reykja- vik. Lengst hafa starfaö i stjórn KSI: Björgvin Schram 21 ár Jón Magnússon 20 ár Ragnar Lárusson 20 ár Guðmundur Sveinbjörnss. 20 ár Ingvar N. Pálsson 17 ár SveinnZoéga 12 ár Axel Einarsson 10 ár (14 ár formaður) Breytingar á vexti og viðgangi sam- bandsins hafa verið miklar frá stofnun til dagsins i dag, og vitnar hin aukna starfsemi og þróun knattspyrnunnar i landinu, betur en orð fá lýst, um hið mikla starf, sem stjórnir og nefndir sambandsins hafa unnið. Knattspyrnusamband Islands er aðili að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, Knattspyrnusambandi Evrópu og samtökum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Hafa islenzk knatt- spyrnuliö tekið þátt i Heimsmeistara keppni, Evrópukeppni og Norður- landakeppni, sem fram hafa farið á vegum framangreindra aðila, og full- trúar KSI hafa tekið þátt i ráðstefnum, þjálfara-og knattspyrnudómaranám- skeiðum og öðrum fundum, sem fram hafa farið á vegum þessara samtaka. Þannig hefur KSI ávallt lagt mikla áherzlu á að auka sambönd við útlönd og siðastliðin ár hafa þau margfaldast. Frá að leika einn landsleik ár ári, fara nú hópar islenzkra knattspyrnumanna erlendis árlega. Erlend lið gista Island vegna landsleikja og leikja i Evrópu- keppnum og flokkar frá vinafélögum islenzkra knattspynufélaga koma ár- lega i heimsókn. Alls hafa islenzkir knattspyrnumenn Ieikið 64 A-landsleiki, 4 B-landsleiki, 2 landsleiki (23 ára og yngri) og 16 ung lingalandsleiki (18 ára og yngri). Þjóðirnar sem leikiö hefur veriö við eru eftirfarandi: A-landsleikir: Dan- mörk (10), Noregur (13), Finnland (4), Austurriki (1), Bandarikin (1), Eng- land (8), Frakkland (7), Belgia (2), Ir- land (5), V.-Þýzkaland (2), Holland (1>, Skotland (1), Bermunda (3), Wales (1), Spánn (2), Japan (1). B-landsleikir: Færeyjar (4) Landsleikir 23 ára og yngri: Noregur (1) , Sviþjóð (1) Unglingalandsleikir (18 ára og yngri): Danmörk (1), Rússland (1), Pólland (2) , Sviþjóð (3), Noregur (2), Finnland (1) , Skotland (2), Wales (2), trland (2) . Knattspyrnan barst hingað til lands fyrir siðustu aldamót (1894) og má segja að frá þeim tima og til dagsins i dag, hafi hún verið vinsælasta iþrótta- greinin hérlendis og i dag jafnframt fjölmennasta iþróttagreinin, er stund- uð er hér á landi. Uin vöxt knattspyrnunnar eru lands- mótin gleggsta dæmið, en á þeim hafa -orðið miklar breytingar á s.l. árum. Stærztu breytinguna má þó telja, er 1 aldursflokki var skipt i I. og II deild árið 1959 og jafnframt ákveðið að leika heima og heiman. Ennfremur er Bikarkeppni KSI var stofnuð 1960 og stofnun 3. deildar 1965. Vetraræfingarlandsliðsins, er byrjuðu rétt fyrir jólin 1968 og hafa verið end 'urteknar hvern vetur siðan, hafa '.áorkað það, að sannað hefur verið, að .það er engin goðgá, að íslendingar geti iðkað og keppt i knattspyrnu yfir vetrartímann eins og aðrir Evrópu- búar. Það að islenzka landsliðið er fært til að keppa jafnt vetur sem sumur hefur orðið til að efla samböndin við útlönd, og ekki aðeins stólað á og leitað til Norðurlanda til gagnkvæmra við- skipta og samvinnu, heldur um ger- valla Evrópu, Norður-*og Suður 'Ameriku, Afriku og Asiu. Innanlands hefur aukin starfsemi rutt fram nýjum knattspyrnumótum og keppnum. Fræðslustarfsemi hefur verið efld og dómaramál endurskoðuð og betrum bætt. — hsim. ISSSÍII .. V •: . ", Y? Frazier ver titilinn Joe Frazier, heims- meistari i þungavigt i hnefa- leiknum, undirritaði i gær samniug um leik við Ron Stander um titilinn. Hann verður háður í Omaha i Nebraska og er fyrsti heims- meistaralcikurinn, sem þar cr háöur. Fra zier undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn við Cassius Clay i haust. í janúar keppti hann við Terry Daniels og sigraði á rothöggi i 4. lotu. Þó Stander sé ekki kunnur hnefaleikari er mikill áhugi á þessum leik hans viö Frazier og verður honum sjónvarpað um öll Banda- rikin. Frazier náði mjög hagkvæmum samningum — fær 40% af miðasölunni og 14 þúsund dollara frá sjón- varpsstöðvum, sem keyptu réttinn. ósigrandi Thomas Magnusson sigraði einnig 50 km skiðagöngu á sænska meistaramótinu i Sollefta i gær og hefur þar með orðið sænskur meistári i 15 km, 30 km og 50 km. 21 árs göngumaður var 1.41 min. á undan næsta manni i mark, Lars-Göran Aslund. Yfir 100 leikir á 5 völlum í badminton Unglingameistaramót islands i badminton verður haldið i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði dagana 25. og 26. marz n.k. Mótið hefst með setningu á laugardag kl. 14.00 og strax á eftir hefst keppni. Keppt verður i 3 aldurs- flokkum, þ.e. pilta og stúlkna, drengja og telpna og sveina og meyja flokkum. I hverjum flokki er keppni i einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarkeppni. Mót þetta er fjölmennasta ung- lingameistaramót, sem haldið hefur verið, keppendur eru alls 69 sem skiptast þannig: Tennis-og badmintonfél. Rvik. 28 Valur 8 K.R. 4 Tennis-og badmintonfél. Siglufj. 22 tþróttabandal. Akraness 7 Að venju eru margir Siglfirð- ingar á þessu móti, en þeir hafa verið sigursælir á unglinga- mótum undanfarin ár. A ung- lingameistaramóti íslands i fyrra, sem haldið var á Akureyri sigruðu Siglfirðingar i lOgreinum af 14, sem þá var keppt i. Nú er spennandi að vita, hvort þeim tekst að endurtaka þann frábæra árangur. Eins og áður er sagt, hefst mótið á laugardag kl. 2, en úr- slitaleikir verða leiknir á sunnu- dagskvöld kl. 19.30, einnig i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Alls verða leiknir u.þ.b. 100 leikir á 5 völlum. Þetta er i fyrsta sinn, sem badmintonmót er haldiö i hinu nýja iþróttahúsi i Hafnarfirði, en þar er vaxandi á- hugi fyrir badminton og ætti þetta mót þvi að verða til þess aö vekja meiri áhuga Hafnfirðinga á þess- ari iþrótt. Magnússon Gunnar Sólnes setti badmintonmótið I fyrra sem háð var á Akureyri, og var myndin hér að neðan tekin við það tækifæri. (Ljósmynd Rafn Viggósson.) c -<m r * mw IJC' m Við seljum eingöngu vönauð góirteppi fráviðurkenndum framleiðendum Viö kaupum teppin, milliliða laust, beint frá verksmiöju, i heilum rúllum og fáum þannig mun betra verö. Eigum á lager 12 geröir, i yfir 50 litum, frá eftirtöldum framleiðendum: ALAFOSS, SHAW,. BRISTALL, LANCASTER, BAR- WICK, WESTON, FEBOLIT. Viö mælum gólfflötinn og þaulvanir fagmenn leggja teppin, veggja á milli, meö stuttum fyrirvara. innrén? Grensásvegi 3 - Sfmi 83430 i •J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.