Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 1
63. árg. —Mánudagur 14. mai 1973. — 109. tbl. WALDHEIM í REYKJAVÍK — sjá bls. 7 Útlendir millar sjá um niður- greiðslurnar Þeir súta þaö ekki út- lendingarnir, sem hingað koma til að veiða lax, þótt dagurinn kosti þá 25 þúsund krónur eða svo. En þeir vilja fá eitthvað fyrir peninginn. Þessir riku veiðimenn gera svo innlendum veiðimönnum kleift að komast I árnar fyrir minna fé en eila. — Sjá bls. 2 Upp á hefðar- tindinn Hvernig á að verða stjórn- málamaður? Að visu veitir bókin um Starfsval ekki upplýsingar um það né held- ur hvernig klifa skal upp á hefðartindinn með litiili fyrirhöfn. Um það fjalla vist margar ameriskar vasa- brotsbækur. Inn-síðan fjaliar I dag um bók ölafs Gunnars- sonar um starfsvaiið. — Sjá bis. 9. Byssurnar reyndust vera leikföng — sjá baksíðu Hver er hann þessi Jarring? Ilver er hann þessi Gunnar Jarring, sem hefur svo lengi reynt að koma á sættum milli striðandi afla viða um heim. Viö segjum nánar frá viðburðarrikri ævi þessa 67 ára gamla sænska bóndason- ar. — Sjá bls. 6 ,,Það er að koma þetta flna veöur,” sagði Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri. Af einhverjum ástæðum var þvi tekið með miklum hlátri hjá Malecela, utanrikisráöherra Tanzaniu og Lukumbuzya, sendiherra landsins i Stokkhólmi. KOMIÐ I SOLINA EF YKKUR VERÐUR OF KALT Utanríkisráðherra Tanzaniu í opinberri heimsókn til íslands ,,Ég býð ykkur vel- komin i heitu sólina i Tanzaniu, hvenær sem ykkur verður of kalt”, sagði brosmildur utan- rikisráðherra Tanzaniu, Malecela, i viðtali við Visi i morgun, á Hótel Sögu. Hann er hér ásamt fylgdarliði i opinberri heimsókn og þótti greinilega ekki mikið til vorveðursins okkar koma. Og hver láir hon- um það? „Ferð min hingað er fyrst og fremst gerð til að skapa og við- halda góðum tenglslum milli Tanzaniu og íslands. Þó að*mikl- ar vegalengdir skilji okkur að, getum við haft margvislegt gagn hver af öðrum“ sagði utanrikis- ráðherrann.— »Ég get fullvissað þig um það, að þið fáið fyllsta stuðning hjá okkur i landhelgis- málinu. Við höfum sjálfir hags- muna að gæta i þvi sambandi, en töldum rétt að biða eftir haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, áður en viö færðum út úr 12 milna landhelgi. — Það kemur þó ekki i veg fyrir það, að við viður- kennum jafnvel 200 milna land- helgi þeirra i S-Ameriku,* sagði Malecela. „Staðreyndin er sú, aö rikin i Afriku og Asiu standa með ykkur i landhelgismálinu eins og öll þróunarlöndin. Aðeins nokkur iðnaðarriki vilja viöhalda veiðum upp að landssteinum strand- rikja.” Það mátti skilja á utanrikisráö- herranum, að Afrikumenn væru ánægðir meö stefnu Norðurlanda- þjóðanna almennt i málefnum Afrikuþjóða. M.a. minntist hann á samvinnu milli Norðurlanda- þjóðanna og Tanzaniu við að út- rýma ólæsi, við uppbyggingu heilsugæzlustöðva og uppbygg- ingu vatnsbóla I Tanzaniu. Utan- rikisráðherrann átti viðræður við Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra i morgun. t kvöld snæðir hann kvöldverð á Þingvöllum-VJ FEIGÐARMERKI A RÍKISSTJÓRNINNI ef Björn Jónsson tekur sœti i henni — segir Bjarni Guðnason — sjó baksíðu Sigurbjörn Báröarson var bezti knapinn á kappreiöunum i gær á Víðivöllum og hér sést hann ásamt einum hinna sigursælu hesta sinna og ber verðlaun sin með stolti. BEZTIR ALLRA I VEÐREIÐUNUM Fjörugt var hjá hestamönnum i Reykjavik i gær, þvi að fyrsta keppni Hesta- mannafélagsins Fáks fór fram á Viðivöllum. Það var keppt I 6 keppnis- greinum, meðal annars var i fyrsta sinn keppt i kerruakstri hér I Reykjavik. Var þetta 1500 metra vegalengd, þar sem Kommi varð fyrstur á 3.31,4 min. Eigandi: Kommafélagið, Borgarnesi. Knapi: Einar Karvelsson. 1 1500 metra keppni stökk- hesta tóku aðeins 2 hestar þátt og varð Lýsingur á undan á 2.16,2 min. þótt Gráni hefði leitt hlaupið, þar til aðeins um 200 metrar voru eftir, en þá tókst Lýsingi að komast fram úr. Þess má geta, að þetta verða gildandi íslandsmet bæði i kerruakstrinum og 1500 metra stökkkeppninni. —EVI— REYNSLANSKER ÚR UM MÁLIÐ — segir Björn Jónsson „Reynslan ein mun skera úr um það, hvernig það mun reynast fyrir mig og ríkis- stjórnina, að ég tck nú við ráð- herradómi af Hannibal Valdi- marssyni,” sagði Björn Jóns- son, forseti Alþýðusambands tslands i viötali við VIsi I morgun. Björn sagði, að ekki væri ákveðið ennþá, hvenær ráð- herraskiptin yrðu. Það verður þó ekki I þessum mánuði, þvi ráða ýmis persónuleg mál. Við munum ákveða þetta á milli okkar, ég og Ilannibal,” sagði Björn. -VJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.