Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 5
V’isir. Mánudagur 7. janúar 1974 UN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Skriðdrekar og herlið á flugvelli Lundúna Umfangsmiklum öryggisráðstöfunum og viðbúnaði gegn hryðju- verkamönnum var haldið áfram á Heathrow-flug- vellinum við Lundúni í dag, þriðja daginn í röð. Öryggisviðbúnaðurinn var látinn ná til Windsor- hallarinnar, sem er i námunda við flugvöllinn, en höllin er einn af opin- berum iverustöðum Elizabetar drottningar og fjölskyldu hennar, þótt hún sé þar ekki um þessar mundir. Innanrikisráðuneytið hefur viljað skýra þennan mikla viðbúnað sem allsherjar öryggisæfingar, en brezk blöð, sem telja þær einhverjar hinar umfangsmestu siöan annarri heimsstyrjöldinni lauksetja þær i samband við orðróm um, að arabiskir hryðjuverkamenn hafi ætlað að skjóta niður far- þegaþotu með sovétsmiðuðum eldflaugum þarna á flugvellin- um. Ein deild skriðdreka og bryn- vagna tekur þátt i þessum að- gerðum, og auk 400 hermanna og lögregluþjóna, sem eru þarna á flugvellinum til taks, öllum sjáanlegir, er hópur óein- kennisklæddra lögreglumanna innan um starfslið og farþega i farþegasölum. Efnt var til fundar i gærkvöldi með ráðuneytisstjórum innan- rikisráðuneytisins og full- trúum lögreglu og hers, þar sem árangur þessara æfinga var ræddur. bar var ákveðið að halda þessu áfram um sinn. Lundúnablaðið Daily Express skrifar i dag, að gripið verði að öllum likindum til svipaðra að- gerða i öðrum stórborgum á Bretlandseyjum til þess að kanna virkni hermdarverka- varnanna. En yfir Bretum vofa ekki aðeins hugsanlegar að- gerðir arabiskra skæruliða, eins og öðrum þjóðum, heldur og einnig hermdarverk öfgasinna frá Norður-lrlandi. Þessi mynd var símsend VIsi I morgun, en hún sýnir brezkan hermann meö hriðskotariffil sinn, liggjandi við öllu búinn á girðingunni um Heathrow-flug- völl. Yfir fljúga vélarnar eins og ckkert hafi i skorizt. Fáanlegir til að hörfa frá bakka Súez-skurðar Kins og Ægir konungur væri að risa úr djúpinu með isklepr- ana i skegginu, skýtur Harlan Shank i Uockford í Illinoi Bandarikjanna upp á yfirborð- ið. Hann og fjórir aðrir vildu verða þeir fyrstu, sem fóru á sjóskiði á nýja árinu, en þar var þá 10 gráðu frost. beir urðu að byrja á þvi að brjóta isinn til þess að komast á vatn með skið- in. Frakkar hlera einnig Svo virðist sem franska gagn- njósnadeildin sé viðriðin hlerarnirnar á ritstjórnarskrif- stofum franska háðblaðsins ,,Le t'anard Enehaine.” bað vakti álika hneyksli i Erakklandi og Watergate gerði i Bandaríkjun- um, þegar ritstjórn þessa viku- rits þóttist hafa orðið þess vör, að skrifstofur hennar væru hlcraðar. Nú hefur dyragæzlan i bygging- unni, þar sem ritstjórnarskrif- stofurnar eru til húsa, borið kennslá einn af agentum „DST”, en það er sú deild, sem annast gagnnjósnir — Kona þessi segir að maðurinn hafi komið og beðið um byggingunni. betta er i fyrsta sjónarvottur getur drepið fingri á DST i þessu máli. margsinnis lykilinn að sinn, sem Nötrar Perú i Norska fréltastofan hermir frá miklum jarðskjálfta i Perú, i grennd við höfuðborgina l.ima og á ströndinni allt íð amlOO km sunnan hennar. Atta manneskjur eru taldar hafa farizt i þessum jarðskjálft- um, sex i Iáma og tvennt i bæ ein- um af 100 km sunnar. óljósar spurnir voru þó hafðar af þvi hjá fólki, sem flúði tvö sveitaþorp, og kom til Lima i gær, að þar hefðu fimm manns látið lifiö,- — Alls eru átján sveitaþorp og bæir til viðbótar á jarðskjálfta- svæðinu, sem ekkert hefur frétzt af. En vilja í staðinn opnun skurðarins og frjálsar siglingar Israelsskipa israelsstjórn hefur beðið fulltrúa sína í hernaðar- legu undirbúnings- nefndinni i Genf að leggja fram nýja ákveðna tillögu um afturköllun herliðsins á bökkum Súezskurðarins. — Tillöguna eiga þeir að bera upp í dag, þegar fundir hef jast siðdegis, — að sögn embættismanna i Tel Aviv. Við þvi er búizt, að stjórnin leggi síðar í vikunni fram ýtarlegri til- lögu um, hvernig hefja megi samningana enn lengra. Á fundi i rikisráði Goldu Meir i gærkvöldi gerði Moshe Dayan, varnarmálaráðherra — ný- kominn frá Washington — grein fyrir árangri viðræðna sinna við Henry Kissinger, utanrikisráð- herra. itarlegri skýrslu var þó frestað til næsta fundar, þvi að Golda Meir forsætisráðherra var fjarverandi vegna veikinda. En það er talið.að þeir Dayan og Kissinger hafi orðið á eitt sáttir um, að Israelsmenn skyldu hörfa með herlið sitt frá Súez inn i Sinai-eyðimörkina. Utanrikisráðherra Egypta- lands, Ismail Fahmy, kvað eiga i náinni framtið að fara til Moskvu til viðræðna við Andrej Gromyko, utanrikisráðherra. Og þótt her- foringjanefnd aðilanna á friðar- ráðstefnunni i Gerif hafi orðið mikið ágengt i undirbúningi friðarsamninga, búast menn ekki við áþreifanlegum árangri af starfi hennar, fyrr en að loknum fundi Gromykos og Fahmy. UPI-fréttastofan hefur það eltir vestrænum sendimönnum i ’l'el Aviv, aö Israelsstjórn muni kalla heim aðalsamningamann sinn i herforingjanefndinni til þess að gera honum grein fyrir hinum nýju tillögum. — Telja fleslir, að þessar tillögur verði i anda samkomulags þeirra Kissingers og Dayans, um að tsrael kalli aftur herlið herlið sitt frá vesturbakka Súezskurðarins eina 30 km aftur til fjallaskarð- anna i Mitla og Giddi á Sinai- skaga. t staðinn ætlast tsrael til þess að Egyþtar opni á nýjan leik Súezskurðinn og hindri ekki skipaferðir þeirra. Þetta kort er af svæöinu, sem herforingjanefndin I Genf hefur i huga i samningamakki Egypta og tsraela. Vélafylki israels vVI*’*** EGYPTALAND Adabiy 3. her Nakhl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.