Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 12
SIGGI SIXPEIMSARI THUHP \ ý-ijs.- i r A Jæja ég get þó sagt\ aö maöurhafi lagzl' aö fótum mér. ) , -n\' Lm Eftir að austur opnaði á einu hjarta, varð lokasögnin fjórir spaðar i suður. Vestur spilaði út hjartasjöi, og austur spilaði þremur hæstu i hjarta. Suður trompaði þriðja hjartað með spaðaniu og vestur kastaði tigultvisti.. Hvernig spilar þú spilið áfram — trompin eru 2-2 hjá mót- herjunum? NORÐUR KD74 8642 AlO AD5 SUÐUR AG1096 GIO K93 643 Þetta er frekar einfalt spil, þar sem tapslag er kastað á tapslag. Eftir að hafa trompað þriðja hjartað með spaðaniu er trompi tvivegis spilað. Þá tigulás og tigulkóngur. Þriðji tigullinn trompaður i blindum. Þá er sviðið sett. Blindur á slaginn, og nú er hjarta blinds spilað. Austur á slaginn, en suöur trompar ekki, heldur kastar laufi heima. Austur er varnarlaus. Hann verður annaðhvort að spila i tvöfalda eyðu eða laufi upp i ás- drottningu (gaffal) blinds. í báðum tilfellum vinnst sögnin — ef spilað er i tvöfalda eyðu er laufi kastað heima og trompað i blindum. Einfalt og gott, og eftir opnun austurs i spilinu er nær öruggt, að hann á laufakóng. SKÁK van Barden var með hvitt i þessari stöðu og þurfti að flýta sér að máta svartan, sem hótaði Bxg2 mát. Hvitur leikur og mátar þvi. Mælikvarði 10 sek. stórmeistari, 20. sek. meistari, 40 sek. sérfræðingur, 2 min. skákmaður i 1. flokki, 5 min. skákmaður i 2. flokki, 10 min. sæmilegur 20 min. byrjandi. Þá skákin. * 1 p 1 • 1 1 A "Ét i Y'' ;•+. * ’ é X ■ '' v ■ ; ‘(/yi , |||g _ . i • B P .0, T s *, Sjj Lausnin er þannig: 1. Rxa6 — b7xa6 2. Db5H--a6xb5 3. Ha8 mát. — (Ef. 1.— Ka7 2. Rc5+ — Kb8 3. Rd7+ — RxR 4. RxR mát. i Suðaustan 5-6 v i n d s t i g rigning öðru hvoru. Hiti 7-10 stig. LÆKNAR Reykjavik Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00— 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjöröur — Garðahreppura Nætur- og helgidagavarzla" upplýsingar i lögreglu- varðstofunni simi 50131. A laugardögum óg helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka vikuna 24. til 30. maí er i Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Rafmagn: í Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði, simi 51336. Hitaveitubilanir simi 25524 Vatnsveitubilanir simi 35122 Simabilanir simi 05. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100 sjúkrabifreið sími 51336. Dregið var i skyndihappdrætti Hjálparsveitar skáta i Hafnar- firði 26. mai. Upp komu eftirfarandi númer. 1. Ferð fyrir tvo til Mallorca, að verðmæti kr. 60.000.- Nr. 531. 2. Ferð fyrir tvo til Spánar, að verðmæti kr. 60.000,- Nr. 5335. 3. Dvöl I Sklðaskólanum I Kerlingarfjöllum fyrir tvo, að verðmæti kr. 40.000,- Nr. 4569. 4. Dvöl i Skiðaskólanum i Kerlingarfjöllum fyrir einn, að verðmæti kr. 20.000.- Nr. 9995. Upplýsingar gefnar I simum 50481 Og 51668. Hjálparsveit skáta I Hafnarfiröi. Hvitasunnuferðir A föstudagskvöld 1. Snæfellsnes 2. Þórsmörk 3. Landmannalaugar. ALAUGARDAG. Þórsmörk Farseðlar á skrifstofunni. Ferðafélag tslands, öldugötu 3, simar: 19533 og 11798. Hvitasunnuferð 1.-3. júni ferð i Þórsmörk. Uppl. gefnar á skrifstofunni. Laufásvegi 41 alla virka daga frá kl. 13-17 og 20-22. Farfuglar. Visir. Fimmtudagur 30. mai 1974. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30. Almenn samkoma. Allir velkomnir. Filadelfia Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Willy Hansen. Félagsstarf eldri borgara t dag (fimmtudag) verður opið hús frá kl. 1.30 e.h. að Norðurbrún 1. Gömlu dansarnir hefjast kl. 4. e.h. Einnig verður á fimmtudög um veitt aðstoð við böð (kerlaug) frá kl. 9-12 f.h. Pantanir i sima 18800 og 86960 kl. 2-5 e.h. Samvirki framleiðslusam- vinnufélag rafvirkja efnir til fræðslufundar um framleiðslu- samvinnu að Hótel Esju, fimmtu- dagskvöldið 30. mai kl. 8:45. Dag- skrá fræðslufundarins verður sem hér segir: 1. Framleiðslu- ■ samvinna sem efnahagsl. skipu- lagsúrræði. Erindi fTutt af Hannesi Jónssyni, félagsfræðingi. 2. Hagnýt reynsla af starfi Samvirki — framleiðslusam- vinnufélagi rafvirkja. Erindi flutt af Asgeiri Eyjólfss. formanni rafvirkjadeildar Samvirki. 3. Fyrirspurnir og frjálsar um- ræður. Fundurinn er opinn öllum með- limum iðnsveinafélaganna. Aðalfundur Fjölnis, félags ungra sjálfstæðis- manna i Rangárvallasýslu, verð- ur haldinn í Hellubiói, fimmtu- daginn 30. mai kl. 9.30 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Ungt'sjálfstæðisfólk er hvatt tilað mæta. Stjórnin. V.l. Aðalfundur stúdentasambands Verzlunarskóla Islands verður haldinn föstudaginn 30/5 ’74 kl. 18.00 i Verzlunar- skólanum. Stjórnin n □AG | D KVÖLD | O □AG | D KVÖLD □ Utvarpið í kvöld kl. 20.15: Hver er hinn seki? Leikrit „Óvœntur vinur" Ctvarpið flytur i kvöld leikritið „Óvæntur vinur” eftir Robert Thomas, en það er byggt á sögu eftir Agöthu Christie, sem varla þarfa að kynna. Robert Thomas er Frakki, sem skrifað hefur mörg leikrit, þ.á.m. leikritið Gildran, sem sýnt hefur verið hér á Akranesi, Kópavogi, Dalvik og viðar. Leikritið byrjar á þvi, að maður nokkur er á ferð I Frakk- landi i miklu óveðri, þrumum og eldingum, eins og tilheyrir i sakamálaleikriti. Hann festir bílinn sinn og fer að sækja hjálp i höll nokkra þarna skammt frá. t höllinni finnur maðurinn húsráðandann myrtan, og enn- fremur rekst hann á konu hans, sem segist vera sek um morðið. Maðurinn vill endilega hjálpa konunni til þess að hylma yfir verknaðinn, en þá fer ýmislegt að koma I ljós, liklega er konan að hylma yfir með einhverjum öðrum. Ýmsir koma við sögu, eins og móðir hins myrta húsráðanda, hjúkrunarkona hins myrta, sonur konunnar, sem reynist I meira lagi taugaveiklaður unglingur og til alls vis. Auðvitað kemur svo i ljós, að konan á sér elskhuga, og svo kemur lögreglan við sögu til að upplýsa glæpinn. Hvernig fer? Nú er bara aö hlusta, og þá vitum við það. Leikstjóri er Gisli Alfreðsson, þýðandi Asthildur Egilson. Leikendur: Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Þóra Borg, Edda Þórarinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ævar R. Kvaran og Erlingur Gislason. —EVI Útvarp kl. 19.40 í kvöld: GESTIR OG HEIMAMENN Kynning á dagskrá komandi listahátíðar „Þetta er siðari þátturinn af spjalli minu um dagskrá komandi listahátiðar i Reykjavik”, sagði Baldur Pálmason, þegar við höfðum samband við hann og forvitnuðumst um efnið. Baldur mun spjalla um hina nýju óperu Jóns Asgeirssonar, Þrymskviöu, sem frumflutt verður i Þjóðleikhúsinu, þá um Sæmund fróða, en samið hefur verið upp úr þjóösögunum verk, sem bæði verður lesið og sungið i Iðnó. Hann segir frá tónleikum (djass) sem verða I Háskólabiói, þar sem meðal annarra koma fram söngkonan Cleo Laine og André Previn mun leika á pianó. Sem kunnugt er mun sá sami André Previn stjórna sinfóniuhljóm- sveit Lundúna, sem kemur til með að leika I Laugardals- höllinni. Einleikarar með hljómsveitinni verða á öðrum tónleikunum Vladimir Ashkenazy, pianó, og I hitt skiptið ungur israelskur fiðlu leikari Pinchas Zukerman. Siðan mun Baldur ræöa um Renötu Tebaldi, en hún syngur með Sinfóníuhljómsveit tslands i Háskólabiói, stjórnandi Ashkenazy. Ýmislegt fleira minnist Baldur á, þvi sem kunnugt er, þá er af mörgu að taka. —EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.