Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir Laugardagur 8. júni 1974 ■iil iíSi: Íiilllliiii SITTHVAÐ Nýlega hélt Elton John hljómlcika til stuönings uppá- haldskuattspyrnufélagi sinu YVatford, en Elton er sem kunnugt er algjör fótbolta- fanatfk og er meir að segja framkv. stj. Watford, er leikur i þriðju deildinni ensku. A þessuin hljómleikum flutti hann m.a. lög af næstu LP ptötu sinni OL’ PINK EYES IS BAt'K. Á þessum tónleikum kom einnig fram Kod Ste- ward, cn sá er einnig ,,foot- ball-freak” eins og þeir kallast þarlendis, og befur Rod meira að segja endurútgefið lag sitt Angel, þar sem hann syngur lagið ásamt þeim fræga Denn- is Law, ó já, já. Meðlimir brezku liljóms veitarinnar YES eru allir sérfræðingar á sinu sviði, en hafa samt ekki gefið út sóió plötur ennþá (að undanskildum YVakeman, sem nýlega sendi frá sér sina aðra sólópl. JOURNEY TO THE CENTER OF THE EARTH). Það verður þó ráðin bót á þessu, þvi innan skamms mun hljómsveitin taka sér þriggja inánaða hvild, og þá munu þeir Anderson, Howe, Squire og YVhite innspila sóló plötur, á meðan YVakeman snýr sér að „börnum sinum” hljómsveit- unum YVARHOUSE OG YVALLY, en hann hyggst stjórna upptöku á plötum þeirra. Þyrfti David Bowie, hættur?, hættur við að hætta?, hættur, o.s.frv. Jæja, ég hef nú alltaf verið „Bow- ie freak”, en einhvern veginn finnst mér nú samt, að hann eigi að taka sér smá hvild núna og reyna að finna sjálfan sig aftur. Þessi nýjasta plata Bowie á sér marga ljósa punkta, en það eru jú alltaf þeir dökku er maður hamr- ar á. Bowie er nægilega hug- myndaríkur til að skapa sina eig- in tónlist, en þess i stað er hann að endurtaka frasa frá hljómsveit- um eins og Temptations, Rolling Stones og fleirum, skil þetta ekki. A þessari plötu Diamond Dogs hefur Bowie fengið til liðs við sig nýja hljóðfæraleikara (fyrir utan Aynsley Dunbar, sem við tromm- urnar stendur fullkomlega fyrir sinu, eins og venjulega) þeir eru Tony Newman (einnig trommur) Herbie Flowers (bassa) og Mike Carson (pianó, orgel), en Bowie sjálfur sér um allan gitarleik, saxófón, Múgg og „Melletron”, auk þess eru öll lögin, að frátöldu einu, eftir hann sjálfan. Textar hans eru allir dálitið dularfullir, og mætti stundum halda að Bowie telji veröldina vera að farast, en hvað með það, ljósu punktar plötunnar eru lögin Big Brother, Rock n’Roll with me, og 1984. oð toko sér hvíld Þriðia albúmið - oa bað bezta Fyrir þá er una rólegri og gott „country-rock” fyrir þa er rytmatiskri tónlist er þetta kjör- vilja dingla tánum. Þetta er in plata, og hún býður lika upp á þriðja albúm Eagles og hið bezta, kannski vegna þess að þeir hafa bætt við sig frábærum gitar- og slidegitarleikara, og heitir sá maður Don Feldner. Eagles voru góðir, nú betri, það þarf ekki ann- að en að bera saman lagið Te- quila Sunrise af plötunni Desper- ato, og lagið 01 ’55 af On the Bord- er, til að fatta það. Já, eins og ég segi GÖÐ PLATA, hefur allt að geyma, og þvilikar raddir getur ekki hvaða hljómsveit boðið upp á. Beztu lög: My Man. 01’55. Mid- night Flyer. BETUR MÁ EF DUGA SKAL... Eftir að hafa lokið við gerð sið- ustu plötu sinnar LOUD AND PROUD, sáu þeir félagarnir i Naz., fram á það að þeir voru hálf staðnaðir, (vel af sér vikið piltart og fóru þvi þess á leit við nokkra fræga tónlistarmenn, að þeir stjórnuðu upptöku á næstu plötu þeirra. Þeir leituðu m.a. til Jimmy Page og Pete Townsend, en án árangurs. Að lokum fengu þeir þó fyrrv. meðlim Deep Purple, Roger Glover til að ann- ast verkið og verður ekki annað heyrt en það hafi tekizt með ágæt- um. Roger hefur á Tampant not- að mikið af „bakhljómum”, og bætir það mjög úr annars einföld- um hljóðfæraleik þeirra félaga i Naz. Auk þess hefur Roger bætt við „syntheziser” i tónlist þeirra félaga, og annast hann það hljóð- færi sjálfur með góðum árangri, svona inn á milli. Nazareth pilt- arnir voru staðnaðir, Roger Glov- er hefur aðeins lifgað upp á þá, en hvað með framtiðina, það er alls ekki nóg að slá taktinn, öskra hátt með grófum röddum og spila sama lagið á öllum plötum, það þarf lika að hafa smá hafragraut i hausnum. Beztu lög: Shanghia’d in Shang- hai. Eru ennþá undir áhrifum „COME BACK" Brimkló hefur klófest tvo vinsæla poppara i stað Hannesar Jóns Ilannessonar gítarleikara, sem yfirgaf hljómsveitina fyrir nokkrum vikum. Hefur Brimkló nú þegar hafið leik að nýju eftir breytinguna og hin nýja skipan likað vel. Það eru þeir Jónas R. Jónsson og Pétur Pétursson, senj, tekið hafa saman við Brimkió. Þeir höfðu haft hægt um sig uin hrið: Pétur litið spilað opinberlcga sið- an hann hætti i Tilveru og Jónas ekki sungið með hljómsveit i fimm ár, en hann liætti einmitt sama ár og hann bar sigur úr být- um i vinsæhlakosningu popp-þátt- ar Visis. Þó má ekki gleyma þvi, að hann söng um skeið með Einari Vilberg við miklar vinsældir. Jónas hefur annars áunnið sér mestar vinsældir að undanförnu fyrir stjórn þáttarins „Ugla sat á kvisti”. „Að sjáifsögðu verða einhverj- ar breytingar á prógrammi hljómsveitarinnar með tilkomu nýrra liðsmanna. Nýjuin mönn- um fylgja ailtaf slikar breyting- ar,” segja þeir i Brimklö hressir i bragði. — ÞJM frá Dylan Siðan MTH gáfu út siðustu plötu sina „Moot” hefur sú breyting orðið á skipan hljómsveitarinnar, að gitarleikarinn Mick Ralphs hefur hætt og stofnað nýja hljóm- sveit „Bad Company” ásamt þeim BOZ (áður King Crimson) Paul Rodgers, (áöur Free) og Simon Kirke (áður Free), og við af honum hefur tekið Luther Grosvenor (Spooky Tooth). Þeir Ralphs og Hunter sáu áöur um alla tónsmið hljómsveitarinnar, en við fráfall Ralphs virðist vera eins og Hunter sé öllu frjálsari I tónsmlð sinni, og er óhræddur við að reyna eitthvað nýtt, eins og greinilega kemurfram i lagi hans Marionette. A þessari nýju plötu Moot’s kemur greinilega fram, að Hunter er ennþá undir áhrifum frá Dylan, og sömuleiðis virðist hann hafa náð mörgum góðum hugmyndum frá Pete Townsend. Luther Grosvenor (eöa Ariel Bender, eins og hann kallar sig nú) virðist hafá komið inn i grúppuna á réttum tima, hún var algerlega stöðnuð, og með góðum gitarleik og sóló-köflum sinum, færir hann grúþpunni þennan ferskleika er vantað hefur á sið- ustu plötum Moot the Hoople. Beztu lög: Marionette. Alice.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.