Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 08.06.1974, Blaðsíða 6
6 Vfsir Laugardagur 8. júni 1974 VISIR Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: S Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgrciðsla: Ritstjórn: Áskriftargjald 600 kr. / Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ifverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Sfðuinúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. í iausasöiu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Vinur er sá Norðmenn eru hinir beztu nágrannar, sem Is- lendingar geta hugsað sér. Til Noregs finnst flest- um einstaklega þægilegt að koma og eiga þaðan góðar endurminningar. Við vonum þvi, að hinn vinsæli konungur Norðmanna, Ólafur fimmti, hafi einnig átt hér góða daga. Ólafur Noregskonungur er raunar orðinn hag- vanur hér á landi, þvi að þetta er i þriðja sinn, sem hann kemur hingað. 1 hvert skipti hefur hann margfaldað vinsældir sinar og virðingu. Hann getur þvi leyft sér að segja ýmislegt i skálaræð- um, sem aðrir þjóðhöfðingjar mundu ekki þora að segja: ,,Bæði löndin hafa skipað sér fastan sess i hin- um vestræna heimi, og landfræðileg staða beggja landa vorra hefur lagt grundvöllinn að sameigin- legum áhugamálum i fortið og nútið. Bæði íslendingum og Norðmönnum fannst eðli- legt að verða þátttakendur i vestrænu varnar- samstarfi, þegar til þess var stofnað, og leggja i dag aðaláherzlu á tviþætt hlutverk bandalagsins, bæði sem samtaka til sameiginlegra varna og tækis til að vinna að minnkandi spennu og sam- vinnu milli austurs og vesturs. Bæði hafa löndin i þessu sambandi stutt ein- dregið að þvi að f jallað væri um öryggi og sam- vinnu i Evrópu og umleitanir um, að dregið væri úr herstyrk i Mið-Evrópu, og vonumst við til, að þessar umleitanir hafi i för með sér áþreifanleg- an og varanlegan árangur til framdráttar friði og samvinnu i vorum hluta heims.” Þessi skynsamlegu orð Ólafs konungs eiga er- indi til okkar, ekki sizt til rikisstjórnar okkar. í ræðu sinni i hátiðarkvöldverði forseta fslands á miðvikudaginn sagði hann lika fleira, sem ánægjulegt var á að hlýða. Hann boðaði náið samstarf Norðmanna og íslendinga á hafréttar- ráðstefnunni i Caracas: ,,Annað mikilsvert áhugasvæði er okkur sam- eiginlegt og það er að varðveita auðlindir hafsins, sem umlykur okkur. Bæði löndin telja hafréttar- ráðstefnuna, sem brátt mun verða haldin i Cara- cas, hina mikilsverðustu. Noregur og fsland hafa komið á nánu samstarfi við undirbúning að þess- ari ráðstefnu og mun þessi nána samvinna hald- ast einnig á ráðstefnunni sjálfri.” í lok ræðu sinnar ræddi konungur um gagnið af þátttöku i fjölþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Norðurlandaráði, Atlantshafsbanda- laginu, Evrópuráðinu og Friverzlunarsamtökun- um og sagði siðan: „Sameiginleg sjónarmið vor eða svipuð i mjög mikilsverðum atriðum bæði i þjóðlegum og al- þjóðlegum stjórnmálum hafa orðið til þess að binda lönd okkar enn traustari böndum. Það er von min, að Norðmenn og íslendingar geti haldið áfram að byggja upp og efla þessi sambönd einn- ig i framtiðinni, báðum i hag og á grundvelli gagnkvæms skilnings og virðingar.” Við viljum taka undir þessi orð Noregskonungs, þökkum honum fyrir heimsóknina, óskum honum góðrar ferðar utan og biðjum fyrir kveðjur ís- lendinga til frænda okkar i Noregi. —JK Bresjnef efstur á vinsœlda- Fjórða hvert ár er kosið til æðsta ráðs Sovétrikjanna og til æðstu ráða sambands- lýðvelda þeirra, og fyrir dyrum standa nú kosningar til sovézka þingsins, nefnilega þann 16. júní. Þar er kosið um sæti 1517 fulltrúa, 767 fulltrúa i sambandsráðið og 750 i þjóðernaráðið. —r í sið- ustu kosningum 1970 hrepptu verkamenn og samyrkjubændur meira en helming fulltrúanna. Hingað til hefur ekki verið um þessar kosningar sagt, að þær væru tvisýnar eða spennandi. Það verðurheldur ekki að þessu sinni. — Það er fyrirsjáanlegt, að út- koma þeirra mun einungis undir- strika áhrif og völd Leonids Bresjnefs innan flokksapparats- ins. Þrátt fyrir að hvergi sé um neina keppni að ræða um fulltrúa- sætin, þá er áköf áróðursherferð þegar hafin i sovézkum fjölmiðl- um. En slagorðið er: „Allir i kjör- klefana 16. júni”. — Og það er meira á þessa strengina, sem frambjóðendurnir slá núna þessa dagana, þar sem þeir á kosninga- ferðalögum sinum eiga fundi með kjósendum. Þegar „afturhaldið” á Vestur- löndum bendir á, að einungis einn flokkur er leyfður, og fleiri bjóði ekki fram i þessum kosningum sem öðrum i Sovétrikjunum, hafa kommúnistar ekki nemá eitt ráð til þess að snúa slikt áróðursvopn úr hendi „ihaldsins”. Nefnilega að benda á kjörsóknina. Það er vitað fyrirfram að allir frambjóðendurnir ná kjöri. Tass fréttastofan hefur þegar upplýst, að 31% fulltrúanna á nýja þinginu muni verða konur. Það liggur sem sé ljóst fyrir nú þegar um mánaðamótin. — Það er engin sérstök breyting, þvi að um þriðjungur fulltrúanna, sem kosnir voru 1970, var lika konur. — Ennfremur hefur Tass frétta- stofan upplýst, að verkamenn og bændur muni eiga 50,7% fulltrú- anna (takið eftir að hér er hvergi gizkað á afrúnnaðar tölur, heldur upp á brot og aukástaf), en það er svipað hlutfall og á yfirstandandi þingi. — Siðan upplýsir Tass, að 18% nýju fulltrúanna verði undir þritugsaldri þannig að ekki verði vefengt, að tekið sé tillit til ungu kynslóðarinnar. Og loks skýrir Tass frá þvi, að 28% fulltrúanna séu ekki félagar i kommúnista- flokknum. Það er fækkun frá þvi sem núna er, þar eð siðast var hart nær þriðjungur hinna kjörnu fulltrúa EKKI i kommúnista- flokknum. Þetta er sem sé það sem hefur nú þegar verið ákveðið um úrslit kosninganna, sem fram eiga að fara þann 16. júni næstkomandi! Varla er þá of sterkt til orða tekið að segja, að kosningar þessar geti ekki kallazt beinlinis spennandi. Enda undrast marg- ur, sem vestan tjalds býr, hvi menn verji tíma, fyrirhöfn og fjármuhum i slikan „kosninga- leik”. — Orslitin eru ráðin löngu áður, og kommúnistar sitja jú áfram að völdum. Sovézkir fjölmiðlar hafa marg- sinnis svarað þessari spurningu með þvi, að Sovétrikin vilji efna til kosninganna, svo að fólkið geti vottað forystu flokksins stuðning sinn og fylkt sér undir merki sjálfs flokksins. — Og svo slá þeir fram stærsta trompinu: „Sjáið bara kjörsóknina! Venjulega skila 99,97 eða 99,98% atkvæði sinu i kjörkassana.” Og það er ómótmælanlega eng- inn smávegis hollustuvottur við Flokkinn. Nú er ekki þvi að neita, að þótt úrslit kosninganna séu þannig „fyrirsjáanleg”, þá er með þeim fylgzt af stakri athygli. Úr þeim lesa menn þrátt fyrir allt ýmsar rúnir um sovézk stjórnmál. Eða öllu heldur leggja þeir sinn skiln- ing i undanfarann. Nefnilega hverjir eru útneíndir. Hvert umdæmi getur einungis tilnefnt einn fulltrúa i Æðsta ráð- ið, en hins vegar er ekkert sem hindrar, að mörg umdæmi til- nefni sama manninn, áður en hann gerir upp við sig, hvert umdæmið honum lizt bezt á. Með þvi að telja þessar tilnefningar, fá menn nokkra hugmynd um, hverjir munu vera valda- og áhrifamestir i Sovétrikjunum. Meira að segja heilan vinsælda- lista. Samkvæmt yfirliti, sem birtist í flokksmálgagninu Pravda fær aðalritarinn L. Bresjnef til- nefningartöluna 54, sem er nær þvi tvöfalt hærri tala en næstu keppinautum hefur tekizt að klóra sig i. En næstir á listanum eru nefnilega forseti Sovétrikj- anna, Nikulás Podgorni, og for- sætisráðherrann, Alexi Kosigin. Menn hafa gefið þvi góðan gaum, að Podgorni er ögn ofar á listanum en Kosigin, en hingað til hefur þvi verið öfugt varið. Upp á siökastið hefur þó forsetans oftar verið getið en forsætisráðherrans við opinber tækifæri. Slikt er ein- mmmm Umsjón: G.P. mitt annar mælikvarði á áhrif Kremlherranna. Þetta er sem sé það, er birtist i tölum Pravda, en það kemur þó alveg heim og saman við til- nefningarnar, sem birtast i blöð- unum úti i dreifbýlinu. Þar sést Bresjnef vera langefstur með 160 tilnefningar og hinir tveir nokkuð langt á eftir honum. — Frá þess- um þrem er siðan langt niður i fjórða sætið og allan þorrann, þar sem þeir eiga þó fjórða og fimmta sætið hugmyndafræðingurinn Mikjáll Suslof og Andrés Kiril- enko ritari, sem báðir eiga sæti i miðstjórninni. Þegar stuðzt er við þennan mælikvarða má sjá, að tveir menn úr flokknum hafa aukið mjög áhrif sin. Það er land- búnaðarráðherra, Fjodor Kula- kof, og fyrsti varaforsætisráð- herra Kirill Masurof, sem eru komnir I sjötta og sjöunda sæti á vinsældalistanum. Andrés Gretsjko varnarmálaráðherra er einnig i virðulegu sæti sem endra- nær. En lokaniðurstaðan, sem af þessu fæst, er sú, að Bresjnef og fylgisveinar hans eru öruggir i sessi. — Biðin eftir kjördeginum 16. júni er þvi bara biðin eftir formsatriðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.