Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 1
64. árg. —Þriðjudagur 17. september 1974 — 177. tbl. Foreman slasaðist á œfingu og Ingunn setti Islandsmet í Stokkhólmi • • • • SJÁ ÍÞRÓTTIR í OPNU Ibúar Þorlákshafnar loka veginum sínum! — Baksíða Rœndur aleigunni á skemmtiferð í Kaupmannahöfn - bls. 3 MOUTH" — lesendur hafa orðið á bls. 2 Er Crabb frosk- maður á lífi? — sjá bls. 5 „HVER HEFUR SINN DJÖFUL AÐ DRAGA" — sœnskir slá um sig með íslenzkum málsháttum — bls. 3 „Ég kann betur og betur við mig hér i vesturbænum,” segir Guðbjörg. Hún er önnur stúikan i röðinni I samkeppninni, sem Visir fór af stað með á laugardaginn. - Ljósm: Bragi. Langar mest til Kína „Hvert ég mundi fara, ef ég mætti velja? Hik- laust til Kína. Það væri áreiðanlega spennandi að kynnast því, hvernig fólkið lifi þar i landi. Það er svo ólíkt þvi sem hér gerist. Ég mundi vilja vera þar í að minnsta kosti eitt ár." Þannig svaraði Guðbjörg Garð- arsdóttir fyrstu spurn- ingu Vísis, en Guðbjörg er önnur í röðinni í þeirri samkeppni, sem blaðið fór af stað með á laugar- daginn. Guðbjörg er 21 árs og býr i vesturbænum. „Ég hef aðeins búið þar i tvö ár,” útskýrði hún. „Ég er fædd og uppalin i austur- bænum og finnst ég ekki al- mennilega vera orðin vesturbæ- ingur ennþá. Annars kann ég betur og betur við mig á Bræðraborgarstignum og er ekki lengur eins ákveðin i þvi að flytja þaðan og ég var fyrst i stað.” Við spurðum Guðbjörgu næst að þvi, hvort hún hafi nokkuð litið i blöðin i morgun: „Jú, en það er eins og venju- lega. Maður flettir hálf sofandi i gegnum þau og man ekkert af þvi sem maður las þegar maður hefur lagt þau frá sér,” svaraði hún. ..Og þó, ég man það núna, að ég las vandlega á iþróttasið- unum um Val-Akranes. Það var ánægjulegur lestur. Ég hef alltaf haldið upp á Val. Það ger- ir sjálfsagt austurbæingurinn i mér.” Las Guðbjörg eitthvað af er- lendum fréttum? „Já,” svaraði hún. „Ég les alltaf aðra hverja frétt af Nixon. Maður er farinn að fylgjast með heilsufari hans rétt eins og veðurfregnunum. Óttalega á vesalings maðurinn auma daga.” -ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.